Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 10. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Giulio Carlo Argan: kommúnistarnir eru þeir einu sem duga gegn hús- næðisbraskinu „RauðurM borgarstjóri í Róm: Listfræðingur glímir við skolpræsagerð t kosningunum á italiu i sumar var m.a. kosið til borgarstjórnar i Róm, og fóru þær kosningar á þá leið, að kristilegir demókratar hrökkluðust frá völdum i borginni eilifu og þótti aiþýðu manna það ckki vonum fyrr. Hinn nýi rauði meirihluti i borgarstjórn hefur kosið nýjan borgarstjóra, sem nýtur mikils álits i heimalandi sinu og reyndar viðar. Heitir hann Giulio Carlo Argan, 67 ára gamall fræðimað- ur, sem ekki er i neinum flokki, en bauð sig fram til borgarstjórnar á vegum kommúnista. Hann er sér- fræðingur i sögu byggingarlistar og hefur kennt þau fræði við há- skólann i Róm sem og almenna listasögu. Ærin verkefni Borgarstjórinn nýi kveðst vita það vel að verkefni þau sem hans biða eru ærin. Hann er ekki kommúnisti, sem fyrr segir, en hann hefur haft gott samband við þann flokk allt frá þvi hann vann með þeim á striðsárunum gegn Mussolini og hans fólki. Hann kveðst hafa kosið að bjóða sig fram á þeirra vegum nú vegna þess, að kommúnistaflokkurinn sé eini flokkurinn sem berjist gegn byggingabraski i Róm og þar með eina pólitiska aflið sem geti bjargað borginni. Aðkoman eftir 30 ára stjórn kristilegra i Róm er mjög erfið. Borgin skuldar ca 800 miljarði króna og ber þungar vaxtabyrð- ar. Það vantar 18 þúsund sjúkra- rúm, 8000 skólastofur og 90 þús- und leiguibúðir. 600 þúsund róm- verjar búa i frumstæðum bragga- hverfum i útjöðrum borgarinnar — margir án rafmagns, án gatna, án skólpræsa. Argan segir, að á undanförnum áratugum hafi i Róm verið rekin pólitik sem beinlinis hafi verið til þess fallin að hrekja fólk undan okurleigunni i borginni út i út- hverfin. Hann kveðst munu ein- beita sér að þvi, að á ný verði sköpuð þau lifsskilyrði i hinni sögulegu miðborg Rómar að hægt séaðstöðva þennan flótta. Égvil, segir hann, gera Róm aftur að menningarborg. Þegar blaðamenn létu i ljós efasemdir um að annað eins sé mögulegt svaraði hinn nýi borgarstjóri 'hvasst: ,,Þvi ekki það? Þið skuluð komast að þvi, að það er ekki til hins verra að list- fræðingur fást einnig við skólp- ræsavandamál”. 600 þúsundir róinverja búa i frumstæöum braggahverfum. AFSLÁTTURINN GILDIR FYRIR ALLA 30% AFSLÁTTUR á eggjum frá leyfilegu verði KÍLÓIÐ KOSTAR AÐEINS KR. 397,00 Tilboðið stendur alla næstu viku Kaupgaröur Smiðjuvegí 9, Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.