Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 2
ítif . SU'.lt t, /••#.>! S v(i' i ,r 4i '/it'lk i'»' .'iWt. *
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. desember 1977
AF JÓLAGÆÐUM
Nú ríður á að vera voða góður við allt og alla
í tilefni dagsins — jákvæður, eins og það er
kallað. Ekki vera í f úlu skapi útaf síðustu ráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar til að ná aurum í
kassann — bjartsýnn, þó að meðölin hækki
eitthvað. Hannske þarf ég ekkert á meðölum
að halda yfir hátíðarnar. Reyna bara að
slappa af og hugsa um jesúbarnið, sem var
lagt í jötu lágt, en ríkir nú á himnum hátt, eins
og segir í kvæðingu, bjóða hina kinnina, svo að
hægt sé að gefa þér á kjaftinn þeim megin líka
— í góðu — og ef búið er að löðrunga þig ræki-
lega á báða vangana, þá eru þó alltaf rass-
kinnarnar eftir. Fagna því að valdhafarnir
eru búnir að gera helmingaskipti við félaga-
samfök til styrktar vangefnum sem hingað til
hafa setið einir að svolitlu tappagjaldi á
hverja gosflösku sem selst á afmæli
Jesúbarnsins. Þá er ekki úr vegi fyrir ríkis-
stjórnina að fá svo sem eins og helminginn af
þeim skerf, sem upphaf lega var ætlaður löm-
uðum og fötluðum með því að leggja örlítið
gjald á hvern eldspítustokk. Það er ástæðu-
laust að þeir einir sitji að eldspitnatekjunum,
sem búa við líkamleg örkuml, enda er það
almannarómur að ríkisstjórnin sé það illa á
sig komin núna, að hún sé vel að helminga-
skiptum við lamaða og fatlaða komin.
í kvöld eiga allir að vera góðir og jákvæðir.
Dansa í kríngum jólatréð, syngja blessaða
jólasálmana og rifja upp guðspjallið. Ekki
fara vitlaust með sálmana og jólaguðspjallið,
eins og Stjáni vinur minn baukur, sem var
einn aðal heimspekikennari minn vestur i bæ
þangað til ég fermdist. Hann söng á jólunum:
„Hann var í jötu lagður, lagður lágt
en reykir nú á himnum hátt
og hellilúka já og já
Hann var í jötu lagður, lagður lágt
og hellilúka já og já og já".
Stjáni baukur kenndi mér líka jólaguðspjall-
ið svona:
,,Þá bar svo við, að þrír vitleysingar komu
frá Austurlöndum með bull, ergelsi og pirru".
Nú er Stjáni baukur dauður og kennir ekki
lengur heimspeki, sálma og guðspjöll, en ég
orðinn f ullorðinn og fer rétt með f ræðin, þó að
mér finnist þau kannske skemmtilegri og
skiljanlegri í búningi Stjána.
Nú er líka kominn aðfangadagur, búið að
loka búðunum, svo ástæðulaust er að vera að
ergja sig yfir því hvað það hafi kostað að
kaupa í jólamatinn. Ekki þarf að hafa
áhyggjur af brennivínsprísunum. Allir
brugga. En af því að menn eiga að vera svona
ósegjanlega góðir á jólunum, þá er rétt að
minna á að bannað er að stelast í bjór eða
brennivin á aðfangadagskvöld. Þetta er fyrst
og fremst hátíð barnanna, og munið umfram
allt að gleyma ekki að muna eftir Jesúbarn-
inu, sem fæddist til að f relsa heiminn austur í
— eins og sagt er í útvarpinu — Miðjarðar-
hafsbotnum fyrir tvöþúsund árum. Eftir því
sem Hjálparstofnun kirkjunnar segir okkur,
deyja um þessar mundir um áttatíuþúsund
manns úr hungri á dag í heiminum bróður-
parturinn vist saklaus börn. Vonandi gleymist
þessi hryggilega staðreynd í jólagleði og
glaumi okkar á afmælisdegi frelsarans. Sum-
um finnst e.t.v. að hægt haf i gengið að frelsa
heiminn, úr því hann iítur út eins og hann gerir
i dag, en á jólunum eigum við öll að líta björt-
um augum til framtiðarinnar, halda jólin
hátíðleg, gefa gjaf ir, éta og drekka til hátíðar-
brigða og fyrir alla muni, „slappa af".
Og um leið og ég óska þjóðinni til hamingju
með jólin „f yrir mína hönd og annarra vanda-
manna", þá ætla ég að fara að sið prestanna
og biðja skapara hinins og jarðar að blessa
forsetann, fósturjörðina, ríkisstjórnina, lög-
g jaf arsamkunduna, atvinnuvegina, en
umfram allt mína nánustu. Hinir geta séð um
sig.
Blessun fósturjarðarinnar mun helgast af
þeirri staðreynd að hún er varin af vinum sín-
um fyrir óvinunum. Gæfan mun brosa við
ríkisstjórninni, þegar hún er búin að ná öllu
tappagjaldinu af vangefnum, og máttur mun
færast í umsvif hennar þegar eldspítnatollin-
um hefur verið náð til fullnustu af lömuðum
og fötluðum, en sjúklingar fara að verða með-
alaþurfi. Ef til vill mun það verða gæfa
Alþingis í framtíðinni að komast til botns í
þeim aðsteðjandi vanda, sem islensk réttritun
virðist vera. Hallinn á rekstri atvinnuvega
getur hvorki talist gæfa né ógæfa, heldur eðli-
legt ástand. Að lokum óska ég mér og minum
nánustu guðs blessunar og vona að ég
persónulega hafi um hátíðarnar nóg að éta og
drekka, bita og brenna. Það er þá einum færra
í heiminum sem þarf að drepast úr hungri á
jólunum.
Hvað segir raunar ekki i trúboðssálminum:
Ef hrjáir mannkyn garnagól
er gott aö messa og messa.
Þá mun herrann heims um ból
hugga blessa og blessa.
Flosi.
Kýrin heitir Huppa
og mjaltakonan Halla
Mjólkurdagsnefnd aug-
lýsti eftir tillögum frá
börnum og unglingum um
gott nafn á íslensku kúna
og mjaltakonuna. Er hug-
myndin að tengja þessi
nöfn sérstöku vörumerki,
sem notað hefur verið lítiis
háttará mjólkurafurðir, en
nú er gert ráð fyrir að nota
það i ríkari mæli framveg-
is.
Samtals bárust 940 tillögur. 1
atkvæðagreiðslu Mjólkurdags-
nefndar fékk tillaga með nöfnun-
um Huppa og Halla flest atkvæði.
Þrir seðlar voru með þessum
nöfnum, svo að draga varð um
vinningshafa. Upp kom nafn 11
ára stúlku Eydisar S. Einars-
dóttur, Fýlshólum 1, Reykjavik.
Verðlaun þau, er Eydis hlýtur,
er ársnyt úr fyrsta kálfs kvigu á
Brúnastöðum i Hraungerðis-
hreppi. 1 fjósinu á Brúnastöðum
eru þrjár kvigur, sem allar eiga
að bera i febrúar. 1 dag, (21.
des.), fékk Eydis að velja þá
kvigu, sem henni leist best á og að
sjálfsögðu var kvigan skirð á
stundinni: Huppa.
Vonandi reynist Huppa vel,
enda varla við öðru að búast, þvi
að henni standa miklir kynbóta-
gripir.
Eydis mun fá senda greiðslu frá
Mjólkurbúi Flóamanna
mánaðarlega eftir að Huppa ber.
Það verður ekkert dregið frá, þótt
verðjöfnunargjald verði tekið af
mjólkinni, og flutningskostnaður
eða sjóðagjöld koma heldur ekki
til frádráttar. Þannig að Eydis
fær greitt fyrir mjólkina verð-
lagsgrundvallarverð, eins og það
er á hverjum tima. Fram til 1.
mars er það ákveðið kr. 111,16 á
litra. Ef Huppa stendur sig vel,þá
ætti hún að geta skilað Eydisi allt
að 3000 litrum af mjólk yfir
mjaltaskeiðið.
Allir, sem sendu tillögur að
nöfnum á kúna og mjaltakonuna
hafa fengið senda gestaþraut frá
Mjólkurdagsnefnd, sem þakk-
lætisvott fyrir þátttökuna. Gesta-
þrautin er með mynd af vöru-
merkinu, það er Huppa og Halla,
sem á aö raða rétt samaij.'
Blaðið óskar Eydisi til ham-
ingju með þessa nýstárlegu jóla
Buxna tereline,tvibreið,kr. 985.-pr.m.
Drillefni(Denin), tvibreið, kr. 695,-pr.m.
Kjóla-og blússuefni ,kr. 495.-pr.m.
Ullarkápuefni, tvibreið, kr. 1495,- pr.m.
Dragtefni, pr jónasilki, Jersey,
20-50% afsláttur
Bútar á hálfvirði.
Notið tækifærið — Drýgið
peningana — Ekki veitir af
Metravörudeildin
Miðbæjarmarkaðurinn — Aðalstræti 9.
Eydfs og Huppa.
Eydis og Agúst á Brúnastööum