Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. október 1976
UOBVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
NÝTING INNLENDRA ORKUGJAFA
Arni Bergmann
(Ubreiösiustjóri: Finnur Torfi Hjör-
leifsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skóiavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 llnur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
Oliuverðhækkun sú sem hófst 1973 hafði
mikil áhrif i iðnþróuðum rikjum og öðrum
þeim rikjum sem þurfa að flytja inn elds*
neyti i verulegu magni. Fram að þeim
tima hafði verðlag á oliu verið furðu lágt,
einkum vegna þess að auðhringir hafa
framfylgt þeirri stefnu að greiða lág-
marksverð fyrir orku og hráefni og
tryggja sjálfum sér þannig hámarks-
gróða. En viðoliuverðhækkuninavarðekki
ráðið vegna þess að olian er ein af þeim
auðlindum heims sem nú sér fyrir endann
á, og nýjar oliulindir sem finnast m.a.
undir Norður-Atlanshafi geta aðeins tafið
þau fyrirsjáanlegu endalok um einhverja
áratugi.
Einnig hér á íslandi varð oliuverðhækk-
unin efnahagslega þungbær. En hún hafði
einnig þau jákvæðu áhrif að innlendir
orkugjafar urðu að sama skapi verðmeiri
en áður.- Sú staðreynd blasti við að nær-
tækasta verkefni islendinga i orkumálum
var að nýta innlenda orku til húshitunar,
innlends iðnaðar og annarra þarfa og
framkvæma það verkefni á sem allra
skemmstum tima. Slik framkvæmd jafn-
gilti afkastamikilli útflutningsframleiðslu
á sviði gjaldeyrismála, auk þess sem hún
styrkti efnahagslegt sjálfstæði islendinga
til stórra muna. Þvi var hafist handa um
heildarkönnun á orkumálum þjóðarinnar
og nýtingu innlendra orkugjafa i stað oliu i
tið vinstristjórnarinnar og stærsta verk-
fræðifyrirtæki þjóðarinnar ráðið til sam-
vinnu við Orkustofnun um þetta mikla
verkefni. Lokið var við frumskýrslu um
þetta stórmál og hún var lögð fyrir alþingi
ásamt þeirri stefnumörkun vinstristjórn-
arinnar að nýta innlenda orkugjafa i stað
innfluttrar oliu hvar sem því yrði viðkom-
ið á sem skemmstum tima. Jafnframt var
búið i haginn fyrir framkvæmdir þar sem
næg undirbúningsstörf höfðu verið unnin,
m.a. i nágrannabyggðum Reykjavikur og
á Suðurnesjum. Undirtektir hvarvetna um
landsýndu að þjóðin var sammála þessari
stefnumörkun.
En þegar stjórnarskipti urðu og Gunnar
Thoroddsen varð orkumálaráðherra gerð-
ust snögg umskipti. Hann lét þegar i stað
stöðva þau áætlunarstörf sem hafin höfðu
verið, á sama hátt og hann tafði lögn
orkuflutningslinu til Norðurlands. Hann
hefur að visu ekki stöðvað þær stórfram-
kvæmdir sem hófust i tið vinstristjórnar-
innar, m.a. i nágrannabyggðum
Reykjavikur og á Suðurnesjum, en hann
hefur ekki virst hafa neinn skilning á þeim
gerbreyttu viðhorfum sem oliukreppan
opnaði. Hann hefur ráðstafað hráorku til
álbræðslunnar i Straumsvik, þótt naumast
sé hægt að hugsa sér lélegri nýtingu á
dýrmætri auðlind. Hann hefur lýst þvi,
sem einhverri dýrðarframtið að hægt
verði að flytja hráorku til útlanda um
gervitungl, likt og orkan sé eitthvert
hvimleitt úrgangsefni sem við verðum
fyrir alla muni að losa okkur við sem
fyrst. Og þessa dagana setur hann á svið
bollaleggingar um álbræðslu i Eyjafirði.
Fyrri áformum um þau efni hafði verið ýtt
til hliðar i tið vinstristjórnarinnar vegna
þess að álbræðslur eru meðal þeirra
greina orkufreks iðnaðar sem ekki geta
hentað islendingum. Á þvi sviði er um al-
gera einokun auðhringa að ræða; þeir
ráða framleiðsluferlinum öllum, allt frá
hráefnanámum til hinnar fullunnu vöru,
og ráða þvi hvar gróðinn kemur fram.
Gott dæmi um það er reynsla okkar af
álbræðslunni i Straumsvik. Hún hefur ver-
ið látin sýna reikningslegt tap — nema eitt
ár þegar fyrirtækið þurfti á alþjóðlegu
láni að halda — til þess að tekjur islend-
inga yrðu i lágmarki, enda þótt auðhring-
urinn skilaði góðum arði ár hvert. Þvi eru
vangaveltur um þvilika framkvæmd fjar-
stæða, auk þess sem innlendar þarfir okk-
ar eiga að hafa algeran forgang: fram-
kvæmdir i þeirra þágu skila margfalt
meiri arði og auka sjálfstæði okkar.
Áhuginn á álbræðslu við Eyjafjörð virð-
ist m.a. eiga sér annarlegar forsendur. í
tið vinstristjórnarinnar var sú stefna
mörkuð að orkufrekur iðnaður kæmi þvi
aðeins til greina, að islendingar ættu ör-
uggan meirihluta i slikum fyrirtækjum, að
þau ly tu islenskum lögum i einu og öllu og
ekki væri unnt fyrir útlenda aðila að stela
undan arðinum af framleiðslu þeirra.
Morgunblaðið hefur i fyrradag eftir Gunn-
ari Thoroddsen að með hugsanlegri
álbræðslu við Eyjafjörð yrði um
,,svo stórt fyrirtæki að ræða að
meirihlutaeign okkar eða umtalsverð
eignaraðild sýnist naumast æskileg.”
Þarna birtast þvi þau átök sem skera
munu úr um framtið islensku þjóðarinnar.
Ef við leyfum útlendingum að koma upp æ
fleiri fyrirtækjum á Islandi skerðum við
að sama skapi efnahagslegt fullveldi okk-
ar og þar með stjórnarfarslegt fullveldi.
Ef við finnum leiðir til að nýta orkulindir
okkar þannig að við ráðum sjálfir yfir
framleiðslufyrirtækjunum erum við að
styrkja efnahagslegt og stjórnarfarslegt
fullveldi okkar. Þarna er um að ræða
grundvallarágreining sem allir verða að
átta sig á.
m.
Auknir möguleikar
á aö koma í veg
fyrir krabbamein
Ýmsir krabbameins-
fræðingar telja, að allt að
80% af krabbameinstilfell-
um í vestrænum iðnaðar-
samfélögum séu tengd til-
búnum efnum sem menn
sjálfir hafa sett út í um-
hverf ið. Ef að við föllumst
á þessa kenningu ættum
við fræðilega séð að vera
færir um að fyrirbyggja
meirihlutann af krabba-
meinstilfellum.
Krabbameinsvaldandi efni
hafa reynst hafa mjög mikil áhrif
á erföaefni frumanna, DNA-sýr-
una. Eftir bvi hvort efni sem hafa
áhrif á erfðaefni virka á 1) kyn-
frumur 2) fóstur 3) frumur í full-
orðnum likama má búast við mis-
munandi afleiðingum: 1) arf-
gengum sjúkdðmum 2) sköddun á
fóstri 3) krabbameini. Ef að um-
hverfi mannsins mengast af
meira magni af efnum sem skað-
legt er fyrir DNA þýðir þetta ekki
aðeins fjölgun krabbameinstil-
fella heldur og þegar til lengdar
lætur fjölgun vanskapaöra fóstra
og arfgengra sjúkdóma.
500 ný efni
Nauðsynleg forsenda fyrir þvi
að hægt sé að koma i veg fyrir
sjúkdóma sem eiga sér forsendu i
umhverfi mannsins er sú, að
menn geti með tiltölulega einföld-
um hætti komist að þvi hvort til-
tekið efni sé krebbameinsvald-
andi, eða skaði DNA á annan hátt.
önnur forsenda til að fyrir-
byggjandi starf takist er sú, að
yfirvöldin séu reiðubúin til aö
gera strangar kröfur til framleiö-
anda þeirra efna sem með einum
eða öðrum hætti lenda úti i um-
hverfi okkar.
A siðustu árum hafa um 500 ný
efni komiö út i umhverfi okkar á
hverju ári, og eins og nú er mál-
um háttað er ekki útlit fyrir að
þessi tala lækki — nema þá að
gripið sé inn i þróunina með laga-
setningu. Hér er sumpart um að
ræða úrgangsefni sem fara út i
loft og vatn, sumpart um
„hjálparefni” sem settu eru i
matvæli, lyf, fatnað, áhöld, elds-
neyti o.s.frv.
Vilji menn rannsaka hvort nýtt
efni sé eitur i mannabeinum
verða menn af auðsjáanlegum á-
stæðum að nota „tilraunadýr”.
Dýr, liffæri, frumuhóp eða ein-
frumunga.
Bakteríur.
Séum við að skoða hugsanleg
skaðleg áhrif efnis á frumur
mannslikamans getur fyrirfram-
þekking á þeim eða á frumubygg-
ingu bakteriu gefið vissar vis-
bendingar.
Rannsóknarhópur sem próf.
Bruce N. Ames i Kaliforniuhá-
skóla stýrir hefur stungiö upp á
kerfi sem samsett er úr fimm
mismunandi tegundum af
bakteriutegundinni Salmonella
typhimurium, músataugaveiki,
til að sýna fram á krabbahvata
eða önnur skaðleg áhrif á DNA.
Þaö sem sameiginlegt er þessum
fimm tilbrigðum er að til að þau
geti vaxið þarf aminósýran
histidin að vera fyrir hendi.
Tilbrigðin fyrr eru fimm mis-
munandi stökkbreytingar (sem
fela i sér breytingar á DNA frum-
anna). Ef menn vilja rannsaka á-
hrif efnis á DNA þessara
bakteria lætur maður bakteriurn-
ar verða fyrir áhrifum efnisins og
skoðar svo, hve margar bakteriur
VÍSINDI OG
SAMFÉLAG
hafa tekið nýjum stökkbreyting-
um, snúið aftur til hins upphaf-
lega forms. Þetta gerist með þvi
að skoða hve margar af tilrauna-
bakteriunum geta vaxið án
aminósýrunnar histidin.
örugg aðferð
Siðustu rannsóknir á krabba-
meinshvetjandi efnum og mein-
lausum efnum hafa sýnt, að það
er nokkuð áreiðanlegt samhengi
milli krabbameinshvata i mönn-
um og stökkbreytingaáhrifa á
músataugaveikibakteriutilbrigð-
in.
87% af efnum, sem ekki hafa
svo vitað sé nein örfandi áhrif á
myndun krabbameins, hafa engin
truflandi áhrif á bakteriurnar, en
13% gefa falskar jákvæðar niður-
stöður, sem reynt er að leiðrétta
með sérstökum aðferðum. A hinn
bóginn kemur i ljós að 90% af
krabbameinshvötum hafa stökk-
breytingaáhrif i áðurgreindu
bakteriukerfi, en i 10% tilvika
koma fram falskar neikvæðar
niðurstöður. — þeas. engin áhrif
á bakteriurnar enda þótt áhrif á
mannslikama séu háskasamleg.
Sum þeirra 'efna sem valda
krabbameini I dýrum, sé um
stóra skammta aö ræða, hafa
engin truflandi áhrif á bakteri-
urnar og er það ef til vill vegna
þess að þau áhrif sem fyrr voru
nefnd i raun stafa af vissum ó-
hreinindum sem efnunum fylgja.
Það sem athyglisvert er, að þaö
eru aðeins fá efni af þeim 175 sem
rannsökuð hafa verið sem hægt er
að sanna að ekkihafi neikvæð á-
hrif á DNA-sýruna. Prófessor
Ames telur að unnt verði að sanna
að enn fleiri efni séu krabba-
meinshvati en nú er gert ráð fyr-
ir.
Skjót aðferð
Eini ókostur þessarar aðferðar
er sá að það er ekki hægt að segja
til um það nema með 90% ná-
kvæmni hvort efni er krabba-
meinshvati eða ekki. En aðrar
aðferðir hafa til þessa ekki boðið
upp á betri árangur.
Kostur þessarar aðferðar er
hins vegar sá, að það er hægt að
fá við þvi svar innan tveggja
sólarhringa hvort efni hefur áhrif
á DNA og þá hverskonar. En noti
menn tilraunadýr þarf einatt að
biða svo árum skiptir eftir niður-
stöðum.
Aðferöin gerir mögulegt að
prófa mikinn fjölda efna með
fremur litlum tilkostnaði.
Margt er þvi það sem mælir
með þvi að þessi aðferð verði not-
uð i iðnaöarsamfélögum samtim-
ans til að prófa öll þau ný efni sem
iðnaðurinn mun setja út i mann-
legtumhverfimeö einum eða öðr-
um hætti og láta athugun þessa
ráða þvi hvort leyft sé að fram-
leiða þau.
(Byggt á Information)
3f*Blómabúðin MÍRA
Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430
Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590
Blóm og gjafavörur i úrvali