Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 10. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Sendinefnd frá Vietnam ræðir við sovéska ráðamenn — Le Duan er þriðji frá vinstri i forgrunni. Sendinefnd frá Kambodíu I heimsókn f Peking: Khieu Sampan er fremsttil hægri en Ieng Sary lengst til vinstri Ríki Indókína — ekki peð í tafli stórvelda Þegar byssur þagna Nú er hálft annað ár siðan þjóð- . frelsisherir unnu sigur á hægri- sinnuðum viðskiptavinum Bandarikjanna i Suður-Vietnam og Kambódiu og rúmir niu mán- uðir siðan Laos var lýst alþýðu- veldi og konungdæmi afnumið. Eins og oft hefur gerst áður dofn- ar áhugi fréttamanna mjög á löndum þegar býssur þagna. Þó hafa ööru hvoru borist nokkrar fregnir af uppbyggingu i Viet- nam, og stjórnvöld þar hafa yfir- leitt hlotið heldur gott umtal i fjölmiðlum fyrir skynsamlega framgöngu og meiri mildi við fyrrverandi andstæðinga en búist hafði verið við — a.m.k. af hálfu vestrænna fjölmiðla. Allar fréttir hafa verið miklu dauflegri af tið- indum innan Kambodju, landið mestan part lokað — og það litla sem spyrst ber vott um svo grimmdarlegan ofstopa i stjórn- sýslu, að vinstrisinna, sem höfðu að sjálfsögðu haft mjög litlar mætur á gjörónýtri stjórn Lon Nols sem þar sat áður, þá hefur sett hljóða. Og það er reyndar eftirtektarvert, að þótt til Kambodlu megi sækja hentugt efni til niðrunar kommúnisma, þá er það land ekki mikið á dagskrá hjá borgaralegum blöðum. Kannski er það vegna þess, að hinir nýju valdhafar Kambódiu, Rauðir khmerar, eru engir vinir sovéskra, en hafa helst vinfengi við Peking, en það er ekki tiska að styggja kinverja um þessar mundir eins og menn vita. Samleiö En hvort sem fleiri eða færri fréttir eru sagðar af innanlandsá- standi f rikjum Indókínaskag- ans, þá gæti það verið ómaks- ins verr að taka litið eitt sam- an um samband þeirra á milli og við aðra aðila. Það liggur I augum uppi að Vietnam, Laos og Kambodia eiga samleið I mörgum greinum Þjóðir þessara landa, hinar róttæku íijóðfrelsishreyfingar þeirra, hafa átt I höggi við sameig- inlega óvini lengst af: fyrst franskt nýlenduvald, þá japanskt hernámslið, siðan frakka aftur, þá bandariskt hervald. t aprii 1970 undirrituðu forsætisráðherra Norður-VIetnams, Norodom Sihanouk frá Kambodiu, Súfanú- vong prins frá Pathet Lao og Ngyen Huu Tho frá Þjóðfrelsis- fylkingu Suður-Vietnam sam- komulag um gagnkvæma aðstoð I baráttu til sigurs yfir bandarikja- mönnum og bandamönnum þeirra. En þótt sigurvegararn- ir eigi sér sameiginlega fortíð og hafi allir staðið að þjóð- félagsbyltingu hver hjá sér, þá væri ekki rétt að lita á þessi þrjú riki sem „eineggja þrl- bura” ef svo mætti að orði kom- ast. Til þess er menningararfleifð þeirra of ólik, þjóðernishyggja ráðamanna þeirra of sterk. Vinskapur og tortryggni Reyndar virðist ekki ganga hnifurinn milli stjórnar Laos og Vietnam. Pathet Lao hreyfingin sem nú hefur forystu fyrir Al- þýðuveldinu Laos, naut allar göt- ur meðan á stóð Vietnamstriðinu mikils stuðnings frá Noröur-Viet- nam, og það var honum mjög að þakka að Pathet Lao hélt alltaf velli i austustu héruðum landsins hvað sem leið gifurlegum loft- hernaði Bandaríkjanna. Eftir að friður komst á hafa vietnamar heitið Laos margvislegum stuðn- ingi ekki sist við þjálfun sér- menntaðs starfsliös á öllum mögulegum sviðum. Auk þess hefur sú ákvörðun stjórnar Thai- lands að loka vesturlandamærum Laos (eftir skyttiri yfir þau fyrir nokkrum mánuðum) gert Laos enn háðari en fyrr viðskiptum um Vietnam. Nú er veriðað leggja veg yfir Laos og til strandar Viet- nam, og að honum loknum mun Thailand hafa misst möguleika til að ráða að miklu leyti viðskiptum Laotinga. Um samskipti Vietnams og Kambodiu gegnir nokkuð öðru máli. Þar lifa enn minningar um landvinninga vietnama á kostnað Kambodiu fyrir daga fransks ný- lenduvalds, og þessi arfur i bland við þá staðreynd, að i Kambódiu hefur búið allfjölmennur viet- namskur minnihluti og kambódiskur i Suður-Vietnam, hefur valdið nokkurri spennu milli rikjanna. Bandariskir greinahöfundar (t.d. Ellen J. Hammer I Problems of Commun- ism) telja sig hafa heimildir fyrir þvi, að til átaka hafi komið i landamærahéruðum Kambodiu milli sveita Rauðra Khmera og víetnama og hafi þetta gerst bæði fyrir og eftir ósigur Bandarikj- anna og vina þeirra. En eins og er um margt annað sem Kambodiu varðar er hér um að ræða fregnir sem erfitt er að henda reiður á. Kína og Sovét I stríðinu veittu Sovétrikin og Kina þjóðfrelsishreyfingum Indó- kina mikinn stuðning og ómetan- legan. Og það er ljóst að afstaðan til þessara tveggja stórvelda skiptir höfuðmáli við mótun utan- rikisstefnu ríkja Indókina. Hó Sji-Min hafði bersýnilega lagt þá afstöðu til grundvallar vletnamskri utanrikisstefnu, að forðast skyldi að taka afstöðu i deilum sovétmanna og kin- verskra kommúnista, en reyna að hafa góð samskipti við báða. Upp á siðkastið virðist hinsvegar sem Sovétrikin eigi allmiklu meiri samúð að fagna i Hanoi en Klna og ber ýmislegt til. Víetnamsérfræðingar hafa fyrr lagt á það mikla áherslu, að tor- tryggni i garð hins mikla granna i norðri, Kina, sem vietnamir háðu margar styrjaldir viö fyrr á öld- um, sé eðlilegur partur af viet- namskri pólitiskri hugsun. Og þá einnig partur af stefnu hinnar kommúnisku þjóðfrelsishreyfing- ar sem Hó SjÞMín mótaði öðrum fremur. Það sé þvl ekki nema eðlilegt að vietnamst riki leiti vissrar samstöðu með Sovétrikj- unum sem eru lengra i burtu, til mótvægis við grannann við bæj- ardyrnar. Allt hefur þetta slna þýðingu, en fleira kemur og til. Ýmislegt I stefnu og framgöngu kínverja hefur beinlinis orðið til að auka bilið á milli þeirra og stjórnar sameinaðs Vletnams og þá efla tengsl hennar við Sovét- ríkin. Sovétmenn vinna á Afstaða Sovétrikjanna hefur nefnilega i ýmsum greinum verið hagstæðari þjóðlegum viet- nömskum hagsmunum en afstaða klnverja. Sovéskir — meðal ann- ars vegna hráskinnsleiks sin við Peking — vildu sem öflugast Viet- nam, sem sameinaðist sem fyrst, og þeir vildu að Bandarikin hefðu sig á brott frá þeim herstöðvum sem þeir hafa i Suðaustur-Asiu. En Kina, sem óttast að verða um- kringt sovéskum áhrifum, mun ekki hafa haft sérstakan áhuga á þvi að Vietnam yrði skjótt öflugt riki á svæðinu og kinverjar voru einnig reiðubúnir til að fallast á áframhaldandi nærveru banda- risks hers I Thailandi og á Filippseyjum. Stjórnvöld i Hanoi áttu sér þvi betri áheyrendur i Moskvu en Peking„ Hér við bætist að Kina og Vietnam gera bæði til- kall til Paraceleyja (nú hernumd- ar af kinverjum) og Spratleyeyja (nú á valdi vietnama), en i hafinu i kringum klasa þessa báða er að likindum mikla ollu að finna. Hér við bætist, að Sovétrikin geta veitt hinu striðshrjáöa efna- hagslifi Vietnam mun meiri og fjölbreyttari tæknilega aðstoð en kinverjar. 1 samningi sem gerður var I janúar I ár er m.a. gert ráð fyrir þvl, að sovétmenn aðstoði við að reisa um 40 meiriháttar mannvirki I Vletnam, m.a. 1,7 miljón kilóvatta raforkuver við Svar.tá. Ráðamenn Alþýðuveldisins Laos hafa einnig reynt að forðast „firringu” I samskiptum við Sovétrikin og Kina, og fá mikla og margþætta aðstoðfrá báðum. Hin sovéska aðstoð mun þó öll þyngri á metum. En sem fyrr segir — hið „sérstaka samband” (ummæli Kajson Fomvihans forsætisráð- herra Laos) við Vietnam er það sem mestu skiptir I utanríkismál- um Laos. Kína að einkavini í Kambodiu er aftur á móti ekki um að ræða samkeppni milli Sovétrlkjanna og Kína. Sovét- rikin hikuðu mjög lengi við að viðurkenna útlagastjórn Naro- doms Sihanuks prins, sem sat i Peking, og þetta með öðru hefur orðið til þess að skáka þeim úr leik I Kambodiu. Aftur á móti var alllar götur mjög „sérstakt sam- band” milli Kina og andstæðinga bandarisksinna valdaránsstjórn- ar Lon Nols i Kambodiu: i Peking sat útlagastjórnin, þaðan kom efnahagsleg og hernaðarleg að- stoð til hinna Rauöu Khmera. Og þótt hinir nýju ráðamenn i Kambodiu leggi mesta áherslu á að landsmenn skuli búa að sinu, þáhafa þeir hvergi sparað þakkar- orð til kinverja og lofsyrði um „bræðralag kambódiskra og kin- verskra byltingarsinna” (Ieng Sary utanrikisráðherra). Þjóðernishyggja Að sjálfsögðu hafa Sovétrikin og Kina haft eigin pólitisk mark- mið i huga þegar þau veittu að- stoð I Indókina, En eins og marg- ir taka fram — einnig ofannefnd- ur höfundur greinar i timaritinu Problems of Communism (sem er reyndar gefið út á vegum banda- risku upplýsingaþjónustunnar) þá „er það misskilningur að skoða riki Indókina sem peð i á- tökum Moskvu og Peking. Vissu- lega lita stjórnir i Hanoi, Vienti- ane, Phnom Pemh ekki þannig á sig. Jafnvel hið kommúniska orð- bragð sem þær beita getur ekki dulið hina sterku, jafnvel ögr- andi, þjóðernishyggju þeirra. Ein visbending um þessa þjóðernis- hyggju er sú, að öll rikin þrjú fylgja þeirri stefnu að standa ut- an við átök stórvelda (policy of nonalignment).” Það væri of langt mál að fara hér út i viðieitni, t.d. fyrri stjórn- ar Sihanouks i Kambodju til að halda landi sinu utan við stór- veldablakkir (en það gátu Banda- rikin ekki fyrirgefið honum og stuðluðu þvi að þvi að honum var steypt af stóli). Eða þá að skýra frá vinsamlegu sambandi þjóð- frelsishreyfinganna fyrr og siðar við samtök hlutlausra rikja. Meiru skiptir, hver skilningur verður lagður i „utanblakka- stefnu” Indókinarikjanna nú. Það er ljóst að hún er ekki beinlinis hlédræg. Eða eins og Phan Hien, utanrikisráðherra Vietnams seg- ir, þá er stjórn hans með i hreyf- ingu hlutlausra i nafni þeirra „sameiginlegu markmiða að vinna gegn arðráni heimsvalda- sinna, nýlendustefnu og nýrri ný- lendustefnu, að verja þjóðlegt sjálfstæði, forræði yfir náttúru- auðæfum eigin lands og efla vel- ferð alþýðu”. En þess ber þá aö geta i þessu samhengi, að i heild hafa utanblakkalöndin færst til aukinnar róttækni, ekki sist vegna átaka við kapitalisk iðnriki um hráefnaverð, eignahald á náttúruauðlindum o.fl. — Þvi hljóma ummæli vletnamska ut- anrikisráðherrans á þeirra vett- vangi ekki eins og kommúnisk sérviska heldur eins og sjálfsagð- ur hlutur. ASEAN, Japan og USA En utanblakkastefna lætur ýmsum spurningum ósvarað. Vilja byltingarstjórnirnar i Indó- kina leggja áherslu á að aðstoða byltingarsinna t.d. I Thailandi og Malasiu, en i báðum rikjum hefur lengi verið háður skæurhernaður gegn stjórnum sem mjög eru frægar fyrir spillingu, einkum sú sem i Bangkok situr? Eða vilja þær frekar leggja áherslu á við- skipti og diplómatisk tengsli i ýmsar áttir, einmitt til að tryggja fjölbreytni og það, að áhrif ein- hvers eins stórveldis verði ekki of veigamikil I utanrikistengslum viðkomandi rikis? Við þessum spurningum eru ekki til greiðsvör. Skæruliðar i Norður-Thailandi hafa góð sam- bönd inn i Laos. A hinn bóginn hafa Indókinarikin synt meiri sáttfýsi og samstarfsvilja við ASEAN en áður (ASEAN er eins- konar efnahagsbandalag kapital- iskra rikja i Suðaustur-Asiu — Malasiu, Thailands, Singapore Indónesiu, Filippseyja, sem hefur verið að velta fyrir sér hernaðar- samvinnu einnig). Stjórnvöld i Víetnam eru sögð hafa látið jaþönsk, frönsk og jafnvel banda- risk fyrirtækivita, að þau væru reiðubúin að leyfa þeim vissa fjárfestingu I sambandi við enduruppbyggingu landsins. Frakkar og japanir hafa þegar veitt vietnömum lán og aðstoð og viðskipti eru á uppleið. En banda- risk fyrirtæki munu þurfa leyfi frá þinginu i Washington t.d. til að fá að halda áfram oliuleit við strendur Suður-VIetnams i sam- vinnu við hina nýju valdhafa. Það getur staðið nokkuð á þvi leyfi — bandariskir stjórnmálamenn hafa ekki gleymt þeirri hirtingu, sem vietnamar veittu þeim með þvi að hafna forystu þeirra og reka her þeirra heim. A.B. tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.