Þjóðviljinn - 12.02.1978, Page 5

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Page 5
Sunnudagur 12. febrúar 1978 1 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Menn halda áfram aö skrifa eitt og annað. Það er enginn endir á þvi vanitati. Einu sinni var ungur rithöfundur og dálitið reiður. Hann hét John Braine og skrifaði fræga sögu, Room at the Top. Þar segir frá ungum manni úr verklýðsstétt, sem langar til að komast áfram i lif- inu og það gerir hann með hag- kvæmri giftingu og með þvi að kasta á glæ sinu lifsblómi. Þetta þótti alþýðleg samfélagsádeila og varð vinsæl. Svo varð John Braine sjálfur rikur og komst ,,upp á toppinn” og fór að skrifa með velþóknun um dugnaðar- menn sem koma sér upp i mannfélagsstiganum með þvi að vaða eld og vatn og skilja eft- ir þá lötu og heimsku eins og þeir eiga skilið. Sjálfur er John Braine orðinn einhver mestur afturhaldsgaur sem um getur á Bretlandi: Hann vill banna getnaðarvarnir, mælir með likamsrefsingum og mundi ágrátandi frétta af þvi að forystumenn suðurafriskra blökkumanna yrðu gerðir úr heimi hallir. Þvi var nú á hann minnst, að hann hefur nýlega skrifað leiðarvisi fyrir þá sem vilja skrifa skáldsögur. Leiðar- visirinn heitir „Writing a Novel”. Braine huggar áhuga- menn með þvi, að það sé ekki mikill vandi. Til þessa þarf hvorki lifsreynslu né hugarflug. „Slappaðu af og biddu eftir réttum tón. Hafðu bara áhyggj- ur af byrjuninni, kærðu þig koll- óttan um það sem siðar kemur. Mundu að lesendur þinir hafa aðeins áhuga á sjálfum sér, ekki fyrir stórtiðindum samtiðarinn- ar. Þeir vilja komast i gegn um tilveruna með sem allra minnstri fyrirhöfn og sem mestri skemmtun. Þótt þetta hljómi ekki vel, þá er það ekki verk skáldsagnahöfundar að kvarta yfir þvi”. Fjölritaður smá þjóðarskáldskapur Af einhverjum undarlegum ástæðum eru afdrif og vangaveltur Johns Braines að flækjast fyrir mér þegar ég er að blaða i allsendis óliku les- máli. Ég á við nýjárshefti af grænlenska blaðinu Sujumujl, sem er málgagn hinna róttæiT- ustu sjálfstæðissinna i okkar stóra grannlandi. Kannski eru það andstæðurnar: vangaveltur lifsþreytts atvinnumanns i rit- mennsku, sem iðkuð er á út- breiddustu tungu veraldar i gömlu og dösuðu menningar- samfélagi. Hinsvegar fjölritað- ur skáldskapur örlitillar þjóðar sem nútimanum hefur verið troðið i með góðu og illu á örskömmum tima. Reyndar er skáldskapur engin ný bóla meðal grænlendinga, þeir eiga sér sagnir ágætar og þulur i fornri hefð — en liklegt er að enn hafi næsta litilli reynslu verið safnað i þvi að fara með ýmisleg nútimafyrirbæri i skáldskap á grænlensku. Nú er rétt að taka það fram strax að hér eru engar aðstæður til að dæma um þennan skáld- skap. Hann er auðvitað á grænlensku. Sujumut gefur aðeins nokkra hugmynd um efni hans með endursögnum á dönsku. Og þetta efnisval segir sina sögu og getur fært furðu- lega nálægt okkur fyrirbærið „nýlenda i nútima” sem mörg- um er sjálfsagt eins og hvert annað afstrakthugtak langt úti i heimi. Feldu þig, olia! Það er byrjað á hinu sigilda vandamáli nýlendna og hálf- nýlendna: forræöi yfir auðlind- um. Eitt kvæði heitir Baráttan um cignarréttinn og rekur þá sögu allar götur aftur til Eiriks rauða sem eitthvað var að bardúsa hér i landi, segir þar, og „siðan erum við að sjálf- sögðu eins og hver annar Borgundarhólmur”. Annað kvæði fjallar um það mál sem heitast brennur á mönnum. Það er Hans Lynge sem yrkir um oliuna.Hann segir á þessa leið: Hvað verður þá um Skáldið biður olfuna að fela sig heldur en þessi landalýsing verði að veruleika. „En svo komu hvimleiðir kavdlunakkar (útlendingar?) á snöpum eftir auðæfum landsins og kaladlit (Grænlendingar) svöruðu þvi til, að þeir vildu vernda auð- æfin fyrir sjálfa sig,þvi að umhverfið á að vera áfram eins og það er nú. Og kaladlit sögðu við oiiuna: Feldu þig, olia, til þess að enginn leitarbor nái i þig!” Siðasta erindi þessa kvæðis er svona á grænlensku: piumárparut ðlia tugpadierit avisavarput kerkagut pistlngulerdluta. O.K.: hurrá miljömut navianarungnaerpat ölia hjemmestyrevta kajugssa Þessi texti er tilfærður af þvi að margir hafa gaman af að skoða annarlegar tungur, en einnig til að benda á augljósan menningarvanda: aðskotadýr áberandi úr dönsku og ensku: olia, O.K., húrra, hjemme- styret. Blngó og brennivín Þó nokkrir höfundar nýjárs- blaðs Sujumut eru einmitt að fjalla um menningarvanda i viðtækum skilningi, um þá auðn og tóm sem skapast þegar fornu og „allt öðruvisi” samfélag er slitið upp af rót sinni. 1 Bingó- visum eru börnin að spyrja móður sina hvaða skepna þetta sé, bingó, sem heimsótt er á Hér hafa þeir hjá Siumut lýst sjálfum sér sem upprennandi sól: „Styðjið þjóð sem er að vakna” er texti myndarinnar. Þessi mynd fylgir kvæði um börn og brennivin. hverju kvöldi; er þetta eitthvað sem hægt er að éta? Annað ljóð heitir „Slagurinn við rikið” — ný lög eru sett um að ekki megi selja áfengi fyrir klukkan f.jög- ur. Myndast stórar biðraðir fyrir utan rikið meðan beðið er, og verða pústrar og stympingar þegar menn reyna að troðast inn. Við hliðina á þessu kvæði er „Harmatölur barnanna” sem segja frá svefnlausum nóttum vegna drykkju hinna fullorðnu. Þau ætla að útrýma brennivini þegar þau verða stór og heita á Siumut að duga þeim vel i baráttunni við þennan ófögnuð. Þetta minnir okkur ekki á mjög fjarlægar staðreyndir: i hálfnýlendunni Islandi var ekki unnt að skipuleggja verklýðs- hreyfingu nema að sameina hana i fyrstu bindindishreyf- ingu. Orrustan um Algeirsborg hófst með harðvitugri siðvæð- ingu hins serkneska hluta henn- ar. Sjálistraustið og gamli maðurinn Einna fróðlegast er reyndar lokakvæði ritsins sem héitir „Harmatölur gamals manns”. Þar er fjallað um það sem einna erfiðast reynist i þjóð- félagi eins og hinu grænlenska: að efla sjálfstraust lands- manna. Dönsk stjornvöld kunna að vera tiltölulega þægileg að glima viö, a.m.k. i samanburöi við mörg önnur. En landsmenn hafa lengi vanist þvi, að þeirra lif, siðir, kunnátta, væru til litils gagns og bæri merki vanþroska — i hæsta lagi væru lifshættir þeirra „merkilegt rannsóknar- efni” áður en þeir hyrfu. Það er gamall maður sem er gagnsósa af sliku hugarfari sem er látinn hafa orðið i kvæði Ulriks Rosing. Hann segir á þessa leið: Hann hefur verið alinn upp i auðmýkt og þvi hefur hann i 70 ár lifað án þess að æmta eða skræmta. Þegar hann einn fagran sumar- dag heyrir að landsráðið vilji nú stjórna upp á eigin spýtur, þá er honum svo brugðið, að hann „stekkur tiu metra i loft upp”. Svo skelfdur er hann yfir að heyra jafn óheyrilegar kröfur. Hann var næstum fallinn i öng- vit við þá hugsun eina saman, að nú eigi hann að vera „hús- bóndi á sinu heimili”. Hvað verður um hann vesælan? Sem betur fer á hann konu, sem þrýstir hönd hans hug- hreystandi og kemiir honum á réttan kjöl aftur. En hann gengur áhyggjufullur til hvilu: hvað liggur þeim á þessum strákum úr Siumutog Atássut? Vita þeir ekki að við ERUM auðmjúkir, og þvi er best að við höldum okkur saman? Mér fannst, segir hann, um stund i dag, að ég væri sjálfstæður „en ég vona samt að þvi megi skjóta á frest, þvi enn þarf ég að láta kenna mér margt.” / A eigin forsendum Vandi Grænlendinga er ekki smár. Hvort sem nýlendu- stjórnin var harðdræg eða reyndi,eins og á seinni árum, að bæta fyrir fyrri syndir með drjúgum peningaframlögum til framkvæmda, þá hefur útkom- an orðið sú, að hiö gamla græn- lenska samfélag hefur fallið i stafi. Vegna þess að hvort sem hin ytri áhrif komu með góðu eða illu, þá fengu landsmenn sjálfir engu ráðið um það, hvernig, með hvaða hraöa, i hvaða skömmtum lif þeirra breyttist. Það hefur ekki verið neinn raunverulegur möguleiki á þvi að þróa nýtt samfélag, þar sem ýmislegt af þvi sem best er i sambýlisháttum svonefndra frumstæðra þjóða gæti lifað átram. Þvi má oft heyra að grænlensk þjóð sé búin að vera, vegna þess að þótt henni kunni að vega sæmilega i efnalegum kjörum, þá hafi það týnst nú þegar sem máli skiptir. Ógjarna vildum við skrifa upp á slikt mat. Þrátt fyrir allt eru það liklega Grænlendingar, sem hafa mesta möguleika af öllum smáum þjóðum norðurhjarans til að lifa af. Aðrar þær þjóðir eru fámennari eða orðnar að Iitlum minnihlutum vegna auðlindavinnslu á þeirra landi (Kanada, Alaska, Sibiría). Dæmi Grænlendinga gæti þvi orðið mjög afdrifarikt — þeim mun meiri ástæða er til að fylgjast sem best með þvi. Of dýru verði I öðru hefti af Sujumut hefur danskur lesandi Elsebeth Carlsen, sent kvæði, þar sem hún setur sig i spor gamals veiðimanns, sem „heyrir söng hinna gömlu radda i nóttinni, ekki hatur, eins og þú (Daninn) heldur”: Það er ekki hatur scm ég vil þegar ég segi að tunga feðra minna eigi ekki að drukkna i þinni Það er ekki hatur sem ég vil þegar ég segi að dugnaður þinn og framkvæmdir urðu of dýr bæði fyrir mitt land og þitt AB. Sunnudagspistill eftir Árna Bergmann

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.