Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1977, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. deacmber I»77 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11 r A tilraunastigi — Hvaða plöntutegundir telur þú hagkvæmastar i Skagafirði? — Eg gat þess áðan, að skóg- ræktin hér á landi væri enn á margan hátt á tilraunastigi og i Skagafirði er hún það að mestu leyti. En af þeim tegundum, sem þar hafa verið reyndar, tel ég aö besta framtíö eigi: birki, stafa- fura, bergfura, lerki og sitka- greni. Blágreni og rauðgreni get- ur einnig komið til greina, en þó naumast nema i skjóli af öðrum stormþolnari tegundum. Plöntur i garða tel ég ekki hér með. bar koma vissulega margar tegundir aðrar til greina, og sé þar um góða umönnun að ræða, geta jafn- vel viðkvæmar plöntur orðið álit- legar i skrúðgörðum. Fjárskorturinn versti þröskuldurinn — Hvað virðist þér að standi skógræktinni i Skagafirði mest fyrir þrifum? — Skortur á fjármagni. bar á ég ekki einungis við Skagafjörð, heldur allt Norðurland vestra. Ég tel að ekki væri áhætta að verja nokkru meira fé frá þvi opinbera til skógræktar á þessu svæði, þvi hingað til hefur það, að mér virð- ist, verið næstum þvi skoplega lit- ið. Sýslusjóður Skagafjarðarsýslu hefur árlega lagt nokkra fjárupp- hæð til skógræktar i héraðinu, og vonandi orðið þar til fyrirmyndar öðrum sýslufélögum á landinu. betta er vissulega ekki stór upp- hæð, en hún sýnir skilning sýslu- nefndar á góðu málefni. Skógarhögg — I hverju er starf þitt fólgið? — Ég annast rekstur uppeldis- stöðvar Skógræktar rikisins i Laugarbrekku hjá Varmahlið, ásamt dreifingu plantna þaðan um mitt umráðasvæði, svo og umsjá og eftirlit með skógræktar- girðingum og leiðbeiningastarf- semi. Erfid skógræktarskilyrdi — bau eru dálitið erfið, einkum vegna vor- og siðsumarfrosta. Næturfrost i júnimánuði eru nokkuð algeng, t.a.m. siðastliðið vor varð 7 stiga frost við jörð á Hólum i Hjaltadal aðfaranótt 5. júni. Svona kuldi, eftir að hlýindi hafa gengið, getur oft orsakað skemmdir á trjágróðri og þess hefur gætt talsvert i Skagafirði og raunar viðasthvar á Norðurlandi. beir eru kátir yfir uppskerunni. Alfur Ketilsson (annar frá v.), stjórnarmaður i Skógræktarfélagi Skagfirðinga, Sigurður Jónasson (þriðji frá v.), Matthias Eggertsson, kennari á Hólum (horfir til fjalls) og Hólasveinar. — Mynd: sibl. — Nú var ég að frétta að þið Sigurður Blöndal, skógræktar- stjóri, hefðuð brugðið ykkur norð- ur i Hóla fyrir nokkru og stundað þar skógarhögg um skeið? — Já, það er rétt. Skógræktar- félag Skagfirðinga fékk land á Hólum á sinum tima fyrir atbeina Kristjáns heitins Karlssonar, sem þá var skólastjóri þar. Var svo um talað að félagið fengi þarna eina 80 ha. Svo voru girtir um 20 ha árið 1957 og siðan sett upp girðing i Raftahliöinni 1960. í þessar girðingar hefur svo öðru hvoru verið plantað og mun nú búið að planta i um 50 ha. Ég held að segja megi að þessum plönt- um hafi mörgum farið vel fram. Skógræktarskilyrði á Hólum eru aö ýmsu leyti góð, eftir þvi sem um er að gera þar nyrðra. Við hjuggum þarna núna 300 jólatré og auk þess 80 — 90, sem af voru teknir toppar og greinar. I raun og veru var þarna fyrst og fremst um nauðsynlega grisjun að ræða, en ekki er lakara að geta komið trjánum i verð og á þvi eru engin vandkvæði. Flest þessi tré voru gróðursett 1963 og 1964. Og þetta hefur þó tognað úr þeim á þessum 13-14 árum. — mhg — Hvernig eru skilyröi til skóg- ræktar i Skagafirði? Hér er verið að flokka trén og laga þau til heima á llólum. Á miðri mynd má greina Matthias Eggertsson, kennara. Turn Hóladómkirkju I bak- sýn. — Mynd: sibl. bá ber þess að geta, að gróöur- setning hefur yfirleitt farið fram á graslendi (um lynglendi er naumast að ræða). Sakir þessa hafa oft orðið nokkur vanhöld þar sem grasvöxtur hefur verið mik- ill, en umhirða, sem kostar mikla vinnu, ekki verið nægjanleg. Skógarvörður i skóglausasta landshlutanum — bú ert skógarvörður á Norð- urlandi vestra. Hvenær tókstu við þvi starfi? — Já, svo á það að heita, skóg- arvörður i skóglausasta hluta landsins, þar sem naumast finn- ast nokkrar eldr^ skógarleifar. Aöeins skógræktargiröingar hér og hvar, sem gróöursett hefur verið i á siöari árum, og viða eru plönturnar það ungar, að þær eru naumast farnar að gægjast upp úr grasinu. bað væri þvi ekki óliklegt að starfsheitið skógar- vörður þætti naumast raunhæft við þessa aðstöðu. Ég var ráðinn skógarvörður i þessu umdæmi árið 1950, en hafði þá starfað að skógrækt um 5 ára skeið. Skógarhögg er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni. Með jólatré á bakinu niður Raftahlið. — Mynd: sibl. Hér er Sigurður Jónasson skógarvörður (til h.) og einn Hólasveina að virða fyrir sér stafafuruna I Raftahlið, inn og upp af Hólastað. bessi stafafura var gróðursett 1963 og hefur vaxið mun betur en i Kolluláginni. — Mynd: sibl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.