Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 kDAGSKRÁ Þegar bæjarlækurinn heima hljóp upp úr farvegi sinum einn óvæntan hlákudag að hausti, og hafði með sér slatta af kolatonninu, sem átti að drýgja eldiviðarforða vetrarins — þá hefði þótt fengur að þvi að finna ínn- anhúss 1800 tonna heitavatnsuppsprettu eins og þá sem segir frá i þessari grein. EFTIR GUNNAR GUTTORMSSON Um orkumál á lægra plani Okkur, sem ólumst upp á sveitaheimilum, um og upp úr 1940 (hvaö þá fyrr), er sjálfsagt mörgum hverjum i fersku minni hvaö fariö var sparlega meö allt eldsneyti, hvort heldur þaö var sauöataö, mór, viöur, kol eöa olia. Sérstök viröing'var þó bor- in fyrir aökeyptum orkugjöfum, kolin helst ekki notuö nema á hátiðisdögum, væri annaö elds- neyti aö fá til daglegra nota, ljósin ekki kveikt fyrr en oröið var hálfrokkiö, og alls ekki látiö loga á 15 lina lampa ef 8 lina lampi gaf næga birtu viö hlutaö- eigandi verkefni. Þaö getur veriö ómaksins vert aö spegla ýmis orkumál sam- timans i ljósi þeirra lifsskilyröa sem fólk bjó viö á þessum árum. Þegar orkukreppan skall yfir hinn iönvædda heim haustiö 1973 leit um stund út fyrir aö timi mógrafanna rynni hér upp á ný. Af þvi varð þó ekki, góöu heilli. Hinsvegar rifjuöust upp fyrir okkur islendingum gamal- kunn hugtök eins og sparnaður, nýtniog fleiri slik, og fariö var i auknum mæli aö nota þau i um- ræöu um orkumál. Mig langar I framhaldi af þessum inngangi aö segja frá orkumáli, sem kom upp I fjöl- býlishúsi hér i borg, nánar til- tekið viö Eskihliö. Hvort orku- kreppan var kveikja þessa máls skiptir kannski ekki öllu máli, en þaö var upp úr áramótum 1973—74 aö viö sambýlisfólkiö fórum aö velta þvi fyrir okkur hvort ekki væri hægt aö bæta nýtni hitakerfisins I húsinu. Ég er ekki frá þvi aö ýmsir þeir sem búa við jaröhita geti fært sér i nyt þá reynslu, sem viö nú höfum fengiö, eftir aö tvö ár eru liöin frá þvi kerfið var lagfært. Fyrir þá sem leiöast langar útlistanir er rétt aö skýra strax frá aöalatriði málsin, okkur tókst aö minnka heitavatns- notkun hússins um 40%Þetta er niöurstaöa. samanburöar, sem ég hef gert á heitavatnsnotkun- inni fyrir og eftir lagfæringu á kerfinu. Samanburöurinn bygg- ist á meðaltali frá fjögra ára timabili, tveggja ára fyrir lag- færingu og tveggja ára eftir lag- færingu (notkun á hverju ári er gefin upp i töflu á siöunni). Aö magni til er sparnaðurinn hvort ár tæpir 1800 rúmmetrar (1800 tonn) aö mealtali. Þetta vatns- magn ætti aö nægja til aö hita upp 3—4 meðalstórar ibúðir. En hvaö var svo aö kerfinu, og i hverju var lagfæringin fólgin? Viö leituðum til Hitaveitunnar og einn af starfsmönnum henn- ar, Grétar Eiriksson kom á staöinn, skoöaöi kerfiö hátt og lágt og gaf okkur söar góö ráö varðandi úrbætur. Eins og vænta mátti var margt athugavert við kerfiö. Þvi var stjórnaö (handstýrt) meö einum krana i miöstöövar- húsinu. Aðstreymislögn var tengd inn á ketilinn, sem notaö- ur var áöur en hitaveitan kom til sögunnar, og i honum hring- rásaöi vatniö vegna millisam- bands að- og frástreymis (upp- blöndun) rétt eins og þegar ketillinn var kola- og oliukynt- ur. Flestir lokar á ofnum voru ónothæfir, þannig aö þaö var undir hælinn lagt hvaöa ofnar hitnuöu og hve mikið. Grétar sendi okkur slöar bréf meö ábendingum um úrbætur á þeim ágöllum, sem raktir eru hér að framan. t niöurlagi bréfsins sagði: „Án þeirra aðgerða er aö framan greinir tel ég meö öllu útilokaö aö kerfiö skili eölileg- um afköstum og að erfitt mupi veröa aö fullnægja hitaþörf hússins þrátt fyrir mikla eyöslu á heitu vatni.... þar sem um er aö ræöa margar ibúöir á sama kerfi tel ég heppilegast aö nota sjálfvirka frástreymiloka I staö tvistilliloka og stjórntækja og er þá nauösynlegt aö settur veröi þrýstijafnari viö inntak.” Viö húseigendurnir völdum þennan búnaö. Heildarkostnaö- ur viö lagfæringuna var kr. 234.000 (ágúst ’74). Miöaö við verö heita vatnsins I dag (50 kr. hver rúmmetri) mun sparnað- urinn borga þennan kostnað á ca 2 1/2 ári. Um „visindalega nákvæmni” þeirra athugana sem liggja til grundvallar niðurstööunni má sjálfsagt sitthvaö bollaleggja. Þar sem hér er um aö ræöa einfaldan samanburö á vatns- notkun tveggja timabila, skiptir miklu máli hvort t.d. einhverjar umtalsverðar breytingar hafi oröiö á ástandi hússins um svip- ab leyti og hitakerfiö var endur- bætt. — Þessu er óhætt að svara neitandi. Eins kunna menn að spyrja, hvort ibúar hússins hafi bundist samtökum um aö lækka hita- stigiö I ibúöum sinum eftir lag- færinguna. Svo er reyndar ekki, og ég get gert þá játningu, að okkur á efstu hæöinni liður ekki reglulega vel nema hitastigiö sé um 22 gr. Loks má spyrja um áhrif hita- stigsins utanhúss? Voru veturnir eftir lagfæringuna svona miklu hlýrri? Til aö gefa hugmynd um áhrif veöráttunn- ar er yfirlit yfir meöalhita mánaöanna október—april á umræddu timabili i aftasta dálki töflunnar. Vel má llta á lagfæringu hita- kerfisins sjálfs sem aöeins fyrsta áfanga i hugsanlegum sparnaðaraðgerðum. Næsti áfangi væri að leita svara við þvi hvort óeðlilega margar kalóriur sleppa út úr húsinu. Þá er komið að því að lita á ástand hússins. Okkar annars góöa hús mun teljast fremur illa einangrað miöaö viö kröfur dagsins i dag, enda byggt á árunum 1945—’47. Útveggir eru einangraöir með texi og tjörupappa og er um 1” loftbil (trégrind) milli einangr- unar og útveggja. Þak hússins (yfir geymslum I rishæö) er lítiö sem ekkert einangraö, en sem kunnugt er verða hlutfallslega langmest varmatöp upp um þök húsa miðað viö aöra yfirborðs- fleti. Tvöfalt gler er ekki I öllum gluggum. Þá ber lika að hafa i huga aö stigahúsið er i norður- enda sambýlishússins. Sú spurning vaknar óneitan- lega hvaöa viðbótarsparnaði mætti ná, ef viö tækjum okkur nú til og einangruðum þakið betur, tvöfölduðum gler i þeim gluggum sem enn eru einfaldir o.s.frv., o.s.frv. Ég vil hér I lokin leggja áherslu á, að tilefni þessarar frásagnar er ekki að leiða athygli lesenda að tilteknu húsi við Eskihlið eða gera meira úr sjálfsagðri lagfæringu á hita kerfi þess en efni standa til. — En kannast nokkur viö aö hlutir sem öllum finnast sjálfsagöir séu ekki framkvæmdir? 1800 tonna árlegur sparnaöur á heitu vatni i einu stigahúsi er hreint ekki litiö vatnsmagn. Ég er ekki I minnsta vafa um, að ef farið væri ofan i saumana eink- um á ástandi hitakerfa i eldri húsum á hitaveitusvæöum — aö ekki sé minnst á einangrun og frágang sömu húsa — mundi það heita vatn sem þar fer for- göröum fylla marga 1800 rúmm. tanka. A timum þegar allir sem við oliukyndingu búa kalla á hraðari framkvæmdir t.d. viö boranir eftir heitu vatni, ber aö hafa i huga aö sparnaöur á heitu vatni hjá þeim sem þess njóta þýðir, aö mun fleiri geta hagnýtt þá orku sem núverandi hitaveitur i landinu gefa af sér. Tölulegar upplýsingar varðandi sparnað á heitu vatni i húsinu X við Eskihlíð Athugunar Heitavatns- Meöalárs Meöalhiti Timabil notkun notkun vetrarmánaöa ár rúmm. (tonn) rúmm. (tonn) Cgr. I Fyrir ’72—’73 4639 4542 1.8 lagfæringu ’73—’74 4444 1.5 II Eftir *74—*75 3077 2748 1.1 lagfæringu ’75—’76 2418 = 40% (af 1.4 Árlegur sparnaður: 1794 rúmm. eða 4542 rúmm.) GLÆSILEGASTA BÍLASÝNING VOLVO FRAM TIL ÞESSA. SÝNINGARBÍLAR: Nú hefur Volvo örugglega bíl fyrir yður. Komið og skoðið stórglæsilega bílasýningu íVolvosalnum að Suóurlandsbraut 16. VOLVOSYNINGIN ER OPIN: Laugardaginn, 9/10, kl. 14—19. Sunnudaginn, 10/10, kl. 10—19. VELTIR Hr Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 VOLVO 245 VOLVO 343 VOLVO 66

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.