Þjóðviljinn - 27.11.1977, Side 16

Þjóðviljinn - 27.11.1977, Side 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. nóvember 1977 Ingiberg Magnússon skrifar um myndfísi PÓLSK GRAFÍK annarsstaöar. Einkum og sér i lagi hafa Pólverjar vakið á sér athygli fyrir gerð auglýsinga- spjalda, sem að sjálfsögðu er nátengd grafiklist. Sýning sú sem hingað er kom- in nú rennir enn styrkari stoðum undir þann grun, að Pólverjar séu, á þessu sviði, i það minnsta i alíra fremstu röð. Á sýningu þessari sýna 34 list- amenn og hefur einn þeirra Ryszard Otreba valið öll verkin á sýninguna. Að þvi er segir i sýningarskrá var markmiðið með valinu að sýna sem fjölbreyttastar vinnu- aðferðir sem þó eiga eitt sameiginlegt, að endurspegla undirstöðutækni grafiklistar, þrykk af móðurmynd. Þessi forsenda er alls ekki verri en hver önnur og liggur afskaplega beint og eðlilega við, þegar um grafik er að ræða. Listamenn- irnir sem taka þátt i þessari sýningu nota fjölbreytilega tækni við gerð mynda sinna svo sem: dúkristu, tréristu, kopar- stungu, ætingu, steinprent, gifs- þrykk og sáldþrykk. Þetta ásamt aldursmun listamann- anna, sá elsti er 65 ára, sá yngsti 28 ára, gerir myndir þeirra afar ólikar. Grafik er sú grein myndlistar sem kemst næst þvi að vera f jöl- miðill þ.e.a.s. hver mynd er til á mörgum eintökum. Af þeim ástæðum hafa róttækir lista- menn og aðrir sem vilja koma boðskap á framfæri, gjarna val- Ryszard Otreba: Nærmynd. Listráð að Kjarvals- stöðum og sendiráð pólska Alþýðulýðveldis- ins hafa gengist fyrir því að fá hingað yfirlitssýn- ingu á pólskri grafík og stendur sú sýning nú yfir á Kjarvalsstöðum. Það var á margra vitorði að grafiklist stendur með miklum blóma austur þar og að margra áliti feti framar en viðast P! vaW.V.vm •» m % mmmt* Marian Malina: Stúlka Andrzei Pietsch: Fyrir utan gluggan Jacek Gaj: Freisting III Zygmynt Magner: 16374A. Jan Samtloch: Dyr. mumnt'MíKsm ið sér þessa tegund myndlistar. Siðast en ekki sist, er svo með grafiskum aðferðum hægt að framleiða mun ódýrari myndir, en með öðrum aðferðum. Þeir sem við grafik fást fjalla yfir- leitt um mál er varða almenn- ing. Með þvi er þó ekki sagt að það séu endilega hversdagsleg mál, eða að þau liggi á þröngu afmörkuðu sviði. En þau eiga það sameiginlegt, að eiga brýnt erindi til allra, að minnsta kosti að dómi höfundanna og þess vegna, öðru fremur, velja þeir sér þennan tjáningarmáta. Sýningin á Kjarvalsstöðum sýnir svo ekki verður um villst að pólsk grafik spannar mjög breitt svið, bæði hugmyndalega og tæknilega. Hún afsannar rækilega þær fullyrðingar, sem hér skjóta öðru hvoru upp koll- inum, að fyrir austan tjald ger- ist ekkert og geti ekkert gerst i listum, vegna yfirgangs stjórn- valda. Það sem vakti hvað mesta at- hygli mina var, hve jöfn aö gæð- um verkin eru, hvergi á allri sýningunni er veikan hlekk að finna. Á jafn stórri sýningu og hér um ræðir hlýtur slikt að telj- ast til tiðinda, jafnvel þó reikn- að sé með þvi að Pólverjar hafi úr meiru að velja, á þessu sviði, en flestir aðrir. Listráð að Kjarvalsstöðum á þakkir skilið fyrir það merka framtak að fá þessa ánægjulegu sýningu hingað, svo og fyrir út- gáfu á óvenju myndarlegri sýn- ingarskrá. Ingiberg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.