Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN-j Laugardagur 24. desember 1977 í landi hverju FRAKKLAND Gérard Lemarquis er Parisar- búi, sem dvalist hefur á islandi i fjögur ár. Hann er giftur Kristinu Unnsteinsdóttur, og þau búa ásamt ungum syni sinum I Grjótaþorpinu, nánar tiltekið að Bröttugötu 3 A. í kjallaranum er afgreiðsla bókaútgáfunnar Bjöll- unnar, sem Kristin rekur með öðrum. Gérard kennir og sér um Franska bókasafnið á Laufásvegi 12. 5 klst. máltið Viö spyrjum Gérard fyrst, hvað sé helst ólikt með jólahaldi hér og I Frakkiandi. — Það eru fyrst og fremst matarvenjurnar, sem eru öðru- visi. Jólin eru fjölskylduhátið eins og alls staöar, en samt er al- gengt að fólk fari út að borða á aöfangadagskvöld. Margir sækja lika bió og leikhús, þótt miðar séu tvöfalt dýrari en venjulega. Yfir- leitt er byrjaö að borða kl. 12 á miðnætti. Menn fara ekki eins Allir Frakkar nota peningana fyrst og fremst til matarkaupa. Það fer a.m.k. eins mikið i mat- inn og i gjafirnar. Jólagjafir eru gefnar á jóladag. Sveinn með svipu — Eru einhverjir sérstakir sið- ir tengdir jólasveininum eða jóla- gjöfum? — Jólasveinninn kemur á að- fangadag. I gamla daga var sagt að tveir menn kæmu saman, jóla- sveinninn og annar sem klæddur var eins, nema hvaö hann var með svipu. Börnum var sagt, aö annað hvort fengju þau gjafir eða svipuhögg, eftir þvi hvort' þau hefðu verið þæg eða óþæg. Svipu- maðurinn var kallaöur „pére fouettarol”. Aður fyrr voru gjafir Jólin Gérard Lemarquis með son sinn fjögra mánaða I fanginu. Sá litli er I Paris um jólin að heilsa upp á afa og ömmu. Fjölskyldudýrkun Það er svo fyrir aöeins um 20 árum, að fullorðið fólk fer að fá gjafir á jólunum. En mér finnst vera mótsögn i þvi, að peningar eigi meiri þátt i jólunum nú en áð- ur. Jólin eru einmitt meiri kirkju- hátið og fjölskylduhátiö en þau voru. A jólunum fer fram eins- konar fjölskyldudýrkun, vegna þess að fjölskylduböndin eru orð- in laus. Jólin eru eini timi ársins, sem tryggir styrkleika fjölskyld- unnar. En þegar fjölskyldan var sterk heild, voru jólin mun heiön- ari en nú. Aður voru jólin hvild frá hinu trúarþrungna lifi, en nú þegar fólk er ekki lengur trúað, þá reynir það að sýna trú sina á jólunum og efla fjölskyldu- tengslin. Jólin eru kannski sið- asta hálmstrá fjölskyldunnar. Kyssast undir mistilteini — Fá Frakkar marga fridaga yfir jólin? — Það er fri eingöngu 25. des. og 1. janúar. A gamlárskvöld byrjar fólk að borða snemma, en síðasta hálmstrá fjölskyldunnar? mikið i kirkju og áður fyrr, en jólamessurnar hefjast kl. 12, svo að þeir sem fara i kirkju borða mjög seint. 1 litlum þorpum tiðk- ast þaö, aö allir ibúarnir fara i kirkju. Krakkarnir fara oft að hátta áður en maturinn byrjar og fá þá eitthvað á undan þeim full- orönu. Siöan hefst máltlðin og stendur oft i fimm klukkustundir. ■ Matarkaup númer eitt — Hvað er á boröum Frakka á jóiunum? — Það eru ostrur og sniglar með hvitvini til að byrja með. Siö- an er aligæsalifrarkæfa með sveppum, en aöalrétturinn er kal- kún, sem fylltur er kastaniuhnet- um. 1 eftirrétt er borðuð sérstök jólakaka, sem er bökuð i likingu jólagreinar. Á eftir er drukkiö kaffi og likjör. POLLAND: alltaf gefnar á nýjársdag, 1. janú- ar. Hitt eru tiltölulega ný banda- risk áhrif, að gefa gjafir á sjálf- um jólunum. — Er mikið um jólaskreyting- ar? — Það er algengt, einkum i Suður-Frakklandi, aö krakkar i hverju húsi geri litlar styttur sem þeir mála sjálfir. Á styttum þess- um má sjá jötuna og jesúbarniö, Maríu mey, vitringana með gjaf- irnar, asna, naut og fleira. Skreytingar á götum úti eru ekki eins mikiar og var fyrir nokkrum árum. Þær hafa verið tak- markaðar og er þaö liður I orku- sparnaðinum! A jólatrénu eru litlar gjafir, einkum sælgæti. Jólakort eru ekki send, bara ný- árskort. , Fjölskylduhátið — Eru jólin trúarhátið I Frakk-T landi? — Ég tel rangt að segja, aö jólin séu núna orðin peningahátið, en hafi áður veriö heilög trúarhátið. Aður voru jóladagarnir tækifæri fyrir fullorðna fólkið til aö borða mikið og fyrir börnin að fá gjafir. En þetta er lika að minnka aftur, vegna þess að margir flýja borg- irnar um jólin og fara á skiði. Klúrir jólasöngvar Um 380 urðu jólin kristileg hátið i Frakklandi, en áður höfðu þau verið heiðin hátið. Það var hins- vegar vandamál, að i Austurlönd- um var þessi hátið haldin 6. janú- ar. Páfinn ákvað þvi, að Jesús væri fæddur 25. desember, en vitringarnir þrir hefðu fært honum gjafirnar 6. janúar. Þetta var gert til að sætta kirkjurnar. A 17. og 18. öld voru jólasöngvar mjög vinsælir, en lögin voru alls ekki kirkjuleg, heldur alþýðulög, og textarnir þóttu oft ósæmilegir, og gerðu jafnvel grin að kirkj- unni. Af þessum ástæðum reyndi kirkjan að banna þessa söngva á 18. öld. A miðöldum voru lika sett á svið leikrit um jólin. Þau voru kölluð „leyndardómsfull ieikrit” og kirkjunni þótti þau óviöeig- andi. En á þessum tima voru jólin sá timi, sem fólk vildi slappa af frá hinu stranga trúarlifi, sem öll hversdagstilvera þeirra var reyrð i. Hátiðir voru tilbreyting á erfiðum timum, og það var hefð i kaþólskum löndum, að hátiðir báru mjög heiðinn blæ. kl. 12 á miðnætti kyssast allir undir mistilteini, sem hangir uppi og á það að veita öllum gæfu og gengi á nýja árinu. — Hvað er ólikast við jóla- stemmninguna hér og i Frakk- landi? — Jólastemmning er svipuö, nema hvað það munar miklu, að allir veitingastaðir eru opnir i Frakklandi, en hér er allt lokað. — Þið hjónin ætliö út til Frakk- lands um jólin? — Já, við verðum i Paris um jólin. Við ætlum i leikhús á að- fangadagskvöld og borðum siðan heima, — og við ætlum að boröa vel! —eös Vodka með moigunverðiniim Halina Guðmundsson er pólsk og hét Halina Bogatynska áður en hún giftist Atla Frey Guðmunds- syni og fluttist til tslands. Hún hefur veriö búsett hér f rúm 3 ár, kom hingað I október áriö 1974. - Manninum sinum kynntist hún i Englandi, þar sem þau voru bæði við nám. Halina er jarðeðlis- fræöingur og starfar hjá Orku- stofnun. Tólfréttaö áöur fyrr — Hver er heisti munur á jóla- haldi hér og i Póllandi? — Mesti munurinn er á matar- ræðinu og lika jólasiðunum. Pól- land er kaþólskt land og 24. desember, sem er aöalhátfðis- dagurinn þar, fasta menn og mega ekki borða kjöt. Þess vegna er bara etinn fiskur á aöfanga- dag. Brauð er lika undirstöðu- fæða I Póllandi. Aður en byrjaö er aö borða þennan dag er útdeilt hinu heilaga brauöi, sem svo er kallað. Það er ekki ósvipað oblátu á bragðið. Fjölskyldufaðirinnn byrjar yfirleitt að brjóta brauðið og deila því milli annarra i fjöl- skyldunni og um leiö óska menn hverjir öðrum gleöilegra jóla. Það er gömul hefð að hafa tólf rétti á boröum á aöfangadags- kvöld jóla, en yfirleitt láta menn sér nú orðiö nægja u.þ.b. sex rétti. — Hvað er þá á boröum? — Fyrst er rauðrófnasúpa. 1 hana eru settir sveppir, sem bakaöir eru inn i litlar hveiti- kökur. Með matnum er drukkiö staup af sterku vini, t.d. koniaki. Næsti réttur er flskur, venjulega vatnakarfi sem steiktur er á pönnu. Með honum er borið súr- kál og sveppir og oft er drukkið hvitvin með fiskinum. Siöan kemur kaka, oft með innbök- uðum sveppum og súrkáli. Þá er einhver sætur eftirmatur, t.d. kaka með ávöxtum og kompot. Siðast er svo boröuð terta, venju- lega hnetuterta, en stundum tvær eða þrjár mismunandi sortir. Kaffi og koniak er drukkiö með tertunni. Allir i kirkju á miönætti Þegar máltiöinni er lokið, kemur fjölskyldan saman umhverfis jólatréð og tekur upp jólapakkana og slöan syngja allir saman jólasálma. Kl. 12 á miðnætti fara allir I kirkju og þá eru göturnar þaktar fólki sem er á leið tii kirkju. Kl. 1 er messu lokiö og föstunni aflétt. Þá geta menn farið að borða kjöt! Tveir morgunveröir — Hvernig fer jóladagurinn fram? — A jóladagsmorgun eru tveir morgunveröir. Hinn fyrri er kaffi með sérstakri jólaköku. En kl. 11- 12 er kalt borð með skinku, fleski reyktri pylsu o.fl. Með þessu er mikiö af salati, majones og radisum. Með þessum morgun- Hallna Guðmundsson: messur á klukkustundar fresti á jólunum. verðiervenjulega drukkiö vodka. Þessi máltið endar með tertu og kaffi.Miðdegisveröur er svo kl. 4- 6 á jóladag. Þá er fuglakjöt á borðum, gæs, kalkún eða kjúk- lingar. Súpa er á undan og Is eða eitthvaö þvllikt á eftir. Skömmu siðar er svo boröuö terta og drukkið kaffi. — Hvað eiga menn frf marga daga yfir jólin? — A aðfangadag er unnið til kl. 1 eða 2 eftir hádegi, en 25. og 26. desember eru fridagar. Fjöl- skyldan er yfirleitt heima á aðfangadag, en á jóladag og dag- inn eftir er oft fariö i heimsóknir til ættingja. — Eru jólaskreytingar miklar? — Það er svipað og hér, og einnig jólakortog jólatré, þetta er mjög svipaö. En jólagjafir eru ekki eins miklar og tiðkast hér á lslandi. Dagur jólasveinsins — Segðu mér frá pólska jóla- sveininum. — 5. desember eða aðfaranótt hins 6. er heföbundinn dagur jólasveinsins. Þá kemur hann með gjafir handa börnunum og foreldrarnir setja gjafimar undir koddann. Fullorðnir skiptast lika gjaman á smágjöfum, t.d. á vinnustöðum. Jólagjafirnar sjálfar, sem gefnar eru á jólunum, eru frekar táknrænar. Það eru ekki stórar gjafir, e.t.v. bækur eða skrautgripir. Miklar hreingerningar — Er mikill undirbúningur fyrir jólahaldið? — Það er mikið bakað fyrir jólin, einkum tertur. Ég man vel eftir móöur minni bakandi alla nóttina fyrir einhver jólin. Nú kaupa margir kökur I búðum en baka llka eitthvaö sjálfir. Það er lika sterk hefð fyrir þvi, að húsiö veröi að vera algjörlega hreint á jólunum. Húsmæður eyöa þvi miklum tima I að gera allt hreint, hátt og lágt. — Er mikið um guðsþjónustur á jólunum? — Alla jóladagana eru messur jafnvel á klukkustundar fresti. Mjög margir sækja messumar og mikið er sungið i kirkjunum. Kirkjurnar eru fagurlega skreyttar fyrir jólin og algengt er að foreldrar fari með börnin viða um borgina og heimsæki margar kirkjur, bara til að skoða hinar fallegu skreytingar. Allt Ult útrekið Það má lika nefna það i sam- bandi við jólin, að 6. janúar er dagur vitringanna þriggja. Þá kaupa Pólverjar þurrkuö blóm og kveikja I þeim. Af þeim kemur sérkennUeg lykt og fjölskyldu- faöirinn gengur með þau um allt húsiö og fjölskyldan á eftir. A hverja huröi húsinu er ritað K-M- B með krit, þaö eru upphafsstafir vitringanna þriggja. Menn trúa þvl, aö við þetta hverfi allt illt frá þeim og allir i húsinu verði hamingjusamir og óhultir árið á enda. Mér finnst þetta svipað og hér, þegar fólk lætur ljós loga i gluggum alla nóttina á jólunum, það er eins og trygging gegn hinu illa. — Er mikill munur á jóla- stemningunni hér og I Póllandi? — Þaö er allsstaöar sérstök jólastemmning og svipuð viöast hvar. En e.t.v. eru jólagjafimar mikilvægari á lslandi vegna skam mdegisins. Innkaupin, annrikið og tilhlökkun bamanna fæla burt myrkriö úr hugum fólks. —eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.