Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 24
DJÚÐVIUINN KÓPASKER unum hér i nágrenninu. Slátrun- in gengur vel og er áætlaö að slátra 32 þúsund f jár. Sláturhús- ið tekur við fé frá Hólsfjöllum, úr Kelduhverfi, Axarfirði, Núpasveitog af Sléttu. Féð mun vera vænt þótt sumir bændur telji dilka vera minni en vænta mátti vegna þurrka á afréttum. I vor hófst rækjuveiði hér i Axarfirðinum og stóð i tvo mán- uði. Hún hefst svo aftur núna 1. október og verða þrir bátar gerðir út á rækju hér i firðinum og er þvi magni skipt jafnt á milli Kópaskers og Húsavikur. Leyfin eru komin og kveða þau á um að rækjan skuli unnin á þessum tveim stöðum. Verið er að ganga frá innréttingum á rækjuvinnslunni sem verður i gamalli bogaskemmu syðst i þorpinu. Þar munu rúmlega 20 manns vinna á tviskiptum vökt- um auk þess sem 6-7 manns verða á bátunum þremur. Þessi rækjuveiði er bylting i atvinnumálum staðarins. Hún verður til þess að húsmæður geta fengið vinnu utan heimilis- ins og ætti þvi hagur fólks að batna. Staðurinn hefur alltaf byggst á þjónustu við sveitirnar og útgerð héðan verið sáralitil. Hér eru til þrir stærri bátar og nokkrar trillur sem stundað hafa grásleppuveiðar og hand- færi. Það kemur sér vel að fá rækjuna yfir vetrartimann sem hingað til hefur verið dauður timi hjá okkur. — Hvernig verður rekstri rækjuvinnslunnar háttað? — Það hefur verið stofnað hlutafélag um hana með þátt- töku Kelduneshrepps, Prest- hólahrepps, Kaupfélags Norðurþingeyinga og 70-80 ein- staklinga. t hlutafélaginu er ekkert „erlent fjármagn”, það er algerlega i eigu staðarbúa. Það verður heldur ekkert að- komufólk við vinnsluna nema þá úr sveitunum umhverfis. — Nú senduð þið fulltrúa ykk- ar suður i vor i þvi skyni að ýta á eftir stjórnvöldum með fram- kvæmdir i vegamálum, jafnt endurbætur vegna skemmda sem skjálftinn olli sem nýrra vegabóta. Hver var árangur af þeirri för? — Það fékkst hækkun á fjár- veitingu til Sléttuvegar úr 11 miljónum i 20 og hefur mikið verið unnið við veginn i sumar. En það þarf meira til þvi vegur- inn fyrir Sléttu er mjög slæmur. Hann er ekkert upplyftur heldur virðist aðeins vera sveigt hjá stærstu steinunum. Auk þess hefur verið unnið að viðgerðum á veginum fyrir sunnan þorpið Framhald á bls. 22 Únnið að viðgerðum á höfninni á Kópaskeri. Guðbjörg Vignisdóttir hreppstjóri ásamt manni sínum, Kristjáni Armannssyni fyrrverandi kaupfélagsstjóra og núverandi rækjusjó- manni. Á ferð blaðamanns um Norð-austurland fyrir skömmu var staldrað við á Kópaskeri og hvað var þá eðlilegra en að leita uppi eina kvenmanninn sem gegnt hefur starfi hreppstjóra í saman- lagðri Islandssögunni? Sú heitir Guðbjörg Vignis- dóttir og varð hún fúslega við því að eiga viðtal við Þjóðviljann. öllum er i fersku minni jarð- skjálftinn mikli sem varð á Kópaskeri sl. vetur og olli mikl- um skemmdum á mannvirkj- um. Það lá þvi beint við að spyrja hvernig uppbyggingar- starfið gengi. Guðbjörg tók þá stefnuna niður að höfn þar sem menn voru að sinna viðgerðum. — Stærsta tjónið varð á bryggjunni og vatnsveítunni. Vita- og hafnarmálastofnunin tók að sér viðgerðir á höfninni og hefur nú verið unnið fyrir uþb. 10 miljónir króna við hana. Það þurfti að brjóta upp gólfið á kafla en það skekktist mikið i skjálftanum. Yst á bryggjunni var mesti hallinn jafnaður út með þvi að steypa i gólfið en næst landi þurfti að brjóta það allt upp og steypa upp á nýtt. Vatnsveitan komst i lag þrem vikum eftir skjálftann en fyrir skömmu komu nýjar skemmdir i ljós á henni. Svo virðist sem sandur hafi komist i dælurnar. Þetta uppgötvaðist ekki fyrr en slátrun hófst nú i haust en það hefur samt ekki tafið hana. Þetta gæti hins vegar valdið vandræðum þegar rækjuvinnsl- an hefst þvi hún verður að fá 18 tonn af vatni á klukkutima. Viðgerðir skammt á veg komnar — En hvað um skemmdir á húsum? — Þær voru miklar og við- gerðir eru enn skammt á veg komnar. Það stafar einkum af þvi að ekki reyndist unnt að fá hingað menn til að fylla upp i sprungur fyrr en i ágúst, fyrr var ekkert hægt að gera. En nú er sprunguviðgerðum lokið og byrjað á öðrum endurbótum. Það þurfti að steypa upp eitt hús og annað hús er mjög illa farið. Margir hafa gripið til þess að slétta gólf sem skekkst hafa með þvi að þilja þau eða leggja „Villa frænka” Nýtt hverfi í uppbygginu á Kópaskeri. (Myndir —ÞH) hörö í horn aö taka á þau teppi. Loks má nefna að nokkrar skemmdir urðu á göt- um. Það kom td. sprunga i göt- una sem við hjónin búum við og það hefur orðið að fylla upp i hana fjórum eða fimm sinnum þvi hún opnaðist alltaf aftur. En nú virðist það hafa hætt. — Það hefur komið fram mikil óánægja með matið á skemmd- unum. — Já, það komu hingað þrir matsmenn frá Viðlagatrygg- ingu. Þeir héldu engan fund með ibúunum og lögðu engin gögn fram fyrr en morguninn áður en þeir fóru. Þeir mátu skemmdirnar á 30 miljónir i þremur hreppum, þar af 17 miljónir hér á staðnum. Þetta mat nær þó aðeins til þeirra mannvirkja sem eru brunabóta- skyld. Skemmdirnar á höfninni voru hins vegar metnar á 30 miljónir en óvist er með vatns- veituna vegna þessara nýju skemmda. Það má nefna sem dæmi um óánægju manna matið á gömlum sprungum sem stækkuðu við skjálftann. 1 mat- inu var upphaflega aðeins gert ráð fyrir að bæta þær að 25 hundraðshlutum en vegna ó- ánægju með það var matið hækkað i 60%. En þær viðgerðir sem þarf að vinna eru dýrar og menn hafa það á orði að „Villa frænka” (Viðlagatrygging) ætli að reyn- ast harðari i horn að taka en „Villi frændi” (Viðlagasjóður) var i Eyjum. Auk þess voru menn óánægðir með hve seint matið kom og að ekki virtist i þvi tekið tillit til verðmætarýrn- unar húseigna vegna skemmd- anna. — En hver hafa áhrif skjálft- ans orðið á mannfólkið? — Þeirra gætir ekki mikið. Til dæmis fluttu ekki nema tveir i burtu og það nokkru eftir skjálftann. Það eru allir hættir að hugsa um skjálftann. Hins vegar kviða margir þvi að eld- gos verði hér i grenndinni þvi aldrei er að vita hverjar afleið- ingar það getur haft. Hér er mikil uppbygging i gangi og margir viija setjast hér að. Það er verið að byggja hér fjórar ibúðir i samræmi við lög um leiguibúðir og byrjað hefur verið á tveimur ibúðum til viðbótar. Það hefur hins vegar tafið nokkuð fyrir framkvæmd- um að smiðir eru mikið upp- teknir i byggingum fyrir bænd- ur i sveitunum umhverfis. Rækjuveíðin bætir atvinnuástandið —Hvernig er atvinnuástand- ið? — Það er gott. Eins og ég sagði áðan er slátrun hafin og munu um 120 manns vera á launaskrá i sláturhúsinu. Marg- irþeirra eru bændur, td. eru all- ir fláningarmennirnir úr sveit- Rætt viö GUÐBJÖRGU VIGNISDÓTTUR hreppstjóra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.