Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. febrúar 1977 AF ALMANNAROMI Nokkrir nemendur í félagsfræðum vinna nú að því að kanna afbrotahneigð framsóknar- manna. Er það von þessara lærdómsmanna, að hægt verði að varpa nokkru Ijósi á orsök þess, hve oft framsóknarmenn ber á góma, þegar svik, prettir og alls kyns prakkarastrik verða upp- vís. Rannsókn þessi er komin vel á veg, og er þess að vænta að niðurstöður verði birtar á næstunni. Stofnað var til þessa framtaks að undirlagi nokkurra ærukærra bænda í landinu og eru nú rannspknirnar á lokastigi og benda ótvírætttil þess, að fræðilegur möguleiki sé á því, að menn aðhafist eitthvað í blóra við lögin, án þess hægt sé með gildum rökum áð bendla þá við framsóknarflokkinn. Rétt er þó að geta þess, að enn er ekki búið að staðfesta þetta nema sem tilgátu, byggða á gögnum, sem enn hefur ekki verið fullunnið úr. Þessar rannsóknir hafa einkum beinst að tveim tegundum framsóknarmanna, þ.e. annars vegar f ramsóknarmönnum úr þéttbýl- inu og hins vegar framsóknarmönnum úr dreifbýlinu. Segja má, að búið sé að f ullkanna óknyttahneigð síðari hópsins (dreifbýlisfram- sóknarmanna), og hefur það komið í Ijós, að bændum og búaliði í sveitum landsins óar við því hvernig almannarómur hefur á undan- förnum árum leikið félaga þeirra í þéttbýlinu, en allar rannsóknir benda ótvírætt til þess, að það sé jafnvel hugsanlegt, að til séu bændur í landinu, sem séu stálheiðarlegir, jafnvel þótt þeir séu framsóknarmenn. Allt virðist benda til þess, að jaf n afgerandi niðurstaða fáist ekki úr þéttbýlinu, en þó er rétt að hafa það í huga að gjalda verður var- hug við almannarómi, því þó sagt sé að hann Ijúgi sjaldan, er hugsanlegt að hann ýki stund- um dulítið, einkum þegar f ramsóknarmenn og flokkur þeirra á í hlut. Varla er nú orðið svo brotist inn í sjoppu og karamellum stolið eða lakkrís, að almanna- rómur reki ekki verknaðinn beint í raðir f ram- sóknarmanna í þéttbýlinu, og þótt ekki hafi enn tekist að sanna að til sé þéttbýlisfram- sóknarmaður, sem ekki hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, þá er þó talið Ifklegt að það sé ekki bein forsenda fyrir því að gerast lög- brjótur, að vera framsóknarmaður. Vitað er með vissu að glæpir hafa verið framdir á (slandi, án þess að Framsóknarf lokkurinn væri við þá bendlaður með nokkrum rökum. Axlar-Björn var til dæmis ekki framsóknar- maður, og ef einhver skyldi draga þessa full- yrðingu í efa, er létt verk að sanna hana sagn- fræðilega. Ef marka má niðurstöður þeirra rannsókna, sem fyrir liggja á afbrotahneigð framsóknar- manna í þéttbýli, er hugsanlegt að þeim hafi verið ætlaður of drjúgur skerfur í prakkara- strikum, afbrotum, glæpum og myrkraverk- um samtímans og að almannarómurinn hafi farið yfir strikið í því að níða niður skóinn af f ramsóknarmönnum. Það var til dæmis lengi altalað að „Korkur- inn" væri f ramsóknarmaður og að hann hefði með því að nota sambönd sín á „æðri stöðum" sloppið útúr fangelsinu á vellinum með hengi- lás í vasanum, fyrir tilstilli Framsóknar- flokksins. Einkum fékk þessi saga byr undir báða vængi eftir að það þótti sannað, að ekkert innflutningsfyrirtæki á íslandi annað en Sambandið flytti inn appelsínugulan háralit, en eins og alkunna er, málaði „Korkurinn" hárið á sér appelsínugult til að fara huldu höfði, en það varð honum einmitt að falli. Appelsínugult hföuð er nefnilega óhuldasta höfuðsem hugsast getur, og er appelsínugulur litur raunar notaður á rjúpnaskyttur og annað slíkt, sem týnist gjarnan, en þarf helst að finnast aftur. Nú hef ur hins vegar tekistað sanna það með óyggjandi rökum að „Korkurinn" var ekki framsóknarmaður. Þó að e.t.v. megi segja að undantekningin sanni regluna, þá fer ekki hjá því, að sú spurn- ing vakni, hvort ekki séu til f leiri afvegaleidd- ir brokkarar á skeiðveili þjóðlífsins á íslandi, sem ekki eru þéttbýlisframsóknarmenn. Við framsóknarmenn í þéttbýlinu munum ekki lengur una því að vera bendlaðir við þau svik og þá pretti, sem við hugsanlega höfum ekki komið nálægt og munum í framtíðinni leggja áherslu á að bæta ráð okkar og reyna með ráð- um og dáð að koma í veg f yrir, að upp um okk- ur komist, ef við beitum vafasömu framtaki. Því, eins og prófessorinn sagði við bílstjór- ann: Fremja skaltu flest sem þér er bannað, fallvalt gengi öðlast muntu um sinn, því ef þeir glæpinn ekki geta sannað aldrei var hann framinn, vinur minn. Flosi. VERÐLÁUNAGETRAUN Hvaö heitir skipið? Þá er komiB aö siöasta skip- inu I getrauninni I þessari viku og geta þá lesendur bjóöviljans sent rétt nöfn skipanna nr. 10-15 ef þeir vita þau og eiga þá möguleika á bókarverölaunum. Verölaunin aö þessu sinni er hin glæsilega og eigulega bók Haustskip eftir Björn Th. Björnssonsem Mál og menning gaf út fyrir jólin 1975. Sendiö réttar lausnir til Póstsins, Þjóö- viljanum, Siöumúla 6. Dregiö veröur úr réttum lausnujn. Skipiö sem myndin'er af er nefnt 1 blööum nær daglega. Þvl hefur veriö breytt nokkuö síöan þaö kom fyrst til landsins. Yerðlaun fyrir skip nr. 1-5: Dregið hefur verið úr réttum lausnum Mjög margir hafa sent lausmr i skipagetraun Þjóöviljans, og hef- ur nú veriö dregið út nöfnum þeirra sem sendu réttar lausnir á skipum nr. 1-5. Upp kom nafn Einars Stefáns Einarssonar Garöastræti 49 Rvik. Veröur hon- um send bókin Saga islenskrar togaraútgeröar fram til 1917 eftir Heimi Þorleifsson. Segja má aö skipst hafi nokkuö i tvö horn hvort menn höföu réttar lausnir eða ekki, en skipin voru þessi: ALDARSPEGILL ✓ Ur íslenskum blöðum á 19. öld Ekki er lán lengur en Ijei) er. Fyrir sinnuleysi mitt, hefir oílengi undan dregist aö geta þess í blö.tunum , aö næsil sumar (1870) burtkallabist minn ástkæri eig- inmabur Jón bóndi Jóhannesson á Geiteyjar- strönd, á 55- aldursári. Hann var fæddur 18. október 1815, en deybi abfaranóttina hins 17, júlí 1870. liann var mesti ibju- og hagleiks- mabur, þolgóbur í þrauium og þýblyndur í umgengni. Geymir því meb sárum söknubi mlnningu iátins ástvinar, hans eptirþreyjandi volub ekkja. Kristbjörg Ingjaldsdóttir. Nr. lGullfoss (1915-1940 álslandi) Nr. 2. Ingólfur Arnarson, siðar Hjörleifur. Hann var fyrsti nýsköpunartogarinn. Nr. 3. Óöinn (1926-1936 á Islandi) Nr. 4. Skjaldbreiö. Flestir floskuöu á þessu þar sem Skjald- breið og Heröubreiö voru nánast eins i útliti. Hins vegar sigldi Skjáldbreiö vestur um land, eins °g fram var tekiö, en Heröurbreiö fór austur um land. Nr. 5 María Júlia,kom til landsins 1950.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.