Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. desember 1977
Laugardagur 24. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
SINN ER JOLASIÐUR
í LANDI HVERJU
r
Spjallað við sex útlendinga, búsetta á Islandi um jólahald á þeirra heimaslóðum
TEKKOSLOV AKIA:
Dana Fi?arová Jónsson er
tékknesk og hefur búiö hér á landi
frá 1972, að undanteknu einu ári,
er hún dvaldist i Japan. Dana er
islenskur rikisborgari. Hún starf-
ar á ljósmyndadeild Þjóðviljans.
Auk þess stundar hún fimleika-
þjálfun, en hún var þekkt fim-
leikakona i heimalandi sinu og
var i tékkneska landsliöinu i fim-
leikum.
Fiskur á þurru landi
—- Er leið að fyrstu jólunum
minum hér á Islandi, fór ég að
kaupa fisk, segir Dana. Aðalrétt-
urinn á aðfangadagskvöld jóla
heima i Tékkóslóvakiu er nefni-
lega fisksúpa og steiktur vatna-
karfi, sem heitir Kapr. Ég hef
reyndar prófað að gefa islending-
um þennan fisk að borða úti i
Prag, en þeim fannst hann ósköp
sem eru undir jólatrénu. 1 minni
fjölskyldu er aftur borðað kl. 11
um kvöldið, og þá reykt svinakjöt
með sterku kryddi.
Kl. 12 á miðnætti byrja messur i
kirkjunum. Þar er mikill söngur
og hljóðfæraleikur. Kaþólsk trú
er ráðandi i Tékkóslóvakiu, en ég
held að fólk sé yfirleitt ekki mjög
trúað. Menn fara frekar i kirkju
til að njóta góðrar tónlistar og
prédikunar. Kirkjurnar eru eins-
konar menningarmiðstöðvar og
þar er oft flutt góð sigild tónlist. A
jólanóttina eru kirkjurnar alltaf
yfirfullar.
Komið við á vinkránni
A aðfangadagskvöld eru allir
heima milli kl. 5 og 10, en þá opna
vinkrárnar aftur og þangað fara
margir áður en þeir fara i kirkju.
Eftir hádegi á aðfangadag fara
Dana Jiónsson: Þetta er enginn
fiskur, sögðu Islendingarnir.
Glænýr fiskur á
aðfangadagskvöld
bragðlaus. Þetta er enginn fiskur,
sögðu þeir.
Vatnakarfinn veiðist i ákveðnu
vatni i Suður-Tékkóslóvakiu, en
þar er ég fædd og uppalin. Veiðin
fer þannig fram, að vatnið er
tæmt, siðan vaða menn út i botn-
eðjuna og draga fiskinn i netum á
land. Fiskurinn er siðan geymdur
lifandi i vatni og seldur á götum
úti i stórum vatnsfötum. Viku
fyrir jól eða þar um bil kaupa
menn karfann, fara með hann
heim og geyma hann lifandi i bað-
karinu i nokkra daga. Fiskurinn
er siðan drepinn að morgni að-
fangadags og borðaður á að-
fangadagskvöld.
Enginn má standa upp frá
borðum
— A aðfangadag fasta menn og
borða ekkert fyrr en þessi fisk-
máltið er, en það er milli kl. 5 og
6. Þá er borið á borð, fjölskyldan
sest til borðs og hver óskar öðrum
gleðilegra jóla. Enginn má fara
frá borðinu meðan á máitiðinni
stendur, jafnvel þótt eitthvað
vanti, t.d. saltið. Það er lika göm-
ul venja að jöfn tala gesta sitji við
borðið, en helst ekki oddatala.
Eftir matinn fá allir jólagjafir,
margir i heimsókn til vina og ætt-
ingja, lyfta glasi og óska gleði-
legra jóla. 011 heimili eru opin
gestum frá hádegi aðfangadags
og fram til kl. 4 eða 5. Mikið er
spilað á aðfangadagskvöld og far-
ið i gamla fjölskylduleiki.
— Er mikill undirbúningur fyrir
jólahaldið?
— Konurnar baka margar teg-
undir af kökum og tertum, eink-
um þó smákökur, sem eru mjög
litlar. Jólagjafir eru svipaðar og
hér. Jólaskreytingar eru i versl-
unum og á götum úti. Jólatréð er
alltaf skreytt eftir hádegi á að-
fangadag, og þegar ég var litil,
mátti ég ekki sjá tréð fyrr en búið
var að borða.
— Hvernig fer jóladagurinn
fram?
— Þá er aðalhátiðin. í hádeginu
er besti maturinn, sem er gæs.
Menn eru ýmist heima, heim-
sækja kunningja eða fara i fjöl-
skylduboð. A jóladag eru lika
messur.
— Jóladagurinn er þá fridagur?
— Já, það er unnið fram að há-
degi á aðfangadag, og fri á jóla-
daginn.
— Hvað er að frétta af jóla-
sveinum i Tékkósióvakiu?
— Jólasveinninn er Sankti
Nikulás. Hann fer milli húsa og
heimsækir börnin. Oft taka
nokkrar fjölskyldur sig saman og
fá einhvern pabbann til að leika
jólasveininn. Sankti Nikulás hef-
ur með sér stóra sokka og i þeim
er sælgæti, ávextir og hnetur
handa góðu börnunum, en kál,
kartöflur og jafnvel steinar sem
ætlað er þeim óþekku. í för með
jólasveininum er svartur púki,
sem bundinn er við hann og lætur
ófriðlega. Jólasveinninn spyr
krakkana hvort þau séu þæg og
góð, og ef þau eru það ekki,má sá
svarti dangla i þau með vendi.
Krakkarnir syngja fyrir jóla-
sveininn og fá sokkinn að launum.
— Finnst þér vera munur á
jólaste mm ningunni', hér og i þinu
heimalandi?
— Já, jólastemmning er öðru-
visi hér en i Tékkóslóvakiu. Mér
finnst meiri hátiðarbragur þar á
jólahaldinu,og það er eins og há-
tiðin sé meira i fólkinu sjálfu,
frekar en á ytra borði. Fjölskyld-
an er mjög mikið saman á jólun-
um og allir reyna að vera góðir,
tala saman og láta öll þrætumál
niður falla.
Vetrarmynd frá Prag.
FiNNLAND:
Allir í sauna
á aðfangadag
Barbro S. Þórðarson er finnsk
og hefur búið hér á islandi i rúm
23 ár, og nær allan þann tima i
Hafnarfirði. Hún er lyfja-
fræðingur og starfar i Hafnar-
fjarðarapóteki. Hún er fædd i
Borgá, nokkuð stórum bæ um 40
km fyrir austan Helsinki, en sá
bær hefur það m.a. sér til ágætis,
að þar fæddist Runeberg, finnska
þjóðskáldið. Barbro Skogberg,
eins og hún hét i Finnlandi, er
ekki islenskur rikisborgari þrátt
fyrir 23 ára búsetu hér. Hún er
mótfallin nafnbreytingunum og
segist ætla að biða þar til þeim
reglum verði breytt.
Fjölskylduhátíð
— 1 raun og veru finnst mér
ekki svo mikill munur á jólahaldi
hér og i Finnlandi, segir Barbro.
E.t.v. er mesti munurinn á
matnum; annars er jólahaldiö
mjög svipað. Það er reyndar mis-
jafnt eftir stöðum i Finnlandi. 1
minum heimabæ héldum við
meira kyrru fyrir um jólin en hér
tiðkast. Jólin voru fjölskylduhátið,
og ekki voru haldin stór jólaboð.
Við lásum góðar bækur og spil-
uðum, en ekki þó á jóladaginn.
Alltaf fórum við i kirkju snemma
á jóladagsmorgun, kl. 6. Eftir að
komið var úr kirkju var jólakaffiö
drukkið.
Svínslæri
í jólamatinn
— Hvernig fór aðfangadags-
kvöld fram? |
— A aðfangadagskvöíd var
alltaf byrjað á þvi að fara I
gufubað. Það var ekki hægt að
taka á móti jólunum nema að
vera hreinn, og ég sakna þessa
siðar oft hér. Aðalrétturinn á
aðfangadagskvöld er svinasteik.
Þá er keypt heilt læri, saltað eða
reykt, og steikt i ofni. Með þvi er
rófustappa, kartöflustappa og
risbúðingur. Þetta er borðað heitt
á aðfangadagskvöld, en kalt á
jóladag. Sami maturinn er þvi
borðaður báða dagana og sparar
það mikla eldamennsku. 1 forrétt
er sildarsalat og soðinn fiskur
með hvitri sósu. Ég hef reynt að
halda þessum finnsku
matarvenjum hér, að sjálfsögðu i
bland við islenska hangikjötið, og
fjölskyldan er mjög hrifin af þvi.
— Hvernig voru jólagjafirnar?
Finnar byrja jólin með því að fara I gufubað.
Barbro S. Þórðarson: Of rnikiC
umstang hér um jóiin.
— Jólagjafirnar voru ekki eins
glæsilegar og hér tiðkast nú.
Maður bjó oftast til gjafirnar
sjálfur og minna var um keyptar
gjafir. Og það var fyrst og fremst
hugsað um að gjöfin kæmi þeim
vel, sem átti að fá hana.
— En jólaskreytingar?
— Ég hef vanist þvi að jólatréð
sé stórt og með hvitum kertum.
Aður tiðkuðust vaxkerti, en nú
höfum við rafmagnsljós sem
likjast þessum kertum. Svo eru
kúlur á trénu og oftast stjarna á
toppnum. Aðrar jólaskreytingar
eru úr blómum, greinum og
kertum.
Gefendur óþekktir
— Og jólasveinninn kemur með
gjafirnar?
— Já, það finnst mér svo
skemmtilegt hér, að hafa svona
marga jólasveina. 1 Finnlandi er
bara einn jólasveinn. Hann
kemur i húsin og útdeilir
gjöfunum. Það var þannig þegar
ég var krakki, að við vissum ekki
hver gaf hverja gjöf,- það var
jólasveinninn sem kom með þær
allar og skipti þeim milli
barnanna. A aðfangadagskvöld
er borðað kl. 6 og enginn mátti
standa upp frá borðum fyrr en
búið var að borða. Siðan var
vaskað upp og svo voru pakkarnir
opnaðir. Þetta reyndi oft á þolin-
mæði barnanna.
Jólaglögg og smákökur
— Er eitthvað sem þú saknar
af anda finnsku jólanna?
— Ég sakna þess að hafa ekki
meiri ró, mér finnst of mikið um-
stang hér um jólin. Hér fer langur
timi i undirbúning jólanna, en
mér finnst að fólkið i Finnlandi
gefi sér betri tima til að tala sam-
an og heimsækja kunningjana
fyrir jólin. Þá er gjarna kveikt á
kertum og menn drekka jólaglögg
og borða smákökur. Hér eru allir
á spani fyrir jólin og þótt maður
smitist kannski af þvi, þá saknar
maður samt þessa rólega og
vingjarnlega andrúmslofts.
KANARIEYJAR:
Maís handa
úlföldunum
Nokkur hundruð islendingar
eru nú á Kanarieyjum og dveljast
þar i sólinni um jólin. En hvernig
halda innfæddir Kanarieyingar
jólin hátiðleg? Maria Teresa
Jónsson er fædd og uppalin i höf-
uðborg eyjanna, Las Palmas.
Hún er hjúkrunarfræðingur og
starfar á Landakotsspitala. Hún
hefur nú búið á tslandi I 6 ár, en
hún lærði hjúkrun I Englandi og
þar kynntist hún manni sinum,
Páli Hciðari Jónssyni. Maria Ter-
esa Goncalves hét hún heima i
Las Palmas. Maria ætlar að
fræða okkur svolitið um jólahald-
ið á Kanarieyjum.
Sólskinsjól
— Veðriö gerir að sjálfsögðu
aðalmismuninn á jólahaldinu hér
og heima á Kanarieyjum,. segir
Maria. Þar eru rauð jól og sól-
skin. A daginn er 20-22 stiga hiti
um jólaleytið, en fer niður i 16 stig
á nóttinni. Fólkið er léttklætt og
mikið á ferli úti. A aöfangadag
fara margir til miðnæturmessu.
Aðaljólamaturinn er kalkún, og
er hann borðaður á jóladag. A aö-
fangadag er yfirleitt kjúklinga-
súpa eða steik. Eftir messuna á
jólanótt drekka menn kampavin
og borða kökur og turron, en það
er sérstakt jólasælgæti, mjög
sætt. Þrjár tegundir eru til af
turron, og tvær þeirra eru með
hnetum, en ein með eggjum.
Turron er alltaf haft meö kaffinu
um jólin og kemur i staöinn fyrir
smákökurnar hér.
— Hvernig fer jóladagurinn
fram?
— Jóladagur er aðallega fjöl-
skyldudagur og menn . eru þá
heima. Kvikmyndahús og
skemmtistaðir eru ekki opnir.
Hádegisverður er kl. 2, það er að
jafnaði kalkún, en um kvöldið er
borðað eitthvað léttara. Flestir fá
fri i vinnu frá hádegi á aðfanga-
dag, en búðir eru þó opnar fram á
kvöld. Annar i jólum er ekki til.
Mikið lagt í matinn
— Er mikill jólabakstur?
— Nei, bakstur er ekki eins
mikill og hér. Við kaupum kök-
urnar frekar i bakarii. Hins veg-
ar er mikiö lagt i matinn.
Kaikúninn er fylltur upp með
ýmsu góögæti og eldaðar súpur
og búöingar lagaðir.
Betlehemstyttur
— Hvernig eru jólaskreyting-
ar?
— Jólatré eru á mörgum heim-
ilum og viða eru gerðar eftirlik-
ingar af Betlehem i heimahúsum
Það er lika i kirkjunum, og að
lokinni messu kyssa allir kirkju-
gestir á fætur Jesú. Betlehem-
stytturnar eru úr leir og fleiri
efnum og sumar þeirra eru stór
listaverk. Þarna er allt á sinum
stað, fjárhúsið, Maria mey meö
Jesúbarnið, bændur, fuglar á
tjörnum o.s.frv. Þetta er oft eins
og heill bær. Betlehem-stytturnar
eru hafðar á stóru borði, ýmist
frammi I gangi við útidyrnar eða I
borðstofunni. En að öðru leyti eru
húsin ekki skreytt eins og hér,
jólatréð og Betlehem-þorpið eru
látin nægja. Utanhúss eru engar
skreytingar, aðeins eitt og eitt
jólatré.
— Eru ekki einhverjir fleiri há-
tiöisdagar um jólaleytiö?
— Dagur heilagrar Lúsiu er 13.
desember. Þann dag, a.m.k. hér
áður fyrr, settu börnin maisfræ I
„Fingur guðs” heitir þessi sér-
kennilega hamrastrýta á Gran
Canaria.
smápotta. Siðan fylgdust
krakkarnir spennt með þvi er
korniö óx. Þessu fylgdi sú saga,
að úlfaldarnir, sem vitringarnir
kæmu á aðfaranótt 6. desember,
borðuðu maisinn. Pottarnir voru
settir út I glugga eða I hjá Betle-
hem-styttunum. Þetta er mjög
gamall siður.
Jólagjafir í janúar
6. janúar er lika fridagur og þá
eru jólagjafirnar gefnar. Búöir
eru opnar til kl. 12 eða 1 kvöldið
áður, likt og á Þorláksmessu hér.
Allir þyrpast út á göturnar, lika
þeir sem búnir eru að kaupa allar
gjafir, og mikill hávaði og læti eru
á götunum. En eiginmennirnir
kaupa yfirleitt ekki gjafirnar
handa konunum fyrr en þennan
dag. 6. jan. er allt lokað, nema
Maria Teresa Jónsson:
Krakkarnir týndu jólunum á
Kanarieyjum.
hvað viða eru haldnar
skemmtanir fyrir börnin, dans-
leikir, tombólur og þviumlikt.
Börnin heimsækja hvert annað og
sýna jólagjafirnar. Þessi dagur
er fyrst og fremst dagur barn-
anna.
Mikið af útlendingum
— Eru þá engar gjafir gefnar á
aöfangadagskvöld?
— Jú, það eru hengdar smá-
gjafirá jólatréð. Og jólasveinninn
er farinn að koma með útlending-
unum. Það er alveg ofboðslega
mikið af útlendingum þarna um
jólin. Þetta virðist lika vera að
breytast meira I þá átt, að fólk
gefur meira á aðfangadagskvöld.
Það eru alþjóöleg áhrif, sem
valda þvi.
Tólf vínber kl. 12
— Hvernig fagna Kanarieying-
ar áramótunum?
— A gamlárskvöld eru allir úti
og þá er dansað fram á morgun.
Aðaldansleikurinn er i þjóðleik-
húsinu okkar, Theatre Berez
Galdos. Eftir dansinn fá menn sér
heitt kaffi eða súkkulaöi og
churros, sem einskonar þjóðar-
réttur á eyjunum. Það eru kökur,
búnar til úr hveiti, lyftidufti og
smjöri. Þær eru steiktar og blása
þá út. En á miönætti á gamlárs-
kvöld eru vinber borin á borö, tólf
á hvern disk. Við hvern slátt
klukkunnar tina menn eitt vinber
upp i sig. A flestum heimilum er
vakað alla nýársnótt.
— Hvað hefur þú I jólamatinn
hér á Islandi?
— Við borðum alltaf hangikjöt
á aðfangadagskvöld og mér finnst
það mjög gott. En á jóladag reyni
ég að hafa kalkún, ef hægt er.
Jólatré á ströndinni
— Hefur þú veriö meö þinni
fjölskyldu á Kanarieyjum um jól-
in?
— Já, viö fórum þangaö út sið-
ustu jól og ég held aö krakkarnir
hafi hreinlega tapað jólunum þar.
Þeim fannst t.d. skrýtiö að sjá
jólatré á ströndinni i sólskininu.
Þaö fannst þeim ekki passa.
—eös
ÞYSKA ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ:
Stofulykill í svuntuvasanum
Siglinde Sigurbjarnarson er
þýsk, fædd i Schleiz i Thúringen i
Þýskalandi, nálægt landamærum
þýsku rikjanna. Hún hét Siglinde
Klein áður en hún giftist Tryggva
Sigurbjarnarsyni verkfræðingi og
nú er hún Islenskur rikisborgari
og heitir i opinberum plöggum
Sigurlina Rúdólfsdóttir. Siglinde
kom hingað tillands árið 1961, bjó
á Siglufirði i 5 ár, siöan I Hafnar-
firði og við Sogið, en frá 1974 hef-
ur hún búiö i Reykjavik. Hún er
rekstrarverkfræðingur að mennt,
en hefur ekki stundað það starf.
Asamt húsmóðurstörfum hefur
hún unniö á bókasafni Orkustofn-
unar siðan I haust.
— Siðustu jólin min heima voru
árið 1960, sagði Siglinde. — Þá
var ég I háskólanum I Dresden og
fór heim um jólin.
Gæs eða önd á jóladag
— Hvernig er jólamaturinn i
Thiiringen?
— Aðaljólamaturinn er ekki
borðaður á aðfangadagskvöld,
heldur á jóladag. En undirbún-
ingur jólahaldsins er liklega alls-
staöar svipaður hjá húsmæörun-
um. Fjölskylda min fór alltaf til
messu á aðfangadagskvöld, sam-
kvæmt gamalli hefð. Þegar gjafir
hafa veriö gefnar, er borðað kalt
borð, þ.e. pylsur, kartöflusalat,
brauð, álegg o.fl. Aöalmáltiðin er
svo á jóladaginn. Aðalkjötréttur-
inn er aligæs eða aliönd steikt i
ofni. Meö kjötinu er rauðkál og i
Thúringen er haft með þvi
„Klösse”, en það eru einskonar
kartöflubollur. Kartöflurnar eru
flysjaðar hráar og vatnið press-
að úr þeim. tJr þessari kartöflu-
stöppu eru gerðar bollur og i
hverja bollu eru oft settir tveir
eða þrir molar af steiktu fransk-
brauöi. Þetta er sett i sjóöandi
saltvatn og tekiö úr pottinum þeg-
ar bollurnar fljóta upp I vatninu.
Annars eru matarvenjurnar ólik-
ar eftir hinum ýmsu héruöum i
Þýskalandi.
— Býröu til svona bollur hér?
— Já, ég reyni að halda þessu
við hér, en þaö er oft erfitt að fá
nógu stórar kartöflur. Það verður
að byrja að verka kartöflurnar
snemma morguns. 1 minni
fjölskyldu i Þýskalandi voru 7
manns og oftast þurfti að skræla
fulla vatnsfötu af kartöflum.
Þetta er frekar þungur matur,
svo að menn þurfa helst að leggja
sig eftir matinn og eru jafnvel
varla búnir að jafna sig þegar
kominn er kaffitimi!
„Stollen”
— Hvernig er meö skreytingar
og aðra jólasiði?
— Jólatréö var alltaf skreytt
daginn fyrir aðfangadag. Siðan
var stofunni læst og mamma
geymdi lykilinn I svuntuvasan-
um. Messur eru kl. 4-5, en kl. 6
byr jaði jólahátíðin með þviaö all-
ir sungu Heims um ból. Siöan
voru jólapakkarnir opnaðir.
Þarna eru bakaðar sérstakar
jólakökur, „stollen”, búnar til úr
pressugersdeigi meö rúsinum og
möndlum. Deigið er hnoðað
heima, en siðan er farið meC það
tilbakara.sem bakar kökuna, þvi
kakan er mjög stór. Þetta er gert
strax um mánaöamótin
nóvember-desember, þvl að kak-
an batnar eftir þvi sem hún er
Slglinde Sigurbjarnarson: oftast
þurftiað skræla fulla vatnsfötu af
kartöflum.
geymd lengur. Einnig eru bakað-
ar piparkökur og aörar smákök-
ur, en ekki eins mikið af tertum
eins og i hér á Islandi. — Jóla-
skreytingar eru ekki eins miklar
og hér. Við höfðum bara jólatré
heima, alltaf meö kertum, svolit-
ið jólagreni aö visu, en engin jóla-
ljós i giuggum eða utanhúss. I
búðum voru jólaskreytingar og
jólatré á ráðhússtorguinu. Jóla-
sveinninn kom litið við sögu. Þeg-
ar ég var litil, var 6. desember
Nikulásardagur. Þá var skórinn
settur I glugga og maður fékk
eitthvað i hann.
Nytsamar jólagjafir
— Hvernig vjoru jólagjafirnar?
— Jólagjafir voru ekki eins
miklar og hér tiðkast. Þær voru
yfirleitt litlar og nytsamlegar, og
einnig var mikið um bækur og
sælgæti. Stelpur fengu þá stund-
um eitthvað i heimanmundinn.
— Eru margir fridagar yfir jól-
in?
— Yfirleitt er ekki unnið á að-
fangadag, en búðir eru þó opnar.
Það er óskráð regla aö börnin eru
heima á jóladag og hann er aö
sjálfsögðu fridagur, en þó er ekki
allt lokað eins og hér tiökast. Þeg-
ar ég var heima var annar i jólum
lika frídagur og þá fóru menn i
heimsóknir, i bió og á böll.
— Sækja margir jólamessurn-
ar?
— Það er siður hjá mörgum að
fara i kirkju á aðfangadagskvöld,
þótt fólk sé ekki mjög trúað. I
þessum landshluta er lúthersk
kirkja ráðandi, en þetta blandað-
ist þó mikið eftir striðið. Við höf-
um þann sið hér, að sækja þýska
messu á aöfangadag i Dómkirkj-
unni, þótt við séum ekki beinlinis
kirkjulega sinnuð.
Snjórinn tilheyrir jólun-
um
— Er mikill munur á jóla-
stemmningunni hér og heima i
Þýskalandi?
— Það er enginn sérstakur
munur þar á. Þorpið heima ligg-
ur meira en 400 metra yfir
sjávarmáli og þar er alltaf snjór
og kuldi um jólaleytiö. Það voru
þvi ekki mikil viðbrigöi fyrir mig
aö koma hingað til Sigluf jaröar,
þvi þarer lika oftast snjór um jól-
in. En hér fyrir sunnan heppnast
ekki alltaf að fá ekta jólasnjó. En
mér finnst jólin og snjórinn til-
heyra hvort öðru.
—eös
Sjá næstu síðu ^