Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 10. október 1976 1».IÓÐV1LJ1NN — SÍÐA 23 Maó Tse-tung Hvers vegna tala allir i Kina um Maó Tse-tung? Hvers vegna hafa allir i Kina mynd af Maó Tse-tung á heiðursstað á heimilum sinum? Vegna þess að alþýðan með Maó Tse-tung i broddi fylkingar leiddi byltinguna til sigurs eftir þúsund ára baráttu gegn kúgurunum. Siv Widerberg Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. Myndagáta Þorri Hringsson, 11 ára, Sjafnargötu 6, teiknaði þessa mynda- gátu. Ráðninguna fáið þið ekki að vita fyrr en í næsta blaði. Gátan er vel gerð og ef rétt er ráðið úr myndunum fáið þið setningu sem er sannleik- anum samkvæm. Kompan þakkar Þorra kærlega fyrir, og þið hin ættuð að spreyta ykkur á að gera myndgátur, t.d. blómanafn eins og SÓLEY eða götunafnið B ÁR UGATA væri auðveld byrjun. Það er lika gamall siður að gera gátu um nafnið sitt. Krossgátan Krossgáta Kompunnar er létt. I númeruðu reit- unum byrja orðin. Það er bæði orð- og mynd- skýring. Skýringarorðin eru prentuð fyrir neðan og bera sömu tölu og tölu- settu reitirnir, fyrst lárétt (þversum) svo lóð- rétt (langsum). Myndin hjálpar til að finna sam- heiti skýringarorðsins. Skýringar. Lárétt: 1. kvenmaður, 6. örlítill kaffisopi, 7. að taka til sin fæðu, 8. hænu- blundur, 10. púkar, 12. kind, 13. bátskel. Lóðrétt: 1.karlmann, 2. á fæti, 3. fuglinn. 4. krass, 5. mikið að gera, 9. klukkna, 11. fer á sjó, 12. spil. Ljóöið um Maó Tse-tung Ljóðið um Maó Tse-tung er eftir sænskt skáld, Siv Widerberg, og er tekið úr Ijóðabók hennar Folkets kraft ár stor, sem út kom 1975. Hún heimsótti Kína 1974 og fjallar bókin um það sem hún kynntist í þeirri ferð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.