Þjóðviljinn - 16.10.1977, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. október 1977.
Eirikur hefur lengi, eöa siöan
um 1948, fengist viö aö leita uppi
þau föng sem Halldór notar meö
einum eöa öörum hætti viö gerö
þessarar sögulegu skáldsögu.
Fyrst einungis af forvitni, en
siöar ræöur mestu hrifningin af
þvi, hvernig efniviöurinn er
notaöur. Frá þvi sem i leitir hefur
komiö hefur Eirikur sagt i einum
tuttugu greinum i Lesbók
Morgunblaösins. Auk þeirra hef-
ur hann birt fimm greinar um
föng til annarra verka Halldórs.
Gat flett henni í huganum
— Ég haföi fært þessa leit mina i
tal viö ýmsa fræöimenn, segir Ei-
rikur I viötali viö Þjóöviljann á
dögunum. En þeir hristu bara
höfuöiö. Stundum var eins og þeir
tryöu þvi ekki sem ég var aö
segja. Þaö var þá ekki um annaö
aö gera en ég færi i þetta sjálfur.
Ég er ekki bókmenntafræöingur,
en ég haföi þó þaö forskot aö
þekkja tslandsklukkuna mjög
vel, gat eins og flett henni i
huganum.
I ár fékk Eirikur styrk úr hug-
visindasjóöi til aö ljúka viö þessar
rannsóknir. Hann fór m.a. til
Kaupmannahafnar, og kveöst
þurfa aö vera þar I viöbót I svo-
sem sex vikur ,,til aö leita af mér
allan grun”. Hann ætlar aö birta
niöurstööur hinnar löngu leitar á
bók, þar sem samband heimilda
og texta er rakiö eftir hverjum
kafla skáldsögunnar. Ef þetta
tekst vel, þá ætti aö geta oröiö úr
þessu heilmikil Islandssaga, sem
sýndi tengsl bókarinnar viö sjálft
inntak þess sem er aö gerast á
sögutimanum, segir Eirikur.
Fyrstu niu kaflarnir i þessu riti
eru þegar frágengnir.
Að niðra skáldinu
— Nú flýgur þaö fyrir, eins og
viö mátti búast, aö meö þessari
rannsókn sért þú aö hrekkja Hall-
dór Laxness, draga frumleik hans
I efa?
Já, um þetta hafa ýmsar
barnalegar hugmyndir veriö I
gangi, þótt þær hafi reyndar veriö
á undanhaldi. Um frumleikann
get ég endurtekiö þaö sem ég
sagöi i grein i Politiken um föng
Laxness: Frumleiki er ekki ein-
göngu fólginn i óháöri sköpun,
heldur einnig og ekki siöur i öflun
efnis og sérstæöri úrvinnslu þess.
Nýrri skipan og samsetningu
þeirra fanga, sem höfundur hefur
aflaö sér. (Jr deiglu höfundarins
kemur hin samfellda heild, skáld-
verkiö sjálft.
Þaö er satt, þess misskilnings
hefur gætt, aö ég hafi meö minum
hlutlausa samanburöi á föngum
Halldórs Laxness og tilsvarandi
textum hans, unniö markvisst aö
þvi aö niöra skáldinu. Hiö rétta
er, aö dómur minn um vinnu-
brögö skáldsins heföi raskaö
þeirri hlutlægni, sem ég tel hæfa
þessari rannsókn. Vegna þessa
misskilnings vil ég benda á, aö
enginn hefur betur lýst þeim leiöa
og þeirri ógæfu, sem tilfinninga-
flæöi um skáldverk veldur höf-
undi verksins en einmitt Halldór
Laxness. Ef ég man rétt þá segir
hann einhversstaöar: „Og þaö er
Lernardíno Rebolledo greifi,
sendiherra Spánar, sem hefur
skrifaö merkar lýsingar á
samkvæmislffi viö dönsku hiröina
á timum Friöriks þriöja.
ekki til meiri ógæfa fyrir lista-
mann en vera heingdur uppá
gálga kunningjalofs og innan-
sveitardýrðar, festur sem stjarna
uppá himinhvolfiö i heldri stáss-
stofu.” Þessi orö skáldsins virö-
ast þvi miöur hafa farið fram hjá
þeirri sérstöku tegund aödáunar,
sem ekki er I rónni nema sífellt
séu upplesnar þær ágætisein-
kunnir, sem skáldiö hefur rétti-
lega hlotið fyrir verk sin.
Huggum þá sem
hryggðin slær
Hér hefðu þeir læröu, bók-
menntafræðingarnir, getaö oröiö
þessum hvumpnu kveinstafa-
mönnum aö liði, skýrt þessi
vinnubrögö skáldsins fræöilega
fyrir þeim og boriö þannig lifstein
aö sárum þeirra. En einnig þeir
viröast hafa orðiö „forvirraöir”,
þvi hvorki vil ég ætla þeim.aö
þeir hafi sofnað I hægum hvildar-
faðmi getulausrar sjálfsánægju,
né heldur aö þeir telji skýringar
sinar á þessum vinnubrögöum
skáldsins hverri þögn verri.
Vegna þessarar þagnar á höfuö-
setri bókmenntafræðinnar — þess
hljóöa anda sem býr þar — vil ég
leyfa mér aö reyna aö hugga þá
sem hryggðin slær vegna þessara
samantekta minna,meö þvi að
vitna I bók John Fuegi: The
essential Brecht, sem kom út áriö
1972. Þar segir m.a.: „Brecht,
like jShakespeare, seems to have
usually worked best when he
could use an already existent text
to be shaped by his own dramatic
imagination.” Geta pislarvottar
lotningarinnar ekki látiö huggast
viö þessi orö?
Ég skal geta þess til gamans,
aö áöur en Lesbók Mbi. voru
boðnar þessar samantektir til
birtingar, hafði valdsmönnum
annarra fjölmiðla veriö boöiö aö
birta þær. Viö það boö uröu þeir
einkennilega munaðarlausir á
svipinn. Engu var likara en hitt
heföi veriö á kvikuna i hrosshófi
heimsins. Þeir ræddu aö visu
máliö, en méö þeim „miöflótta
ræöunnar, sem aldrei stofnar
dýrum málstað i hættu”. Einn
neitaði aö lokum um birtingu og
þá meö þeim ofurþunga al-
vörunnar sem hæfir þeim sér-
fræöingi einum, sem kveður upp
örlagarikasta dóminn I sérgrein
sinni: „Ég sé ekki að þetta komi
skáldskap Halldórs Laxness neitt
viö”, sagöi hann. Þá varð strax
ljóst, aö hér var maöur sem kunni
aö þegja yfir litilræöi. Þetta
ábúöarmikla svar meistarans
minnti óneitanlega á svar skóla-
drengs, sem átti aö svara þvi
hvernig finna má miðpunkt til-
tekins hrings. Skóladrengurinn
kunni ekki aöferöina og þagöi
langa hriö uns hann aö lokum
stundi upp: „Ég sé ekki aö þessi
punktur komi figúrunni neitt
viö.”
Áleitinn veruleiki
En þegar reynt er að kanna
efnisöflun skáldsins og úrvinnslu
efnisins, rannsaka tengsl veru-
leika og skáldskapar, þá er fyrst
og siðast byggt á þeirri forsendu,
að mörgum íslendingi hljóti aö
finnast sköpunarsaga Islands-
klukkunnar áhugaverö. Ber þar
margt til. Ekki sist hinn áleitni og
margslungni veruleiki verksins,
sóttur I sögu þjóðarinnar, I
þrengingar fortiöar og nútiöar.
Verkiö er rótfast i samfélags-
veruleik fortiöar og nútiöar, þótt
veruleikinn lúti lögmálum listar-
innar. Við lestur mikils skáld-
verks, sem byggt er á sögulegum
grunni, finnst lesandanum, að
hann sé staddur i heimi sem er
raunhlitari en heimur sagnfræö-
innar. Heimi skapanorna og
Urðarorös. Þaö er leyndardómur
sefjunarinnar. En meö þvi að
draga fram efnisföng er leitast
viö aö sýna þátt veruleikans i
skáldverkinu, þannig aö forsend-
ur verksins veröi mönnum ijósari
en áöur. Slik rannsókn er undir-
stööurannsókn sem aðrar rann-
sóknir hljóta að byggjast á.
Við sjáum lika viö slika rann-
sókn, hvernig skáldið notar föng
sin meö áhrifarikum hætti til þess
að afhjúpa veruleikann. Til aö
trufla þá viðurkenndu mynd af
veruleikanum sem haldiö hefur
verið að okkur. Og þá einnig hve
sterkt ákall tslandsklukkunnar er
til samtimans, það sem I einni
þeirra greina sem Halldór styöst
mikiö viö, Um sjálfsforræöi eftir
Guðbrand Vigfússon er oröað á
þessa leið: „betra er frelsi meö
„Svo
skildu
þeir
að
allir
hlutir
væru
smíð-
aðir
af
nokkru
efni..
Viðtal við Eirík
Jónsson um
rannsóknir hans
á föngum
Halldórs Laxness
r
í Islandsklukkuna
í