Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 10. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Umsjón:
Þröstur
Haraldsson
og Freyr
Þórarinsson
Er ÞOKKABÓT
frjáls og óháð?
ina aftur og biöja þá að hoppa
með pianóið niður.
Þetta var i vikunni sem sólin
skein og þarna æfðum við fram
til 20. júli þegar við fórum i
stúdióið.
— Og þarna hefur efnið orðiö
til?
— Já, nema hvað við áttum
nokkur lög frá þeim tima þegar
við leituöum i ljóðabókum.
— Þið hafið semsé leitað i
ljóöabókum?
— Já, við flettum i bókum og
leituöum að fallegum ljóðum til
að semja lög við, en sú tið er
liðin. Að visu er
kvæðið hennar Sollu á Brimnesi
undantekning frá þeirri reglu.
Leifur sá það hjá vinkonu sinni
á Seyðisfirði og þá vildi svo til
að gamalt lag sem hann átti féll
alveg að þvi með endurtekn-
ingum og öllu.
Pælingar hefjast
En þegar við vorum komnir i
húsnæðið fórum við að velta þvi
fyrir okkur hvað við ættum að
taka fyrir. Menn áttu ýmsa lag-
stúfa og hendingar I pokahorn-
inu en þegar textagerðin hófst
vorum viö óráðnir I hvað um
skyldi fjalla. Þetta var á þeim
tima sem umræðurnar um leigu
fyrir herstöðina voru I algleym-
ingi og við vorum flestir á þvi að
taka fyrir menningarlegu hlið-
ina á veru hersins hér. Við velt-
um fyrir okkur áhrifum fjöl-
miðla á fólk og jafnvel áhrifum
enskrar tungu á islensku. En
okkur blöskraði að horfa upp á
fólk sem hafði sagt sem svo að
við værum i Nató af hugsjóna-
ástæðum og ættum þvi ekki að
taka neitt fyrir hersetuna, þetta
fólk hafði nú margt snúið við
blaðinu eftir að landhelgismálið
hafði sýnt fram á að bandariski
herinn var ekki hér til að vernda
okkur, og krafðist nú leigu-
gjalds. Við ákváðum þvi að
koma inn á hagsmunatengslin,
efnahagstengslin, og þá varð
textinn um SIS til. Einnig fannst
okkur undarlegt þegar fólk
tengdi ekkert saman herinn hér
og herinn sem var að berjast úti
i heimi. Fólk sem er á móti
þessum her þegar hann á i striði
úti i löndum en þykir voða-
alega vænt um hann hérna, ger-
ir sér ekki grein fyrir þvi að
þetta er sami herinn.
— Eruð þið þá að flytja áróð-
ur?
— Það er búiö að fara dálitiö
leiðinlega með þetta orð, áróð-
ur. Þetta eru okkar skoðanir.
Það kom fram á blaðamanna-
fundinum sem við héldum að
fulltrúar vissra blaöa virtust
fara i vörn af þvi þeir héldu að
viö værum að ráðast á lifsskoö-
anir þeirra og flytja einhvern
eindreginn vinstri áróður. Við
erum kannski að ráðast á þessa
menn en þetta er engin pólitisk
stefnuyfirlýsing islenskra
vinstrimanna. Ef þeir eru sömu
skoðunar og viö er ekkert nema
gott eitt aö segja um þaö.
— Sömduð þið við MM um að
gefa út plötu gegn hernum?
— Nei, viö sömdum bara um
að gera plötu sem þeir gæfu út.
Við vissum náttúrlega að þeir
yrðu eflaust ekkert óhressir yfir
þvi að við fjölluðum um herinn.
— Beittu þeir ykkur einhverri
ritskoðun?
— Nei, við lögðum efnið fyrir
þá þegar það var tilbúið og þeir
gáfu okkur ýmis ráð varðandi
hluti i textum sem betur máttu
fara, ráö sem við fórum eftir að
sumu leyti en ekki að öðru. En
þessi ráðgjöf varðaði aðeins
formið, ekki innihaldið.
Hva, er sölulag á
plötunni?
— En ef við snúum okkur aö
tónlistinni þá sver hún sig að
mestu leyti i þjóðlagaættina en
stöku sinnum bregður fyrir
djassi og rokki. Nú langar okkur
að spyrja: völduð þið þessa tón-
list af þvi ykkur langaði sjálfa
til að flytja hana eða höfðuð þið
i huga aö þetta gæti selt plöt-
una?
— Þessi tónlist er ekki valin,
þetta er sú tónlist sem blundar I
okkur. Manni gæti skilist á sum-
um að það væri hreinlega ekki
hægtað semja tónlist án þess að
hafa neytandann inni á boröi hjá
sér. Þessi plata er orðin til al-
gjörlega án tillits til þess hvort
einhver vildi kaupa hana. Þetta
er bara sú tónlist sem við höfum
fram að færa, svo er það annaö
mál hvort einhver vill kaupa
hana. Við hugsuöum ekki sem
svo aö hér væri gott að hafa
svolitinn djass af þvi að þessi
hópur vildi það eða rokk af þvi
einhver annar vildi það. Og
óskalagaþáttunum var alger-
lega sleppt. Það kom okkur
mjög á óvart þegar við vorum
að pæla i niöurrööun laganna,
þá spuröi Þröstur Ólafsson
hvort þaö væri ekki rétt að hafa
sölulagið fyrst. Viö urðum alveg
gáttaðir, hva, er eitthvað sölu-
lag á plötunni? Við erum með
heila plötu sem við ætlum að
selja, það er ekki meiningin að
láta eitthvað eitt lag selja hana
— Reynduð þið þá að ná fram
einhverjum andblæ I tónlistinni
sem fellur að efninu?
— Ekki meðvitað. En þegar
verið er að meðhöndla lögin i
stúdióinu þá kemur alltaf ein-
hver stemmning upp, þannig
verða td. djasskaflarnir til.
Eins þegar við syngjum um Búa
og I siöasta laginu á plötunni
þegar Eggert syngur um það
hvort það sé einhver von, ein-
hver glæta. í siðasta viðlaginu
kom allt i einu einhver birta,
hún kom bara upp meðan hann
var aö syngja, varð til á augna-
blikinu án þess að það hefði ver-
iö hugsaö fyrirfram. Þannig er
það meö mestan hluta af tónlist-
inni, hún kom innanfrá en var
ekki fyrirfram ákveðin.
Þjóðlífsmynd
— Þið notið ýmsa „effekta”
(gott islenskt orð óskast) á plöt-
unni?
— Já, við fórum td. suður á
Völl og ætluðum að ná I hljóðin
úr Phantom-þotu, okkur var
sagt aö þær hefðu alveg sérstök
hljóð. En þær voru þá allar inni i
skýli. Þaö höfðu borist fréttir af
þvi að rússinn væri kominn
iskyggilega nálægt einhverri
linu i Norðaustur-Atlantshafinu
og þær biðu allar eftir merki um
að fara af stað til að reka úr tún-
inu. En þarna var „Shooting
Star” á flugi svo við fórum upp i
flugturn og kváðumst vera
kvikmyndatökumenn og værum
að taka islenska þjóðlifsmynd,
hvort hann vildi ekki fljúga
nokkrum sinnum yfir turninn
fyrir okkur. Hann tók þvi vel og
flaug eftir öllum kúnstarinnar
reglum og var bersýnilega mjög
ánægöur með að komast á
filmu.
Svo fórum við i Kvartmilu-
klúbbinn og létum spyrna fyrir
okkur. Uppi i Aburðarverk-
smiðju var okkur tekiö vel. Þeir
leiddu okkur um allt hús og
kveiktu á vélum sem ekki hafði
Framhald á bls. 22
Ingólfur
HAUST-
KVÖLD
í STAPA
Klásúlur sjá ástæöu til að
hvetja menn til að leggja leiö
sina suður i Keflavik annað
kvöld, mánudag. Þá efna her-
stöðvaandstæðingar til „Haust-
kvölds”, menningarvöku meö
fjölbreyttri dagskrá. Er ætlunin
með þessu að koma herstöðva-
andstæöingum og öðrum i rétta
stemmningu fyrir landsráð-
stefnuna um næstu helgi.
A Haustkvöldi kemur fram
fjölskrúðugt lið leikara, ljóð-
skálda og trúbadúra og les upp,
leikur og syngur eigið efni og
annarra.
Af trúbadúrunum er Megas
eflaust þekktastur en margir
þekkja vafalaust örn Bjarna-
son, Hans Jakob og Kristján
Guðlaugsson og félagar hans i
Október söngsveitinni hafa viða
komið fram á samkomum her-
stöðvaandstæðinga og róttækl-
inga. Loks ber að nefna Þorlák
Mortens sem fáir hafa sennilega
heyrt i en klásúlur hafa verið
svo lánsamar, og geta kinnroða
laust gefiö honum bestu með-
mæli. Þarna ætti við að gefast
gott tækifæri til að kynna sér
helstu frjóangana i islenzkri
trúbadúralist.
— ÞH
Þokkabótarplatan
er loksins komin út!
NÝ HLJÓMPLATA
Strengleikir
Laugavegi 18
Símar: 2-42-40 og
1-51-99 Reykjavík.
Félagsmenn Máls og menningar fá 15% afslátt af verði
í Bókabúð Máls og menningar.
Sent gegn póstkröfu um land allt.