Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. október 1976 Barbara Streisand Stjarna er fædd Barbara Streisand, bandariska grinleikkonan sem allir kannast við, fetar nú I fótspor þeirra Janet Gaynor og Judy Garland. Hún leikur aðalhlutverkiö i þriðju út- gáfunni af Stjarna er fædd — A Star is born, sem nú er verið að kvikmynda undir stjórn Frank R Pierson. Kris Kristofferson leikur karlhlutverkið, en i fyrri mynd- unum léku það þeir Frederic March og James Mason. Þessi vinsæla mynd segir frá lifi skemmtikrafta, samkeppninni, baráttunni við að „slá i gegn” óg þó sérstaklega baráttunni við eit- urlyf og annan ófögnuð sem þeim tilheyrir. INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR SKRIFAR UM KVIKMYNDIR: Fyrsta myndin sem Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanna, sýn- ir í nóvember er Ævintýr- ið (L'Avventura) eftir Michelangelo Antionioni. Mynd þessi er frá árinu 1959. Hún vakti mikla athygli og jafnvel deilur á sínum tíma, og verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hana aftur nú, athuga hvernig hún hefur staðist tímans tönn. Antonioni og Monica Vitti Gabriele Frezetti (Sandro) og Lea Massari (Anna) I Ævintýri Antonionis Ævintýriö í Fjalakettinum A yfirborðinu fjallar ,,Ævin- týrið” um þríhyrninginn eilifa en Antonioni notar frábært bragð til að koma áhorfendum á óvart: hann lætur eina persón- una hverfa sporlaust i upphafi myndar. Þetta er bragð sem hann hefur slðan iðkað með ýmsum tilbrigðum í seinni myndum sinum, enda hefur hann verið nefndur meistari hins óútskýrða leyndardóms. Antonioni er nærgöngull lista- maður, gjarn á að snerta innstu strengi tilfinningalifs áhorfenda sinna, en höfðar þó um leið sterklega til vitsmunalifs þeirra, hefur m.a.s. stundum verið kallaður „intellektúell” i list sinni. Viðfangsefni hans gegnum ár- in hefur verið firring nútima- mannsins, tengsl hans og þó oft- ar sambandsleysi við annað fólk, öryggisleysi hans i köld- um, vitfirrtum heimi. Fólkið sem Antonioni fjallar um er undantekningalitið af borgara- stétt og öll veröur heimspeki hans að kallast borgaraleg. En einsog allir góðir listamenn fer hann útfyrir sin eigin takmörk. Þessvegna má margt af mynd- um hans læra. Hvaö formið snertir er Antonioni óumdeilanlega einn af snillingum kvikmyndalistar- innar. Hann kann betur en flest- ir aðrir þá list að láta kvik- myndavélina segja sögu. Sem dæmi koma mér fyrst i hug tvö atriði úr myndum hans: annað er lokaatriðið i Ævintýrinu, uppgjör elskenda sem eiga ekki annað sameiginlegt en gagn- kvæma meðaumkvun, og hitt er lokaatriðið i Farþeganum, nýj- ustu mynd Antonionis, sem sýnd var i Gamlabió s.l. vor: atriðið þar sem kvikmyndavélin segir okkur frá moröi án þess að sýna okkur það, nema óbeint. Antonioni verður tiðrætt um svik og sektartilfinningu, og raunar fjallar Ævintýrið aðal- lega um þessi fyrirbæri. Við getum afgreitt þetta að nokkru leyti með þjóðerni Antonionis og þeirri kaþólsku menningu sem hann drakk i sig með móður- mjólkinni. Sú afgreiðsla nægir þó ekki til að firra okkur sjálf allri innlifun I myndina og vandamálin sem hún tekur til meðferöar. Einnig að þessu leyti fer Antonioni út fyrir sin eigin takmörk. „Ævintýrið” verður sýnt i Fjalakettinum dagana 4., 6. og 7. nóvember. Nýkvikmynd um djöfulinn í Bandarikjunum er til heill hópur kvikmyndastjóra sem hafa af þvi dágóðar tekjur að hræða fólk. Einn þeirra, sá sem geröi myndina Særingamaðurinn (The Exorcist), lét einhverntima hafa eftir sér i viðtali að kvikmyndir væru geröar i þrennskonar til- gangi: til að láta fólk hlæja, til að láta það gráta eða til að hræöa það. „Ég geri myndir til að hræöa fólk” sagði hann. Honum hefur tekist það bærilega, og ekki verður annað séð en gamla lumman um aö „fólkiö vill þetta” eigi hér betur við en nokkru sinni fyrr. Hver djöflamyndin á fætur annarri skellur yfir bandarisk kvikmyndahús einsog holskefla og gerir allt vitlaust og aðstand- endur myndanna moka inn pen- ingunum. Myndir þessar eru yfirleitt lævislega gerðar og séð fyrir þvi að viðkvæmustu taugar áhorfandans séu teygðar og strengdar á alla vegu. Einkum er vinsælt að láta eitthvað hroðalegt koma fyrir falleg og sakleysisleg börn, t.d. láta djöfulinn taka sér bólfestu i þeim. Þetta var gert með góðum árangri i Særinga- manninum sællar minningar, og nú er komin ný mynd sem fer einsog eldur i sinu um bandarisk bióhús: The Omen heitir hún eöa Fyrirboðinn. Þessi mynd fjallar um banda- riska sendiherrann i London og hans fögru frú. Einn góðan veöur- dag komast þau að þvi að litli fallegi fimm ára drengurinn þeirra er i rauninni sjálfur Antikristurog hefur mörgum orð- ið hverft við af minna tilefni. Hin- ir vofeiflegustu atburðir gerast, barnfóstran hengir sig, eldur kemur upp i sjúkrahúsi i Róm og eyðileggur m.a. fæðingarvottorð litla djöfsa. Dýr i dýragarði ráðast á bil sendiherrafrúarinn- ar, hundur ræöst á sendiherrann sendiherrafrúin dettur niður af svölum osfrv. osfrv. öll nýjustu undur kvikmynda- tækninnar eru notuð til hins ýtrasta til þess að fólk fari nú ekki að halda að það sé verið að gabba það. I einu atriðinu er sýnt hvern- ig glerplata dettur af palli vöru- bils og sniöur höfuð af manni áður en hún fellur i götuna og brotnar. Andlitsfarði er óspart og listilega notaður til að afskræma andlit leikara sem eiga að hafa lent i eldsvoða. Svo mætti lengi telja. Þessar myndir eru náttúrlega ekki annað en talandi tákn um að eitthvaö mikið er að i guðseigin- landi. Þær segja okkur ekki ann- að en það sem við vissum fyrir: aö eitthvað hlýtur að fara að gerast þar vestra, brjálæðinu hljóta að vera einhver takmörk sett. Eöa hvað? Gregory Peck leikur bandariskan sendiherra i Bretlandi sem kemst að þvi að fimm ára sonur hans er i raun og veru enginn annar en Antikristur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.