Þjóðviljinn - 10.10.1976, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. október 1976
SIGURJÓN PÉTURSSON:
í tilefni stéttarþings
Eftir tæpa tvo mánuði koma
saman til þings hér i Reykjavik,
fulltrúar allra verkalýðsfélaga i
landinu til að móta stefnu sam-
taka sinna. Aður en til Alþýðu-
sambandsþings kemur, munu
ýmis sérsambönd halda sin þing.
Verkalýöshreyfingin er aö ráða
ráðum sinum, meta árangur
starfs sins og búa sig til frekari
baráttu.
Mikil verkefniliggja fyrir þingi
• A.S.l. Það er ekki aöeins aö
hreyfingin ætli á þessu þingi aö
setja sér stefnuskrá, heldur eru
þessu þingi fengin af stjórnvöld-
um mikil og afdrifarik verkefni.
Þar á ég fyrst og fremst við þaö
frumvarp að nýrri vinnulöggjöf
sem viða hefur verið dreyft og
gera má ráð fyrir að lagt verði
fyrir alþingi á kpmandi vetri. En
ég á einnig við þaö að óhjákvæmi-
legt er að verkalýðshreyfingin
taki á þingum sinum, afstööu —
og hana einaröa — til þessarar
rikistjórnar og framkomu hennar
i garð verkalýðshreyfingarinnar.
Valkostirnir
voru tveir
Það máttiöllum vera ljóst, þeg-
ar mynduð var rikisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
flokks, að kjör verkalýðs i land-
inu myndu skeröast.
Hafi einhver verið svo barna-
legur að trúa þvi, að Fram-
sóknarflokkurinn væri orðinn
verkalýðsflokkur vegna þess að
hann hafi verið dæmdur til lang-
varandi stjórnarandstöðu með
Alþýöubandalaginu á dögum við-
reisnarstjórnarinnar og varð eftir
kosningar 1971 að láta undan
þrýstingi kjósenda og mynda
vinstri stjórn, þá hefur hinn sami
oróið fyrir verulegum vonbrigð-
um með flokkinn i þessari rikis-
stjórn.
Menn verða að muna, að eftir
siðustu kosningar voru tveir
möguleikar á myndun sterkrar
rikisstjórnar: — Annarsvegar
vinstri stjórnar með ihaldinu einu
stjórnarandstöðu og hinsvegar
þeirrar stjórnar, sem nú situr.
Þvi miöur fyrir þjóðina var það
forysta Framsóknarflokksins
sem ein gat tekið af skarið.
Aukið misrétti
En þótt augljóst hafi mátt vera
strax við stjórnarmyndun að kjör
myndu skeröast og misrétti auk-
ast, held ég aö enginn hafi búist
viö svo stórfelldri breytingu sem
raun ber vitni um i dag.
Staðreyndin er sú að nú rikir
meira launamisrétti meðal þjóð-
arinnar en nokkru sinni fyrr
a.m.k. svo langt sem ég man og
veit. Þá er ég ekki að tala um
launamenn i skráöum kauptöxt-
um, heldur þann raunverulega
launamun sem rlkir.
Þrátt fyrir stöðugan barlóm
fyrirtækja af öllum tegundum þá
mun það staðreynd aö flest fyrir-
tæki hafa komist mjög vel af sið-
ustu tvö árin, hvað svo sem skatt-
skráin segir.
Þaö er einnig staðreynd að þeg-
ar eigandi fyrirtækis vili halda i
einhvem starfsmann þá greiðir
Alþýðusambandsþing fyrir áratug.
hann honum hiklaust tvöfalt eða
þrefalt skráð kaup. Þannig vinnst
tvennt fyrir atvinnurekandann.
Hann heldur góöum starfsmanni
og hann gerir starfsmanninn háð-
an sér persónulega.
Ef starfsmaðurinn hagar sér
ekki eins og atvinnurekandinn
vUl, þá liggur sú hótun i loftinu að
kaupið kunni að lækka aftur.
Yfirborganir eru nú tiökaðar i
næröllum starfsgreinum og meiri
nú en nokkru sinni fyrr.
Svona kerfi er mjög i anda at-
vinnurekenda, en er aö sama
skapi andstætt hagsmunum og
hugsjónum verkalýðshreyfingar-
innar.
Verkalýðshreyfingin hefur i
siöustu samningum glimt við að
auka launajafnrétti og séu
samningar skoðaöir, þá hefur
nokkuð áunnist i þeirri glimu. En
aðeins ef miðaö er við samninga.
Raunveruleikinn er
allur annar
Þrátt fyrir langvarandi
samningaviðræöur og verkföll þá
hefur siöustu samningum lyktaö
á þann veg aö kauptölur allar eru
óraunhæfar.
Þær fyrirvinnur heimila, sem
neyöast til að vinna eftir
samningsbundnu kaupi, verða
annaö tveggja, að vinna óhæfi-
lega mikla yfirvinnu eöa fá aðstoö
annarra úr fjölskyldunni til að
endar nái saman. Algengast er aö
hvorttveggja sé gert, aö bæði
hjónin vinni úti og annað eöa bæði
yfirvinnu. Aöeins meö þvi móti
getur fjölskyldan tekið þátt I þvi
lifsgæöakapphlaupi sem allir eru
dæmdir til þátttöku i.
Potmennska
Þótt þeir séu margir, sem vinna
þannig eftir timakaupstölum sið-
ustu samninga, þá hygg ég að
þeir séu litið færri, sem vinna
ekki eftir þeim kauptöxtum.
Þar koma vissulega ekki ein-
göngu til geðþóttayfirborganir at-
vinnurekenda, heldur einnig
samningar um annaö greiðslu-
fyrirkomulag eins og t.d. bónus-
kerfi, uppmæling og önnur hvetj-
andi launakerfi.
Þá er einnig samiö um aðrar
kauptölur en heildarsamningar
gera ráö fyrir á stórum vinnu-
svæðum, eins og t.d. viö Sigöldu
og Kröflu.
Þegar skráö kaup er mjög lágt
eins og nú er, þá heyrast oft þær
raddir að þaö sé verkalýðnum til
framdráttar að einstaklingar
og/eða einstakir hópar semji um
hærri laun, sér til handa, en
heildarsamningar segja fyrir um.
Sumir telja það eölilega og
heiðarlega verkalýðsbaráttu að
starfshópar i lykilstööu knýja
fram verulegar kauphækkanir
sér til handa jafnvel þótt um
skamman tima sé.
Ég tel þessa tegund af „verka-
lýðsbaráttu” hættulega.
Styrkur verkalýðshreyfingar-
innar hefur legið og liggur i þvi að
samstöðunni er aöeins beitt i rétt-
indabaráttu fjöldans.
Vissulega bæöi á og má beita i
þeirri baráttu fámennum lykil-
hópum en það veröur þá aö vera i
þágu hreyfingarinnar, en ekki af
potmennsku hópsins einni saman.
Tryggja verður
einingu
Með hinum misjöfnu launakjör-
um verkafólks i dag, sem byggj-
ast á yfirborgunum, lykilaðstöðu
fámennra hópa, misjöfnum
möguleikum til yfirvinnu o.fl., er
veriö að brjóta verkalýðshreyf-
inguna niður i frumeindir sinar.
í dag hafa verkalýðsfélögin
litlu félagslegu og menningarlegu
hlutverki að gegna miðað við það
sem gerðist fyrr á dögum.
Pólitisk óeining er mikil innan
hreyfingarinnar þótt hljótt fari og
vopn séu nú sliðruð um stund. Það
sem haldið hefur hreyfingunni
saman og gert hana sterka er
hagsmunaleg samstaða launa-
fólks. Veröi þessi hagsmunalega
samstaða rofin með ójöfnuði i
kaupi og kjörum, blasir sú hætta
við að stjórnir og skrifstofur
verkalýðsfélaga veröi aö stofn-
unum án tengsla viö fylkingar
fjöldans.
Aðeins meö þvi að semja um
raunverulegt kaup — með þvi aö
tryggja að hagsmunir vinnandi
fólks fari saman á ný i kjara-
samningum — veröur eining og
baráttukraftur verkalýöshreyf-
ingarinnar tryggður.
En þá verður lika að semja um
mannsæmandi kaup.
Hvernig væri — I næstu
samningum — að I stað þess að
ræða stöðugt skýrslur um stöðu
atvinnuveganna og ástand
þjóöarbúsins væri til tilbreyt-
ingar eingöngu stuðst við skýrsl-
ur um stöðu heimilanna og samið
Ut frá þvi?
Nöturleg staöreynd
Þing A.S.l. á þessu hausti mun
vafalaust marka hreyfingunni
stefnu i þessum aökallandi
vandamálum.
Væntanlegum þingfulltrúum vil
ég benda á eina nöturlega stað-
reynd. Einmitt nú, þegar allt
þjóöfélagiö ólgar og sýður af rétt-
mætum kröfum láglaunafólks,
um betri kjör — þegar erfiöleik-
arnir við aö láta kaupiö endast
fyrir brýnustu nauðsynjum, til
næstu Utborgunar eru næstum ó-
yfirstiganlegir — þegar fjöldi
manns sér fram á minnkandi at-
vinnu i vetur og margir mega
jafnvel búast viö atvinnuleysi: —
að þá og einmitt þá skuli efna-
hagssérfræðingar geysast fram á
völlinn og segja að nú sé að rofa
til i efnahagsmálum islendinga
eftir langvarandi svartnætti.
Hvaða islendinga? Eru það
verkamennirnir, iðjufólkið, starf-
stúlkurnar, póstmennirnir svo
dæmi séu tekin, sem nú er loks að
rofa tillijá I efnahagsmálum? Nei
og aftur nei, þegar efnahagssér-
10. flokkur:
Á þriöjudag verður dregiö i 1Q. flokki.
‘ID.EBO vinningar aö fjárhæö 135.B30.00G.00
Á mánudag er siöasti endurnýjunardagurinn.
Aukavinningar:
18 á 50.000 kr.