Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 10. október 1976 flf hnífs og skeiáar Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Nýstárlegt verkstæði opnað við Frakka stíginn Lita, sníða Ennþá er hægt að fá nýtt grænmeti i verslynum, þótt sumar tegundir séu nú að verða fáséðar. En það eru til ýmsar fleiri aðferðir við að geyma grænmeti en að frysta það. Ein aðferðin er að sjóða það niður. U.K. lét okkur fá nokkrar upp- skriftir að niðurlögðu grænmeti og ávöxtum. Til dæmis er hægt að búa til ágætis ávaxtamauk úr appelsinum og þurrkuðum abri- kósum. betta mauk er reyndar alveg hrátt og geymist þvi ekki lengi. 1 engri af þessum upp- skriftum eru rotvarnarefni, og er þvi nauðsynlegt að þessi mat- væli séu geymd I góðum ilátum i kulda — og þau geymast ekki lengi. Hins vegar er hollara að nota ekki rotvarnarefni, og séu þau notuð þá sem minnst af þeim. Ávaxtamaukið er sem sagt gert úr hökkuðum appel- sinum (með berki) aprikósum, sem hakkaðar eru saman viö og sykri. Hlutföllin eru u.þ.b. 1 kg appelsinur á móti 1 pakka af aprikósum og allt að 1 kg af sykri (garnan minna). Best er að geyma ávaxtamaukið I litl- um ilátum með góðu loki, svo að ekki þurfi að geyma maukið nema stutt eftir að búið er að opna flátið. Þetta er mjög bragðgott, t.d. á kex. Þá er hægt að gera svipað mauk úr hökkuð um, snöggsoðnum tómötum, sem eru sykraðir og etv. krydd- aðir dálitið. Slikt tómatmauk er gott með brauði og ef það er kryddað og t.d. sett örlitið af ediki út i er það gott með kjöti eða fiski. Niðursoðið og súrsað grænmeti er mjög dýrt i verslunum, en mörgum finnst steikin bragðdauf án þess. Hægt er að snöggsjóða, t.d. gulrætur og blómkál, brytja það niður kalt saman við hráan lauk, sól- selju, græna tómata eða annað grænmeti. Út á þetta er settur lögur af vatni, ediki og sykri, kryddað með piparkornum og öðru heilu kryddi eftir smekk (t.d. lárviðarlauf, eða negul- nöglum). Geymt i loftþéttu iláti á köldum stað. Ódýrar diska- þurrkur í Hólagarði i Breiðholti er verslunin Sigrún, en þar fást nú ágætar diskaþurrkur („visku- stykki”) sem Sparnaðarhornið mælir með. Þær eru úr ind- verskri bómull, köflóttar og mjög mjúkar. Litirnir eru hvitt/rautt, hvitt/gult og hvítt/blátt og þær láta ekki lit. Verðið er þó kannski þaö besta við þær, en stykkið kostar að- eins 125 krónur. Og sauma Guðrún og Aðalbjörg við sauma. eftir ósk kaupenda Við Frakkastíg 12 hef ur verið opnuð all nýstárleg verslun, sem jafnframt er verkstæði, en þar sitja þær Guðrún Ægisdóttir og Aðalbjörg Kristjánsdóttir allan daginn og sauma. Efnið sem þær nota er óbleiað léreft og hveiti- pokar, sem þær síðan lita með batiklitum eftir ósk kaupandans og sauma úr þá flík sem kaupandinn hefur óskað eftir. „Ég hef fengist við þetta i nokkur ár og selt i verslunina Bimm Bamm og Kúnigúnd. Við ætluðum reyndar að opna okkar eigið verkstæði strax i vor en af þvi gat eTiki orðið fyrr. Við saumum næstum hvað sem er eftir pöntun, en leggjum aðalá- herslu á kjóla, mussur, svuntur, barnakjóla, slár og pils. Við munum einnig sauma mussur fyrir karlmenn.” „Og ég sé að þið „aplikerið” á flikurnar?” „Já, við gerum ýmsar myndir á þær, ýmist úr sama efni eða úr mynstruðum bómullarefnum, Við höfum einnig hug á að vera með ýmsar aðrar vörur, t.d. náttserki úr flóneli, húfur, tau- poka, veggpoka með vösum og fleira. Við 'verðum eingöngu með bómullarefni.“ Vöru- merkingar Hvernig er með reglugerðina um merkingu unninnar kjöt- vöru? Ennþá merkja stórar verslanir unna kjötvöru með verðinu einu saman og hvergi er minnst á innihald, vigt eða dag- setningu. Var ekki gefinn árs aðlögunarfrestur sem rann út i sumar? Þessarar spurningar spyr 0. J. og við tökum undir. Hér eru þær stöllur I tveimur kjólum sem þær hafa gert og bak við þær má sjá mussur, tösku, slár og fleira. Guörún. „Þó hef ég mikinn hug á að flytja inn ensku „Liberty” bómullarefnin og hef ég fengið leyfi til þess. Þau eru til i ýms- um mynstrum, smárósótt og stórmyndstruð, og einnig með plasthúö (I dúka). Eg ætla að flytja þau inn strax og við höf- um bolmagn til þess, en við þurfum að kaupa inn töluvert magn strax I fyrstu pöntun. „Og þið eruö bjartsýnar með verkstæðið?” „Já, það hefur að minnsta kosti verið nóg að gera siðan við opnuðum, og það virðist vera þörf fyrir verkstæði, þar sem fólk getur pantað sér flikur, án þess að það verði alltof dýrt. Auðvitað hafa ekki allir smekk fyrir þessum fötum, en þetta er eina verkstæðiðsinnar tegundar hér og það er ekki annað að sjá en það sé nægur markaður fyrir þessa vöru okkar” sagði Guðrún að lokum. Verkstæöið að Frakkastig 12 er opið frá 10-12 og 1-6 virka daga og frá 10-12 á laugardög- um. „Saumið þið eingöngu eftir pöntunum?” „Að mestu. Afgreiöslufrest- urinn er 1-2 vikur eftir þvi hversu mikið er að gera og hversu seinunnin flikin er. Við litum öll efnin heima hjá okkur. en það er býsna seinlegt. Litirn- ir sem úr er að velja eru margir, en mest er notað af svörtu, brúnu, bláu og ljósbrúnu sem grunnlitir. Litirnir þola 40-60 gr. þvott.” „Það má bæta þvi við” segir Aðalbjörg ,3ð við vitum aldrei nákvæmlega hvernig litirnir koma út. Þess vegna er alltaf mjög spennandi að lita. Þeir dreifast misjafnlega I efninu og það verður svolitið „skýjað”. „Hvað kostar svo fllkurnar hjá ykkur?” „Við reynum að vera sann- gjarnar i verðlagningunni og reiknum okkur tímakaup fyrir vinnuna til viðbótar við efnis- kostnaðinn. En litirnir eru orðn- ir mjög dýrir. Siöir kjólar kosta flestir um 10 þúsund, mussurnar 6-8 þúsund, barnasvuntur 1200- 2000 svo aö dæmi séu nefnd, en ef mikil „patchwork” vinna er á flikinni verður hún heldur dýr- ari.” „Verðiö þið eingöngu með efni sem þið litið sjálfar?” „Já, ég býst viö þvi” svarar SPARNAÐAR- HORNIÐ Úr grænmeti og ávöxtum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.