Þjóðviljinn - 26.02.1977, Síða 15

Þjóðviljinn - 26.02.1977, Síða 15
Laugardagur 26. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA —15 . Gleymdur listamaður kynntur: Dagskrá um Ástu Sigurð- ardóttur og verk hennar í Norræna húsinu á morgun Hún var á undan samtíð sinni og ekki metin að verð- leikum, segja Rauðsokkar A morgun sunnud. 27. febr. verður I Norræna húsinu kynn- ing á verkum Astu Siguröar- dóttur rithöfundar og myndlist- armanns og hefst hún kl. 15. Það er Rauösokkahreyfingin, sem stendur fyrir kynningu þessari og hefur undirbúningur hennar farið fram i sérstökum starfshópi. Hópurinn hélt blaöa- mannafund, þar sem dagskráin var kynnt og sagt frá lista- manninum Astu, lifi hennar og störfum. Asta var miög fjölhæf- ur listam. en á undan samtið Asta Sigurðardóttir, rithöfund- ur og myndlistarmaftur lést langt fyrir aldur fram afteins 41 árs aft aldri. Rauftsokkar, sem standa fyrir kynningu á verkum hennar á morgun i Norræna húsinu telja aftlist hennar hafi aldrei verið metin sem skyldi m.a. vegna þröngsýni manna og fordóma. sinni og bæði misskilin og ekki metin að verðleikum í lifanda lifi. Mikinn þátt i þvi átti eflaust efnisval hennar I sögum sinum, en ekkert skáld á undan henni hafði fjallaö jafnopinskátt og mannlega um vandamál kvenna og hún. Ásta Sigurðardóttir fæddist 1930 og lést siðast á árinu 1971. Hún lagði stund á leirkerasmiði, málaði, teiknaöi, orti ljóð, skrif- aði smásögur og var auk þess menntaöur kennari. Á dagskránni i Norræna hús- inu verður lesið úr ritverkum Astu og myndir eftir hana og af henni verða til sýnis i anddyri hússins. Þarna verða kynnt verk sem ekki hafa komiö fyrir almenningssjónir áður og i til- efni þessarar listkynningar hef- ur Gunnar Reynir Sveinsson samið lög við fjögur ljóð eftir Astu. Með listkynningu þessari vilja Rauðsokkar minna á góðan listamann, sem margir hafa sjálfsagt aldrei kynnst og eins vilja þeir um leiö þakka Astu það brautryðjendastarf, sem hún vann með skáldverkum sin- um. Menningarnefnd Neskaup- staðar og félagsheimiliö Egils- búð hafa sýnt þessari fyrirhug- uðu dagskrá mikinn áhuga og boðið aðstandendum hennar aö koma og flytja hana og sýna i Egilsbúð sunnudagskvöldið 6. mars nk. —hs. Læknaritari óskast á HANDLÆKNISDEILD F.S.A. frá 1/4 ’77. Góð vélritunarkunnátta og góð móður- málskunnátta eru skilyrði. Æskilegt er að umsækjandi hafi æfingu i að skrifa eftir segulbandi og helst einnig eitt norður- landamál og/eða ensku eða þýsku. Skrif- legar umsóknir ásamt meðmælum og upplýsingum um fyrri störf, sendist til ritara Gauta Arnþórssonar, yfirlæknis, Handlæknisdeild F.S.A., sem einnig veitir upplýsingar um starfið i sima 96-22100. HANDLÆKNISDEILD F.S.A. Hjúkrunar- fræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast sem fyrst að Geðdeild Borgarspitalans i Arnarholti. íbúð á staðnum. Upplýsingar á skrifstofu forstöðukonu Borgarspitalans i sima 81200. Reykjavík, 25. febrúar 1977 BORGARSPÍTALINN Rafvirkjar Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða lok- unarmann með rafvirkjamenntun til starfa nú þegar. Laun eru samkvæmt launaflokki B-14. Umsóknum skal skila á sérstökum umsóknareyðublöðum fyrir 4. mars til rafveitustjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar Samtök Psoriasis og Exemsjúklinga auglýsa Sólarferð verður farin til Kanarieyja 19. mars, ef þátttaka verðurnóg. Við greiðum nokkuð niður farseðlana fyrir félaga. Þátttakendur þurfa að láta vita innan viku i simum 10734 og 25504. S.P.O.E.X. lslenska ullin er vinsæl I Danmörku og eins og sjá má i Norræna húsinu næstu daga má nýta hana á ýmsan hátt. Islenska ullin vin sæl í Danmörku Til sölu eða leigu t ráði er að selja vélar og tæki Prentsmiftju Þjóftviljans h/f eöa leigja, og eru þeir, sem áhuga hafa, beðnir aö leggja nöfn sfn inn á afgreiðslu Þjóöviljans. Meðal véla eru 2 setjaravélar. 1 fyrir- sagnaleturvél og Grafo pressa m.m. Stjórn Prentsmiðju Þjóðviljans. Sýning Dansk Haandarbejdets Fremme opnuð í Norræna húsinu í dag kl. 3 Félagið Hándarbejdets Fremme i Kaupmannahöfn er komiö með sýningu hingað til lands og verður hún haldin i Nor- ræna húsinu dagana 26. febr. til 13. mars. Sendiherra dana á tsl. Svend Aage Nielsen opnar sýn- inguna i dag kl. 15, en siöan verð- ur hún opin daglega kl. 14-19. Félag þetta hefur einu sinni áð- ur haldið sýningu hér á landi, en það var fyrir 25 árum. Iðnaðar- deild StS og Flugfélag tsl. hafa aöstoöað viö að koma upp sýning- unni en á henni eru aðallega fatn- aður, veggteppi o.fl. unniö úr isl. ull. Auk þessara verka félags- manna i HF verða á sýningunni vinnu- og sjónabækur og einnig nokkur ofin verk frá vernduðum vinnustöðum fyrir fatlaða, en fé- lagið setti þá vinnustaði á stofn. Þá eru og sýnd nokkur keramik- verk, skrautgripir og heimilisiðn- aður eftir félagsmenn viða aö úr Danmörku. Formaöur félagsins er háöldruð kona Gertie Wandel. Hún er orðin 83 ára en er ern vel og er nú stödd hér á landi vegna sýningarinnar. ■ Hún segir að sýningar hafi alltaf verið virkur þáttur i starfi HF á sviöi danskrar vefjalistar (tekstilllistar), listiðn- aðar og heimilisiðnaðar. Frá ár- inu 1938 hafa veriö haldnar sýn- ingar þriðja hvert ár í danska listasafninu og þess á milli eru haldnar sýningar erlendis. íslensk ull hefur orðið mjög vinsæl i Danmörlu á siöustu ár- um, ekki aðeins meðal þeirra sem stunda heimilisiðnað alls konar, prjón, hekl o.s.frv heldur einnig hjá dönskum vefurum og á sýn- ingunni eru margir prýöisvel unnir munir úr islenskri ull. Dönsk kona á Jótlandi Kirsten Holst hefur unnið einna ötullegast að þvi aö kynna islensku ullina og kosti hennar i Danmörku og hún hefur gert fjöldann allan af upp- skriftum af fatnaði úr ull og selj- ast þær i stórum stfl. —hs. SÍMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333 x__________________)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.