Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Meö samræmingu laga og reglugerda lífeyris sjóðanna yrði stigið eitt stærsta skrefið i þá átt að sameina lifeyrissjóðanna, þannig að starfandi verði einn lifeyrissjóður fyrir alla landsmenn Hrafn Magnússon, f ramkvæmdastjóri SAL: Jafnrétti í lífeyrismálum A landsfundi AlþýBubanda- lagsins, 17.-20. október s.l., var samþykkt samhljóöa ýtarleg ályktun um lifeyrismál. 1 álykt- uninni segir m.a. aB stefna beri aB þvi, aB sameina alla lifeyris- sjóBi, þannig aB starfandi verBi einn lifeyrissjóBur fyrir alla landsmenn. Þar sem sii þróun geti tekiB nokkurn tima, verBi nú þegar aB samræma lög og reglugerBir um einstaka sjóBi, þannig aB lifeyrisþegar njóti sömu réttinda án tillits til þess i hvaBa sjóBi þeir.greiBa. Hér er hreyft ákaflega athyglisverBu atriBi f málefnum lifeyrissjóBanna. Þvi miBur er ástand þessara mála þannig i dag, aB alls konar tilviljanir um timasetningar og félagsaBild geta skipt sköpum um lifeyris- mátt launþega. VerBur nú vikiB nánar aB þessu atriBi. LifeyrissjóBimir eiga sér nokkuB langa sögu hér á landi. LifeyrissjóBur starfs- manna rikisins var stofnaöur áriö 1920 og á næstu áratugum voru stofnaöir margir sjóöir, sem náöu til opinberra starfs- manna og starfsmanna, sem störfuBu i nánum tengslum viB rikisvaldiB. LifeyrissjóBir á samningssviBi AlþýBusam- bands íslands voru hins vegar stofnaBir nokkru siBar, þ.á.m. LifeyrissjóBur prentara, EftirlaunasjóBur Eimskipa- félagsins, LifeyrissjóBur SIS o.s.frv. LifeyrissjóBirnirfara aB ná verulegri útbreiBslu eftir 1960 og stafaBi þaB ekki sist af þvi, aB rikisvaldiB studdi aB vexti lifeyrissjóBakerfisins meB skattfriBindum, þ.e.a.s. iBgjöld sjóBfélaga voru frádráttarbær til skatts. A árinu 1965 var svo komiB aB lifeyrissjóBirnir voru orBnir 61 aB tölu, en um almenna þátttöku launþega I lif- eyrissjóöakerfinu var þó ekki um aB ræBa, þrátt fyrir hinn mikla fjölda þeirra. Vöxtur og viBgangur lifeyris- sjóBanna á þessum árum var mjög tilviljunarkenndur. Mest bar á lifeyrissjóBum opinberra starfsmanna og rikisbankanna, auk ýmissa sjóBa einstakra stéttarfélaga og fyrirtækja. ReglugerBir þessara lifeyris- sjóBa voru og eru reyndar enn mjög mismunandi og almennur bótaréttur sjóBfélagaanna frá- brugBinn frá einum sjóBi til annars.BæBi erum aBraeBa sér- eignarsjóBi, þar sem lifeyris- greiBslur fara einungis eftir framlagi sjóBfélagans á sér- reikning hans, og hins vegar sameignarsjóBi, en verulegur munur getur orBiB á þeim f jár- munum, sem sjóBfélaginn greiBir inn i viBkomandi sam- eignarsjóB og þeim bóta- greiBslum, sem sjóBurinn þarf aB inna af hendi vegna hans. Auk þessarar hefBbundnu skipt- ingar lifeyrissjóbanna i sér- eignarsjóBi og sameignarsjóBi er, eins og áBur segir, bótarétt- ur sjóBfélaganna mjög mis- munandi og tilviljunarkennd félagsaBild launþegans á þeim tima, sem lifeyrisrétturstofnast eBa hefBi átt aB stofnast, getur haft úrslitaáhrif i þeim efnum. 1 kjarasamningum AlþýBu- sambands Islands og atvinnu- rekenda frá 19. mai 1969 náBist samkomulag um lifeyrismál. Þar var m.a. kveBiB á um, aB stofnaBir skyldu lifeyrissjóBir á félagsgrundvelli og skyldu greiBslur til þeirra hefjast 11. janúar 1970. Þetta ákvæBi samninganna hafBi þaB I för meB sér, aB öll aBildarfélög AlþýBusambandsins, sem ekki höfBu þegar stofnaB lifeyris- sjóBi, gerBu þaB frá og meB 1. janúar 1970. Mjög var vandaB til undirbúnings aB stofnun hinna almennu lifeyrissjóBa. SjóBimir ásettu sér strax i upphafi aB sníBa regluger&r sinar eftir sérstakri samræmdri reglu- gerB, sem samkomulag náBist um. Þá gerBu sjóBirnir meB sér samstarfssamning, sem m.a. kvaB á um og tryggBi lifeyris- rétt sjóBfélaganna. Lifeyris- sjóBir þessir gerBust síBan aBilar aB Sambandi almennra lifeyrissjóBa, SAL, sem vinnur aB margvislegu samræmingar- starfi og öBrum verkefnum, bæBi fyrir sjóBfélagana og sjóBina. Er nú svo komiB aB allir laun- þegar eiga þess kost aB vera aBilar aB einhverjum lifeyris- sjóBi, enda mælt svo fyrir meB sérstökum lögum um starfskjör launþega frá árinu 1974, aB öllum launþegum væri rétt og skylt aB vera félagar i lifeyris- sjóBum. Á landsfundi AlþýBubanda- lagsins var, eins og áBur segir,' lögB á þaB áhersla, aB me&an heilda rendurskipulagning lifeyriskerfisins væri ekki komiB á, væri sérstök ástæBa til aö samræma lög og reglugerBir lifeyrissjóBanna, þannig aö bótaréttur launþega væri sá sami, án tillits til þess i hvaöa sjóöi hann endar starfsævi sina. Þeim sem stóöu aö samkomu- laginu um stofnun hinna almennu lifeyrissjóöa á árinu 1969, var fullljóst i hvaöa óefni lifeyrismálin voru komin. Hinn tilviljuna rkenndi vöxtur lifeyriskerfisins var oröinn aB verulegu vandamáli, sem þurfti aö leysa. AuövitaB var vonast eftir þvi, aB eldri lifeyrissjóöir tryggöu sjóöfélögum sinum. a.m.k. sambærilegan bótarétt og hinir almennu sjóöir. A þvi hefur hins vegar oröiö veru- legur misbrestur. ViB undir- búning aö samfelldu llfeyris- kerfi fyrir alla landsmenn er nauösynlegt aB unniö sé aö þvi aB jafnrétti náist i lifeyris- málum sjóöanna. Meö sam- ræmdum reglugeröum sjóöanna er stigiö eitt stærsta skrefiö I þá átt, aö sameina lífeyrissjóöina. Stefnt er aö þvl aö tillögur um endurskipulagningu lffeyris- kerfisins verBi fullmótaöar á miöju næsta ári og aö nýskipan lifeyriskerfisins taki gildi i árs- byr jun 1980. Ef sú timaáætlun á aö standast, veröur nú þegar aö hefjast handa um samræmingu reglugeröa lifeyrissjóöanna. Eins og nú er komiö málum, er reyndarekkieftir neinu aö biöa. 14.des. 1977 Kaupgeta almennings og neysla landbúnaðarvara: 20% sveifla í neyslu milli áranna 1968-’74 Stefán Jónsson. þingsjá í síöustu viku mælti Stefán Jónsson fyrir þingsályktunartillögu sem hann flytur ásamt Helga Seljan, Geir Gunnarssyni og Ragnari Arnalds um verölagsmál landbún- aöarins. Tillaga þeirra er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela land- búnaðarráðherra að láta undir- búa frumvarp um breytingu á lögum nr. 101/1966 um Framleiðsluráð landbúnaóarins o.fl., er miði að þvi að Stéttar- samband bænda semji milliliða- laust við rikisstjórnina a.m.k. til eins árs i senn um verðlagsgrund- völl landbúnaðarvara og heild- söluverð þeirra og önnur mál er varða réttindi og kjör bænda. Gert skal ráð fyrir þvi, að bændur hafi óskoraðan samningsrétt um málefni sin til jafns við aðrar stéttir. Frumvarp þetta skal lagt fyrir Alþingi eigi siðar en i febrúarlok n.k. svo timi gefist til að afgreiða það fyrir þinglok.” Offramleiðslukenningin. Ýtarleg greinargerð fylgir þess- ari þingsályktunartillögu og hef- ur hún verið birt hér i heild i blaðinu. 1 greinargerðinni benda flutningsmenn m.a. á að verð- lagskerfi það sem nú er stuðst við hefur leitt til þess að landbún- aðarframleiðslan, sölumálin og þar með kjaramál bænda i heild hafa lent i vitahring i efnahags- kerfinu og er nú svo komið að fulltrúar bænda sjálfra virðast vera farnir að trúa þvi að offram- leiðsla sé helsta vandamál stéttarinnar. Hið sanna i málinu er hins vegar það að framleiösla búvöru hefur ekki aukist siöustu árin, þótt slikt hefði raunar verið eðlilegt, þegar tekið er tillit til fólksfjölgunar. Aftur á móti hefur verðlagsmál búvöru með skert- um niðurgreiðslum ásamt sveifl- um i kaupmætti valdið þvi, að kaupgeta launastéttanna hefur orkað á neyslu búvöru innan- lands. Tvisvar hefur það gerst á þessu timabili, hið fyrra sinnið i samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, og hið siðara sinnið nú i samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins að kaupmáttur launastétt- anna hefur verið skertur svo samtimis þvi sem verðlag á bú- vöru hefur hækkað, að fólk hefur orðið að spara við sig neyslu þess- arar hollu fæðu. Afleiðingin hefur orðið sú að fyrir hafa safnast birgðir af landbúnaðarafurðum. Reynslan hefur sýnt að þegar kaupgeta fólks er sæmileg sam- tímis þvi sein verðlagi á búvöru haldið i eðlilegu horfi, hefur markaðurinn innanlands reynst meira en nógur fyrir framleiðslu- vörur bænda. 20% sveifla í neyslu. Stefán skýrði frá þvi i fram- söguræðu sinni að hann hefði látið gera athugun á vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins á samhenginu sem er á milli verðlags og kaupgetu annars vegar og neyslu á dilkakjöti og öðrum landbúnaðarafurðum ann- ars vegar. Þar kemur m.a. fram að árið 1967 þ.e. árið fyrir sam- dráttinn sem varð i kjaramálum almennings hér á landi, þá var kindakjötsneysla hérlendis 48,5 kg á ibúa. Arið 1968, er samdrátt- urinn varð, hrapaði hún niður i 39,9 kg á ibúa og enn meira árið 1969 i framhaldi af efnahags- þrengingunum niður i 36,4 kg. Ar- ið 1970 er kaupgeta almennings fór aðeins að batna jókst neyslan aðeins og varð 38,9 kg á mann. Þegar vinstri stjórnin tók við vor- ið 1971 og launakjör almennings bötnuðu verulega þá hækkaði neyslan á kindakjöti upp i 46,7 kg. á mann. En þó að kaupgetan og verðlag- ið ráði mestu um neyslu landbún- aðarvara, þá spila þar inn i einnig aðrir þættir, sem sést á þvi að ár- ið 1972 er kindakjötsneyslan á mann 44 kg. Arið 1973 var neyslan 46.4 kg. og 1974 þegar hagur almennings var hvað rýmstur jafnframt þvi sem haldið var niðri verðlagi á landbúnaðarvör- um þá komst neyslan á kindakjöti upp I 49,2 kg. á ibúa. Stefán sagði að þetta sýndi að alls ekki væri ástæða til að hvetja bændur til að draga úr framleiðslu sinni, heldur brýn nauðsyn til að koma verðlags- málum landbúnaðarins i eðlilegt samhengi við kaupgetu alþýðu. Liggur þá beinast við að hugleiða hvort ekki sé betur varið þvi fé sem nú rennur til útflutningsbóta á búvöru, með þvi að auka niður- greiðslur vörunnar innanlands og auðvelda mönnum þannig framfærslu samtimis þvi sem vandamál útflutningsins yrðu leyst. Minningarathöfn uni fööur minn og tengdaföður Benjamin Kristjánsson frá Haukatungu fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavik þriöjudaginn 27. des. n.k. og hefst kl. 9.30 Bíll fer frá Dómkirkjunni að þeirri athöfn lokinni og verö- ur jarðsungið að Kolbeinsstöðum kl. 15.30 þann sama dag. Kristján Benjamlnsson Hulda Guðinundsdóttir. ■ ANDLEG HR£> ST1-AURA HEILLB | Munið frimerkjasöfnun félagsins. Innlend & erl. Skrifst. Hafnarstr. 1308 eða simi 13468. 5,pósth.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.