Þjóðviljinn - 16.05.1976, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mal 1976.
DlOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
„KRAFA KOMMUNISTA”
Morgunblaðið hefur undanfarna mánuði
jafnan flutt Atlantshafsbandalaginu þeim
mun öflugri lofgjörðir sem ofbeldisverk
breska Nató-flotans hafa verið harðvit-
ugri. Þessi regla bregst ekki nú fremur en
fyrri daginn, eftir að bresk Nimrod-þota —
hluti úr hernaðarvél Atlantshafsbanda-
lagsins — hefur hótað loftárás á islenskt
varðskip. Þessum lofgjörðum Morgun-
blaðsins hafa fylgt yfirlýsingar um það að
ihaldið hér á landi vilji frið um landhelg-
ina, friður um hana sé besta lausnin til
þess að tryggja eðlilega nýtingu fiski-
stofnanna. Jafnframt er sagt að þeir sem
vilji segja Island úr Nató séu einskonar
striðsæsingamenn, þeim sé sama um
fiskistofnana, öll viðleitni þeirra beinist að
þvi að troða illsakir við Atlantshafsbanda
lagið.
Þessi málflutningur ihaldsaflanna hefur
ekki náð langt; fáir eða engir leggja trún-
að á hann. Jafnvel þótt Morgunblaðið kalli
kröfuna um heimköllun sendiherrans frá
Nató ,,kröfu kommúnista”, á hún hljóm-
grunn meðal yfirgnæfandi meirihluta
islendinga. Meira að segja þingmenn
Framsóknarflokksins lýstu stuðningi við
þessa ,,kröfu kommúnista” i útvarpsum-
ræðunum á fimmtudagskvöldið.
Steingrimur Hermannsson ritari
Framsóknarflokksins tók afdráttarlaust
undir kröfuna, en sagði að hún hefði ekki
fengið stuðning innan rikisstjórnarinnar
og Halldór Ásgrimsson sagði fullum fetum
að sendiherrann ætti að kalla strax heim
frá Brússel.
Þessi krafa um að Nató verði settir
pólitiskir úrslitakostir á hljómgrunn
meðal meirihluta landsmanna og hún á
meirihlutastuðning á alþingi. Þess vegna
væri eðlilegast nú að flytja og reyna að
fylgja fram á alþingi tillögu til þingsálykt-
unar um að fela rikisstjórninni að kalla
sendiherrann heim frá Nató. Ef fram-
sóknarþingmennirnir meina nokkurn hlut
með yfirlýsingum sinum ættu þeir með
glöðu geði að taka þátt i slikum tillögu-
flutningi þegar'i stað. Fullvist er að slik
samþykkt frá alþingi mundi auka veg
þeirrar stofnunar mjög i augum almenn-
ings á Islandi.
Nú skákar ihaldið auðvitað i þvi skjólinu
að framsókn sé svo hundtrygg i stjórnar-
samstarfinu — eftir leiðara Þórarins —
að slik yfirlýsing frá alþingi komi i raun-
inni ekki til greina. En vilji ritari
Framsóknarflokksins og þingmenn hans
aðrir láta taka mark á sér,eiga þeir einsk-
is annars úrkosti en að knýja slika
samþykkt fram á alþingi, þar sem hún
hefur verið felld i rikisstjórninni. Geri for-
usta framsóknar ekkert i þessa áttina er
augljóst að orðræður þingmanna eru
aðeins hugsaðar sem blekkingartilraunir
sakbitinna manna.
Þeir islendingar — meirihlutinn —
sem nú vilja setja Nató úrslitakosti eru
þeirrar skoðunar að það sé besta leiðin til
þess að friða fiskimiðin við ágangi breta.
Þjóðviljinn, sem harðast hefur flutt þessa
kröfu, gerir það vegna þess að hann telur
það visustu leiðina og jafnframt telur
Þjóðviljinn að þeir menn, sem ekki vilji
beita þessum sjálfsögðu pólitisku aðgerð-
um vilji gera bretum kleift að halda of-
beldisstriðinu áfram. Að neita þvi eins og
ihaldsforustan, að beita hinum sjálf-
sögðustu aðgerðum til þess að reka bret-
ann út úr landhelginni er það sama og að
biðja breta um að senda hingað fleiri her-
skip, vopnaðar flugvélar svifandi um há-
loftin með morðhótunum, og beitiskip
sem geti hvenær sem er opnað elda á is-
lensku löggæslubátana.
„Krafa kommúnista” um heimköllun
sendiherrans frá Nató er krafa þjóðarinn-
ar. Það er staðreynd sem ihaldið getur
ekki gengið fram hjá. En ástæðan til þess
að Geir Hallgrímsson talar nú um það að
nauðsynlegt sé að „losna við þingið til
þess að hægt sé að fara að stjórna
landinu” er sú, að hann óttast meira en
allt annað að bergmál fjöldans nái loks i
gegnum þykka veggi alþingishússins til
þess að skapa þar nýjan meirihluta i sam-
ræmi við viðhorf þjóðarinnar. — s
Bandarísk
vísindi í
varnarstöðu
A árunum eftir heims-
styrjöldina síðari gátu
bandarískir visindamenn
og embættismenn haldið
því fram án þess að blikna
eða blána, að bandarísk
vísindi væru hin fremstu í
heimi — og var erfitt að
finna þann sem mundi
andmæla þeim. En þeir
sem bera fram slíka stað-
hæfingu nú um stundir
mega búast við ein-
hverjum andmælum —
einnig frá bandarískum
vísindamönnum sjálfum.
Enginn trúir þvi að visu að
Bandarikin hafi glutrað niður
þeim yfirburðum sem þau hafa i
visindum og tækni. En visinda-
menn sem komu saman til
tveggja daga ráðstefnu fyrir
skömmu á vegum MIT (Massa-
chusettes Institute of Techno-
logy), komu sér saman um að
mjög hefði dregið úr hinu banda-
riska forskoti á sl. áratug, og gæti
það orðið að engu, ef að sam-
félagið gerði ekki fljótt og vel
átak til að sækja fram.
Versnandi hlutfall
A þessu ári hefur aukinn hiti
færst i kappræðuna um bandarisk
visindi. A ársskýrslu til forsetans
frá Visindastofnun rikisins, sem
birt var I febrúar, mátti finna
heimildir um að frammistaða
bandarikjamanna i visindum
væri heldur á niðurleið. Skýrslan
sýndi til dæmis, að , á seinni
hluta sjötta áratugs aldarinnar
komu 82% allra meiriháttar upp-
götvana frá Bandarikjunum —
hvort sem var á sviði atómorku-
framleiðslu, getnaðarvarna,
fjarskipta. En á miðjum sjöunda
áratug var þetta hlutfall komið
niður i 55%.
Skýrslan getur um að erlendum
uppgötvunum hafi fjölgað að
sama skapi. Fyrir tiu árum voru
aðeins 18% þeirra einkaleyfa sem
einkaleyfaskrifstofa Bandarikj-
anna skrásetti erlend. En áriö
1973 voru þau 30% og i skýrslu
visindastofnunarinnar er og gefið
til kynna, að bandariskum
visindaritum hafi farið aftur,
bæði að þvi er varðar gæði og
magn. Frakkar, sovétmenn,
vesturþjóðverjar og japanir verja
nú stærri hluta þjóðartekna sinna
tilrannsókna en Bandarikin gera.
Reyndar minnkuðu framlög þar i
landi til visinda beinlinis á fyrstu
árum þessa áratugs einkum á
kostnað svokallaðra „hreinna
visinda”, sem voru talin siður
arðgefandi en hagnýt visindi.
Rannsóknir fluttar
úr iandi
Ýmsir efasemdamenn hafna
þeirri heildarmynd fyrrgreindrar
skýrslu, að bandarisk visindi séu
á forbrekkisgöngu. Nóbelsverð-
launahafinn Paul A. Samuelson
sagði á ráðstefnu MIT, að
„Bandarikin búa enn við mesta
framleiðni i heimi”. Aðrir eru
þeirrar skoðunar, að viðvörunar-
hrópin um slaka stöðu
bandariskra visinda sé ekki hvað
sist slóttugheit af hálfu visinda-
manna sjálfra, þeir vilji með
þessu móti hræða stjórnmála-
mennina og gera þá örlátari á fé
til rannsókna.
En svo eru margir aðrir
visindanenn, sem ekki efast um
að þeir sem settu saman skýrslu
Visindastofnunarinnar hafi
allmikið til sins máls. Þeir benda
á merkilegt atriði: viss kreppa i
bandarísku visindastarfi er bein-
linis tengd þeim freistingum sem
fylgja rikidæmi. A árunum eftir
heimsstyrjöldina seinni hafa
mörg bandarisk fyrirtæki fært sér
það i nyt, að laun — visinda-
manna, tæknimanna sem
annarra — voru allmiklu lægri i
Evrópu og Japan heldur en heima
fyrir. Fyrirtækin fluttu þvi
allmikið af rannsóknastarfinu úr
landi, svo ekki sé minnst á fram-
leiðsluna sjálfa. Niðurstaðan
hefur svo orðið sú, sögðu þeir sem
saman skröfuðu hjá MIT, að
önnur lönd hafa farið fram úr
Bandarikjunum á vissum
sviðum. Eru til dæmis nefndar
hljóðfráar farþegaþotur (sem
aðrir hafa reyndar hrósað Banda-
rikjunum fyrir að framleiða ekki)
og svo uppgötvun nýrra lyfja. Og
menn efast heldur ekki um það,
að viðleitni Evrópumanna og
japana til að ná Bandarikjunum
og fara fram úr þeim muni
harðna heldur en hitt. Hagfræð-
ingurinn Michael T. Piore frá
MIT kemst svo að orði: „Mér
sýnist að við munum verða i
tæknilegri varnarstöðu.
Tökum fast á
Ted Greenwood, prófessor i
stjórnmálafræðum, telur að ef
Bandarikin eigi að taka frum-
kvæðið aftur, þá verði að lita á
nokkur brýn tæknileg vandamál
sem beinlinis verkefni sam-
félagsins, rikisins. Hann visaði til
þess að stjórnvöld og visinda-
menn hefðu á sinum tima tekið
höndum saman til að draga
sovétmenn uppi i geimferðum og
koma manni á tunglið. Hann telur
að sömu aðilar eigi nú að gera
svipað átak til að glima við orku-
kreppuna sem hann telur mála
stærst. Stjórnin er farin að leggja
eyrun við þessari gagnrýni
visindamanna; a.m.k. hafa fram-
lög til rannsókna á þessu fjár-
hagsári verið hækkuð um 11%.
(Endursagt úr Time)