Þjóðviljinn - 13.02.1977, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. febrúar 1977
GOSDRYKKIR
OG
STJÓRNMÁL
Nixon ruddi pepsíkóla braut í Moskvu
— kemur Carter með kókið?
Pólitík og viöskipti eiga
sínar skrýtnu og spaugi-
legu hliðar; ein þeirra er
sagan af því hvernig
Pepsi-Cola komst á
sovéskan markað. Nú eru
seldar um 50 miljón flösk-
ur af þessum drykk frá
verksmiðju í Novorossisk
og hann er auglýstur þar
eystra sem ,,hressandi og
endurnærandi." Búist er
við því að salan aukist um
20% á nýbyrjuðu ári.
Sagan hefst á þvl, þegar
bandarikjamenn héldu allmikla
vörusýningu I Moskvu 1959.Þar
var þá staddur Donald Kendall
alþjóölegur sölustjóri Pepsi-Cola,
og tókst.honum aö fá Nixon þá
varaforseta til aö leiöa Krúsjof aö
söluskála Pepsi-Cola, þar sem
Krúsjof þambaöi einar átta flösk-
ur af Pepsi i hita umræönanna viö
Nixon um veröleika sovésks og
bandarisks þjóöskipulags. Tólf
árum siöar, þegar Kendall var
oröinn forseti Pepsi Cola og Nixon
kominn I Hvita húsiö og bætt
sambúö vlgorö dagsins, þá sá
Pepsi sér færi á aö skjótast inn I
„slökunarstefnuna.”
Vöruskipti
Samiö var um bein vöruskipti.
Pepsi selur sovétmönnum hráefni
og ákveöinn vélabúnaö og fær I
staöinn umboö fyrir rússnesku
vodka og vínum I Bandarlkjun-
um. Eftir þvl sem meira selst af
Stolitsjnaja I Bandarikjunum
þeim mun meira veröur framleitt
af Pepsi fyrir austan.
115 þúsund kassar af Stolitsjn-
aja voru seldir I Sovétrlkjunum I
fyrra, og var þaö 70% af öllu inn-
fluttu vodka — en ekki stór hluti
af vodkaneyslunni yfir höfuö.
Bandarlkjamenn eiga sitt Smir-
nofvodka, sem er reyndar rúss-
neskrar Settar, og er þaö tveim
dölum ódýrara 1 útsölu en hiö
sovéska. Auk þess er Pepsi fariö
aö selja vestra sovéskt freyöivln
sem Nazdorovya er kallaö eöa
„Veröi þér aö góöu” (Skálafor-
múla rússa)
Sérfróöir menn telja aö Pepsi
hagnist vel á viöskiptum þessum,
auk þess sem sovéski samningur-
inn greiddi fyrirtækinu leiö inn I
önnur lönd I Austur-Evrópu.
Pepsiverksmiöjum I Sovétríkjun-
um veröur enn fjölgaö.
Krúsjof og Nixon þamba pepsi i Moskvu 1959
Pepsikóla I sovéskri verksmiöju
Kók á
olympíuleikum
Nú siöast gerast þau tíöindi aö
Pepsi hafi meö nokkrum hætti
rutt braut fyrir keppinaut sinn,
Coca-Cola. Haft er fyrir satt, aö
Coca-Cola hafi fengiö leyfi til aö
selja sitt gos á ólympíuleikunum I
Moskvu 1980. Fulltrúar Coca-Cola
neita reyndar aö ræöa þetta mál
viö blaöamenn og segja aö þaö sé
„einkar viökvæmt.” En þaö væri
skrýtiö, segir bandariska viku-
ritiö Time, sem viö hér styöjumst
viö, ef þeir í Kreml vita ekki af
þvi aö forseti Coca-Cola, J. Paul
Austin, hefur lengi haft áhuga á
Sovétrikjunum — og er einnig
góöur vinur Jimmy Carters.
Og tyggjó líka!
í þessu sambandi má bæta þvi
viö, aö bandarlskar neysluvenjur
hafa unniö annan sigur i Sovét-
rikjunum. Sovésk blöö munu nú
hætta aö gera gys aö jórtri þvl
sem fylgir tyggjugúmí. Sovét-
menn hafa byrjaö aö framleiöa
sitt eigiö tyggjó I Armenlu og
Eistlandi, tvö tonn á ári. Búist er
viö aö framleiöslan veröi komin
upp I sjö tonn áriö 1980. Tyggjó I
fimm ára áætluninni — væri þaö
ekki efni I hugnæmt ljóö?
Rússnesk vln I Bandarikjunum.
Margur er olíuslagurinn
Deilt um miölínu
í Ermarsundi
Kortiö sýnir hvernig bretar viija túlka alþjóölegar reglur. Þaö eru
Ermarsundseyjarnar sem setja strik f reikninginn.
Nú í janúar voru þykk-
ir skjalabunkar sendir til
Genfar. Þessi skjöl lúta
að deilu milli Bretlands
og Frakklands um þaö,
hvernig Ermarsundi
skuli skipt milli ríkjanna,
en sú deila hefur nú
staðið í tólf ár. Það er
réttur til olíuvinnslu og ef
til vill málmvinnslu á
Ermarsundi sem er í
húfi.
Ariö 1958 var haldin alþjóö-
leg ráöstefna I Genf um reglur
þær sem gilda skuli, þegar
dregin eru landamerki milli
rikja á meginlandi Evrópu.
Bæöi Bretland og Frakkland
hafa undirritaö þaö sámkomu-
lag sem þá náöist. En bæöi rlkin
hafa slnar hugmyndir um þaö,
hvemig beri aö túlka þessar
reglur.
Aö vlsu er samkomulag um
miölinu i Doversundi,en þaö eru
eyjarnar skammt frá strönd
Normandie, sem lúta breskri
lögsögu, sem gera strik I
reikninginn. Kortiö sem hér
fylgir sýnir hvernig bretar
túlka reglurnar, og linan sem
frakkar ekki faliast á er dregin
meö púnktalinu.
Bretar vilja túlka Genfar-
reglurnar bókstaflega, og þar
meö ættu frakkar aöeins aö geta
gert tilkall til þriggja milna
breiös svæöis út frá Normandie-
skaga. Þetta vilja frakkar meö
engu móti fallast á. Fleiri deilur
hafa risiö út af eyjum sem eru
„klaufalega” staösettar á
landakortinu. Sumstaöar hafa
þær veriö settar niöur meö ró og
spekt. Til dæmis var eyja ein á
milli Indlands og Sri Lanka
(Ceylon) lýst helgidómur til aö
foröast deilur. Sumsstaöar I
Persaflóa hefur náöst sam-
komulag um aö láta sem smá-
eyjar séu ekki til. En önnur mál
eru enn mjög eldfim. Nægir þar
aö minna á deilur um ollurétt-
indi I námunda viö grlskar eyj-
ar, sem liggja skammt fyrir ut-
an strönd Tyrklands. Annaö
dæmi eru deilurnar um klettinn
Rockall sem er langt úti I At-
lantshafi; bretar vilja telja sig
eiga hann og þar meö stórt haf-
svæöi — en þar er færeyingum
aö mæta, sem eru ekki hressir
yfir þvl, aö bretar meö þeim
hætti skeröi auölindalögsögu
þeirra.
Ekki er vitaö hvers konar
málamiölun veröur stungiö upp
á. Sumir tala um aö dreginn sé
sérstakur hringur um Ermar-
sundseyjar og njóti frakkar ein-
hverra friöinda utan hans. En
þeir sýna ekki tromp sln, þvi á
dögum oliuborana I sjó getur
hver smátilfærsla haft miklar
fjárhagslegar afleiöingar. Enn
er ekki vitaö neitt aö ráöi um
auö þessa umdeilda svæöis, þvl
bæöi bretar og frakkar hafa
veriö tregir á borunarleyfi
meöan máliö er óútkljáö.
Búist er viö aö dómur geti
falliö I máli þessu áöur en árinu
lýkur.