Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 10
M SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. desember 1977
Fyrir nokkru gerðust
þau tíðindi norður í Skaga-
firði, nánar tiltekið á Hól-
um í Hjaltadal, að þar voru
höggvin og sett á markað
300 jólatré. Má þetta telj-
ast merkur viðburður/ því
hingað til hefur Skaga-
f jarðarhérað fremur verið
frægt fyrir flest annað en
skóg.
Það voru þeir nafnar,
Sigurður Blöndal, skóg-
ræktarstjóri, og Sigurður
Jónasson, skógarvörður í
Varmahlíð í Skagafirði,
ásamt Hólasveinum, sem
unnu að skógarhögginu.
Þótti því bera vel í veiði er
blaðið náði tali af Sigurði
Jónassyni og gat þannig
spurt hann frétta af norð-
urför þeirra nafnanna.
Jafnframt var tækifærið
notað til þess að spjalla við
Sigurð um skógrækt yfir-
leitt, um starf hans að
skógræktarmálum og álit
hans á möguleikum til
skógræktar á Norðurlandi
vestra.
Spjallað við
Sigurð Jónasson,
skógarvörð í
Laugarbrekku
við Varmahlíð
— Mig langar til a6 spyrja þig
fyrst að þvi, Sigurður, hvert við-
horf þitt er til skógræktar á Is-
landi.
— Okkar vinsæla skáld og
stjórnmálaskörungur, Hannes
Hafstein,sá i anda i aldamótaljóöi
sinu islenska menningu vaxa i
„lundum nýrra skóga”. A þeim
tima hefur án efa fáa dreymt fyr-
irþvi, að árið 1977 yröu i uppvexti
erlendir barrviðir i nær öllum
sýslum landsins. Flestir munu
hafa litið á þessa sýn Hafsteins
sem skáldadraum, er litið ætti
skylt við veruleíkann.
Eins og gefur að skilja, hefur
þetta mikla starf, sem innt hefur
verið af hendi i skógræktarmál-
um hér á landi á undanförnum ár-
um, lent að meginþunga á herð-
um Skógræktar rikisins, hvað
fræðslu, tilraunir og verklegar
framkvæmdir snertir. En engum
dylst það, að skógræktarfélögin
hafa veitt þar mikinn stuðning.
Þau hafa viða reynst styrkar
stoðir undir skógræktinni i land-
Hólasveinar að verki i Kollulág i Hólagirðingunni. Hér er stafafura, sem gróöursett var 1964. — Mynd: sibl.
Jólatré frá Hólum í Hjaltadal
inu. Þá má ekki gleyma einstakl-
ingum, sem lagt hafa fram til
þessara mála fé og vinnu i rikum
mæli og margir þeirra náð at-
hyglisverðum árangri.
Hákonar þáttur
Bjarnasonar
öllum er það ljóst, að skóg-
ræktin hér á landi er ung að ár-
um. Hún er ennþá á bernsku-
skeiði og á margan hátt á til-
raunastigi. En merkustu tilraun-
irnar, sem framtið hennar bygg-
ist á, eru án efa innflutningur er-
lendra trjátegunda. Þar tel ég, að
fyrrverandi skógræktarstjóri,
Hákon Bjarnason, hafi unnið
mikið afrek. Fyrir hans daga
voru tilraunir með innflutning er-
lendra trjáa fremur handahófs-
kenndar. Trén voru oft sótt á þá
staði þar sem vaxtarskilyrði voru
ólik þeim, er okkar veðurfar hafði
upp á að bjóða. Þegar auk þess
var við að striða vankunnáttu og
trúleysi fólksins, varð árangurinn
fremur litill.
Eftir að Hákon Bjarnason tekur
við forystu i skógrækt hér á landi
hefst hann fljótlega handa að afla
trjáa og fræs á þeim stöðum, sem
skilyrði eru sem likust og hér á
landi, allt austan frá Siberiu og
vestur til Alaska. Og með sinum
alkunna dugnaði og óbilandi trú á
málefnið tekst honum að sýna
fram á og sannfæra allmikinn
hluta þjóðarinnar um það, að
ýmsir erlendir nytjaviðir geti lif-
að hér og náð viðhlitandi vexti.
Eins og gefur að skilja varð Há-
kon stundum fyrir vonbrigðum
meö sumar tegundir; þær reynd-
ust ekki sem skyldi. En viö það
missti hann ekki kjarkinn, en
hafði þá gjarna yfir stef Hjálp-
ræðishersins: ,,Ég skal aldrei,
aldrei, aldrei gefast upp”. Og við
það stóð hann.
Nú hefur Hákon látið af störf-
um, sem kunnugt er, og við em-
bættinu tók Sigurður Blöndal,
fyrrverandi skógarvörður á Hall-
ormsstað. Ég hygg að enginn,
sem þekkir Sigurð Blöndal rétt,
efist um það, að hann sé þess um-
kominn að taka við þessu vanda-
sama embætti.
Piltar eru hér að hlaða trjám upp á traktorsvagn. — Mynd: sibl.
Piltar eru aðbera trén úr Raftahllð þangað, sem hægt er að taka þau á vagn. Mynd: sibl.