Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 14
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER 14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. október 1976 1 DEKR Sendum í póstkröfu ha um land allt ■hjólbarðar flestum stærðum HAGSTÆTT VERÐ ^ Nýlr amerískir »1»* íls,? snjó-hjólbarðar með hvítum hring ATLAS % * GOTT VERD * SE Smiðjuvegi 32-34 Símar 4-39-88 & 4-48-80 LITAVER— LITAVER — LITAVER — LITAVER Pundið fellur teppin lækka Litavers verðlisti yfir gólfteppi komið á gólfið. Bouquet Verö per ferm.: 3.364.- Regency og Bohemia 2.914.- Orion Sherwood 2.680.- Jupiter 2.150,- Aquarius Ria 3.250.- Harvard Ria 2.500.- Florence 3.364.- Zeppelin 3.156.- St. Lawrence 2.496.- Madison 2.680.- Elizabethan Senator 3.364.- Nú er tækifærið fyrir alla þá sem eru í gólfteppahugleiðingum KOMIЗSJÁIЗSANNFÆRIST Lítið við í Litaveri, því það hefur ávallt borgað sig. Hreyfilshúsinu við Grensásveg LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER Klásúlur krefja þokkabætur um svarið við mikilvægri spurningu — Auk þess koma við sögu píanómenn, flugmenn, verkamenn og fjallalækur Eins og fram kom hér í blaðinu i liðinni viku hef- ur Mál og menning nú sent á markað þriðju breiðskífu Þokkabótar og dregur hún nafn sitt af samtengdu verki á b-hlið skífunnar: Fáfærur. Er sú hlið einkum helguð viðhorfum þeirra félaga til hersetunnar og fylgi- kvillum hennar. Á hinni hliðinni er samsafn af lögum ýmist við eigin Ijóð eða annarra. Á blaðamannaf undi sem efnt var til í tilefni af útkomu plötunnar mátti greina hjá ýmsum blaðamönnum ugg um að Þokkabót væri ekki frjáls og óháð heldur einungis tannhjól i áróðursvél heimskommúnismans. I þvi skyni aö fá úr þessu skorið sneru klásúlur sér til Þokkabótar og fóru fram á aö eiga við hana viötal. Þaö fór fram um siðustu helgi og tóku þátt i þvi 4 úr Þokkabót, þeir Ingólfur Steinsson, Halldór Gunnarsson, Sigurjón Sighvats- son og Leifur Hauksson, Gylfi Gislason sem sá um útlit um- búöa, og þrjár klásúlur. Fyrst voru þokkabætur spuröar hver tildrög plötunnar og samninga- geröarinnar viö MM væru. — Þetta byrjaöi á barnum á Borginni þar sem viö komum fram á árshátið Alþýöubanda- lagsins sl. vetur. Þá kom Þröst- ur ólafsson aö máli við okkur og lýsti áhuga MM á aö gefa út plötu eftir okkur. Leifur — Já, við áttum nokkur lög sem eru á fyrri hliöinni en þau voru alls ekki fullunnin eöa hugsuð endilega i þessu sam- hengi. — Svo gerið þið samning við MM, hvernig er hann? — Hann er frábrugðinn öðrum samningum að þvi leyti að við fengum starfslaun, ákveðna upphæð strax i upphafi. Einnig tekur MM aðeins 10% I dreif- ingarkostnað og rýrnun en þessi upphæð er æði misjöfn, getur farið upp i 20%. Svo þegar allur kostnaður hefur verið greiddur er ágóða skipt jafnt milli okkar og MM. Okkar starfslaun teljast sem kostnaður en ekki fyrir- framgreiðsla. Húsnæðið — Að samningagerð lokinni, hvað tók þá við? — Þá fórum við að leita okkur að húsnæði sem fannst loks i Skólastræti 3b. Þegar það var fengið vantaði pianó. Þannig hagaði til að stiginn upp i húsnæðið var svo þröngur að eina leiðin til að koma pianóinu inn var gegnum lúgu á einum veggnum. Svo við niður á höfn og fengum lánaðan lyftara hjá Eimskip af þvi við syngjum svo vel um það á plötunni. Hann kom I matartimanum og lyfti pianóinu upp. Svo stukku fjórir filefldir pianómenn með pianó- ið inn i húsnæðið. Lyftarinn komst ekki alveg að húsinu svo þeir urðu að stökkva og svo lentu þeir inni á gólfi eins og þeir væru með bakpoka á bak- inu. Þetta voru slikir rosamenn að við vorum hálfhræddir við þá enda er pianóið ennþá þarna, stendur undir feldi inni i miöju verkstæði sem komið er upp. Við höfum ekki haft manndóm i okkur til að kalla á pianómenn- AFLEIT MISTOK Afleit mistök urðu við prentun á gagnrýni á plötu Megasar sem birtist i Klá- súlum sl. sunnudag. í fyrsta lagi var hún ómerkt en það ber ekki að skoðast sem til- raun til að ræna þá ágætu klásúlu Guðmund Þorsteins- son heiðrinum. 1 öðru lagi var slæmt linubrengl i 2. og 3. dálki, Neðsti 2. dálki komu tvær linur sem áttu að vera i 3. dálki ofan við fyrir- sögnina. t þriðja lagi var til- vitnun i eitt af ljóðum Meg- asar rangt upp sett auk þess seni einhver furðuleg ská- strik slæddust inn i linurnar á kolvitlausum stöðum. Að réttu lagi var hér um tvær linur að ræða og rimið fagra sem Guðm. visaði til átti að vera ... þjósti, og ...bjóst við 1 fjórða lagi heitir 3. sónjþók Megasar Kominn en fráleitt farinn. Fleiri villur voru i greininni en þær voru veiga- minni. Klásúlur biðjast afsökunar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.