Þjóðviljinn - 23.11.1976, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 23.11.1976, Qupperneq 9
Þriðjudagur 23. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Boðberi islenskrar borgara- stéttar, Morgunblaðið við Aðal- stræti, hefur árum saman flutt fagnaðaróð um hin frjálsu sam- skipti við útlendinga. I hinni erf- iðu glimu við lausn islenskra þjóðfélagsvandamála væri væn- legast að leita lausnar utan landsteinanna. Einir og óstuddir myndu borgarar gamla Fróns einungis stefna inni eyðimörk uppgjafarinnar. Það yrði að knýta björgunar- bönd við hina erlendu lagsbræð- ur, fjármálajöfra hins vestræna auðvalds. Aðild að Efnahags- bandalaginu, inngangan i Fríverslunarbandalagið, erlend stóriðja i Straumsvik og Mý- vatnssveit og siðar Eyjafirði, Reyðarfirði og viðar, samn- ingar við breta og þjóðverja um skiptingu sjávaraflans — allt þetta var rætt og flest fram- kvæmt i hinum alþjóðlega kær- leiksanda borgarastéttarinnar og blessað i nafni frelsisins. Andmælendum þessarar landsölustefnu hefur i röskan áratug verið úthúðað á siðum Morgunblaðsins. Markaðs- bandalög, erlend stóriöja, land- helgissamningar við vestrænar vinaþjóðir, frjáls fjármálasam- skipti við útlendinga — allt væri þetta i anda framþróunarinnar. Þeir sem sliku andmæltu væru skilningsvana á framtiðar- stefnu hins siðaða heims. Varð- veisla landsréttinda, forgangur islendinga á fiskimiðum, upp- bygging innlendra atvinnuvega, gagnrýni á fjötra markaðs- bandalaganna — ábendingar af þessu tagi voru veisluspjöll i salarkynnum islenskrár borgarastéttar. Morgunblaði og Sjálfstæðis- flokknum hefur verið beitt fyrir vagn hinnar nýju landsölustefnu og ótrúlega vel hefur tekist að svæfa þau öfl sem fyrrum i þeim herbúðum lögðust gegn hvers konar afsalsboðskap i þjóðfrels- ismálum. Það virtist sem is- lensk borgarastétt væri öll gengin á vit fagnaðarerindisins um útlenda fjármálamenn, hina nýju bjargvætti þjóðarinnar. Rödd andófsins hefði verið kæfð á siðum Morgunblaðsins. En viti menn. Siðustu daga virðist sem einhverjir i herbúð- um Sjálfstæðisflokksins séu að vakna upp við vondan draum. Þeir núa stýrurnar úr augunum og sjá að eigi er allt með felldu. Hinir erlendu frelsarar eru sestir i húsbóndasætið og hafa jafnvel gerst djarftækir til þeirra gersema sem islensk yfirstétt hefur löngum talið sina vöggugjöf. Laxveiðiárnar, perlur landsins, eru fleiri og fleiri að komast i hendur útlend- inga. Lax, lax, lax og aftur lax. A sunnudaginn birti Morgun- blaðið opnugrein, sem fól i sér harða ádeilu á landssölustefn- una I islenskum laxveiðimálum. Að eiga landvar hin feitletraða fyrirsögn ákallsins. Þar gat aö lita tæpitungulausan dóm yfir þeirri fjármálastefnu sem fært hefur útlendingum forréttindi i islenskum laxveiðiám. Þau augu sem áður voru lokuð þegar landssölunefnd mótaði inn- göngu i markaðsbandalag, samninga við erlend stóriðju- fyrirtæki og afsal á veiöirétt- indum i landhelgi, hafa greini- lega opnast þegar kom að lax- veiðiánum. Þorskur og ýsa, raf- magn og hverahiti hafa greini- lega ekki verið nægilega göfug- ar sölugreinar til að vekja and- mæli i valdastofnunum ■ borgarastéttarinnar. En laxinn — hann skulum við þó forfanen ver ja til siöasta manns. Það eru nú takmörk fyrir þvi sem hægt er aö fórna fyrir hugsjónina um hin alþjóðlegu og frjálsu fjár- málasamskipti. Hin harða gagnrýni á lögmál kaupmennskunnar i laxveiði- málunum heföi sómt sér vel i málgögnum andstæðinga lands- sölustefnunnar i iðnaði og land- Núvaknaþeirviö vondan draum helgismálum. Höfundur Morgunblaðsgreinarinnar hefur orðið: ,,Þeir, sem láta sig engu skipta hvenig með landið er farið eða hvernig það er notað i kaupum og sölu, eru að glata iandinu sinu. Og þjóð sem glatar landinu sinu: hún glatar sjálfri sér”. ,,Samt erum við svo iánlausir ' að jafnframt þvi sem við flýjum þúsundum saman á sumrin til útlanda i leit að lifsgleði þar, seljum við útlendingum, til einkaafnota, þessi stórkostlegu gæði, blygðunarlaust, bara ef þeir borga nógu mikið. Og við sem höfum rétt til þess sem islendingar að krefjast þessara gæða fyrir okkur sjálfa, og við hljótum að hafa það, erum slikir kotungar að orðið „útlendinga- timi” er fast i málinu”. „(Jtiendir menn, sem ekki að- eins hafa rúm fjárráð, heldur draga veiðiútgjöld sin frá skatti fyrirtækja sinna, sem risnu og ferðakostnað, þurfa ekki að taka þátt i neinum sameigin- legum gjöldum og niðurgreiðsl- um okkar, hafa fegurstu og bestu árnarfrá þvi seinast i júni til ágústloka”. „Ástand þessara mála er miklu verra en nokkur hyggur i fljótu bragði. Mjög erfitt er að afla sér upplýsinga um eðli samninga og þessvegna nær ógjörningur að fá heildarsýn á málin, en svo viröist sem veiði- félög, stór og smá, og einstak- lingar og fyrirtæki, séu smám saman að verða taglhnýtingar erlendra hagsmuna, og leppar útlendinga gagnvart veiði- réttarhöfum og löggjafan- um, eða leppar veiðiréttareig- enda, sem sumir hverjir vilja ekki semja beint við útlendinga. Þetta hefur orðið til þess að stangveiðimenn hafa alls ekki náð að sameinast um ákvcðna, afgerandi varnar- og baráttu- stefnu, þrátt fyrir margar vilja- yfirlýsingar þar um. Vmsir menn sem við hefðum svo gjarnan viljað hafa með okkur og getað sótt styrk til, reynast deigir og loðnir i afstöðu sinni, á meðan þeir sjálfir geta fengið veiðileyfi fyrir sig og slna eða . meðan þeim sjálfum er boðið af Mr. þessum eö Mr. hinum að veiða á útlendingatimanum”. Hér er talað tæpitungulaust. Hér er felldur harður dómur yfir afleiðingum hins frjálsa hagkerfis i laxveiðimálum. Hér fær landssölustefnan kaldar kveðjur. Fulltrúar hennar eru nefndir „leppar útlendinga”, vakin er athygli á að þjóðin sé að „glata landinu” og um leið „glatar hún sjálfri sér”,ýmsir eru ásakaðir fyrir að reynast „deigir og loðnir i afstööu sinni”. Þótt slik rödd heföi mátt heyr- ast úr röðum islenskra borgara og þótt hlálegt sé að hún komi þá fyrst fram þegar erlendu fjármálafurstarnir hafa klófest laxveiðarnar, ber að fagna að augu sumra eru farin að opn- ast. Þeir eru farnir aö vakna upp við vondan draum. Næsta skrefið er að þeir sjái sam- hengið milli þess alþjóðlega markaðskerfis sem er að gleypa islenskar laxveiðiár og þeirra erlendu fyrirtækja sem haldið hafa innreið i íslenskt efnahags- lif. Það er ekki nóg að andmæla landssölustefnu i laxveiði- málum. Það verður lika að skilja að sams konar þjónusta við erlenda hagsmuni hefur knúið til undanlátssamninga i landhelgismálinu. Það má ekki gleyma þorkinum, ýsunni, ufs- anum og karfanum. Landssöluskráin. Um leið og höfundur Morgun- blaðsgerinarinnar tekur lands- sölustefnuna til bæna birtir hann skrá yfir framkvæmd hennar i laxveiðimálum. Þareð sú skrá er sláandi dæmi um sigra hins alþjóðlega markaðs- kerfis i efnahagslifi islendinga er hún birt hér að nýju. Hún tal- ar skýru máli. ,,Laxá i Kjós: I þessari á veiða aðallega út- lendingar, en tslendingar fá leyfi sem losna eða ganga ekki 'út. Laxá i Leirarsveit: Þessi á, sem bændur leigja út sjálfir, er öll seld útlendingum. Islendingar, sem höfðu eina stöng i ánni, buðust til að ganga inn i hæsta boð útlendinga, en . misstu stöngina samt. Grimsá: Bændur hafa sjálfir afhent fyrirtækinu „Fish and Game” i Bandarikjunum söluumboð frá 26. júni til 14. ágúst. Kjarrá: Kjarrá i Kjarrárdal, fram á heiði, leigðu bændur Svisslend- ingum. Norðurá: Þessi á er seld útlendingum,frá 1. júli til 6. ágúst. Langá á Mýrum: i þessari á fá nær eingöngu út- lendingar veiðileyfi i júni, júli og ágúst, nema eitthvað hafi brugðist. Hitará: Þessi á er leigð fyrir Amerikana sem nota ána. Haff jarðará: Þessi á er seld föstum erlendum viöskiptavinum ár eftir ár svo sem enska veitinga- manninum Forte. Straumf jarðará: Þessi á er dæmigerð útlendingaá. tslendingar fyrst og siðast, útlendingar þegar einhver veíði er. Laxá i Dölum: t þessari á er niðurlæging ts- lendinga algjör. Þeir eru bann- aðir viö ána. Viðidalsá: Þessi á er leigð af tslend- ingum, sem hafa fasta erlenda viðskiptavini frá 26. júni fram i ágúst. Vatnsdalsá: Þessa á hefur John Ashley Cooper haft frá 1964 og selt veiðileyfi bæði innanlands og utan, án heimildar til atvinnu- reksturs hér á landi. Laxá i Aðaldal: Þessi á er leigð útlendingum fyrir löndum þeirra jarða, sem bóndinn i Nesi hefur umboð fyrir. Hofsá: Hofsá i Vopnafirði hefur B.D.McDonald Booth rekið eins og fyrirtæki fyrir útlenda veiði- menn i mörg ár. Sog: í þessari á hefur besti timinn i júli og ágúst verið leigður frönskum veiðimönnum fyrir landi Alviðru”. Fleiri dæmi. Adeilan á landssölustefnuna i laxveiðimálum er ekki eina dæmið um að augu margra eru nú að opnast fyrir þeirri hættu sem felst i þjónustunni við er- lend markaösöfl, fyrirtæki og fjármálastofnanir sem Morgun- blaðið og Sjálfstæðisflokkurinn hafa boðað á undanförnum árum. Fyrir tveimur vikum var hér bent á hve grátt EFTA-her- leiðingin hefur leikið islenskan iðnað og laugardaginn næsta á eftir birtist i Morgunblaðinu ákall frá einum af forráða- mönnum islensks iðnaðar. Hann fagnaði þvi að loksins hefði sést i Morgunblaðinu ein grein þar sem forréttindum útlendinga i islensku atvinnulifi var and- mælt. Svo vonlausir eru iðnrek- endur greinilega orönir um frá- hvörf Morgunblaðsins frá þjón- ustunni við hina útlendu hags- muni að þeir þrifa pennann og rita þakkargjörð þegar birtist smá andófsgrein við landssölu- stefnunni i islenskum iðnaðar- málum. Greinarhöfundur bendir á forréttindi erlendra fyrirtækja I skattamálum, töll- um orkuverði, lóðamálum og margvislegum öðrum frið- indum. öskabörn stjórnvalda i þróun iðnaðar i landinu séu ein- göngu útlendingar. Aö sjá samhengið Morgunblaðsgreinarnar tvær um landssölustefnuna i lax- veiðum og iðnaði, er að visu ánægjulegur vitnisburður um að sumir i herbúðum Sjálfstæðis- flokksins eru að vakna upp við vondan draum, en þær duga þó skammt einar sér. Höfundarnir og samherjar þeirra verða aö skilja að áhrif útlendinga i lax- veiðum og iðnaði eru einungis rökréttar afleiðingar þeirrar stefnu sem Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn hafa fylgt i rúman áratug. Þegar boð- skapurinn um hið frjálsa alþjóð- lega markaðskerfi, nauðsynina á erlendri stóriðju og kosti sam- starfsins við erlenda fjármála- menn hefur fest rætur og orðin ráðandi stefna, þá eru laxveiði- árnar aðeins litill hluti þeirra fórna serr. fær þarf i þágu þessa málstaðar. Þegar laxveiðimenn I islenskri borgarastétt horfa á eftir æ fleiri ám i hendur útlend- inga, þá er þeim hollt að hug- leiða, að þessir erlendu veiði- menn eru stjórnendur sams konar auðhringa og gerst hafa djarftækir til orku landsins og nytjafískanna i hafinu umhverf- is. Fulltrúar hins alþjóðlega auðmagns koma i einkaþotum fyrirtækja sinna til veiða i is- lenskum ám og setjast að samn- ingaborði við islensk stjórnvöld um aukna erlenda stóriðju, veiðar útlendinga innan land- helgi og eflingu tengslanna við markaðsbandalögin. Það er timi til kominn að íslensk borgarastétt skilji samhengið i þeirri landssölustefnu sem for- ráðamenn hennar hafa rekið á öllum sviðum. Það er ekki nóg að vakna allt i einu við vondan draum og sjá laxinn kominn á disk hinna erlendu herra, heldur verður að skilja þá fjötra sem hið alþjóðlega auðmagn reyrir um hvert það land sem opnar þvi inngöngudyr. Landvarnar- stefna samtimans snýst ekki bara um veiðar i laxveiðiám. Hún snertir gervallt efnahags- kerfi islendinga. \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.