Þjóðviljinn - 16.10.1977, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Qupperneq 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. október 1977. F ramkvæmdastof nun ríkisins auglýsir hér með lausa stöðu við vélritun og önnur skrifstofustörf. Framkvæmdastofnun rikisins — lánadeild — Rauðárárstig 31 Reykjavik simi 25133 Byggingafræðingur með sjö ára starfsreynslu óskar eftir at- vinnu á teiknistofu og/eða við eftirlits- störf. Tilboð sendist Þjóðviljanum fyrir 25. október merkt „vinna 2510”. Orðsending frá H j úkrunarskóla / ' Islands Kennsia hefst mánudaginn 17. október. Yngri hópur mæti kl. 9.30. Eldri hópur mæti'kl. 11.30. Verklegt nám helst óbreytt samkvæmt verðskrá. Skólastjóri Fimmtán ára drengur framdi morð Og sjónvarpið var leitt fyrir rétt. Á dögunum lauk á Florida málaferlum sem vakið hafa mikla athygli vegna þess hve mjög ofbeldisverk framin í sjónvarpi drógust inn í málið. Sjónvarpið var fyrir rétti ef svo mætti segja — og sjónvarpið mætti til leiks og sýndi það sem fram fór í dómssal jafnóð- um og það gerðist. Málavextir voru þeir, aö fimmtán ára gamall drengur, Ronny Zamora, braust inn hjá rúmlega áttræöri ekkju, sem bjó skammt frá heimili hans og rændi hana ýmsum fjármunum. Þegar gamla konan sagði aö hún mundi kæra þjófnaðinn geröi Ronny Zamora sér litiö fyrir og skaut hana til bana. Ronny Zamora; hann var forfall- inn i dagskrár þar sem ailt flóöi i ofbeldis verkum. Verjandi drengsins bar fram þá vörn, sem óvenjuleg má teljast, að Ronny Zamora hafi framið þennan glæp án þess að gera sér grein fyrir þvi hvað hann geröi. Vegna þess aö hann hafi ósjálfrátt endurtekið þaö sem hann hafði séð þúsund sinnum i sjónvarpi. Hann hafi lært það af ofbeldisverkum i sjónvarpi, að þar er það sjálfsagður hlutur að ,,kála þeim sem kvarta”. Morðið hafi veriö einskonar „skilorðs- bundin viðbrögö”. Móðir drengsins, Yolanda Zamora, bar að sonur hennar hefði verið forfallinn sjónvarps- glápari, setið fyrir framan skerminn sex til niu stundir á degi hverjum. Hafi hann haft sérstak- ar mætur á ofbeldisdagskrám eins og Kojak, sem nóg var af á skerminum. Til mála kom að kalla á Salavas, sem leikur Kojak þennan, til vitnis fyrir réttinn en af þvi varð ekki. Verjandi drengsins, Ellis Rubin sagði m.a. á þessa leið: Ekki veit ég hve margar þús- undir morða Ronny sá i sjónvarp- inu, eða hve marga menn hann sá Kojak drepa i nafni laga og rétt- ar; drepna með byssum — til að þú kaupir þann varning sem kaupir dagskrána. Þvi meira ofbeldi þeim mun meira er glápt — þetta er brjálæði.... Saksóknari kallaði hinsvegar sálfræðinga til vitnis um aö Ronny Zamora hafi getað greint rétt frá röngu þegar morðið var framið og þvi sé hann andlega heilbrigður samkvæmt laganna skilningi. Ronny Zamora hefur veriö úrskurðaður sekur og á yfir höfði 25 ára fangelsi að minnsta kosti, en hefði verið kæmdur til dauða samkvæmt lögum Florida ef hann hefði verið nokkru eldri. Refsing verður ákveðin i byrjun nóvember. Hin étandi stétt i hættu: Skatt- heimtan vill krækja í risnuféd. Það þykir mjög eftir- sóknarvert víða um lönd að komast í þann hóp manna sem Bandarík jamenn kalla „hina étandi stétt". Hér er átt við starfsmenn fyrirtækja og stofnana sem eru það háttsettir, að þeir hafa rétt til að éta og drekka á betri veitinga- stöðum á kostnað fyrirtæk- isins. Sá útbreiddi siður, að ræða ýmiskonar viðskipti yfir mat- borði, er nokkurt áhyggjuefni skattayfirvöldum. Þvl fyrirtækin leggja fram reikninga fyrir risnu- útgjöldum og fá þann kostnað dreginn frá skatti. Carter Bandarikjaforseti hefur sýnt áhuga á að takmarka nokkuð skattfriðindi tengd risnu, Llklegt er taliö, að hann muni fallast á hugmyndir um að aöeins helm- ingur risnukostnaðar skuli frá- dráttarbær til skatts. Blumenthal fjármálaráðherra telur sig geta innheimt um hundrað miljónir dollara I sköttum til viðbótar, ef þessi tilhögun verður upp tekin. Hitt er svo annað mál, að eig- endur veitingahúsa fórna höndum og kvarta hástöfum yfir þessum áformum. Svo er mál meö vexti, að um það bil helmingur af við- skiptum veitingahúsa sem teljast fyrsta flokks eöa þvi sem næst, eru einmitt risnuviðskipti, og hjá mörgum er hlutfallið miklu hærra. Ef að samdráttur yrði, þótt ekki nema sem svaraði 10 af hundraði, mundu margir slikir staðir þurfa að loka eða draga seglin verulega saman. Reyndar er matur og drykkur aðeins hluti risnumála. Allir vita, að það er ekki stór hluti hótel- gesta sem borgar fyrir sig sjálf- ur, og vitanlega eru miklar hers- ingar manna á ferð og flugi á kostnað fyrirtækja og stofnana. $ Ritari Öskum eftir að ráða ritara til starfa sem fyrst. Góð islensku- og enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist starfs- mannastjóra, sem gefur nánari upplýs- ingar. Samband ísl. Samvinnufélaga Auglýsingasiminn er 81333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.