Þjóðviljinn - 07.03.1976, Síða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1976, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 7. mars 1976. SVAVA JAKOBSDÓTTIR: 'mmm—mm~mmmmmmmmmmmm~mmmmmmmmmmmmmmmmm^Pmmmmmm^mi~mm~immmmmmmmm . tmmmmmmmm ' Hafa bandaríkjamenn brotið samkomulagið um kjarnorkuvopn? Lockheed Orion flugvél frá bandariska sjóhernum á flugi við Islandsstrendur. Þessar vélar eru taidar búnar djúpsprengjum með kjarnaoddum. Fyrir nokkru vöktu tvö dag- blöð, Þjóðviljinn og Dagblaðið, athygli á erlendum skrifum þar sem fullyrt er að bandarikja- menn hafi kjarnorituvopn i her- stöö sinni i Keflavik. Heimild Þjóðviljans er grein sem birtist s.l. vor i bandariska timaritinu Bulletin of the Atomic Scientists (Fréttabréf kjarnorkuvisinda- manna) og er sagt um höfundinn, Barry Schneider, að hann starfi við rannsóknir viö Uppljísinga- miðstöð varnarmála i Washing- ton. 1 grein Schneiders segir: „1 Evrópu hafa Bandarikin og bandamenn þeirra i Nató 2.250 flugvélar, eldflaugaskotpalla og kjarnorkufallbyssur, sem hægter að nota til að koma þeim 7000 „taktisku” kjarnorkuvopnum, sem Bandarikin hafa þar i fyrir- huguð skotmörk. Samanlagt sprengiafl vopna þessara er talið jafngilda 460 megatonnum (eða 460 miljónum smálesta) af TNT, en það er um það bil 35.000 sinn- um meira sprengiafl en i sprengju þeirri sem eyddi Hiró- sima 1945. Þessi „taktisku” kjarnavopn Bandarikjanna eru i ölium evrópsku Nató-rikjunum að frátöldum Noregi, Danmörku, Luxemburg og Frakklandi. (leturbr. min)" I viðtali við Dagblaðið þ. 23. janúar s.l. segir Barry Schneider, að upplýsingar sinar séu byggðar á viðtölum við þingmenn i banda- riska þinginu, sem aðgang hafi að leyniskjölum um þessi mál. Hann segir ennfremur, að Lockheed Orion vélar bandariska hersins séu að öllum likindum búnar djúpsprengjum með kjarnaodd- um til þess að granda kafbátum i Noröur-Atlantshafi. Þetta eru ekki æsifréttarit Þá upplýsir Dagblaðið þ. 24. janúars.l.,að tvö önnur erlend rit en það sem að framan er greint, fullyrði, að kjarnorkuvopn séu á Islandi. Þessi rit eru Bulletin of Peace Proposals, sem gefið er út af International Peace Research Association i samvinnu við Universitetsforlaget i Oslo (en Hans G. Andersen er einn af ráðunautum þess rits) og Ambió, blað sænsku vísindaakademiunn- ar. Það er rétt að menn geri sér ljóst, að hér er ekki um nein æsi- fréttarit að ræða. Þetta eru sér- fræðirit og þarf sterk rök til þess að sanna, að þau fari með stað- lausa stafi. Við höfum þvi aldrei fyrr haft jafnrika ástæðu til að óttast, að hér á landi væru kjarn- orkuvopn. Það væri algert ábyrgðarleysi, ef islensk stjórn- völd og þjóðin i heild lokaði aug- unum fyrir þeirri staðreynd. Islenskir fréttamenn báru þess- ar fullyrðingar hinna erlendu rita undir yfirmann herliðsins á Keflavikurflugvelli og sendiherra Bandarikjanna á íslandi. Svör þessara manna voru á þá lund, aö bandarikjamenn segðu aldrei neitt um kjarnorkuvopn sin eða hvar þeim væri búinn staður — það væri stefna þeirra að játa hvorki né neita, er þeir væru innt- ir sliks. Hér er vissulega ástæða til að staldra við og ihuga nokkrar stað- reyndir. Þaðhefurfyrr gersthérá landi, að umræöur hafa snúist um það, hvort bandariska herliðið hér hefðu kjarnorkuvopn á islenskri grund. Við slik tækifæri hafa Is- lenskir ráðamenn lýst þvi yfir, að það væri stefna þeirra að hér skyldu ekki vera kjarnorkuvopn ogað I gildi værisamkomulag við bandarisk stjórnvöld þess efnis. Um þessa stefnu af íslands hálfu hefur aldrei, svo vitað sé, rikt ágreiningur milli stjórnmála- flokka á Islandi. Ekki er heldur annaö vitað en samkomulag við bandarísk yfirvöld um bann við kjarnorkuvopnum á Islenskri grund sé enn í fullu gildi. Þá gátu þeir talað, en nú má ekkert segja Arið 1968 urðu umræður á Al- þingi um hugsanleg kjarnorku- vopn á íslandi. Tilefni þeirra um- ræöna var flugslys á Grænlandi, er bandarisk þota hlaðin fjórum vetnissprengjum fórst i nánd viö Thule-flugvöll. Þessi óhugnanlegi atburður vakti sérstaka athygli vegna þess að i gildi var sam- komulag milli dana og banda- rikjamanna um, að óheimilt væri að geyma kjarnorkuvopn á danskri grund og óleyfilegt að fljúga með slik vopn yfir danskt land. Magnús Kjartansson var málshefjandi þessara umræðna á Alþingi árið 1968 og benti á hásk- ann sem að islendingum gæti steðjað af kjarnorkuflugi, ef ekk- ert yrði að gert. Hér er ekki ætlunin að rekja umræðurnar i heild, en benda á eitt atriði, sem skiptir verulegu máli með hlið- sjón af viðbrögöum yfirmanns varnarliðsins nú. I umræðunum 1968 vitnaöi þáverandi utanrikis- ráðherra, Emil Jónsson, til sam- komulagsins milli islensku rlkis- stjórnarinnar og bandariskra yfirvalda um það að hér skyldu ekki vera kjarnorkuvopn af neinu tagi og sagði siðan: .......ég heyrði það i útvarpi i gær, að þar var birt viðtal við aðmirál Stone, yfirmann varnarliðsins á Kefla- vEkurflugvelli, þar sem hann itrekaði og undirstrikaði einmitt þetta, að um þetta væri fullt sam- komulag, einnig af þeirra hálfu”. Ég ætla að láta það liggja milli hluta hér, að islenskur ráðherra skyldi láta sér nægja yfirlýsingar varnarliðsins gegnum útvarp um svo alvarlegan og afdrifarikan hlut, en hitt er staðreynd og skjal- fest i Alþingistiðindum, að yfir- maður varnarliðsins á islandi, lýsti yfir þvi við Islensku þjóðina i útvarpinu árið 1968, að hér væru ekki kjarnorkuvopn. En nú má ekkert segja. Hvað hefur breyst? Þá eru íslendingar lausir mála Fyrir nokkrum vikum Iýsíi Einar Agústsson yfir þvi á Al- þingi, að núverandi rikisstjórn hefði aldrei léð máls á þvi, að hér á landi væru kjarnorkuvopn. Sam- komulagið milli islenskra stjórn- valda og bandariskra hlýtur þvi enn að standa. Þegar yfirmaður varnarliðsins neitar þvi nú að gefa upplýsingar um, hvort hér séukjarnorkuvopn eða ekki, þá er hann með þvi að neita að stað- festa, að bandarikjamenn standi við gerða samninga. Slik fram- koma er frekleg móðgun við ís- lensk stjórnvöld og islensku þjóö- ina, og svo ámælisveröur og al- varlegur atburður i samskiptum rikja i milli, að hann krefst harðra viðbragða. En stjórn Næturhólf 'aö er ætiö óvarlegt aö geyma peninga eöa aöra fjármuni í misjafnlega traust- m geymslum, - hvort sem þær eru i heimahúsum eða á vinnustað. 4eö næturhólfum veitir Landsbankinn yöur þjónustu, sem er algjörlega öháö fgreiöslutíma bankans. Þjónusta þessi hentar bæöi fyrirtækjum og einstakling im; gerir yður mögulegt aö annast bankaviöskipti á þeim tíma sólarhringsins, em yöur hentar best; sparar yður fyrirhöfn; tryggir yöur trausta og örugga eymslu á fé og fjármunum. (ynniö yður þjónustu Landsbankans. araus wp LANDSBANKINN v ' Vidskipti allan sólarhringinn Fundarboð MFIK boðar til hátiðarfundar i tilefni 8. mars 1976. Fundurinn verður haldinn á HALLVEIGARSTÖÐUM við Túngötu, sunnudaginn 7. mars 1976, kl. 3 e.h. Á dagskrá er ávarp i tilefni dagsins flutt af Steinunni Harðardóttur, formanni, og Inga Birna Jónsdóttir kynnir Nýju Stokk- hólmshreyfinguna og talar um baráttu kvenna fyrir friði. Jakobina Sigurðardóttir, rithöfundur, les upp,og sungnir verða baráttusöngvar. Við hvetjum ykkur til að mæta vel og taka með ykkur gesti. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.