Þjóðviljinn - 12.02.1978, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. febrúar 1978 Miguel Littin (t.v.) ásamt kvikmyndatökumanni slnum, viö upptöku á nýjustu mynd þeirra, sem byggö er á kúbanskri skáldsögu og tekin I Mexico og á Kúbu. Fyrirheitna landiö Fyrirheitna landið, chil- enska myndin sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói, var fram- leidd árið sem herforingj- arnir rændu völdum og myrtu Salvador Allende. Höfundur hennar, Miguel Littin, hafði áður gert eina langa mynd: Sjakalann frá Nahueltoro. Sú mynd var hlaðin sterkri þjóðfélags- ádeilu og var ekki ýkja vel liðin af valdhöfum þess tíma, en hún var gerð 1968, þegar Frei var við völd í Chile. Almenningur tók myndinni hinsvegar þeim mun betur, og einnig gerði hún víðreist um heiminn, var m.a. sýnd hér i Kvik- myndaklúbbnum. Tími bjartsýninnar A Allende-timabilinu (1971- 1973) var Miguel Littin yfirmaður chilensku kvikmyndastofnunar- innar, en hún var eitt af þeim fyr- irtækjum sem þjóðnýtt voru þá. Allende-timinn var mikið blóma- skeið i listum, einkum tónlist, og kvikmyndin var einnig með i ferðinni. Miklar áætlanir voru uppi um kvikmyndagerð i þágu alþýðunnar. Þetta var timi bjart- sýninnar. bangað má rekja sig- urvissuna i lokaatriði Fyrirheitna landsins, og mikil er kaldhæðni sögunnar, að Littin skyldi ljúka við þessa sigurvissu mynd við þær aðstæður sem raun varð á: aftur hafði bylting alþýðunnar verið kæfð i blóði, og ýmis atriði myndarinnar mátti heimfæra upp á nútimann. Fátæki uppreisnar- maðurinn José Durán, aðalper- sóna myndarinnar, er að sönnu enginn Salvador Allende, en hver dettur okkur i hug þegar við heyr- um mann úr liði Duráns stauta upp úr byltingarkverinu sinu þessi orð: „Sagan fyrirgefur aldrei þeim byltingarmanni sem hikar þann dag er hann hefði get- að sigrað”. Bylting i þorpi Sagan sem sögð er i Fyrir- heitna landinu gerist um 1930, en gæti allt eins gerst i dag, slikur er veruleiki Rómönsku Ameriku. José Durán er landlaus og at- vinnulaus og flækist um með hópi karla og kvenna sem eins er ástatt um. t hópinn slæst drykk- felldur kommúnisti sem tekur að uppfræða José og gerir úr honum byltingarmann, eða réttara sagt kennir honum að þekkja sinn vitjunartima. Landleysingjarnir eru að leita að landi til að rækta og finna það loks. Upphefja þeir nú frumstæðan samyrkjubúskap og byggja yfir sig þorp. Dag einn kemur maður á rauðri flugvél og tilkynnir þeim að Chile sé orðið að sósialisku lýðveldi, nú hafi hinir fátæku völdin. José er farinn að skilja að bylting í einu fjallaþorpi nægir ekki, þvi að slika byltingu er alltof auðvelt að drepa niður. Hann fer þvi með menn sina til næstu borgar og leggurhana undirsig, i nafni hins sósialiska lýðveldis. En slik lýð- veldi eru aldrei langlif i Chile, og brátt kemst José að þvi að forset- anum i Santiago hefur verið steypt og herinn tekið völdin. Skiptir þá engum togum að her- inn ræðst gegn José Durán og fé- lögum, þorpsbúar eru drepnir all- ir sem einn og húsin brennd. Myndin endar svo á „Iofsöng um endurkomu hetjanna”: José Dur- án kemur riðandi á hesti sinum og réttirungum þorpsbúa riffil sinn. Lesin og sungin eru aftur og aftur orð Che Guevara um þá sem skildu kannski ekki alltaf allt, en fórnuðu lifi sinu fyrir framtiðina og tóku þvi einnig þátt i bylting- unni. Raunsæi og táknmál Byltingarboðskapur þessarar myndar er augljós og laus við málalengingar. Samúð leikstjór- ans er öll með fátæklingunum sem gera uppreisn, og andúð hans á burgeisum og prelátum er af- dráttarlaus. Samt gerir hann fá- tæklingana alls ekki að neinum „englum” — þeir eru margir hysknir og þjófóttir og það sem við köllum mannlegir. Fólk eins- og gerist og gengur. Það eina sem ég imynda mér að geti vafist fyrir fólki hér er upphafinn, ljóðrænn still sem Littin blandar saman við raunsæislýsingar sinar. Sum at- riðin minna óneitanlega nokkuð á Glauber Rocha, aðalmanninn i Cinemanovo hópnum brasilska. Maria mey kemur nokkuð við sögu, ýmist köld og fráhrindandi sem gyðja burgeisanna eða hlý og móðurleg vina smælingjanna. Þetta sambland af raunsæi og rómantisku táknmáli er reyndar ekki uppfinning Glauber Rocha, heldur fyrirbæri sem á sér djúpar rætur i suður-ameriskum listum. Við getum kynnst þessu i bók- menntunum með þvi að lesa t.d. kólumbiska rithöfundinn Gabriel Garcia Marques eða Kúbumann- inn Alejo Carpentier. Þessi tónn, sem Miguel Littin slær i Fyrir- heitna landinu, er einn af undir- stöðutónunum i þeim menningar- straumi sem stundum er nefndur „decolonización de la cultura” eða afnám menningarlegrar ný- lendustefnu og felst i þvi að hafna bandariskum áhrifum og leita hins sanna og upprunalega i róm- ansk-amerisku menningarlifi. Annað dæmi um svipaðan stil er Óðurinn til Chile, kúbanska myndin sem átti að vera á kvik- myndahátiðinni en hefur ekki sést. enn, þegar þetta er ritað. Starf Littins Fyrirheitna landið er ekki gallalaus mynd, en hún er merki- leg upplifun og höfðar sterkt til tilfinninga áhorfandans. Næsta mynd Littins hét Actas de Mar- usia, eða Marusia-skjölin, og hef- ur vakið mikla athygli. Hún er framleidd i Mexico, þar sem Litt- in dvelst nú i útlegð. Efni hennar er einnig sótt i sögu Chile. Og nú er Littin að vinna að fjórðu mynd sinni, sem byggð er á nýjustu skáldsögu Alejo Carpentiers, og framleidd af mexikönskum og kúbönskum aðilum. Með kveðju til Stierlitz Þá er Stierlitz allur. Eftir mikið þóf fékkst hann loks sýndur í sjón- varpi, þessi 12 þátta flokkur og máttu sumir vart vatni halda fyrir reiði sakir þegar hlutlausi imbinn í stofunni þeirra tók allt i einu og gjósa kommúnistaáróðri og rússalygum. Þeir voru víst ófáir sem slökktu á sjónvarpstækjum sin- um um leið og Stierlitz var kynntur, og misstu því af öllu gamninu. En eftir þvl sem á þættina leiö fór þeim að fjölga sem fylgdust með, enda mátti lesa athyglisverða frétt i sið- degisblöðunum daginn eftir að slðasti þátturinn var sendur út. Þar sagði frá grunsamlegum mannaferöum fyrir utan hús eitt hér I bæ, og var þess getið að enginn I nálægum húsum hefði orðiö neins var „enda stóð yfir sýning á lokaþætti sovéska myndaflokksins 17 svipmyndir á v.ori þegar atburður þessi átfi sér staö.” Kostir og kvillar Þvl verður vart neitað með nokkurri sanngirni að 17 svip- myndir á vorier spennandi og aö ýmsu leyti vel gerður sjón- varpsmyndaflokkur. En hann ber glögg merki eins helsta kvilla sovéskra striðsmynda, sem er sá, að allt á að segjast i einni mynd. Allt striöið eins og það lagði sig, og endirinn alltaf fyrirsjáanlegur: ég minnist varla sovéskrar striösmyndar sem ekki hefur endaö á þvi að sovéskur hermaður dregur fána að hún á þinghúsinu i Berlin. Nú er það að sjálfsögðu bæði satt og rétt að einmitt á þennan hátt lauk striðinu, og góð visa verður kannski aldrei of oft kveðin, en varla getur maður kallað þetta frumlegheit. Stjórnandi þáttanna er kona, Tatjana Lioznova að nafni. Hún fer þó afskaplega vei með það, eins og sagt er. Það er reyndar næsta ótrúlegt að kona láti sér detta i hug að nýfædd börn geti haldið sér þurrum, söddum og hamingjusömum dögum saman án þess aö um þau sé hirt að öðru leyti en að drösla þeim með sér á flóttanum. En liklega er Tikhonof I hlutverki Stierlitz. þetta svinslega óskáldleg at- hugasemd af minni hálfu. Skærin og timinn Ég er sannfærð um að flokk- urinn hefði orðið mun betri ef skærum heföi verið beitt af meiri miskunnarleysi. Sumir þættirnir, einkum þeir fyrstu, fóru mestallir i málalengingar sem i raun skiptu ekki máli. Ég man t.d. eftir öllum þeim óra- tima sem fór i að lýsa hamingju prófessorsins þegar hann kom til Bern og var frjáls maöur, eftir allar þrengingarnar I fangabúðum osfrv. Hvað honum fundust dýrin i dýragarðinum skemmtileg. Þetta var hinn mesti ógreiði við áhorfandann sem beið spenntur eftir að frétta eitthvað allt annað. Tatjana Lizonova hefur til- einkað sér þann vestræna sið að láta hvern þátt enda I miðju spennendi atriði — láta áhorf- andann biða spenntan eftir næsta þætti. Hámarki náði þetta i næstsiöasta þættinum, þegar siminn hringdi meðan á vega- bréfaskoðun stóð og maður þurfti að biöa heila viku til að komast að þvi hvort Kata yrði stöövuð eður ei. Og svo kom sið- asti þáttur loksins og þá kom i ljós að simhringingin var frá eiginkonu landamæravaröarins, sem spurði hvenær hann kæmi i mat! Ósvifni á borð viö þetta gæti næstu þvi flokkast undir svartan húmor. Vatseslav Tikhonof, sá sem leikur sá sem leikur Stierlitz, er einn allra vinsælasti leikari Sovétrikjanna i dag, og á leikur hans i 17 svipmundir aö vori ekki litinn þátt i þvi. En hann hafði áður leikið ein þrjátiu hlutverk i kvikmyndum. Þekkt- ast þeirra, a.m.k. á Vesturlönd- um, var hlutverk Bolkonski fursta i Striði og friöi, sem Sergei Bondartsjúk gerði eftir sögu Tolstojs. Þegar á allt er litið var fengur að þessum sýningum og mikil tilbreyting frá okkar venjulega fóðri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.