Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 3
Sigurður Líndal Laugardagur 24. desember 1977 I ÞJÓDVILJINN — 8!ÐA l Víkur úr BSRB Eins og menn rekur minni til skrifaði Siguröur L'indal prófessor heldur óvinsamlegar greinar um forystumenn BSRB meðan á verkfalli opinberra starfsmanna stóð i haust. Nú er BSRB meö málarekstur fyrir félagsdómi en einn af dómendum hans er ein- mitt Sigurður Lindal prófessor. Málið sem um ræðir höfðar BSRB fyrir hönd Félags islenskra sima- manna á hendur fjármálaráð- herra vegna túlkunar á kjara samningi sem varðar rúmfatnað simamanna sem hafa aðsetur i vinnuskúrum. Að kröfu BSRB hefur Sigurður Lindal vikið úr dómi vegna skrifa hans i haust um forystumenn BSRB. -GFr Siguröur Lindal félagsdómi að kröfu BHM mótmælir nýjum álögum Bandalag haskólamanna hefúr sent út eftirfarandi ályktun: 1) Siðustu dagana fyrir jó.li meðan þjóðin var önnum kafin við jólaundirbúning voru lögð fram og samþykkt á alþingi nokk- ur lagafrumvörp sem fólu i sér verulega auknar álögur á lands- menn. M.a. voru samþykkt iög um skyldusparnað og ráðstafanir i rikisfjármálum og vill BHM mót- mæla þessari nýju skattlagningu. 1 fyrsta lagi eru þessi lög aftur- virk, þ.e.a.s. hér er um að ræða skattlagningu á tekjur ársins 1977. I öðru lagi er hér fyrst og fremst um að ræða álögur á laun- þega. Hér er þvi um vaxandi mis- rétti að ræða meðan undandrátt- ur tekna er jafnmikill og alkunna er. í þriðja lagi eru tekjumörkin of lág. í þvi sambandi má nefna að hjón með tvö börn þurfa að greiða skyidusparnað af mánaðartekj- um, sem voru hjá hvoru um sig yfir 144 þús. á mán. og getur það varla talist hátekjufólk. Hér er oft um að ræða ungt íólk, sem er að koma sér upp húsnæði og koma þessar ráðstafanir illa við það. í fjóröa lagi hefur nýlega verið gengið frá kjarasamningum og skeröa þessar ráöstafanir að sjálfsögðu þá samninga verulega. Þar sem hér er um að ræða bindingu þessa fjár i svo langan tima eða allt að 6 ár má segja að þetta sé nær því að vera skattur en skyldusparnaður. Þá eru ekki greiddir vextir af þessu fé og verðbætur eru ekki greiddar fyrir allt tímabilið. Það fer ekki hjá þvi að sá grunur læðist að mönn- um að þetta verði i raun og veru aldrei endurgreitt, sbr. það að þegar endurgreiða á skyldu- sparnaðinn frá 1974 eru sett ný lög um skyldusaparnað, sem hafa það I för með sér að flestir þurfa að greiða margfalt meira I skyldusparnað á árinu 1978, en þeir fá endurgreitt. Loks má benda á að jaðarskatt- ur er með hækkun sjúkratrygg- ingagjalda kominn upp I 63%. Bandalag háskólamanna mót- mælir einnig harðlega nýjum lög- um um skyldu lifeyrissjóða til að verja 40% af ráðstöfunarfé sinu til kaupa á verðtryggðum skulda- brefum. Gera má ráð fyrir að þetta skeröi lánagetu sjóðanna verulega og hefur þetta þvi óbein áhrif á kjör launþega. Auk þess er sllk skerðing á rétti lifeyrissjóð- anna til aö ráðstafa eigin fjármagni I meira lagi óeðlileg. Lífeyris- sjóður sjómanna Lagt hefur verið fram laga- frumvarp um breytingu á lögum um llfeyrissjóð sjómanna. Breyt- ingin samkvæmt frumvarpinu frá núgiidandi lögum er I þvi fóigin að samkvæmt frumvarpinu er heimilt að ávaxta fé sjóðsins mcð skuldabréfum, tryggðum meö veði I fasteignum, enda sé veð- tryggingin innan við 50 hundraös- hluta af brunabótamati viðkom- andi fasteignar. Samkvæmt núgildandi ákvæð- um er kveðið á um, að skylt sé aö tryggt sé með 1. veörétti I fast- eignum, en það hefur haft i för með sér óþægindi fyrir félaga sjóðsins. Hafa þeir þurft m.a. að afla sér ríkisábygðar, ef önnur lán eru tryggð með 1. veðrétti. Með þessari lagabreytingu eru ákvæðin færð til samræmis við gildandi reglur i flestum llfeyris- sjóðum. Flutningsmenn frumvarpsins eru Pétur Sigurðsson, ólafur G. Einarsson, Garðar Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson. WMIiK Hefurðu séð MaUbu? Malibu er nýjasti Chevrolet á markaðinum í minni stærðarflokkunum. Hann er búinn öllum eftirsóttustu þægindum og aukabúnaði Chevrolets - á einu verði. Enginn sjálfsagður aukahlutur og lúxusbúnaður undanskilinn í „standard“ bílnum svo sem: sjálfskipting, aflhemlar, vökvastýri, veltistýri, litaðar rúður, 8 strokka vél, mælar í stað ljósa, heil grind, styrkt fjöðrun. f fyrra keyptu fleiri Chevrolet en allar aðrar gerðir amerískra bíla samanlagt: -og enn kaupa flestir Chevrolet, sem fá sér amerískan þessa dagana. m& Véladeild M Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. sendir öliu sínu starfsfólki á sjó og landi ásamt Grindvikingum og öllum landsmönnum bestu jóla- og nýársóskir. Þakka öll góð samskipti á liðnum árum. Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. Grindavik Sendum viðskiptavinum okkar og lesendum Þjóðviljans bestu óskir um Gleðileg jól og farsœld á komandi ári VOÐVIIIINN auglýsingadeild

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.