Þjóðviljinn - 16.05.1976, Page 24
UOOVIUINN
Sunnudagur 16. mai 1976.
Nýja meðferðarheimilið við Vífilsstaði var opnað nýlega
Talaö við
Jóhannes
Berg-
sveinsson,
geölækni,
um áfengis-
sjúkdóma
og varnir
viö þeim
Nokkuð er siðan lokiðvar
frágangi húss þess i
nágrenni Vífilsstaða, sem
verða á nýtt með-
ferðarheimili fyrir
áfengissjúklinga. Stóð
nokkuð á að gengið væri
frá f járveitingu, svo hægt
væri að ráða starfslið, en
upp úr síðustu áramótum
var bætt úr því, og var þá
þegar hafist handa um að
auglýsa stöður þeirra
sem á heimilinu koma til
með að vinna. S.l. þriðju-
dag hófst síðan starfsemi
að einhverju marki á
heimilinu, en fyrst um
sinn verður farið hægt af
stað meðan reynsla er að
koma á starfsemina og
dvelja þar nú aðeins 7
sjúklingar, en reiknað er
með að þeir verði 21,
þegar fram í sækir, sem
gæti orðið aftur u.þ.b.
fvo mánuði.
Ennþá hefur ekki tekist að
ráða allt það sérþjálfaöa starfs-
lið, sem nauðsynlegt er til að
nalda uppi eðlilegum rekstri,
5.s. félagsráðgjafa og geðlækni,
sn vonir standa til að úr þvi
rætist þegar fólk, sem verið
hefur i námi erlendis, snýr heim
i sumar.
Nýtt skipulag á
döfinni
Þetta nýja heimili mun, þegar
fram í sækir verða þáttur i nýju
skipulagi i meðferð áfengis-
sjúklinga, sem á döfinni er hjá
Kleppsspitala, en megin-
breytingin mun þá felast i þvi,
að svonefnd „bráð-móttaka”
vegna áfengissýki mun hafa til
umráða eina deild á Klepps-
spitala, þar sem ekki verða
aðrir sjúklingar en þeir sem
lagðir eru inn vegna ofdrykkju.
Þar munu sjúklingarnir dvelja i
viku til hálfan mánuð, en eftir-
meðferðin ræðst siðan af
ástandi þeirra, að þeirri dvöl
lokinni, og munu sumir þeirra
fara á Vifilsstaðaheimilið og
aðrir á Flókadeildina en þar
verður starfandi göngudeild
fyrir þá sjúklinga sem komnir
eru út i lifið aftur, en þurfa jafn-
framt á áframhaldandi læknis-
hjálp að halda. 1 tengslum við
Kleppsspitalann starfar svo að
auki vistheimilið I Gunnars-
holti, þar sem langdvalar-
sjúklingar eru teknir til með-
ferðar að þeirra eigin ósk.
Skuldbinda þeir sig þá til að
dvelja þar i áfengislausu
umhverfi I 3 mán. eftir fyrstu
komu, en i sex mánuði sé um
endurkomu að ræöa.
Langt í land enn
Yfirumsjón með hinu nýja
skipulagi áfengislækninga á
Starfsfólk undirbýr siðdegiskaffið fyrir sjúklingana
vegum Kleppsspitala, verður i
höndum Jóhannesar
Bergsveinssonar, geðlæknis. 1
samtali við hann fékk blaðið
þær upplýsingar, að varasamt
væri að gera of mikið úr
framangreindri skipulags-
breytingu að svo stöddu, allt
tæki þetta sinn tima og enn væri
langt i land með að endanlegt
form kæmist á þessa starfsemi.
Þvi miður væri ekki og yrði ekki
i næstu framtið hægt aö sinna
nema hluta þeirra sem aðstoðar
þyrftu við, enda væri hér um
vaxandi vandamál að ræða,
er enn brýnna væri að spyrna
við með íyrirbyggjandi aðgerð-
um. Kvaðst Jóhannes sannfærð-
ur um að fjölmiðlar gætu veitt
þessari starfsemi enn meira lið
með markvissri fræðslu, sem
miðaði að þvi, að upplýsa
almenning um þá þætti mann-
lifsins sem fæða af sér mis-
notkun áfengis, og þá hættu sem
hverjum og einum væri búin,
sem út á þá braut færi. Það út af
fyrir sig að geta ekki átt eina
áfengislausa helgi væri alvar-
legt hættumerki fyrir hvern
þann einátakling sem eftir
þeirri venju lifði.
Engin
„patentlausn” til
Jóhannes var inntur eftir þvi
hvort nýja meðferöarheimilið
yrði lokuð stofnun, og kvað hann
svo ekki vera, i þeim skilningi
að dyrnar yrðu þar ekki læstar.
Hinsvegar yrði um takmark-
aðan dvalartima að ræða fyrir
hvern þann sjúkling sem undir-
gengist að vera þar, og færi
sjúklingurinn að þeim tima liðn-
um. Sjúklingurinn fengi þó að
fara frjáls allra sinna ferða
meðan hann væri á heimilinu.
Sllkt yrði háð leyfi læknis.
Þá vildi Jóhannes leggja á
þaö áherslu að i lækningu á
áfengissýki væri ekki til nein
„patentlausn”: „Þær aðferðir
sem við höfum yfir að ráða við
meðferð áfengissjúklinga ná
ekki nema hluta af leiðinni. Þar
sem okkar afskiptum lýkur
verður annað að taka við. Það
er þvi miður ekki til nein
patentlausn til að lækna fólk af
áfengissýki. Við höfum haft
góða samvinnu bæði við Félags-
Nýja heimiliðer glæsilegt á aðlita að utan.
stofnun Reykjavikur og AA-
samtökin m.a. til að aðstoða það
fólk sem ekki á i nein hús að
venda að lokinni meðferð hjá
okkur”.
Svona líta herbergin út.
Besta lækningin
að fyrirbyggja
sjúkdóminn
iíé&áÉÉh
1 framhaldi af þessu var
nokkuð rætt um starfsemi
AA-samtakanna og sagði
Jóhannes mikla stoð að þeim
samtökum á þeim stöðum þar
sem starfsemi þeirra væri
öflug. Sagði hann félaga úr
AA samtökunum hafa komið að
Gunnarsholti og haldið þar
fundi með sjúklingum og hefði
það gefið góða raun. Þá kom
það fram, að AA-samtökin og
Reykjavikurborg hefðu á
prjónunum i sameiningu að
koma upp eftirmeðferðar-
heimili fyrir áfengissjúklinga i
Reykjavik, sem myndi þegar
það kæmist i gagnið leysa að
nokkru þann vanda sem
heimilislausir .sjúklingar
byggju við.
Og að lokum: „Það verður
samt aö segjast eins og er, að
það verður alltaf tvisýn barátta
að ráðast gegn sjúkdómnum
eftir að hann hefur skemmt út
frá sér. Besta áfengislækningin
er auðvitað sú að reyna að fyrir-
byggja sýkingu”. — ráa
Veggskreytingar eru utan á
húsinu.
„Engin „patentlausn” til”