Þjóðviljinn - 27.11.1977, Síða 21
Sunnudagur 27. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
'lP' Sköpun
“Qt Evu
&
$
Ws
tr , /,AÍI
— Hvað er ciginlega að sjá þetta svinari...
— Þaö hlýtur aö hafa verið heilmikil vinna hjá
þér að skola þetta allt i snjó...
Þið iinnið svampinn á botni baðkersins....
Adolf J. Petersen:
VÍSNAMAL
Þegar ber að garði gest
Nú er veturinn farinn að sýna
sitt innræti. Frost og fannir,
hriðarveður næstum dag hvern
einhversstaðar á landinu. Norð-
lenskar stórhriðar verða minn-
isstæöar þeim sem komast i
kynni viö þær. Ólina Jónasdóttir
frá Fremri-Kotum i Norðurár-
dal kvað:
Héla á glugga, hnipið láð,
hér til muggu dregur.
Norðri bruggar nöpur ráð,
nú er hann skuggalegur.
Viöar verður svalt en á Norð-
urlandi. Kaldsamt hefur verið i
Biskupstungum þegar Arnleif
Lýðsdóttir frá Brattholti gaf
þessa lýsingu:
tsi þakin öll er jörð,
enginn kvakar munnur.
Berst við nakinn bleikan svörð
blævi vakin unnur.
Þrátt fyrir skammdegishriö-
ar og þann dvala sem færist yfir
menn og málleysingja, þegar
dimmir við dyr og grös fölna,
una margir sér viö minningar
frá liönum tima. Ólöf Guö-
mundsdóttir i Reykjavik segir:
Fellur laufiö fölt að sjá,
fjör I æðum dvinar.
Ber þó alltaf birtu á
bernskustöðvar minar.
Ólina Jónasdóttir er bjartsýn
þó hriðin þeysi um storð. Vonin
lifir, og það mun vora á ný:
Geislar klárir greikka stig,
glaður tárast dagur.
Hefur báran hægt um sig,
himinn blár og fagur.
Sömu hughrif koma fram hjá
Arnleifi Lýðsdóttur i þessari
visu:
Heiöu kveldin huga minn
himins eldar seiða.
Rekkjufeld þá rósofinn
á ránarveidin breiða.
Flestum er þó fönn og skugg-
ar þjáning. Hólmfriður Jónas-
dóttir frá Hofdölum kvað:
Alltaf snjóar yfir mó,
isköld ró um dalinn.
Viðikló I kletta tó
hvitri ló er falin.
Austankaldi endalaust,
úfinn himinn grætur,
ekkert sumar, ekkert haust,
engar tunglskinsnætur.
öll él birtir upp um siðir, og
Hólmfriður kveður áfram:
Nóttin greiðir skarlatsský,
skyggöum upp úr legi,
speglar biáum bárum i
brún af nýjum degi.
Og kvöldin eiga sólroðin ský,
sem Hólmfriður segir frá:
Beygir vestur — brúnum af
bjarmi kvöldsins rjóöa.
Sólarbyrðing senn I haf
siglir nóttin hljóöa.
Það er ekki öllum gefin sú til-
finning að finna ylinn frá fönn-
unum, en þess hefur Ingþór Sig-
urbjörnsson I Reykjavik orðið
aðnjótandi, sem þessi visa hans
bendir til:
Einsog móðir barnið blitt
byrgir sæng að kveldi,
vefur móöurmoldu hlýtt
mjöllin hvitum feldi.
Vorhret geta komið, og Björn
Jónsson i Alftá kvartar:
Ei verður mér um hjarta
né heldur létt I spori,
aftur þegar orðið hvitt
allt á miöju vori.
hlýtt
A skammdegiskvöldum er oft
fagurt út að lita. Það eru norð-
urljósin sem hafa heillaö sýn
Steins K. Steindórssonar þegar
hann gerði þessa visu:
Sveipar voga silfurgljá,
sindra flogaglæður,
himinboga breiðum á
bjartar loga-slæður.
Nú, mannlifið hefur sinn
gang, bæði I bliöu og striðu. Ein-
ar H. Guöjónsson á Seyðisfirði
segir:
Þó skorti menn bæði
til skeiöar og hnifs
i skeikulli jarölifsins för,
á dynskógafjöru hins daglega
llfs
felst draumur um batnandi
kjör.
Viösjár eru með mönnum.
Einar kvað:
Málin eru þæfð og þvæld,
þjóöargremja niðurbæld,
rökin hæpin skökk og skæld,
skrum og blekking eigi mæld.
Verðmætamatiö er stundum
all-broslegt. Jóhann ölafsson
frá Miðhúsum i öslandshliö
kvaö:
Verðmætið þótt virðist smátt
vera i spyrðubandi,
þá er stundum þokaö hátt
þorskunum á landi.
Unga fólkið flyst úr sveitum,
svo við liggur auðn. Oftast er
það kvenfólkið sem fer fyrst,
svo karlmenn kvarta, einsog
þessi visa Gunnars Jónssonar i
Gröf i Viöidal bendir til:
Engin fæst hér auðarbjörk,
ergist margur halur.
Nú er einsog eyðimörk
orðinn Viðidalur.
Læra flestar listirnar
linda bestu skoröur.
Svifa flestar siöprúöar
suður, vestur, norður.
En hvaö gátu stúlkurnar ann-
aö gert en fara burt úr sveitun-
um, þegar brjóstgæði þeirra
voru höfð I flimtingi, einsog
þegar séra Einar Friðgeirsson á
Borg á Mýrum sá stúlku gefa
snjótittlingum brauðmylsnu út
á snjóskafl. Þá kvað hann:
Innra býr ei hjarta hrafns,
hefur á rýru gætur.
Litlu dýrin njóta nafns
nunnan hýra lætur.
Eða þegar prestur nokkur
ávarpaði stúlku þannig:
Eg á hund, mitt unga sprund,
eins og þig i framan,
ætti hann mund á græbis grund
gæfi ég ykkur saman.
En stúlkan svaraöi:
Eg á tik sem yður er lik
i augum og háralagi.
Væri hún rlk mér virtist slik
vera af sama tagi.
Þó prestar þessir hafi látið
viðhorf sin til ungra kvenna i
ljós á þennan hátt, þá voru
menn I sveitum sem kunnu aö
meta kvennadyggðir. Björn Sig-
urðsson Blöndal I Grimstungu i
Vatnsdal hefur verið einn af
þeim og kveðiö konum lof:
Mörg þó seima mörkin rjóð
móðs að teymist prjáli,
ennþá geyma islensk fljóð
unaðshreim i máli
Eftirsjá og ástin min
engar tjáir sakir.
Björt ei máist minning þin
meðan þráin vakir.
Þó að hlátur vipri vör
vart mun grátur fjarri.
Stundum kátra kynnissvör
klökkva láta nærri.
Það andar hlýju til kvenna úr
þessum visum, og undirritaöur
hefur þetta um málið aö segja:
Sjafnarheimur seiöir þrá,
sem i geymist myndum.
AUtaf streymir ylur frá
ungum seimalindum.
Hver sé hinn góði gestur sem
aö garði ber, fer ekki milli mála
hjá Ólafi Þorkelssyni i Reykja-
vik: það er ferskeytlan sem
hann fagnar mest.
Þegar ber að garði gest,
gildi málsins kanna,
ferskeytlunni fagna best
i fátækt hugmyndanna.
Þeir sem eru atómhönnubir
geta ef til vill tekiö til sin eftir-
farandi útskrift hjá Ólafi:
Þrautpint málið orðiö er,
ekkert nýtt fram boðib,
að yrkja visu um eitthvað, hér
aðeins breytist hnoðið.
Dvöl Sigurðar Breiðfjörö á
Grænlandi, hefur eflaust ekki
verið honum að skapi, og oft
hefur hann þráð að komast
heim, sem visur hans margar
benda til eins og þessi:
Fatagræna fóstra min
fannalaugum þvegin,
yfrum mæni eg til þln,
en ekki rata veginn.
Það er ætiö gott að geta hlust-
að. Jóhann Asgrimsson á
Hólmavaöi hefur reynt það og
segir:
Gaman er að glettunni,
gott er aö hlýöa og þegja.
Heyri ég fyrir hettunni
hvað þeir vitru segja.
Það er ekki sama, hvort menn
hlusta eða hlera. Lárus
Salómonsson I Kópavogi veit
hvað hann syngur um i þeim
efnum:
Ef menn hlera aðeins grun,
ýmsra ber til vona,
þvi er verr, aö margur mun
maður vera svona.
Ekki eru allar ferðir til fjár,
meöal annars það að vertiðar-
hluturinn hefur oft verið smár
Það hefur Kolbeinn Jónsson i
Ranakoti reynt og fundið þegar
hann var eitt sinn á heimleið úr
verinu og kvað:
Heldur Koiur heim úr veri
hlut meö rýran.
Engan moia á af sméri
og illa býr hann.
1 siðustu ferð sinni um Eyja-
fjörð kvað Bólu-Hjálmar:
Forlög eru úr garöi gjörö
svo gildir ekki að siita.
Aldrei mun ég Eyjafjörð
uppfrá þessu íita.
Eftir þvi sem þingfréttir
herma, ætlar deilan um bók-
stafinn Z að verða þjóðinni
nokkuö dýr fjárhagslega og
þingliðið ekki enn búið að leggja
það mál fyrir róða, en óðum
styttist timinn til alþingiskosn
inga, og þá verður béát að hafa
ráð Magnúsar frá Barði, sem
hann kynnir hér:
Þar sem nú er komið i kring
kvennréttindamálið glæst,
öll við kjósum inn á þing
yfir-zetu konur næst.