Þjóðviljinn - 12.02.1978, Page 11

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Page 11
Sunnudagur 12. febrúar 1978 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 Karl Gústaf: forfa&ir hans þóttist hafa fengið Guadeloupe að gjöf Sænskir kóngar fengu árlegar sporslur í 163 ár Þeir sem ástundað hafa gagnrýni á sænska konungdóminn njóta takmarkaðrar hylli meðsvíum. Flest- ir þeirra vilja hafa sinn kóng og engar refjar. Einn þeirra lýðveldissinna sem þó hefur aldrei látið bug- ast, Sten Sjöberg, hef- ur nýlega ritað bók þar sem rif jað er upp gam- alt mál sem snertir bæði sænskt kónga- slekti og skattgreið- andi almúgann. Arið 1813 fengu sviar i hlut eyjuna Guadeloupe, fyrrum nýlendu frakka, sembretar afhentu svium þegar gerð var upp sú styrjöld sem stað- iðhafði með litlum hléum i 20 ár. Arið eftir, 1814, seldi Karl kóngur 13. frökkum eyjuna fyrir eina milljón punda. Þegar málið kom til kasta stéttaþingsins 1815, kom i ljós að kóngur og fóstursonur hans, Karl Jóhann sem fyrr- um hét Jean Baptiste Bernadotte, litu á þessa upp- hæð sem sina einkaeign. í gæsku sinni buðu þeir þó þinginu að féð mætti notast til að greiða skuldir sænska rikisins, gegn þvi að rikið innti af höndum árlegar greiðslur kóngum til handa, svo lengi sem Bernadottar vermdu veldisstóla i Sviþjóð. Þessi árlega greiðsla sam- svarar i dag u.þ.b. 300 þús- undum sænskra króna. A þeim 163 árum sem liöin eru siöan að þingið sam- þykkti tillögur þeirra fóstra, hafa þvi 48 milljónir sænskra króna verið greiddar sam- kvæmt þessum samning. Og þar sem ekki sér fyrir end- ann á setu Bernadotta á kon- ungsstóli, eiga þeir væntan- lega eftir að fá margar krón- ur til viðbótar. I bók Sten Sjöberg er máli þessu rækilega lýst. Hann bendir þar á að engin skjöl hafi fundist sem bendi til þess að englendingar hafi gefið krónprinsinum persónulega eyjuna að gjöf. Sviakóngar hafa aldrei getað veifað neinum bleðli sem sannaði fullyröingar þeirra um eignarétt eyjunnar. En svíar virða sinn arfakóng og i þau þrjú skipti sem ódeigir sænskir þingmenn hafa reynt að losa sænska rikið undan þessum greiðslum, hefur það ávallt misheppn- ast. Síðast 1972 reyndu fjórir sósialdemókratar að fá þær afnumdar, en ekki varð afraksturinn annar en sá, að innan sviga á eftir þessari upphæð i fjárlögum er þess getið, hvi þessar krónur renni i vasa konungs. Það f ylgir því undarleg tilf inning að fletta aftur að staðaldri islenskum dagblöðum. Það væri þrekraun og sjálfsagt skapraun líka að ætla sér að brjótast gegnum það allt, en sú um- kvörtun gerist nú gömul: það eru senn hundrað ár síðan Bismarck hafði orð á þvi við dr. Jón Stefánsson að það væri allt of mörg blöð á Islandi. Ofan á þetta bætast aðrir f jölmiðlar og þess engin von að venjulegt f ólk komist yf ir allt sem það kannski vildi: það hefur aldrei verið jafn brýnt og nú að fólk velji og hafni af einhverju viti. Mér hefur undanfarna daga þráfaldlega orðið hugsað til andvarps Jóns Helga- sonar: ,,Tími þjóðsagnanna er horfinn og kemur sjálfsagt aldrei aftur. Orar samgöngur, blöð og skólaf ræðsla, f jöldi bóka, bílar, útvarp og allskonar gauragangur hefur sópað þeim burt. Það getur vel komið yfir okkur að hugsa líkt og Ögmundur Sigurðsson, að lita með söknuði aftur til þeirra tíma þegar hitta mátti sögufróðar kerlingar víða um sveitir, þegar ná- lega hver bær lumaði á einhverju sér- stöku, átti sér einhverja andlega upp- sprettulind innan veggja sinna þó að got að vira stunvis þa ljót að vera óstunvis nú ala jeg að berja á uðru. Atvenuleysi i bænum. Þa mjug liteð um venu i bænum nuna, en vondi batnar það ef Trolararnir gita fareð út”. Kannski er þetta það sem koma skal. Sjálfur öef ég enga trú á þvi að þvi fólki sem einhverra hluta vegna á erfitt með stafsetningu sé nokkur greiði gerður með þvi að slaka á öllum kröfum Dg enda á þvi að „stafsetja eftir framburði”. — Páll lætur fylgja grein sinni sýnishorn af nú- timastafsetningu, handritastafsetningu og framburðarstafsetningu. Ég læt þetta sýnishorn Ó, prófkjör, prófkjör Og þá er prófkjörsgrinið að mestu á enda, og eins og vanalega komst meðalmennskan lengst, hvert sem litið var. Borgarapressan hefur keppst við að kynna frambjóðendur sem aftur mæltu spekimálum hver i kapp við annan: „Dagblaðið” þann 3. febrúar mundi vera dágott sýnishorn. Páll nokkur V. Danielsson telur „ein- staklinginn og heimilið hornsteina þjóðfélags- ins” og Árni Grétar Finnsson bætir um betur: „Markviss forusta jafnhliða hófsemi i kröfugerð er höfuðnauðsyn („Stefnan i landhelgismálinu Núverandi stafsetning María meyjan skæra minning þín og æra verðugt væri að færa vegsemd þér og sóma svoddan sólar ljóma þú varst ein ein ein þú varst ein ein ein þú varst ein svo helg og hrein hæstum vafin blóma. Handritastafsetning Maria meTan skiæra minning þTn og æra verdugt være ad færa vegsemd þier og söma soddann sölar liöma þu varst ein ein ein þú varst ein ein ein þú varst ein so helg og hrein hædstum vafin blöma. Framburðarstafsetning María meian sgjæra minníng þin og æra verðuhqd væri að færa vehgqsemd þjer og sóma soddan sólar ljóma þú vahrsd ein ein ein þú vahrsd ein ein ein þú vahrsd ein so helg og hrein hæsdum vavin blóma. F yrirsagnir f óru minnkandi ekki væri hún einlægt vatnsmikil, í staö þess að nú glamrar einn sam- felldur Vilhjálmur Þ. Gislason á þeim öllum".— Og þetta var meðan útvarp- ið var eitt um hituna. í djörfum ieik Og aftur skýtur Jóni prófessor upp i hugann. Það er nú kannski likast þvi að leggjast á hræ að minnast á handbolta, en ósjálfrátt rifjaðist upp fyrir manni smáljóð sem Jón orti fyrir langa löngu og heitir „Olympiuleikar”. Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllum sig hópaði þjóðanna safn, þangað fór og af tslandi flokkur af kcppendum snjöiium og fékk á sig töluvert nafn: i þeirri iþrótt að komast aftur úr öllum var enginn i heimi þeim jafn. Nú hafa islenskir iþróttamenn ekki ætið náð áröngrum sem skyldi á erlendum vettvöngum, eins og þeir myndu sjálfir orða það, og væri ekki tiltökumál frammistaða þeirra i handbolta- mótinu sæla hér um daginn ef ekki kæmi til það gegndarlausa montsem þeir sýndu fyrir keppni. Geir Hallsteinsson sýnist einn hafa talað af viti i vitlausum hóp, hann gerði sér vonir um 12. sæt- ið, muni ég rétt, þegar aðrir þóttust að mfhnsta kosti vissir um það fimmta. Og það var nú ekki litið sem Danir voru hræddir við „ossa landa”. Samt fór sem fór. Þó er sú huggun harmi gegn, að islensku áhorfendurnip stóðu sig með prýði að þvi er sagði i einhverju blaðinu. Annað hvort væri nú að fimm hundruð fullir Islendingar létu til sin heyra. Stafsetning enn Einhverja djörfustu tillögu sem ég hef lengi séð setur félagi vor Páll Bergþórsson fram i „Morgunblaðinu” fimmtudaginn 2. febrúar, hann vill stafsetningu eftir framburði. Nú tala engir tveir menn með öllu eins, og við fengjum þá hátt i tvö hundruð þúsund stafsetningarútgáf- ur, allar jafn réttháar. Þegar ég las grein Páls skaut ósjálfrátt upp i huga mér ömurlegum kafla úr „Bréfi til Láru”, þar segir svo: „Volæði veraldarinnar er orðið mér byrði. Það verkar á mig eins og gamall still eins nemanda mins, sem átti að vera um stundvisi. Hann var svona: „Þa fljóta með hér, trúlega fer fleirum sem mér að þeim þyki „gamla, góða” nútimastafsetningin standa prýðilega fyrir sinu. RÚHHiU'ska flt'nsaii: 30% veikra bama und ir 14 ára í Sovét deyja Kússneska flensan va*tí ojí án ciaiiúsI.iUa . Vel á minnst, „Morgunblaðið”. Blundar enn á bænum þeim sjúklegt kommúnistahatur kalda- striðsáranna? Þann 31. jan. birti blaðið þá frétt að yfir 30% barna undir 14 ára aldri sem fengið hefðu „rússnesku flensuna” i Sovétrikjunum hefðu dáið. Nú er flensan útbreidd og ibúar Sovétrikjanna eitthvað um 240 miljónir, muni ég rétt. Einfaldasti útreikningur átti þvi að færa þeim sem fréttina samdi (hún kom vitlaust orðuð frá fréttastofu, átt var við sýkingarhlutfall), —■ heim sanninn um það að hér hlyti eitthvað að vera málum blandið. Hefði ekki skynsemin farið á stjá ef einhver álika greindarleg frétt hefði borizt um Bandarikin? Fallega gert „Þjóðviljinn” vill lesendum sinum vel, vel- flestum að minnsta kosti, og það var fallega gert af honum fyrra laugardag að taka af þeim ó- makið að sjá framhaldsþáttinn „Röskir svein- ar”. í sjónvarpskynningu stóð: „I þættinum i kvöld (átti nú að vera „annað kvöld”) gerist það að farandsali heimsækir Idu, meðan Gústaf er ekki heima, og gerist nærgöngull við hana. Henni tekst að losa sig við hann, en kjólefni, sem hann hafði boðið henni, verður eftir. Farandsal- inn ber út óhróður um samband þeirra Idu, og margir verða til að trúa honum, meðal annarra Gústaf, ekki sist eftir að hann finnur kjólefnið i læk þar sem Ida hafði sökkt þvi. Matarskortur hrjáir fjölskyldu Gústafs og veldur óbeinlinis dauða Marteins, yngsta sonar þeirra”. — Þeir sem t.d. eiga Njálu ólesna hafa væntanlega not- að nú tækifærið. er markviss” sagði 0-flokkurinn hér um árið). Fjármálaráðherra ætlar að koma á „hallalaus- um rikisbúskap” rétt einu sinni og Salome Þor- kelsdóttir trúir þvi',,að málum þjóðarinnar væri ekkert ver borgið i höndum Alþingis ef fleiri konur væru hafðar þar með i ráðum” (les = ég er ekkert verri en aðrir, kjósið mig). En einn sker sig úr. Richard Björgvinsson neitaði að láta hafa neitt eftir sér um stefnumál eða ástæður enda komst hann ekki á blað. Ég þekki ekki haus né sporð á Richard þessum Björgvinssyni, en það má mikið vera ef ihaldinu hefur ekki þarna glatast sitt glæsilegasta for- ingjaefni lengi. Hvað margir kunna yfirleitt að halda kjafti? Og þá i þeim herbúðum? Segir ekkert um stefnumál Richard Björgvinsson viðskiptafræðingur býður sig fram í prófkjöri Sjálf- stæðismanna í Reykjanes- kjördæmi. Hann vildi ekki. láta hafa neitt eftir sér um stefnumál sín eða ástæður fvrir framboði. Kostaboð Kostaboð vikunnar gat að lita i „Visi” þriðju- daginn þann 7. Þar sagði i smáauglýsingu: Svefnsófi til sölu. Tvibreiður en þó vel með far-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.