Þjóðviljinn - 07.03.1976, Page 3

Þjóðviljinn - 07.03.1976, Page 3
Sunnudagur 7. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Stjörnuspádómar hafa stundum breytt rás sögunnar meö slnum hætti. Stjörnuspámaðurinn Senno var látinn leiða Wallenstein, striðsgarp úr 30 ára striðinu, ívillu með þvíaðspá honum glæstra og auðveldra sigra. TRÚIR ANNAR HVER MAÐUR stjörnuspám? Falsspámenn Allt bendir til þess aö annar hver maður á Vest- urlöndum trúi þvi aö gang- ur himintungla haf i áhrif á lifshlaup sitt. Stjörnuspá- dómaæðið hefur orðið mörgum óprúttnum aðil- um að féþúf u. Tugmiljóna- gróða í hvaða gjaldeyri sem er innbyrða ,,stjörnu- spámenn" í hinum ýmsu löndum vegna trúgirni fólks úr ýmsum stéttum. Stjörnuspádómar blómstra aldrei betur en þegar kreppuástand ríkir í þjóð- félaginu. sópa til sín miljónafúlgum frá trúgjörnu fólki gamalmenni og trúlofað fólk og ástfangiö leitar til þessara dular- fullu spámanna sem þykjast rýna fram i timann i tákn stjörnu- merkjanna. Stjörnuspámennirnir gefa ráðleggingar i fjármálum, verðbréfakaupum og fjárfesting- armálum, og taugaóstyrkir vera fulltrúa ævagamalla „vis- inda”, sendiboða alheimsvisk- unnar o.s.frv. í Þýskalandi eru til fern samtök slikra manna, sem deila ákaft um virðingarsess og alvisku. Slik samtök stofna gjarn- an skóla og akademiur til að aul$þ á ytri virðuleika. Ekki verður heldur annað sagt en að þeim verði vel ágengt. Skoðanakönnunarfyrirtæki i Wiesbaden komst að þeirri niður- stöðu að 45% (um 18 miljónir manna) vestur-þjóðverja á aldr- inum 14 til 65 ára séu sannfærðir um eða telji liklegt að gangur himintungla hafi áhrif á örlög fólks á jörðu hér. Og ekki nóg með það, heldur lætur fólk sig ekki muna um að greiða 30-40 miljónir marka árlega fyrir spásagnir og En þessir náungar hér segja innflytjendum hvenær þeir cigi að kaupa inn kaffi.... t Vestur-Þýskalandi eru um 500 skipulögð „fyrirtæki” sem annast stjörnuspádóma og óteljandi aðil- ar sem ekkí augiýsa, fást víð stjörnuspádóma. Stjórnmálamenn, forstjórar, listamenn, húsmæður, börn, stjórnmálamenn sækja þangaö vitneskju um kosningaúrsíit. Með yfirlæti Ekki skortir slika spámenn yf- irlæti og sjálfsánægju i nútima samfélagi. Þeir telja sig gjarnan timarit um þessi mál. Vikulega koma út þar i landi tvö stjörnu- spádómatimariti 150 þús. eintaka upplagi, og allmörg almanök með stjörnuspádómum eru einnig gef- in út i risastórum upplögum. Frá Bandarikjunum berst mikið af Forn fræði og kyndug slikum ritum til Evrópu, m.a. „Ást, hjónaband og stjörnur, — stjarnfræðilegur ráðgjafi” eftir Caroll Righter sem hefur aðsetur sitt i Hollywood, og einnig mætti nefna rit spákerlingarinnar Lindu Goodman, en mörg þessara rita eru þýdd á ýmis evrópumál. Alls konar stjörnumerkjabækur eru gefnar út i hundruðum þúsunda eintaka hver, og fastir stjörnu- spádómaþættir eru i timaritum og blöðum sem gefin eru út i miljónatali i fjölmennustu lönd- um Vestur-Evrópu. Nú spáir tölvan Nú er tekið að nota tölvur til stjörnuspádóma. Sú aðferð er upprunnin i Bandarikjunum en hefur einnig náð fótfestu i Evrópu. Spádóma lætur tölvan i té fyrir hvern og einn fyrir 1000 til 10.000 krónur eftir þvi hversu mikið efnið er. Gamalgrónir „handverksmenn” i faginu hafa harðlega mótmælt vélvæöingu stjörnuspádómanna. Wolfgang Döbereiner heitir spámaður nokkur sem rekur stórt stjörnuspádómafyrirtæki i Mun- chen. Til hans leitar alls konar fólk „allt frá húsmæðrum til stór- atvinnurekenda”, segir hann sjálfur. Ekki sé hægt að segja að þetta séu allt trúgjarnir furðu- fuglar þvi meðal þeirra séu margir stjórnmálamenn i háum ábyrgðarstöðum. Sérgrein Döbereiners eru veðurspár fyrir byggingafyrirtæki, kvikmynda- framleiðendur og svifflugmenn. Tiskusýningarfy rirtæki leita ráða hjá honum og einnig þeir sem halda útiskemmtanir. Annar spámaður i Freiburg segir inn- flytjendum hvenær hagkvæmasti timinn sé til kaffiinnkaupa og út- flytjendum hvenær hagkvæmast sé að selja afurðir. Hann hefur þegar spáð þvi að áriö 1984 verði þriðja heimstyrjöldin yfirvof- andi. Sumir stjörnuspámenn aug- lýsa sig sérfræðinga i þvi að velja saman hjónaefni, aðrir velja happdrættismiða fyrir fólk o.s.frv. Helgirit Biblia stjörnuspámanna (margir þeirra hafa þó aldrei les- iðhana) er „Tetrabiblos” („Bæk- urnar fjórar”) eftir Ptolemaios (100-160 e.kr.) en hann var egypsk - ættaður grikki og fræg- asti stjörnufræðingur fornaldar. Hann notfærði sér kenningar úr eðlisfræði til að kanna afstöðu og samband stjörnumerkja og reiki- stjarna. Hann þóttist reikna út eðli og áhrif reikistjarnanna og breytingu þeirra eftir afstöðu stjörnumerkja með tilliti til höf- uðskepnanna fjögurra, jarðar. lofts, vatns og elds. Allt bland- aðist þetta svo saman við dul- fræði og töframátt fjölgyðistrúar og svo er enn I þessum fræðum. Allir útreikningar nútima stjörnuspámanna eru miðaðir við heimsmynd fornaldar. Þegar himin-kortið er stillt á fæðingar- stund og -stað einnar persónu til að spá um ævi hennar, þá er gengið út frá þvi að sólin og stjörnurnar snúist umhverfis jörðina. Þó — og þó ekki Allir sem lesið hafa þessa stjörnuspádóma kannast við hið Framhald á bls. 22 Forsíöu myndin heitir Lifmögn og er eftir Guð- mund Halldórsson. Hann stundaði myndlistarnám i Paris um fimm ára skeið og hefur haldið tvær sýningar i Reykjavik. Lifmögn er teikn- ing. sem hefur verið offset- prentuð og er seld i plakat- stærð hjá Bóksölu stúdenta.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.