Þjóðviljinn - 16.10.1977, Side 1

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Side 1
SUNNU- 24 DAGUR SÍÐUR fliflS'i $8f||§| ' Íj 111 1 WrriMV?v~°*' " Útifundur BSRB á Lækjartorgi i gær. Á fundinum var hafður uppi einn borði með áletruninni: BORGARSTARFSMENN SÝNUM SAMSTÖÐU: SEGJUM NEI. Glæsilegur útifundur BSRB á Lækjartorgi Framtíð og staða BSRB veltur á samstöðunni Borgarsamningurinn er verulega lakari en Akranessamningurinn Bandalag starfsmanna rikis og bæja gengur nú i gegn um eld- skírn sína. Framtið og staða BSRB er undir þvi komið að fé- lagar standi af sér allar klofn- ingstilraunir og klækjabrögð rík- isstjórnar og bæjarstjórna. Þetta var megininntakið I málflutningi ræðumanna á glæsilegum úti- fundi, sem BSRB élndi til i gær I góðu veðri á Lækjartorgi. Mikið fjölmenni var á fundinum og minnti fundarstjóri, Kristján Thorlacius, formaður BSRB á það i upphafi, að bandalagið hefði ekki getað fengið neinn fundarsal sem rúmaði þennan fjölda. Utifundinum bárust mörg skeyti frá starfshópum ýmissa stofnana Reykjavikurborgar, þar sem skorað var á félaga I Starfs- mannafélagi borgarinnar, að rjúfa ekki samstöðuna og fella þann samning, sem stjórn og samninganefnd St.Rv. hefur und- irritað á ný, litið sem ekkert breyttan frá þeim samningi, sem felldur var á mánudaginn. Forystumönnum Starfsmanna- félagsins hafði verið boðið að tala á útifundinum og skýra þá stefnu- breytingu, sem orðin erhjá þeim, en þeir höfnuðu boðinu. Haraldur Steinþdrsson, varaformaður BS|tB, minnti á það að samstarf innan samninganefndar BSRB hefði frá upphafi verið náið og al- gjört milli hinna mörgu bæjar- starfsmannafélaga og félaga rik- isstarfsmanna. Einróma hefði verið samþykkt að fella siðasta tilboð rlkisins sem ekki fól I sér nema 0.25 til 2.7% hækkun frá sáttatillögu. Forystumenn Starfsmanna- félagsins hefðu ekki gert grein fyrir stefnubreytingu þeirra inni i samninganefndinni. Af ein- hverjum ástæðum gengju þeir til samninga, sem væru skað- legir fyrir baráttu BSRB. Haraldur mótmælti eindregið fullyrðingum Morgunblaðsins að samningur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar væri jafn- góður og Akranessamningurinn. Hann sagði að þeir samningar sem gerðirhefðu veriðá Akranesi og Neskaupstað, Siglufirði, HUsa- vik og Selfossi væru að visu mis- jafnir en allri mun skárri en i Reykjavik. Þeir bestu væru að sinu mati mjög gagnlegir fyrir BSRB og styddu bandalagiö i kjaradeilunni. A Akranesi hefði það meginatriði náðst fram að endurskoðunarréttur með verk- fallsréttihefði náðst fram. Kjara- og hlunningshluti Akranes- samningsins svo og orlofsákvæði væru öll betri en i Reykjavíkur- samningnum. Á fundinum töluðu auk Haraldar þau Valgerður Jóns- dóttir, hjúkrúnarfræðingur, Val- geir Gestsson, formaður Sambands isl. barnakennara, Ólafur S. ólafsson, formaður Landssambands framhaldsskóla- kennara, Agúst Geirsson, for- maður Félags simamanna og Einar ólafsson, formaöur Starfs- mannafélags rikisstofnana. Lúðr- asveitin Svanur lék i upphafi fundarins. Átök í Hamrahlíð t gærmorgun reyndi enn á það hvort kennsla hæfist i öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlið. Þar voru mættir 12-14 nemendur sem vildu ólmir fá kennslu. Bar mest á finu frúnum. Verk- fallsverðir voru mættir og kom til snarpra orðasvipt- inga milli þeirra og ihalds- frúnna. Ekki varð úr kennslu. -GFr Eldra fólk hafði kosið Þegar blaðamaður frá Þjóðviljanum kom á kjör- staðíMiðbæjarskólanum um kl. 131 gær en þar vöru félag- ar I Starfsmannafélagi Rey kjavikurborgar að greiða atkvæði um samning stjórnar og fulltrúaráðs við borgaryfirvöld höfðu um 320 kosið. Að sögn dyravarðar var það mest eldra fólk. 1 Starfsmannafélaginu eru um 2000 manns. -GFr Verkfalls- brot reynt 1 fyrramálið mun ihaldið i Reykjavik reyna að koma þvi til leiðar að skip verði af- greidd i Reykjavlkurhöfn. Munu verkfallsverðir verða þar til staðar eldsnemma i fyrramálið til að koma i veg fyrir það. -GFr I BLADINU I' DAG Hjarta- ígræðslur, bjartsýni og vonbrigði SÍÐA3 Grein eftir Lúðvík Jósepsson, kjarabarátta SÍÐA 6 Viðtal við Eirík Jónsson um rannsóknir SÍÐA8 Grein um spænska Nóbels- skáldið SÍÐA 10 Þúsund- þjalasmiður og eðlis- fræðingur SÍÐA 11 Skýrslan um Grjóta þorpið OPNA t Volgar kjöt bollur hjá Aðalgeir kaupmanni SÍÐA 14

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.