Þjóðviljinn - 07.03.1976, Síða 24

Þjóðviljinn - 07.03.1976, Síða 24
Sunnudagur 7. mars 1976. Rætt viö Kolbrúnu Ágústsdóttur og Ástríði Karlsdóttur Týnes hjúkrunarkonu í kynfræösludeild Heilsuverndar stöðvarinnar Ástriöur Karlsdóttir Tynes (t.v.) og Kolbrún Ágústsdóttir hjúkrunarkonur i kynfræðsludeild Heilsuverndarstöövarinnar. Þörfin á fræöslu er af- skaplega mikil t fyrra setti alþingi lög sem valdið höfðu miklum deilum: lög um ráðgjöf og fræðslu varandi kynlíf og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisað- gerðir. Um þessi lög rifust menn hvar sem var og hvenær sem var í fleiri mánuði og fór svo að ýmsar skorður voru settar frjálsum fóstureyðingum. Einn kaflann var þó ekkert rifist um> kaflann um ráðgjöf og fræðslu. Allir voru sammála um að brýna nauðsyn bæri til að koma á slikri f ræðslu hvort sem þeir voru fylgjandi frjálsum fóstureyðingum eða ekki. Alþingi afgreiddi lögin i mai i fyrra og i 1. kafla þeirra stendur þetta ma.: Gefa skal fólki kost á ráðgjöf og fræöslu varðandi kyn- lif og barneignir. Landlæknir hefur á höndum yfirumsjón með framkvæmd og uppbyggingu slikrar ráögjafar og fræðslu. Ráögjafaþjónusta þessi skal veitt á heilsugæslustöðvum og sjúkra- húsum og má vera i starfs- tengslum við mæöranefnd, kven- sjúkdómadeildir, geövernd, fjöl- skylduráðgjöf og félagsráðgjafa- þjónustu. Að ráðgjafaþjónustunni skulu starfa læknar, félagsráð- gjafar, ljósmæður, hjúkrunarfólk og kennarar, eftir þvi sem þörf krefur. Fræðsluyfirvöld skulu i samráði við skólayfirlækni veita fræðslu um kynlif og siðfræði kynlifsins á skyldunámsstigi i skólum landsins. Einnig skal veita þessa fræðslu á öðrum námsstigum. Ennfremur segir i lögunum: Aðstoð skal veita, eftir þvi sem viö á, svo sem hér segir: 1. Fræðsla og ráögjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra. 2. Ráðgjöf fyrir fólk, sem ihugar aö fara fram á fóstur- eyðingu eða ófrjósemisaðgerð. 3. Kynlifsfræðsla og ráðgjöf og fræösla um ábyrgð foreldrahlut- verks. 4. Ráðgjöf og fræðsla varðandi þá aðstoð, sem konunni stendur til boða i sambandi við meðgöngu og barnsburð. Ekkert gert, ekkert fyrirhugað að gera Um þetta voru allir sammála. Þvi skyldi ætla að yfirvöld hefðu flýtt sér að koma þessu i fram- kvæmd. Fyrir nokkru lagði Vilborg Harðardóttir þingmaður Alþýðu- bandalagsins þá fyrirspurn fyrir heilbrigðisráöherra, Matthias Bjarnason, hvað heföi verið aðhafst i krafti þessara laga og hvað stæði til að gera. Svar ráð- herrans var stutt og laggott: ekkert hefur verið gert og ekkert stendur til að gera á þessu ári. Einhverra hluta vegna kaus ráðherra að misskilja fyrirspurn Vilborgar og talaði um að hér væri um viðkvæmt mál að ræöa sem þyrfti að skipuleggja i sam- ráði við menntamálaráðuneytið og slikt tæki langan tima. Vilborg benti honum á að sú fræðsla sem fram á að fara á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum væri i höndum landlæknis eins og þvi þyrfti ekkert samráð aö hafa við önnur ráðuneyti varðandi hana. Þessu svaraði ráðherra ekki og fékkst þvi engin skýring á aðgerðarleysinu frá hans hendi. Unnu kauplaust En þrátt fyrir aðgerðarleysi rikisvaldsins á þessu sviði er kyn- fræðsla eins og sú sem lögin gera ráð fyrir veitt á einum stað á landinu. t Heilsuverndarstöð Reykjavikur rekur embætti borgarlæknis kynfræðsludeild sem opin er einu sinni i viku, á mánudögum kl. 17-18.30. Þar starfa 2 hjúkrunarkonur, ljós- móðir, læknir og hægt er að ná i félagsráðgjafa ef meö þarf. Ars- reynsla hefur fengist af þessum rekstri og þótti Þjóðviljanum til- valið að ræða við hjúkrunarkon- urnar Kolbrúnu Agústsdóttur og Astriði Karlsdóttur Týnes um starf deildarinnar. — Þetta starf hófst i febrúar i fyrra. Þá voru hér hjúkrunar- kona, ljósmóðir og læknir tvisvar i viku. Við unnum kauplaust framan af eða fram i september. Við vildum þetta sjálf, þvi okkur langaði að gera tilraun með svona deild ogsjá hvortraunverulegþörf væri fyrir hana. t september var ákveðið að hafa opið aðeins einu sinni i viku og siðan þá höfum við fengið laun fyrir þetta starf. — En er þá þörf fyrir svona fræðslu? — Já, þaö virðist vera afskap- lega mikil þörf fyrir hana. Hingað koma að meðaltali 15-20 manns i hvert skipti sem opið er. Sem dæmi um þörfina má nefna að hingað kemur fólk af Suður- nesjunum, Suðurlandsundirlendi og jafnvel alla leið frá Norður- landi til að sækja sér fræðslu og ráðgjöf. Flestar biöja um pilluna — Hvaða aldursflokkar sækja þessa deild mest? — Fólk á aldrinum 15-20 ára et i yfirgnæfandi meirihluta. Stundum koma þó eldra fólk, einkum konur sem vilja fá þung- unarpróf. —- Og eftir hvers kyns fræðslu er mést spurt? — Það er mest spurt um getnaðarvarnir. Flestir sem hingaö koma eru stúlkur sem vilja fá pilluna. 1 þeim tilvikum er konan frædd um það sem hún þarf að vita um pilluna og siðan fer hún i læknisskoöun. Ef um mjög ungar stúlkur er að ræða er tekið mið af likamsástandi þeirra og hvort þær eru i föstu sambandi við strák. Þetta getur oft verið erfið spurning hvort láta á td. 14 ára stúlku fá pilluna. Hún er jú ekki sjálfráða og oft biður lækn- irinn þær um að leita samþykkis foreldra. En þessar stúlkur eru þær sem sist ættu að verða þung- aðar og það er betra að láta þær fá pilluna en að fá þær seinna ófriskar. En hér er veitt ýmis önnur fræðsla en um getnaðarvarnir. Bæði almenn fræðsla um kynlifið og ráðgjöf fyrir fólk sem á i kyn- lifsvandræðum. Varðandi siðar- nefnda atriðið getum við leitað til sálfræðinga og geðlækna á Kleppi um aðstoð þvi slik vandamál eiga sér oftast svo djúpar rætur i persónuleikanum að við ráðum ekki við þau. — Verðið þið vör við mikla fáfræði fólks á þessu sviði? — Já, það er farið með þessi mál eins og feimnismál og i skólum er td. engin fræðsla sem heitið getur. Þetta verður til þess að deildin hér verkar spennandi og við höfum stundum fengið hingað unglinga, 13-14 ára, sem kannski vita ekki hvers vegna þau koma hingað. Svo eru þess dæmi að hingaö komi piltar sem komnir eru i menntaskóla en vita ekki hvernig tiðarhringur konu gengur fyrir sig. En þetta er svo sem i samræmi við þjóðfélags- andann sem ýtir undir ábyrgðar- leysi karlmanna á þessu sviði, þessu er hvergi haldi að þeim. Hangir í lausu lofti — Hefur deildin verið auglýst eitthvað? — Við létum prenta bækling um deildina og hlutverk hennar og honum er dreift til allra sem hingað koma og einnig á fæð- ingardeildum og heilsugæslu- stöðvum. Hins vegar þótti of dýrt aö láta prenta nógu stórt upplag til að hægt væri að dreifa honum i skóla en skólayfirvöld geta fengið að prenta hann sjálf ef þau óska. — Hvernig hafa samskiptin við yfirvöld gengið? — Þetta hefur verið voðalegt strið. Borgarlæknir er hlynntur þessu en borgarráö hefur sýnt takmarkaöan skilning Formlega er deildin ekki til ennþá. Um tima átti að leggja hana niður en þvi tókst að afstýra. Núna hefur fengist vilyrði fyrir fjárveitingu til deildarinnar en það er ennþá óafgreitt mál þar sem ekki hefur verið gengið frá fjárhagsáætlun borgarinnar. Þetta hangir þvi allt i lausu lofti eins og stendur og við vitum ekki hvort viö fáum að halda áfram. Viö höfum lika leitað til heil- brigðisráðuneytisins og beðið um styrk til að sækja námskeið i Sviþjóð og afla okkur þar meiri þekkingar. Okkur var vel tekið þar og ráðuneytisstjóri var ánægöur með að einhver sýndi þessu áhuga. Þaö virðist vera svo að enginn hafi áhuga á þvi aö mennta sig til þess að geta unniö að kynlifsfræðslu. Kennarar og hjúkrunarkonur með venjulega menntun geta ekki sinnt þessu sem skyldi, það þarf meiri þekkingu. Sviar halda mörg stutt námskeið um þessi mál og það þyrfti einnig að gera hér. En það hefur enginn haft frumkvæði að þvi. — En hvað um fræðsluna i skólum? Er hún einhver? — Það getur varla heitið. Það er að visu nokkuð mismunandi eftir skólum og eftir þvi hvort hjúkrunarkona hvers skóla sinnir slikri fræðslu. En það er allt of algengt að þegar kemur að þvi litla sem nemendum er ætlað að læra um likama sinn þá er svo til öllu sieppt sem snertir kynlifiö. Þetta hlýtur þó að breytast með grunnskólalögunum, segja þær Kolbrún og Astriður. Þvi má skjóta hér inn að lokum að á vegum menntamála- ráðuneytisins er nú starfandi nefnd sem hefur það verkefni að endurskoða námsefni i liffræði fyrir grunnskólann. Þar mun kynfræðsla vera tekin með og liffræðinámiö fært neðar i skóla- kerfið en nú er. —

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.