Þjóðviljinn - 13.02.1977, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 13.02.1977, Qupperneq 5
Sunnudagur 13. febriíar 1977 .ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5. Brauöuppþotin í Egyptalandi: Sadat forseti og þurftafreka nýja hin stétt Fyrirröskumtveim vikum kom til mikilla óeirða i helstu borgum Egyptalands, Kairó og Alex- andriu. Ráðist var á lögreglu- stöðvar og opinberar byggingar, næturklúbbar hinna nýriku brenndir. Fólk var að mótmæla miklum verðhækkunum, 25-50% hækkunum á ýmsum helstu nauð- synjum, sem stjórn Sadats haföi ákveðið aö koma á, m.a. til aö hressa upp á álitsitt hjá vestræn- um lánardrottnum. Það átti að sýna lánardrottnum og fjárfest- ingaraðilum, að Sadat væri traustur stjórnandi sem hefði vilja á að „koma á röð og reglu i húsi slnu”. Kennið kommú- nistum um En alþýða manna var lang- þreytt orðin á þvi, að þaö er hún ein sem á að bera fórnir. Verð- bólga var mikil fyrir og atvinnu- leysi, meöallaun i landinu eru sem svarar 5200 krónum á mán- uði, og með fyrrnefndum verð- hækkunum var mælirinn meira en fullur. Miklar óeirðir brutust út sem fyrr segir. Yfirvöld segja að um 70 menn hafi týnt lifi i þeim ogmörg hundruð hafi særst. Rétt- ar tölur eru að likindum miklu hærri. Stjórnin neyddist til að hætta við verðhækkanir, en hóf upp þess i' staö bænakvak um aukin lán frá Alþjóðagjaldeyris- sjóönum, Bandarikjunum, Vest- ' ur-Evrópu og oliurikum Araba- rikjum. Siðan skelltu opinberir talsmenn sökinni á óeirb- unum á kommúnista og hand- tóku marga vinstrisinna. En nú bregður svo við, að engir frétta- skýrendur fást til að taka undir kommúnistasöguna — hver um annan þveran rekja þeir ástæður til óánægju og uppreistar til stefnu Sadats sjálfs. um sem urðu á utanrikisstefnu egypta um svipað leyti — fyrra vinfengi við sovétmenn vék fyrir stórauknum samskiptum og vin- fengi við Bandarikin. Um leiö var komið á ýmsum ivilnunum sem átti að greiöa vestrænu kapitalisku fjármagni leið inn 1 striðshrjáð efnahagslif egypta. Ölæknandi krabbamein En fjórum árum siðar er það augljóst, að „infitah” hefur ekki tekist. Að visu hefur nokkurt f jár magn frá Vesturveldum og þeim afturhaldsvirkjum, sem auðug- ustuArabarikineru.streymtinn í Egyptaland. Að minnsta kosti hefur Sadat tekist að safna fimm miljörðum dala I erlendum skuld- um. En efnahagslifið hefur sára- litiö hresstst. Og þótt ýmsir lána- ir, ein rikasta fjölskylda Egypta- lands, hélt aðra brúðkaupsveislu fyrir hjónakornin,þá var dýrasta veislukostiheims flogiö til Kariró beint frá Maxim i Paris. Annað nýlegt dæmi: Það var bannað að auglýsa i blöðum hvaö það kost- aði að halda upp á nýárið i lúxus- hótelum Kairó — en auðvitaö flaug það um borg og bý, að sætið hefði kostaö 120 egypsk pund, en það eru tiföld lágmarks-mánað- arlaun I borginni. Þessir hópar: innflytjendur, heildsalar, landeigendur og hátt- settir embættismenn hafa allir fitnaö drjúgum á stjórn og stjórn- leysi Sadats: miljónamæringar — I enskum pundum — eru orönir 500 eða fleiri. Það er dáöleysi þessarar neyslufreku yfirstéttar sem ræður miklu meira um fram- vindu mála i Egyptalandi en hinir mikið auglýstu tilburðir Sadats til frjálslegri stjórnarhátta. Mótmælendur á flótta undan lögreglunniIKalró. Þeir hrópuðu: „Láttu skjóta okkur Sadat, við drepumst hvort sem er úr hungri”. Sadat; það er búið að fjárfesta of mikið i honum til að hægt sé að láta hann flakka. Að „opna” landið Fyrirrennari Sadats, Nasser, reyndi aö fylgja eftir hugmynd- um si'num um einskonar arabisk- an sósialisma. Ýmislegt var þver stæðukennt i þeirrikenningu — en I anda hennar var þó reynt að byggja upp sjálfstætt efnahagsllf og tryggja viss lágmarkskjör þeim snauöustu i landinu. Sadat heldur þvi fram, að hann feti þá slóð sem Nasser hafi markað. En þvi fer viðs fjarri. Eftir október- striðið 1973 tók hann uppþá stefnu i efnahagsmálum sem hann kall- ar „infitah”eða „opnun”. Opnun þessi var nátengd þeim breyting- drottna Sadats séu þolinmóðir, vegna þess að þeir telja mestu skipta að aöstoöa hann við aö tóra án sovéskrar hernaðaraðstoðar, þá eru einnig þeirri þolinmæði takmörk sett. Það kemur á dag inn, að hiö egypska stjórnarkerfi er svo sjúkt aö helst er Ukt við krabbamein á háu stigi. Lán og aðstoð sökkva i vasa dugiausra embættismanna og girugra milli- liöa og braskara. Hópur banda- riskra bisnessmanna, sem haföi verið boðinn til Egyptalands til að rannsaka ástand og horfur, lýsti þvi yfir I leyniskýrslu, að engin peningasprauta, hve stór sem skammturinn væri, gæti bjargaö landi sem svo illa er stjómað. Þeir sem fitna Sadat ætlaði, sem fyrr segir, að hressa upp á álit sitt meö sparn- aðarráöstöfunum, og þar með átti að draga úr niöurgreiðslum og hækka verð á nauðsynjum. Þá brast þolinmæöi landsmanna — ogþáekkisist vegna þess,aöþótt almenningur búi við bágari kjör en nokkru sinni fyrr, þá er til drjúgur hópur manna sem fitnar af spillingunni. Meðal þeirra Sadatog skylduliðhans, sem far- ið er að kalla „konungsfjölskyld- una” þar i Egyptó. Sadat gerir sér far um að sýn- ast berast litiö á. Þegar dóttir hans giftist fyrir skömmu þá var það óspart auglýst að i opinberri móttöku vegna brúökaupins hafi aðeins veriö veittar snittur. Hins var svo ekki getið, að þegar for- eldrar brúðgumans, Othmanarn- Hálfkák A undanförnum árum hefur allmikiö veriö látið af þvi i ýmsum vestrænum blöðum, að Sadat hafi dregið úr ritskoðun og leyft stofnun pólitiskra flokka, en áöur var við lýði eins f lokks kerfi i landinu. Gagnrýnendur Sadats eru þó á einu máli um, að þessar breytingar hafi verlð mjög tak- markaðar og sumar „algjör blekking” eins og David Hirst, Kairófréttaritari Guardian, segir um aukið prentfrelsi. Verkiýðs- félögin eru enn i höndum manna, sem eigaalltsittundirtrúnaði viö kerfiö, en það hefur skipt sýnu minna máli hvort þeir njóta stuðnipgs verkamanna sjálfra. En reyndar er ástandið aö breytast — án þess að menn sjái ástæðu til að þakka Sadat fyrir það sérstaklega. Róttæk öfl i verklýðsfélögunum eru aö grafa undan hinum „opinberu” foringj- um — og tókst þeim t.d. aö fá samþykkta á ráðstefnu verklýðs- félaga I janúarályktun sem stefnt er gegn „infitah arðræningja og smyglara” og kröfu um hækkun láglauna Ur 12 I 20 egypsk pund á mánuði. I siöustu kosningum tókst 38 óháöum frambjóðendum að ná kosningu, en kerfið og for ræði þess yfir fjölmiðlum tryggði Sadatmönnum langflest sætin á þingi. Þetta varð samt til þess, að Sadat, sem áður hafðj alltaf hald- iðþvifram að egyptar hefðu ekk- ert viö pólitiska flokka að gera, lét undan að nokkru, og leyföi að búinn yröi til einn litill hægri- flokkur og annar til vinstri við Kveikt var Ibilum á götum og einnig næturklúbbum hinna nýrlku. hans eigin miðjubandalag ýmis- legra hagsmunahópa. En svig- rúm þessarar opinberru st jórnar- andstöðu mun I reynd harla litið, og veigamiklum öflum er enn bannað að láta að sér kveöa i egypskum stjórnmálum — m.a. kommúnistum og eiginlegum Nassersinnum. Sadat og það kerfi, sem hann hefur smiðað sér, hafa látið mjög á sjá i sviptingum janúarmán- aðar. Forsetanum er aö sönnu ekki spáð falli i bráð. Margir f jár- sterkir aðilar erlendir hafa „f jár- fest” svo mikiö i Sadat, að þeir hafa varla efni á að láta hann flakka. Eða eins og bandariska vikuritið Newsweek spáði á dögunum: liklegt er aö -„vestræn- ir lánardrottnar egypta séu fúsir til að fórna hagrænum megin- reglum og heilbrigðri peninga- pólitik til þess að styrkja I sessi egypskt stjórnarfar”. Hitt er svo vafasamt, að fjáraustur I jafn- lélega og spillta stjórn og hin egypska geti, þegar til lengdar lætur, dugað sem deyfilyf á stéttaandstæður i Egyptalandi, sem hafa verið að skerpast nú um alllanga hrið. i R KYNNING frá Gúmmívinnu- stofunni h.f. Skipholti 35 25% afsláttur af sóluðum snjódekkjum af eftir töldum stærðum: 725x13 560x13 640x13 155x13 600x12 Þetta tilboð gildir tii 20. febrúar n.k, ólum nú fólksbíladekk á eigin verkstæði fgreiðsla innan 4-ra daga Blikkiðjan Garöahreppi önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.