Þjóðviljinn - 07.03.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 7. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN _ SÍDA 11
Skjaldhamrar: „Þýski njósnarinn”, íem var sendur til ömmu sinnar
(Kjartan Kagnarsson) og vitavörðurinn á Skjaldhömrum (Þorsteinn
Gunnarsson)
miklar vinsældir. Er ekki von á
þvi að hann leggi fleiri lönd undir
sig?
— Jú, það eru góðar horfur á
þvi að Jörundur verði bæði sýnd-
ur i Austur- og Vestur-Berlin á
þessu ári. Þar eiga margir hlut að
máli. Alma Hansen, skólastjóri
Tónlistarskólans i Garðabæ, var
svo vinsamleg að snara leikritinu
á þýsku, þótt hún hefði ekki feng-
ist við slikt áður. Sameiginlegur
kunningi okkar Ölmu, Alfred
Smith, listamaður, sem er
mörgum islendingum að góðu
kunnur, kom þýðingunni svo á
framfæri við Wolfgang Schnell,
áhrifamikinn rithöfund og leik-
húsmann i Vestur-Þýskalandi,
Schnellogleikflokkur hans ætla að
sýna verkið i einu af leikhúsum
Vestur-Berlinar áður en þessu ári
lýkur. 1 haust gerði Sch#ll einnig
samning við sjónvarpsstöð i borg-
inni um gerð nokkurra sjónvarps-
leikrita og hefur hann hug á að
Jörundur verði eitt þeirra.
Hann hefur yfirfarið þýðingu
ölmu og búið hana undir leiksvið.
Þá hefur hann einnig tjáð mér að
hann ætli að fá leikritið gefið út á
vegum bókaforlags i Vestur-
þýskalandi.
Fyrir tilstilli Martin Kurtén,
sem stjórnaði i Vasaleikhúsinu
ásamt Kristinu Olsoni, þegar
Jörundur var sýndur þar i fyrra,
hefur leikhópur i Austur-Berlin i
hyggju að taka Jörund til sýninga
i samráði viðSchnell og hans fólk.
Þýðingar i Sviþjóð,
Danmörku og
Frakklandi.
— Hafa þessi tvö leikrit, sem
við erum að ræða um, verið þýdd
á fleiri mál?
— Hjá danska áhugaleikhús-
sambandinu er að koma út þýðing
á Jörundi og annast Ove Kröger
Ohlson hana. Inger Pálsson i
Verk Ólafs
Jóhanns
í Norræna
húsinu
I dag sunnudaginn 7. mars
verður bókmenntakynning helguð
Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, i Nor-
ræna húsinu á vegum Máls og
menningar. Vésteinn ólason
lektor flytur erindi um skáldið og
lesið verður úr verkum hans.
Lesarar eru: Edda Þdrarins-
dóttir, Gisli Halldórsson, Karl
Uppsölum er einnig að vinna að
þýðingu á Skjaldhömrum. Hún
þýddi Jörund á sinum tima á
sænsku. Stefnt er að þvi að
sænska þýðingin á Skjaldhömrum
verði til i þessum mánuði, þvi að i
byrjun april sýna norska og
sænska sjónvarpið kafla úr leik-
ritinu i sameiginlegri dagskrá,
sem nefnist „Kulturliv i Island".
Sjónvarpsmennirnir, sem hér
unnu að þessari dagskrá hvöttu
eindregið til þess, að þýðing yrði
höfð til reiðu, þar sem þátturinn
væri góð auglýsing fyrir leikritið.
Ennfremur vinnur Sigriður
Þórðardóttir, ung menntakona
sem nú dvelst i Strasbourg, að
franskri þýðingu á Skjaldhömr-
um.
Menningarleg stórtiðindi
— Ég legg til að við sláum
botninn i þetta viðtal með nokkr-
um orðum um islenskt leikhúslif.
— Já, ég velti þvi oft fyrir mér
hvernig þetta muni enda með
leikhúsáhugann á tslandi. Ég er
alveg sannfærður um að engin
þjóð i heimi hefur meiri áhuga á
leiklist en islendingar. Til vitnis
um það eru ekki einungis at-
vinnumannaleikhúsin þrjú, held-
ur allur hinn mikli fjöldi áhuga-
mannaleikhúsa og leikflokka i
hverri sveit. Allur þessi leikhús-
áhugi þjóðarinnar, leikgetan og
leikstjórnarhæfileikarnir sem
fyrir hendi eru hljóta að bera
ávöxt. Það kæmi mér ekki á óvart
að þetta sé fyrirboði menningar-
legra stórtiðinda. Það hlýtur að
koma að þvi — ef til vill ekki fyrr
en ég er kominn undir græna
torfu — að upp risi á lslandi kyn-
slóð leikskálda, sprottin úr þess-
um jarðvegi, sem vinna mun
mikil afrek. Leikritun og leiklist
ættu að geta orðið næsta stór-
framlag islendinga til heims-
menningarinnar Forsendurnar
erú að minnsta kosti fyrir hendi.
— ekh.
Guðmundsson, Þórarinn Guðna-
son og Þorleifur Hauksson.
Kynningin hefst kl. 16.
ÞORSTEINN
FRÁ HAMRI
TÓKSAMAN
Svartiskóli
,,Sá skóli var i fyrndinni til úti i
heimi sem hét Svartiskóli. Þar
lærðu menn galdur og ýmsan
fornan fróðleik. Svo var til hátt-
að i skóla þessum að hann var i
jarðhúsi rammgjörvu mjög, á
þvi var enginn gluggi og var þar
þvi 'alltaf niðamyrkur inni. Eng-
inn var þar kennari og námu
menn allt af bókum sem voru
skrifaðar með eldrauðu letri
sem lesa mátti i myrkrinu.
Aldreimáttuþeirsem þarlærðu
koma undir bert loft eða sjá
dagsljósið á meðan þeir voru
þar, en það voru þrir eða sjö
vetur sem þeir urðu að vera i
skólanum til að verða fullnuma.
Hönd ein grá og loðin kom á
hverjum degi innum vegginn og
rétti skólapiltunum mat. En það
áskildi sá sér sem skólann hélt
að hann skyldi eiga þann sem
siðastur gekk út af þeim sem
burtu fóru úr skólanum á ári
hverju. En af þvi allir vissu að
kölski hélt skólann vildi hver
sem gat forða sér frá að ganga
seinastur út úr honum.”
Þannig segir Jón Arnason frá
um vistina i Svartaskóla.
Ekki mun létt um vik að full-
yrða hversu langt i aldir er unnt
að rekja hugmyndina um
Svartaskóla, en nafn sitt dregur
hann af svartagaldri og er
kunnur með þessu nafni á
islandi sem alþekkt stofnun
þegar á/16. öld, og sennilega er
hugmyndin mun eldri. Heiti
þetta á galdraskóla myrkra-
höfðingjans kemur viða fyrir i
dönskum og norskum þjóðsög-
um; norskar sagnir herma
gjarnan að skólinn sé i Witten-
berg i Þýskalandi. Danskar
sagnir telja hann vera i Noregi.
Ummæli era höfð eftir sjálfum
Marteini Lúter um að fjandinn
reki galdraskóla i Köln. Þegar
galdrasögum fjölgaði hérlendis
af Sæmundi fróða þótti liggja
beinast við að ætla skólanum
stað i Paris eða annarsstaðar i
Frakklandi, þarsem kunnugt
var af traustum heimildum að
Sæmundur nam þar fræði sin.
Sagnirnar um dvöl Sæmundar i
slikum skóla og brottför hans
eiga sér flestar rætur i eldri
ævintýrum utlendum, hin elsta
þeirra, frásögn sem rakin er i
Jóns sögu helga eftir Gunnlaug
munk, er hliðstæð enskri sögn
um Gerbert hinn franska, sem
var páfi i Róm 999-1003. Svo seg-
ir i Jóns sögu:
Úr Jóns sögu
.helga
,,Eigi hæfir annað en geta
framar en áður er sagt, hversu
mikið lið islenskum mönnum
varð að hinum heilaga Jóni, jafn
vel utanlands sem innan. Telj-
um vér þann hlut einkanlega
þar til, er hann spandi út hingað
með sér Sæmund Sigfússon,
þann mann, er verið hefur ein-
hver mestur guðs kristni til nyt-
semdar á íslandi, og hafði lengi
verið i útlöndum, svo að ekki
spurðist til hans. En hinn
heilagi Jón gat hann upp spurð-
an, að hann var með nokkrum
ágætum meistara, nemandi þar
ókunnuga fræði, svo að hann
týndi allri þeirri, er hann hafði á
æskualdri numið, og jafnvel
skirnarnafni sinu. En er hinn
heilagi Jón kom þar, er hann
var fyrir, spurði hvor annan að
nafni. Hinn heilagi Jón sagði sitt
nafn, en Sæmundur nefndist
Kollur.
Jón svarar af gift heilags
andaog mikilli kennispeki: ,,Ég
get, að þú heitir Sæmundur og
sért Sigfússon og fæddur á
Islandi á þeim bæ, er i Odda
heitir.”
Taldi hinn heilagi Jón þar til
fyrir honum, að hann kannaðist
við sig og ætt sina.
Sæmundur mælti: ,,Vera má
að sönn sé saga þin, og ef svo er,
þá mun finnast i túninu i Odda
hóll nokkur, sá er ég lék mér
jafnan við.”
Og eftir þetta þá kannast
þeir við með öliu.
Þá mælti hinn heilagi Jón:
„Fýsir þig ekki brott héðan?”
Sæmundur svarar: „Gott
þykir mér hjá meistara minum,
en þó, siðan ég heyrði þin orð og
ég sá þig, virðist mér þó svo
sem sá hafi betur, er þér fylgir
og aldrei við þig skilst, en eigi sé
ég þó ráð til þess, að ég megi þér
fylgja, þvi að meistari minn vill
með engu móti gefa mig liðug-
an.”
Hinn heilagi Jón mælti: „Við
skulum báðir þar að sitja, og
mun ég dveljast hér um hrið.
Skulum við til nýta hverja
stund, er við megum við talast,
eigi siður nætur en daga. Nú ef
meistari þinn ann þér mikið, þá
mun hann leita okkar, ef við
erum einir saman, og mun hann
þá venjast við og þykja ekki
grunsamlegt, ef það kemur oft
að. En ef hann léttir af að leita
okkar, þá skulum við leita á
brott sem skjótast.”
Sæmundur mælti: „Viturlegt
ráð er þetta, erþú hefur til lagt.
Skalþetta grundvöllur okkarrar
ráðagerðar, en við vitran mann
eigum við, þar sem meistari
minn er, þvi að hann sér ferð
okkar, þegar hann hyggur að
himintunglum i heiðriku veðri,
þvi að hann kann svo algerla
astronomiam, það er stjörnu-
iþrótt, að hann kennir hvers
manns stjörnu, þess er hann sér
og hyggur að um sinn.”
Nú eftir þessa ráðagerð fylgir
Sæmundur Jóni á fund meistara
sins. Tók hann við honum allvel.
Er Jón þar um hriö, þar til er
þeir leita á brott á einni nátt.
Var veður þykkt.og fara þá nátt
alla og daginn eftir. En er
meistarinn saknar þeirra, þá
var þeirra leitað, og fundust
þeir eigi. En á annarri nátt, þá
sá öll himintungl. Sér meistar-
inn þegar, hvar þeir fara, og fer
eftir þeim skyndilega.
Sæmundur leit i loftið upp og
mælti: ,,Á ferð er meistari minn
kominn og sér hvar við förum.”
Jón mælti: „Hvað er nú til
ráða?”
Sæmundur svarar: ..Skjótt
skal til ráða taka. Tak skó af
fæti mér og fy 11 af vatni og set i
höfuð mér.” Svo gerir hann.
Nú er að segja frá spekingn-
um, að hann sá i himininn upp
ogmælti: „111 tiðindi, þviað Jón
hinn útlenski hefur drekkt Koll.
fóstra minum, þvi að vatn er um
stjörnu hans,” og fer heim aft-
ur.
En þeir Jón fara leið sina þá
nátt og daginn eftir. Nú er enn
að segja frá spekingnum, að á
næstu nátt eftir skipar liann
himintunglum og sér stjörnu
Sæmundar fara yfir honum lif-
anda og fer eftir þeim Jóni.
Sæmundur mælti: „Enn er
stjörnumeistarinn á ferð kom-
inn, og mun enn ráða við þurfa.
Tak enn skó af fæti mér og knif
úr skeiðum og högg á kálfa mér
og fyll skóinn af blóði og set i
hvirfil mér.” Jón gerir svo.
Þá gat meistarinn enn séð
stjörnu Sæmundar og mælti:
„Blóð er nú um stjörnu meistar-
ans Kolls, og er nú vist að þessi
útlendingur hefur fyrirfarið
honum”, og þvi hverfur hann
aftur leið sina. En þeir
Sæmundur og hinn heilagi Jón
fara sinn veg framleiðis.
Það er enn að segja, að þá er
þessi hinn fróði meistari kom
heim, reyndi hann list sina enn
að nýju og sá enn stjörnu
Sæmundar og mælti: ,,Á lifi er
enn Kollur, lærisveinn minn, er
betur er, en nógu margt hef ég
kennthonum,þviaðhann sigrar
mig nú i stjörnuiþrótt og bragð-
visi og fari þeir nú heilir og vel,
þvi að ekki get ég á móti staðið
þeirra brottferð, og mikils mun
Jóni þessum auðið verða, og
langælegar nytjar munu menn
hafa hans hamingju.”
En þeir Jón fóru leiðar sinnar
og fórst þeim vel og greiðlega.”
Þessi saga, sem raunar getur
ekki Svartaskóla i tengslum við
hinn visa meistara, hefur getið
af sér meginatriði sagnar, sem
skráð er i tið Árna Magnússonar
og hér fer á eftir:
Fabúla um
Sæmund fróða
„Sæmundur hinn fróði sigldi
og fór i Svartaskóla og lærði þar
aðskiljanlegar konstir. öngvan
skólameistara var að sjá i
Svartaskóla, en allt hvað læri-
sveinar vildu vita að kveldi, þar
um voru bækur til staðar að
morgni eða og það var skrifað á
vegginn. Yfir Svartaskóladyr-
unum innan til var þetta ritað:
„Inn mátt þú ganga, töpuð er
sálin.” Þau voru lög i skólanum
að hver þangað kæmi skyldi
læra þar i þrjú ár. Allir sem á
einu ári út fóru skyldu allir
undireins út fara og skyldi
fjandinn ætið hafa þann sem
seinast gekk út, og þar fyrir var
jafnan hlutast um hver seinast-
ur skyldi ganga. Sæmundi féll til
oftar en einu sinni að ganga aft-
ast og var þvi lengur en lög
gjörðu ráð fyrir.
En svo bar til að Jón biskup
reisti til Róm og kom þar nærri.
Hann frétti að Sæmundur væri i
Svartaskóla með soddan móti
sem sagt er; þvi fór hann þar inn
og talaði við Sæmund og bauð
honum að hjálpa honum út ef
hann vildi siðan fara til tslands
og halda vel kristni sina. Undir
þessa kosti gekk Sæmundur.
Jón biskup lét Sæmund ganga á
undan sér inn, en hafði kápu
sina lausa á öxlunum, en þegar
Jón gekk út kom hönd upp úr
gólfinu og greip i kápuna og tók
til sin, en Jón gekk út.
Siðan kom fjandinn til
Sæmundar og gjörði kontrakt
við hann svo látandi, að ef
Sæmundur gæti falist fyrir sér i
þrjár nætur skyldi hann vera
fri, en annars skyldi hann vera
sin eign. Þá fvrstu nótt faldist
Sæmundur undir lækjarbakka
einum i vatni og moldu til
samans, þá meinti satan að
Sæmundur hefði drekkt sér i
vatni. aðra faldist hann á sjó i
skiphrói þvi er flaut fvrir landi,
þá meintisatan að vantið mvndi
hafa spýtt Sæmundi fram i sjó,
þr'iðju nott lét Sæmundur grafa
sig i vigðri moid, þá meinti
satan að Sæm.und mundi hafa
rekiö á land dauðan og vera
grafinn i einhverjum kirkju-
garði. en i þeim þorði hann ekki
aðleita. Þetta var allt af forlagi
Jons biskups.
Aðrir segja að Sæmundur
slyppi þannig: Skóiabræður
hanskeyptu aðhonum að ganga
siðast, hann lét nú sauma
sauðarbóg neöan ákápusina. og
er hann gekk eftir tröppunum
sem lagu útúr skóladvrunum
var gripiö i kápuna um bóginn.
lét hann þa allt laust og tók til
fótanna og sagði: „Ilann hélt.
en ég slapp” — og fór svo til
félaga sinna.”
(Þjóðsögur Jöns Arnasonar.
Munumælasögur 17. aldar.
Biskupasögur).