Þjóðviljinn - 13.02.1977, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 13.02.1977, Qupperneq 11
Sunnudagur 13. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 11 Helgi Gfslason: SamstaOa. Höggmyndir og grafík Fyrstu einkasýningar ungs lista- manns, sem nýkominn er frá námi erlendis, er alltaf beöiö nieö nokkurri eftirvæntingu. Um þessar mundir heldur Helgi Gislason sina fyrstu sérsýningu á höggmyndum og grafik i Nor- ræna húsinu. Heigi á aö baki langt listnám, hann stundaöi fyrst nám viö Myndlista- og handiöaskóia tslands á árunum 1965-1970 og hélt siöan til framhaldsnáms viö Valands-listaháskólann i Gauta- borg, þar sem hann dvaldi á ár- unum 1971-1976. Þaö er oröiö nokkuö langt um liöiö siöan nýr myndhöggvari, i klassiskum skilningi þess orös, kom fram á sjónarsviöiö i islenskri list, og þvi viröist sýning Helga mjög tima- bær og ber aö fagna henni. Verkin, sem Helgi sýnir, eru öll figúratif, og aö þessu leyti er hann frábrugðinn eldri starfsbræörum sinum hér heima, sem um langt skeiö hafa aöallega unnið i ab- strakt formum. Jafnframt má benda á, að i verkefnavali er Helgi skyldari yngri kynslóð is- lenskra málara og grafiklista- manna, sem horfið hafa frá ab- strakt málverkinu og gert mann- inn og heim hans að aðalviöfangs- efni sinu. Myndir Helga sýna manneskj- una I umhverfi sinu á nokkuö raunsæjan og hversdagslegan hátt, ýmist þá hlið sem snýr að manninum sjálfum, i andlits- myndum og innimyndum, eða ytri hlið hans, lif mannsins út á við i atvinnulifinu. Fyrstu verkin sem vekja at- hygli á sýningunni eru raanna- myndir úr steinsteypu. Notkun steinsteypu i styttur er nokkuð óvanaleg, i hugum okkar er þetta efni frekar bundið við stór geómetrisk form. Meðferð Helga á steypunni er lika sérstök, áferð- in minnir á leir, enda er frum- myndin mótuð úr þvi efni og sið- an steypt upp I steinsteypu. Hin sérkenniiega grófa áferð mynd- anna er i fullu samræmi við formin, sem eru kyrrstæö og massif og nálgast stundum að vera luraleg. Steypan er óþjál og með henni er erfitt að ná fram hnitmiöuöum áhrifum i formi og lit. t slðustu mynd sinni af þessu tagi, Ása (nr 1. i sýningarskrá), hefur listamaðurinn náð betri tökum á efninu, steinsteypuform- ið er orðið meira lifandi, áferðin fingerðari og greinileg framför frá fyrri myndum. En ef til vill njóta eiginleikar steinsteypunnar sin þó best i tveimur gólfmyndum af liggjandi konum, þar sem slök form mannslikamans i láréttri stööu koma skemmtilega fram. Loks eru á sýningunni nokkrar andlitsmyndir úr brenndum leir, en i þvi efni er auðveldara að ná fram hnitmiöuðum áhrifum meö þessari grófu áferð. Þótt þessar myndir séu nokkuö klassiskar, bera þær vitni um persónulegan og hrjúfan stil höfundar, eins og t.d. Göran (nr. 14i sýningarskrá). Annar stór þáttur I sýningunni eru smærri verk i þröngu um- hverfi, eins og t.d. Norskan við gluggann (nr. 18 i sýningarskrá). Fyrirmyndinni er komið fyrir i herbergishorni með glugga, sem jafnframt er birtugjafi, en hornið setur hins vegar umhverfinu tak- mörk. Konan og stóllinn eru hugs- uð sem heill massi og engin skýr skil á milli þeirra. Inntakið verð- ur þvi einangrun og einmanaleiki. Loks hefur Helgi gert nokkrar lágmyndir úr skipasmiðastöð, þar sem viðfangsefnið er maöur- inn og vinnan. 1 þessum verkum skiptir umhverfi mannsins miklu máli, en nokkuð skortir á læsilega uppsetningu og skýra efnismeð- ferð, einkum I lágmyndunum úr steinsteypu. Með silkiprenti og tréristum Framhald á 22 siðu Irma KukkasjSrvi : Skjól „Með jákvæðu hugarfari” Það hefur vart farið fram hjá áhugafólki um myndiist/ að nýr sýn- ingarsalur, Gallerí Sólon Islandus, hefur veriö starfræktur hér í borg frá því síðla hausts. Tvær samsýningar hafa þegar verið haldnar þar á verk- um yngri og eldri mynd- listarmanna, og á dögun- um var opnuð fyrsta einkasýningin í Gallerí- inu. Egill Eðvaldsson sýnir teikningar gerðar með blýanti og litkrít. Dagbókarbrot Höfundurinn hefur látiö setja þá yfirlýsingu á prent I sýningar- skrá aö allar séu myndirnar gerðar „meö jákvæöu hugar- fari”. Hvaöa merking, sem kann að felast i jákvæöu hugar- fari, þá bera þær helst ein- kenni dagbókarbrota, þar sem timinn hefur máö út skarpar út- linur atvika, en skilaö fram smáatriöum, hversdagsiegum myndtáknum, sem þó veröa ekki staöfærö I tima og rúmi — heldur sem brot af atviki, upp- lifun eöa minningu. Þótt vissu- B Eglll Eövarösson: Flogiö heim meöLoftleiöum. lega megi finna I þessum verk- um snertipunkta viö popplist og súrrealisma, þá er biliö milli myndtákns og veruleika aldrei upphafið aö fullu — heldur er gjarnan umbreytt og gefin ný merking meö formrænum sam- likingum. Egill notar flóru ým- issa myndtákna, sem oft jaöra á mörkum draums og veruleika, allt frá litlum filmubút eftir S. Eisenstein til ópal-pakka, sem þó tengjast saman af samræöis- senu, sem næstum ávalit er til staöar og veröur rauöi þráöur- inn i þessum samsettu minning- arbrotum. Inntakiö veröur þvi oft hversdagslegar skyndi- myndir, á mikillar Igrundunar, þar sem samræöisstellingum er fléttaö inn i hversdagsleg myndtákn. Hér er hvorki pré- dikaö né skilgreint, heldur hafa myndirnar einatt yfir sér fin- gerðan og ljóðrænan blæ — auk kimni. 1 þessu inntaki felst, ef til vill, hiö jákvæöa hugarfar? Ólafur Kvaran. BLÓMALÍMJR og það ekki að ástæðu- lausu því að þær samræma fallegt útlit og fjölbreytni í útfærslu. Og meira til - þær er auð- velt að þrífa og þær end- ast vel. Spyrjið, hringið eða skrif- ið og biðjið um litmynda- bækling. Við tökum mál, skipuleggjum og teiknum - ykkur að kostnaðarlausu. Við gerum einnig tilboð án skuldbindinga af ykkar hálfu. Þið getið því sjálf - eða með okkar aðstoð - uppfyllt óskir ykkar um góðar eld- húsinnréttingar á hagstæðu verði. IíAGIf Suðurlandsbraut 6, Glerárgötu 26, Reykjavík. Akureyri Sími: (91) 84585. Simi: (96) 21507. Nafn: Heimilisfang: Sími:.............. Nýr litmyndabæklingur. Óska eftir bæklingi með upplýsingum um Haga framleiðsluvörur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.