Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 21
Sunnudagur 10. október 1976 ÞJóÐVILJINN — SIDA 21 — Hvers vegna skapaðiröu þessa löngu trjá- boli? — Heldurðu að hægt verði að finna afdrep undir _ trjánum ef krónurnar eru niöur við jörð? t i — Verður erfitt að búa til blómin? — Nei, blessaður vertu, það er æfing fyrir byrj- endur... Baldursbrárnar: — Þegar þið setjiö blöðin á skuluð þið forðast aliar töiur sem fimm ganga upp I.... Sköpun mistilteinsins: — Hann er sá eini scm mundi eftir þvf aö nýtt ár er að byrja... I rósa- garðinum Lofsverð fróðleiksfýsn Það væri gaman að fá að vita hvað hljómlistarmaðurinn sagði áður en hann var sleginn i rot. Lesendabréf i VIsi Hið íslenska sjónarhorn Vonandi halda blöðin áfram að seljast út á greinar Alfreðs og Vil- mundar, og þá munu nöfn þeirra skráð i mannkynsögu komandi kynslóða, þegar Hitler og Nixon i eru gleymdir. Bréf I Velvakanda Glöggir menn islenskir sherlockar Lögregluvarðstjórar, sem Morgunblaðið talaði við, voru sammála um að ein helsta ástæð- an fyrir mikilli ölvun væri sú, að á föstudögum hefði farið saman út- borgunardagur mánaðar- og vikulauna. Morgunblaðið Sælir eru hógværir Ég tel mig eiga margar bækur. Stöku þeirra hefi ég ritað sjálfur. Jón H. Þorbergsson i Morgun- blaðinu Hver skyldi vera dæmi- gerður ekki-lesandi Tím- ans? Dæmigerður ekki-kjósandi i Vestur-Þýskalandi er kona innan við þritugt, ófaglærð, skilin og án fasts aðseturs. Tfminn Vísindaleg söguskoðun En allt er þetta þáttur i skipu- lagðri stórfelldri rógsherferð á hendur Framsóknarflokknum af hálfu þeirra afla, sem telja hann rnestan þröskuld i framgangi öfgastefna jafnt til hægri og vinstri. Þess vegna eru Dagblaðið og Þjóðviijinn nú i faðmlögum hvað þessa rógsherferð snertir, likt og nasistar og kommúnistar i Þýzkalandi fyrir valdatöku Hitlers. Þ.Þ. i Timanum Við þessir lífsreyndu Undirritaður þarf að minnsta kosti ekki heila kvikmynd til að segja sér að kynlif geti átt sér staö i búningsklefum iþrótta- manna (þetta er jú iþrótt út af fyrir sig), á knæpum, á baðhús- um, I hengikojum á skipsfjöl, og svo framvegis. Einn sálufélagi undirritaðs benti og á, að sama einhæfnin gilti i aðferðunum — með öðrum orðum: ekkert nýtt eða athyglis- vert. Einhæfnin allsráðandi og mætti jafnvel ætla aö leti hafi ráðið þar nokkru um. Þeir heföu jú getað látið þann tattóveraöa taka hana i simaklefanum, fjandakornið. Kvikmyndagagnrýni Timans. Elskulegt umburðarlyndi Maðurinn hefur fullan rétt til að segja álit sitt þetta eru jú hans plötur. Slagsiöan ADOLF J. PETERSEN VÍSNAMÁL ENGINN BJÓ MÉR AUMUM SKJÓL Nú stendur sláturtiðinyfir, svo búast má við sviðamessu að þekktum sið, um hana orti Jón Thoroddsen þessa visu: Etum, bræður, ákaft svið oss svo hrokafyllum, höfum tóu og hundasið, hungrum þá á millum. Mariufiskur var sá fiskur nefndur er byrjandi dró fyrstan úr sjó, sá var siður að gefa hann fátækum, en sá er dró fyrstur fisk i róðri var sagður hafa kropið að konu nóttina á undan, um það er þessi visa: höfundur ókunnur. Þyrsklingur um þorska grund þykir nauðatregur, sá hefur fipiað seima hrund, sem að fyrstur dregur Reimt þótti i sæluhúsinu á Reykjaheiði hér áður fyrr. Eina nótt gisti þar ferðamaður er hét Bjarni Sveinsson. Er hann var sofnaður, dreymdi hann að til sin kæmi karl einn mikill og kvæði visu þessa: Enginn bjó mér aumum skjól úti á dauðans hjarni, bjóst ég þá I klakakjól, komdu með mér Bjarni Eyjasels-Móri, aðsópsmikill draugur á sinni tið, hefur fengið sina ævisögu skráða af Halldóri Péturssyni, en það var Björn Ólafsson bóndi á Hrollaugsstöð- um sem kvað um hann i tiðavis- Fyrst um ráman raddarvang róminn hlýt ég þenja, fer ég að segja af fjandagang fremur en til er venja. Einn i Hlið kom upp á jörð úr niflheimasalnum, annar Vopna fer um fjörð, finnst hinn þriðji á Dalnum. Illt má heyra af þeim gest, ei trúi ég sig feli:, þessi vondi þjáir mest þá i Eyjaseli. Sennilega fara svo ýmsir draugar á stjá nú með haust- nóttum. Þormóður Pálsson i Kópavogi kveður: Augnageir og Óli kálfur, aumt er stjórnarlið. Matti flón og Matti álfur, margt er notast við. Sléttubandavisu þessa gerði Sigurður Bjarnason frá Kata- dal: Blfða gljáði veður við veiða meiðum skeiða, kviða hrjáði hreður hið heiða leiði greiða. Guðmundur Ketilsson á 111- ugastöðum kvað: Þegar starf mitt eftir á alit er gleymsku faiið, Illugastaða steinar þá standið upp og talið Óliklegt er að starf hans i Vatnsdalshólum verði falið ! gleymsku. Leirulækjar-Fúsi huggaði ekkju eina með þessari visu: Fjandinn hefur sótt hans sál, sem að fleirum lógar, hann er kominn i heljarbál og hefir þar pislir nógar Jóni Grimssyni á Hjallasandi (f. 1840), þótti konu einni þaðan illa greitt fyrir sumarvinnuna hjá bónda þeim er Þorsteinn hét, inni i Dölum, svo Jón kvað við Þorstein: Fyrir kvelling háðungar, handar svella viður, þar sem fellur flóð I mar fleygðu elli niður: Auðs fyrir beðju útlátin, — af þvi gleðjast máttu —, þarna er kveðjan, Þorsteinn minn þér að geðjast láttu. Skömmu siðar drukknaði Þorsteinn. Séra Jón Jónsson gamli á Staðarhrauni 1540-1653, varð 113 ára að aldri og prestur i 70 ár, taldi fram eigur sinar: Niu á ég börn og nitján kýr, nær fimm hundruð sauði, sjö og tuttugu söðladýr, svo er háttað auði. Faðir Steins biskups var Jón Þorsteinsson á Hjaltabakka (1598-1674) átti 34 börn, hann kvað þessa þekktu visu: Dóma grundar, aldrei ann illu pretta táli, sóma stundar, hvergi hann hallar réttu máli. Visunni má velta á þrjá vegu með þvi að færa kommuna til, þá fær visan aðra merkingu. Séra Jón Sigmundsson i Þykkvabæjarklaustri (f. 1655) var ekki i neinu vinfengi við Jón Vidalin biskup, en þegar hann frétti lát biskups kvað hann: Eftir lifir áttræð mold ein af striði þessu, syngur enn á Svanafoid sinuin guði messu. Svanafold er sama og Alfta- ver. Einhverntima hefur Steinunni Finnsdóttur i Höfn i Melasveit þótt blása kalt á norðan og kvað: Við norðanveðri i Höfn er hnýtt, hvirflar ’ann upp úr sænum, kerlingunum kemur það iitt, þær kreppa sig inni i bænum. Páll Vidalin var eitt sinn á ferð, en hlaut slæmt veður og færð, svo hann reyndi að kveða i sig kjark: Af mér drcgur, ellin þó æskuna týnda sýnir, fyrri hefi ég farið um snjó förunautar minir. En þctta breyttist svo hann kvað: Fyrir þreyttum ferðasegg föiskvast ljósin brúna, ráði guð fyrir oddi og egg, ekki rata ég núna. Jón Magnússon bróðir Arna prófessors, var vel lærður gáfu- maður, en svo kvenhollur var hann, að hann missti hvert embættið af öðru fyrir ólöglegar barneignir. Hann reyndi að bliðka konu sina eftir þiðju framhjátökuna með þessari visu: Lengi skipast heitin hörð, hugur minn engu kvfðir, lætur dvina linna jörð leiðist tii um siðir. Liggur vegurinn þangað? spyr Jóhann J. E. Kúld: Gengisfall og gengissig, götur islands þramma. Eru að riða öllu á slig aurapabbi og mamma. Er það máski okkar leið út i vesturbláinn. Að enda sjálfstætt æviskeið, afhenda svo náinn?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.