Þjóðviljinn - 16.10.1977, Side 17
Sunnudagur 16. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Indversk hreyfing með Desai for-
sætisráðherra í broddi fylkingar telur
sig hafa fundið flestra meina bót
stjórn Nehrus. Hann segir m.a.:
,,Ég vona, að á þessum timum,
þegar svo mörg merkileg lyf eru
saman sett, þá muni þessi fagra
og einfalda heilsutrygging eign-
ast marga áhangendur.”
Desai kveðst sjálfur taka inn
þessa heilsubót á hverjum
morgni. Hann segir: „Aðalerfið-
leikarnir eru þeir, að allir hafa
meðfædda andúð á þvagi. En
menn verða að venja sig á að nota
þvag eins og hvert annað lyf sem
brigðisráðuneytið að ætla þvag-
kúrum nokkurn sess i heilbrigðis-
þjónustu allra fylkja landsins.
Þetta venst furðu vel
Hinn vaxandi skari þvag-
trúaðra sver og sárt við leggur,
að afurðir þeirra eigin nýrna
lækni allt mögulegt eða hreki á
brott — krabbamein, sýfilis, syk-
ursýki, hjartasjúkdóma.
Forsendur eru og þær, að menn
drekki hvorki áfengi né kaffi
Desai forsætisráöherra; fögur og
einföld heilsubót
DREKKIÐ
Prahalad bóndi með þvagflöskur sfnar: Látiö fyrstu dropana eiga sig.
EIGIÐ ÞVAG
íslendingar hafa, eins og
kunnugt er, á þessari öld
verið veikir fyrir ind-
verskri visku ýmiskonar.
En ekki vitum við hvernig
þeir muni taka nýjustu for-
skrift indverskri um allra
meina bót; hún er sú að
mönnum er ráðlagt að
drekka hland við ólíkleg-
ustu kvillum.
Prahalad Das Patel heitir bóndi
i indversku þorpi sem er mikill
talsmaður slikra lækninga. Hann
sver og sárt við leggur að hann
eigi lif sitt að launa þessum
vökva, sem evrópskir sérfræðing-
ar segja, að kynni að valda
eitrun ef drukkinn væri að ráði.
Krabbamein
sem gyllinæð
Prahalad segist fyrir tiu árum
hafa þjáðst af miklum meltingar-
truflunum og svo starblindu. Nú
þarf hann ekki einu sinni gler-
augu, er allur hinn hressasti,
vinnur 15 stundir á dag þótt hann
sé 65 ára orðinn,
Prahalad fór að drekka hland
eftir að hann hafði lésið lær'ða
bók, Manav Mutra (Mannsþvag)
sem út kom 1959. Bók þessi hefur
siðan verið þýdd á ýmsar ind-
verskar tungur og komið út alls
átján sinnum.
Bæklingur þessi mælir með
þvagdrykkju gegn öllum sjúk-
dómum eða svo gott sem — frá
krabbameini til hósta, magaveiki
til gyllinæðar.
1 bæklingi þessum er þess getið
að þvagkúr sé engin ný bóla i
þessu gamla landi. Þar er vitnað
til forns sanskritarrits, þar sem
guðin Sjiva ræðir málin við konu
sina:
Míg þú í austurátt
,,Sá sem þvag drekkur ætti
ekki að taka til sin neina salta og
bragðmikla fæðu, hann á að éta i
hófi, hafa vald á geðshræringum
sinum og sofa á gólfinu. Hann á
að fara árla morguns á fætur og
miga i austurátt. Hann á að láta
fyrstu og siðustu dropana lönd og
leið, en safna hinu i ilát og
drekka. Með þessum hætti verður
Sjivambu (vatn Sjiva) sem
ódáinsdrykkur, sem hrekur á
brott krankleika og elli.”
Þar er einnig vitnað til Gamla
Testamentisins, en þar segir á
einum stað „Drekktu vatnið úr
þinni eigin lind”, sem og ensk og
frönsk rit fyrri alda, þar sem
þvag er lofað sem hið „besta og
skjótvirkasta meðal gegn öllum
innvortis og útvortis þrautum”.
Blessun úr æðstu stöðum
Sérstakan gæðastimpil fær
þvagdrykkjan með formála eftir
ákafan stuðningsmann þessa
læknislyfs, sem i dag er ekki að-
eins 81 árs og karla hressastur
heldur og æðstur valdamaður yfir
620 miljónum ibúa Indlands.
Þessi maður er Morardsji Desai
forsætisráðherra.
Desai var, þegar fyrrnefnd bók
kom fyrst út, fjármálaráðherra i
hvorki er bragðgott né ilmandi”.
Boðskapur Desai hefur að sjálf-
sögðu fengið mjög aukið vægi eft-
ir að hann varð valdamesti mað-
ur Indlands. Desai, sem er og
grænmetisæta, berst mjög fyrir
þvi að koma á algjöru áfengis-
banni — og um leið breiðist út
hinn sérstæði eftirlætisdrykkur
hans.
Þvag hefur einnig verið tekið
umræðu á Radsja Sabba, sem er
efri deild indverska þingsins.
Heilbrigðismálaráðherran Nar-
ain hefur tilkynnt þingheimi
að hann hafi falið læknum að
rannsaka áhrif þvagkúranna
með visindalegum hætti. Ef að já-
kvæð niðurstaða fæst ætlar heil-
meðan á kúrnum stendur, éti
grænmeti og reyki ekki.
Prahalad bóndi, sem fyrstur
manna var til nefndur, hefur nú
komið nákvæmu skipulagi á sina
þvagneyslu. Hann drekkur aðeins
ferskt þvag, en lætur einnig þvag
standa til útvortis brúks. Til
dæmis er það þvag sem hann not-
ar á illkynjað exem hálfs annars
árs gamalt.
Dsjaveri, formaður þeirra
samtaka á Indlandi, sem breiða
út þvagnotkun, kveðst i viðtali
drekka á morgnana allt það þvag
sem hann skilar af sér þegar hann
vaknar. Sömuleiðis allt sem
kem*ur i annarri umferð. Hann
segir að sumir eigi erfitt að með
Indversk þvagskopteikning: Þarftu endilega aö hafa þinar
flöskur I kæliskápnum?
að venja sig á vonda lykt og
bragð, en það komi yfirleitt mjög
fljótt — eftir nokkra daga segir
hann tekur maður ekki eftir
neinu. Menn geta lika bætt nokkr-
um dropum af bragðgóðum ess-
ens út i fyrst i stað.
(Byggt á Spiegel)
^GOOD'?YE/\R
GOODfYEAR
ORYGGI ■ ÞJONUSTA
SÖLUAÐILAR UM LAND ALLT
FYRIR GOOD/YEAR HJÓLBARÐA
REYKIAVÍK:
Hjólbaröaþjónusta Heklu H/F,
Laugavegi 170—172,
simi 28080.
Gúmmívinnustofan,
Skipholti 35, sími 31055
Sigurjón Gíslason,
Laugavegi 171, sími 15508.
BORGARNES:
Guðsteinn Sigurjónsson,
Kjartansgötu 12 sími 93-7395.
ÓLAFSVÍK:
Marís Gilsf jörð, bifreiðastjóri,
sími 93-6283.
GRUNDARFJORÐUR:
Hjólbarðaverkstæði
Grundarf jarðar,
simi 93-8611.
ÍSAFJÖRÐUR:
Hjólbarðaverkstæði,
Björns Guðmundssonar,
simi 94-3501.
HÚNAVATNSSÝSLA:
Vélaverkstæðið Víðir,
Víðidal.
SAUÐÁRKRÓKUR:
Vélsmiðjan Logi, sími 96-5165.
HOFSÓS:
Bílaverkstæði
Páls Magnússonar,
sími 96-6380.
SELFOSS:
Gummívinnustofa K.Á.,
sími 99-1260
ÓLAFSFJÖRÐUR:
Bílverkstæðið Múlatindur,
simi 96-62194.
Grinda-
EGILSTAÐIR:
Vélatækni S/F,
sími 97-1455.
SEYÐISFJÖRÐUR:
Jón Gunnþórsson.,
sími 97-2305.
ESKIFJÖRÐUR:
Bílaverkstæði,
Benna og Svenna,
simi 97-6299.
REYÐ ARFJÖRÐUR:
Bifreiðaverkstæðið Lykill,
simi 97-4199
STÖÐVARFJÖRÐUR:
Sveinn Ingimundarson
sími 97-5808
KLAUSTUR:
KIRKJUBÆJAR-
Bílaverkstæði,
Gunnars Valdimarssonar.
GRINDAVÍK:
H jól ba rða verkstæði
víkur,
simi 92-8179.
VESTMANNAEYJAR:
Hjólbarðaverkstæði Guðna,
v/Strandveg,
sími 98-1414.
HAFNARFJÖRÐUR:
Hjólbarðaverkstæðið,
Reykjavíkurvegi 56,
simi 51538.
BÆR:
Nýbarð-