Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 1
UJÚDVUHNN
Laugardagur 24. desember 1977 — 42. árg. 289. tbl.
Enn eitt
banaslys
í um-
ferðinni
I (yrradag varö enn eitt bana-
slysið i umferöinni, er 26 ára
gamall maöur úr Kópavogi beiö
bana er tvær bifreiöar rákust á á
veginum skammt austan viö Sel-
foss.
Slysið vildi til með þeim hætti,
að stór jeppabifreið varð aö snar-
beygja útá öfugan vegarhelming
til að forða árekstri við ljóslausa
dráttarvél, en viö það lenti jepp-
inn beint framan á litlum fólksbil
sem kom á móti. Maðurinn sem
beið bana var i fólksbilnum.
Areksturinn var mjög harður
ogþað svo að fólksblllinn er ónýt-
urtalinn eftir áreksturinn. Kópa-
vogsbúinn sem ók honum festist I
bilf lakinu, og gekk erfiðlega að ná
honum úr þvi, en hann lést svo I
sjúkrabilnum á leið I sjúkrahús.
—S.dór
6 fulltrúar
kosnir í
Norður-
landaráð
Siðast liðinn þriðjudag fór fram
kosning f Norðurlandaráð á
Alþingi. Voru kosnir 6 fulltrúar og
jafnmargir varamenn. Gildir
kosningin þar til ný kosning hefur
farið fram á næsta reglulega
Alþingi. Við kosninguna komu
fram þrir listar með jafnmörgum
mönnum og kjósa átti og voru
þeir þvi allir sjálfkjörnir. Frá
stjórnarflokkunum voru kjörnir
Halldór Asgrimsson, Jón Skafta-
son, Ragnhildur Helgadóttir og
Sverrir Hermannsson sem aðal-
menn, en varmenn þeirra voru
kjörnir Páll Pétursson, Jón
Helgason, Axel Jónsson, og
Sigurlaug Bjarnadóttir.
Af hálfu stjórnarandstæðinga
voru kjörnir Magnús Kjartansson
(varamaður hans Gils
Guömundsson) og Gylfi Þ. Gisla-
son (varamaður hans Sighvatur
Björgvinsson).
SÖFNUN í MÁLFRELSISSJÓÐ SL. TÍU DAGA:
Hefur gengið mjög vel
Örtröð í Bókabúð MM í gær, er síðustu
rithöfundarnir árituðu bækur sínar
Þetta hefur gengið mjög
vel"/ sagði Guðrún
Þorbergsdóttir, sem tekur
við framlögum i Málfrels-
issjóð í Bókabúð Máls og
menningar, þegar Þjóðv.
hafði samband við hana í
gær. „Það er reyndar svo
Happdrætti Þjóðviljans
Vinningsnúmerin
Nú hafa verið birt vinningsnúmerin í Happdrætti
Þjóðviljans. Þau eru þessi.
1. Litasjónvarpstæki, verðmæti 350 þús. kr.
10194.
2. Litasjónvarpstæki, verðmæti 350 þús. kr.
23032.
3. Litasjónvarpstæki, verðmæti 350 þús. kr.
21216.
4. Litasjónvarpstæki, verðmæti 350 þús. kr.
17572.
5. Útvarpstæki, verðmæti 400 þús. kr.: 10950.
Happdrættið óskar öllum stuðningsmönnum gleðilegra jóla og
þakkar stuðninginn jafnframt þvi sem vinningshöfum er óskað
til hamingju.
mikil örtröð hér núna, að
ég má ekki vera að þvi að
tala við ykkur. En þetta
hefur verið ákaflega
skemmtilegt og alltaf bæt-
ist í sjóðinn."
Um miðjan dag i gær höfðu
safnast um 300 þúsund kr. i Mál-
frelsissjóð i Bókabúð Máls og
menningar. Tekið hefur verið við
framlögum i sjóðinn meðan rit-
höfundar árita bækur sinar og i
gær voru þeir ólafur Jóhann
Sigurðsson og Ernir Snorrason i
búðinni og árituðu bækurnar
Seiður og hélog og Óttar.
Söfnunin i Málfrelsissjóð i
Bókabúð Máls og menningar hef
ur nú staðið i tiu daga og sam
timis hafa eftirtaldir höfundar
áritað bækur sinar: Tryggvi
Emilsson (Baráttan um brauðið),
Þorsteinn frá Hamri (Fiðrið úr
sæng daladrottningar), Gunnar
M. Magnúss (Súgfirðingabók og
Myndin af kónginum), Guðrún
Helgadóttir (Páll Vilhjálmsson)
Thor Vilhjálmsson (Skuggar af
skýjum), Helgi Sæmundsson
(Fjallasýn), Gunnar B^nedikts-
son (I flaumi lifsins fljóta), Jón
Helgason (Orðsporá götu), Einar
Karl Haraldsson og Ólafur R.
Einarsson (9. nóvember 1932), og
i gær Ólafur Jóhann Sigurðsson
og Ernir Snorrason. —e
Þjóðviljinn óskar
öllum landsmönnum
gleðilegra jóla
Jólaskammtur
Flosa SSðu 2
KJör ræstinga-
kvenna hjá verk-
tökum Sjðu 8
Skógarhögg
í Skagafirði
Síðu 10
v v
Jólaundir-
búningur skóla-
barna í
Vestmanna-
eyjum Siðu 12
Jólahald og
jólasiðir Rætt
við sex íslenska
útlendinga
Síður 16-18
Ingibjörg skrifar
um jólamynd-
irnar Síða 28