Þjóðviljinn - 23.11.1976, Síða 20
MÚÐVIUINN
Þriðjudagur 23. nóvember 1976
Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra
starfsmenn blaðsins i þessum simum Ritstjórn 81382,
81527, 81257 og 81285, útbreiðsla81482 og Blaðaprent81348.
Einnig skal bent á
heimasfma starfsmanna
undir nafni bjóöviljans i
simaskrá.
Aalto vann í
eitt ár að
skipulagningu
Háskólasvœðis
Alvar Aalto, finnski arkitekt-
inn sem m.a. teiknaði Norræna
húsið á islandi, lauk fyrir tæpu
ári siðan endurskipulagingu há-
skólasvæðisins i Reykjavik og
voru hugmyndir hans ásamt
myndarlegu líkani kynntar fyrir
blaðamönnum, háskólastúdent-
um, skipulagsnefnd Reykja-
vikurborgar og fleirum i gær.
Er hér um að ræöa uppdrátt af
heildarútliti háskólasvæðisins
,,um aldur og eilifð” ef svo má
segja, og tók það finnsku arki-
tektana u.þ.b. eitt ár að Ijúka
verkinu.
Gert er ráð fyrir að bygg-
ingum á háskólalóðinni fjölgi
um helming og gekk Alvar Aalto
Þannig litur hugmynd Alvars Aaltos út á likani. Lengst til vinstri er Norræna húsið, sem einnig er hans
verk, en til hægri er miðkjarni Háskólasvæðisins (raunvisindadeildir koma vestan við suðurgötuna og
eruekkiinniá likaninu). Lengst til hægri er Þjóðminjasafnið en miðsvæðis má sjá gamla Háskólahúsið
með áfasta röð nýbygginga, sem mynda siðan skjól fyrir stórt útivistarsvæði. Hringbrautin er I for-
grunni.
Nýbyggmgum raðað í
kringum gamla húsið
út frá þvi, að gamla háskóla-
byggingin yrði áfram i sjálfum
miðkjarnanum. Hefur hann þvi
á einkar skemmtilegan hátt
raðað byggingum I kringum
gamla húsið og tekur hann inn i
myndina þær hugmyndir, sem
núeru uppi um notkun á landinu
i kringum Norræna húsið.
Framtiðarskipulagning há-
skólasvæðisins komst fyrst á
dagskrá árið 1962, en þær hug-
myndir sem þá fæddust dóu eig-
inlega strax i fæðingu. Siðan var
málið tekið upp að nýju árið
1970. Var þá einna helst ríett um
nokkurs konar „öxul” á milli
gömlu loftskeytastöðvarinnar
og Norræna hússins, en þær
hugmyndir lifðu ekki heldur
lengi.
sem áfram
verður
miðpunktur alls
Háskólasvœðis
Menn voru sammála um það,
aö umfram allt þyrfti að freista
þess að gamla háskólahúsið
héldist áfram i miðpunktinum
og var árið 1974 rætt við Alvar
Aalto , en hann hefur mikla
reynslu i skipulagningu há-
skólahverfa auk þess sem hann
gjörþekkir svæðið i kringum há-
skólann eftir að hafa teiknað
Norræna húsið á sinum tima.
Tillögur hans, sem i gær voru
m.a. ræddar i skipulagsnefnd,
gera ráð fyrir þremur megin-
breytingum á svæðinu. 1 fyrsta
lagi verði beina gatan fyrir
framan háskólahúsið færð mun
nær Norræna húsinu en nú er og
myndast við það aukið rúm fyr-
ir Háskólann. 1 öðru lagi gerði
Aalto ráð fyrir stórri röð sam-
tengdra bygginga niður frá
norðurhlið gamla hússins og
mynda þær um leið skjól fyrir
norðanvindi og umferð um
Hringbrautina, en Aalto gerir
ráð fyrir því að sunnan bygg-
ingaraðarinnar verði stórt Uti-
vistarsvæði.
1 þriðja lagi er aðkomuleið
fyrir bifreiöar flutt aftur fyrir
gamla skólahúsið og umferðinni
beint að langmestu leyti
þangað. Einnig verður þó
mögulegt að aka fram fyrir hús-
ið og þá undir nýbygg-
ingarröðina.
Guðlaugur Þorvaldsson há-
skólarektor sagði á blaða-
mannafundi i gær, að nauðsyn-
legt væri aö hefjast nú þegar
handa við byggingarfram-
kvæmdir, en ekkert væri þó
hægt að gera fyrr en ákveðin
heildarskipulagning svæðisins
hefði verið samþykkt. Fallist
Reykjavikurborg á tillögur
finnsku arkitektanna verður
leitað til islenskra aöila um að
vinna úr frumhugmyndum Al-
vars Aaltos, en hann leggur ein-
göngu til hugmyndir að stað-
setningu bygginganna, en öll
frekari arkitektavinna er eftir.
—gsp
Hœstiréttur staðfestir gœsluvarðhaldsúrskurð:
Gæsluvarðhaldsfanginn
sakaður um þátttöku
er
Sem kunnugt er var fimmti
maöurinn úrskurðaður i gæslu-
varöhald i siðustu viku vegna
Geirfinnsmálsins svo nefnda og
kæröi hann úrskuröinn til Iiæsta-
rcttar. A laugardaginn var stað-
festi Hæstiréttur gæsluvarðhalds-
úrskurðinn, sem er 20 dagar. í
dómi hæstaréttar segir:
„Geirfinnur Einarsson hvarf
19. nóvember 1974. Svo sem greint
er i hinum kærða úrskurði hafa
nafngreindir menn borið á
varnaraðila að hann hafi ásamt
fleiri mönnum veitt Geirfinni
Einarssyni áverka þetta kvöld,
Framhald á bls. 18
Taimanov
sveikst
undan
merkjum
Nú cr ljóst að sovéski stór-
meistarinn i skák, Taimanov,
kemur ekki hingað til islands eins
og ráð var fyrir gert. Aðeins
tveimur döguin áður en hann átti
að birtast á Keflavikurflugvelli
kom tilkynning frá sovéska sendi-
ráðinu i Reykjavik, þar sem sagt
var að Taimanov hefði ekki
áhuga á islandsferð og kæmi þvi
ekki til landsins.
Mörgum þykir ótrúlegt að
Taimanov skuli liðast að taka
svona ákvörðun upp á eigin spýt-
ur án þess að gefa nánari
skýringar á ákvörðun sinni. Frið-
rik ölafsson, sem hefur verið for-
ráðamönnum Mjölnis litilsháttar
innan handar i þessu máli, sagði i
gær að sovétmenn hefðu ekki tek-
ið sérlega vel i að útvega annan
mannmeðhraði og töldu þeirmeð
öllu óhugsandi að hægt væri að fá
mann i staö Taimanovs nema
með a.m.k. tveggja mánaða
fyrirvara.
Svétmenn haga sér alltof oft
svona, sagði Friðrik. — Mér
finnst þetta ákaflega litlir
mannasiðir og þótt þeir geti e.t.v.
komið svona fram við sina eigin
menn er erfitt fyrir okkur sem
höfum átt öðru visi siðum að
venjast, að kyngja þessu orða-
laust. —bsd
Kötluhrína
í hámarki
— Hún hagar sér eins og venju-
lega.enn sem komið er.Katla hef-
ur átt þetta tii að koma með eins
til eins og hálfs árs millibili með
upp i 2 mánaða hrinur af þessu
tagi. Svo er kyrrt á milli. Þetta
hefur verið þannig, að styrkurinn
hefur aukist i hrinunum — byrjað
á 1-2 stigum á Richter og upp i 4.
Þá hefur hún snögghætt. i sjálfu
sér er ekki hægt að spá neinu um
framhaldið, annaðhvort hættir
hún nú hvað úr hverju, eða bregð-
ur út af vananum. Ef skjálftarnir
halda áfram að stækka er hún
komin yfir þaö hámark sem hún
hefur náð i hrinum til þessa.
betta sagði Sveinbjörn Björns-
son, eðlisfræðingur, i stuttu sam-
tali i gær. Skjálftar hafa verið að
undanförnu i vestanverðum Mýr-
dalsjökli, en á laugardaginn voru
upptök skjálftanna i austanverð-
um jöklinum, i nánd við Kötlugig
frá 1918. bá voru skjálftarnir það
sterkir að þeir fundust á mælum
um allt land og fólk i nágrenni
varð þeirra vart. Sveinbjörn
sagði að jarðvisindamenn vonuðu
að Katla brygði ekki út af vana
sinum að gera það áþreifanlega
vart við sig nokkrum klukku-
stundum fyrir gos, að timi gæfist
til viðbragða. Þá væri það von
þeirra að árangurinn af stöðugu
eftirliti meö Kölu myndi gefa
jarðvisindamönnum visbendingu
enn fyrr. A tiu stöðum kringum
Mýrdalsjökul er fylgst meö
hræringum i Kötlu. _eith
Fiskiþing hafið
Fiskiþing hið 35. i röðinni, var
sett kl. 10 i gær. 31 fulltrúi var
mættur til þings. Fiskimálastjóri
Már Elisson, setti þingiö og
minntist látinna þingfulltrúa.
Forseti þingsins var kjörinn
Hilmar Bjarnason frá Eskifirði.
Ritari var kjörinn Jón Páll Hall-
dórsson frá tsafirði. Að loknu
nefndakjöri flutti fiskimálastjóri
skýrslu sina. Þinghaldið stendur
út þessa viku og eru mörg veiga-
mikil sjávarútvegsmál á dag-
skrá.
Umferðarkerfið og
hraðbrautin samþykkt
A fundi Skipulagsnefndar
Reykjavikur i gær var um-
ferðarkerfiþað, sem til umræðu
hefur verið undanfariö sam-
'þykkt. Eru i hinu nýju um-
ferðarkerfi ákveðnar breyting-
ar frá aðalskipulagi borgarinn-
ar, en áfram er gert ráð fyrir
Fossvogshraöbrautinni, og var
hún ekki rædd að öðru leyti en
þvi, að íllafur B. Thocs gerði
bókun þar sem hann harmaöi
það, að Þjóðviljinn skyldi hafa
gert málið opinbert með skrif-
um sinum siðustu dagana.
Sigurður Harðarson arkitekt,
sem á sæti i skipulagsnefndinni,
sagði i samtali við Þjóðviljann i
gær, að ekki væri hægt að lita
öðru visi á, en að Reykjavikur-
borg væri enn ákveðin i því að
leggja hraðbrautina þrátt fyrir
andstöðu flestra ibúa höfuð-
borgarsvæðisins.
— Meirihluti skipulagsnefnd-
ar samþykkti endurskoðað um-
ferðarkerfi aðalskipulagsins
fyrir árin 1967-1983 með ákveðn-
um breytingum, sem allar voru
taldar upp. Hvergi var minnst á
hraðbrautina um Fossvogsdal i
þeirri upptalningu, þannig aö
hennar staðsetning stendur
óbreytt, sagði Sigurður.
—gsp