Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. október 1976
Áskriftarsími
17505
Gerum Þjóöviljann
betra blaö
og víðlesnara
E
WÐVnm
OLÍUVERZLUM ÍSIANDS HF.
Höfum opnað nýju stöðina við
Álfabakka. Verið velkomin.
Háttsettir
menn skila
gjöfum frá
erlendum
aðilum
Sú hneykslisskriða sem hefur
oltið yfir Bandarfkin frá og með
Watergatemálinu hefur meðal
annars haft þær afleiðingar, að
háttsettir menn hafa hópum
saman afhent gjafir sem þeir
hafa þegið af erlendum þjóð-
höfðingjum og pótintátum.
Reyndar voru sett um það lög
árið 1966, að allir embættismenn
ættu að skila til opinberrar
stofnunar öllum gjöfum sem þeir
fengju og væru meira virði en 50
dollarar. En framan af kom að-
eins litið inn eitt af þessum gjöf-
um. Flóðið byrjaði ekki fyrr en
eftir að Watergatemálið komst i
hámæli. Þá fóru menn að hafa
áhyggjur af þvi að halda sjálfir
gjöfum sem þeir höfðu fengið sem
fulltrúar bandarísku þjóðarinnar.
Dýrasta gjöfin er demantur
einn, talinn meira en 100 þúsund
dollara virði sem Hubert
Humphrey fékk að gjöf frá
Mobutu, forseta Zaire. Flestum
gjöfum hefur William Rogers,
fyrrum utanrikisráðherra skilað,
eða 126. Meðal þeirra er silfurker
mikið frá Kambódiu og gim-
steinasett frá Kúveit. Henry
Kissinger kemur næstur, hann
hefur skilað 102 gjöfum. Gripir
þessir verða hafðir á safni.
Margar gjafir eru þess eðlis, að
óliklegt má þykja að þeim sem
skila þeim sé nokkur akkur i
þeim. Til dæmis skilaði Spiro
Agnew, fyrrum varaforseti,
hauskúpu tigrisdýrs, sem hann
fékk einhverju sinni i Thailandi.
Enda var hún ekki metin nema á
85 dollara. Spiro kallinn var van-
ur að halda þvi sem meira var
virði.
Atkvæöi til
kaups hjá Sþ
Bandariskt blað, Enquirer, tel-
ur sig hafa heimildir fyrir þvi, að
atkvæði gangi kaupum og sölum
hjá hinum ýmsu stofnunum og
nefndum Sameinuðu þjóðanna.
Þeir sem selja atkvæði sln eru
sagðir fulltrúar ýmissa litilla og
fátækra ianda, sem eiga erfitt
með að risa undir háum fram-
færslukostnaði i New York.
Sama blað segir að skæðastir i
kaupum atkvæða séu fulltrúar
arabiskra oliurikja, én margir
fleiri komi við sögu.
Heimildir þessar segja, að það
sé tiltölulega auðvelt að kaupa at-
kvæði um 12 sendinefnda, en 5-6
til viðbótar megi kaupa ef að vel
sé boðið. Auk þessa er algengt að
reynt sé að hafa áhrif a fulltrúa
með þvi að senda þeim dýrar
gjafir eða bjóða þeim i lystireis-
ur.
SELJUM I
Á LÆGRA VERÐI
NÝKOMIÐ GLÆSILEGT ÚRVAL AF
íslenskum alullargólftieppum
Mesta litaúrval sem sést hefur af íslensKum gólfteppum.
Teppi, sem eru hentug á íbúðir, skrifstofur og stigaganga.
Einnig þríþættur plötulopi á verksmiðjuverði
VERKSMIÐJUSALAN
HEILUM RÚLLUM TEPPI HF
Súðavogi 4, simar 36630 — 30581.