Þjóðviljinn - 12.02.1978, Side 15

Þjóðviljinn - 12.02.1978, Side 15
Sunnudagur 12. (ebrúar 1978 ; ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Viðtal við Gylfa Sigurjónsson Dilkakjötinu er vel tekið Gylfi Sigurjónssori/ framkvæmdastjóri SIS- skrifstofunnar í Ham- borg/ stjórnaði kynningu Búvörudeildarinnar á dilkakjötinu í Grænu vik- unni. Bla6ama6ur Þjóðviljans heimsótti islenska básinn og spjallaði við Gylfa um tilgang ög árangur þessarar kynningar. útf lutningurinn 3000—4000 tonn — Á undanförnum árum hafa neysluvenjur tslendinga breyst nokkuð, sagði Gylfi, — og neysla lámbákjöts dregist saman um leið og neysla á nautakjöti, fuglakjöti og jafnvel svinakjöti hefur aukist. Framleiðsla dilkakjöts hefur hinsvegar verið stöðug, eða um 12 þús. tonn á ári. betta hefur orðið til þess að við höfum orðið að leita nýrra markaða fyrir umframmagnið og auka út- flutning á kjöti. Árlega eru flutt út á milli 3000 og 5000 tonnn, en umframmagnið er óstöðugt og gerir okkur þvi erfitt fyrir með langtima áætlanir. Stærstu við- skiptavinir okkar eru Norð- menn, sem keyptu á siðasta ári 2900 tonn, en útlit er fyrir að sá markaður dragist saman á næstu árum. Norðmenn hafa gert átak til að efla eigin fram- leiðslu á nauta- og svinakjöti og eru nú sjálfum sér nægir um þá framleiðslu. Nú eru þeir að hefj- ast handa i sama skyni með dilkakjötið og búast við að geta fullnægt þörfum sinum á nokkr- um árum. Skandinaviski mark- aðurinn tekur ekki við nema takmörkuðu magni og þvi var á- kveðið að þreifa fyrir sér á V- Þýskalandsmarkaðinum, þar sem verðiðhér er hærra en t.d. i Bretlandi. V-Þjóðverjar flytja árlega inn 18000 tonn af frystu lambakjöti, aðallega frá Nýja-Sjálandi. Ar- leg kjötneysla V-Þjóöverja er um 81 kg. á mann, þar af aðeins um 600 gr. af lambakjöti. 1 V-Berlin er lambakjöts- neyslan hinsvegar talin þreföld eða nær 2 kg. á mann, og þvi er V-Berlin mjög áhugaverður staður að byrja slika kynningu á. Við álitum einnig að það sé nauðsynlegt fyrir okkur, stærð- arinnar vegna, að gera átak á á- kveðnu og takmörkuðu svæði, frekar en að reyna við stærri markað i upphafi. Kjörið tækifæri A þessari landbúnaðar- og matvælasýningu, Grænu vikunni, gefst okkur sérstakt tækifæri, enda eru gestir sýn- ingarinnar milli 50 og 60 þús. daglega. Við erum ánægðir með árangurinn, eins langt og hann nær. Kjötinu hefur verið mjög vel tekið, við höfum fengið mikla og góða auglýsingu, sér- staklega i sjónvarpinu og einnig i blöðum. Ný-Sjálendingar eru meðal stærstu framleiðenda lamba- kjöts.i heiminum og eru allsráð- andi á Evrópumarkaðinum. Cif- verð á ný-sjálensku lambakjöti, komnu til Hamborgar, er 1300—1400 dollarar á tonnið. Til að byrja með getum við ekki vænst þess að fá hærra verð fyr- ir okkar kjöt, en vissulega stefn- um við að þvi með tið og tima. Villibráð Til þess að svo megi verða, verðum við að leggja áherslu á gæði islenska dilkakjötsins. Við auglýsum þaðuppsem kjöt af ó- venju ungum skepnum, sem ganga sjálfala og villtar frá fæðingu til slátrunar. Við leggj- um áherslu á að kjötið á is- lensku dilkunum sé náttúruaf- urð, sem framleidd er án efna- fræðilegrar meðhöndlunar, sem verður æ algengari i matvæla- iðnaði. Ef við getum sannfært kaup- endur um að dilkakjötið sé eins- konar villibráð, sem nærst hefur á hreinu vatni i hreinu lofti, get- um við um leið vænst hærra verðs fyrir vöruna. Slikar aug- lýsingar hafa hingað til gefist vel, t.d. i Danmörku. Við munum halda kynningar- starfseminni áfram hér i V- Berlin.og i vor eða siðar á þessu ári munum við gangast fyrir is- lenskri viku með islenskum réttum á stærsta hóteli V-Berl- inar, „Hótel Kempinski” og i stærsta kauphúsinu „KaDeWe”. Þar að auki höfum við náð sambandi við tvo stóra verslunarhringi, „Bolle”, sem rekur 90 matvöruverslanir i V- Berlin, og „Wertheim”, sem rekur fimm stór kauphús hér. ái/mhg Drekkið ekki meira en 3-4 bolla af kaffi á dag Bandariskir læknar, sem hafa athugað áhrif kaffidrykkj á heilsufar manna, ráðleggja fólki að drekka ekki meira en þrjá eða fjóra bolla af kaffi á degi hverj- um. Það koffein sem er i tveim eða þrem bollum af kaffi nægir til að snarauka blóðþrýsting. Það hæg- ir fyrst á hjartanu en herðir siðan á þvi. Það örvar andardrátt. Það neyðir hina veigamiklu kirtla sem senda frá sér adrenalin til að framleiða hormóna sem herða á starfsemi taugakerfisins. Þetta kemur allt fram i athug- unsem visindamenn viðVander- biltháskóla hafa gert á áhrifum kaffis, og er hún sú ýtarlegasta sem fram hefur farið til þessa. Samt hafa þeir ekki gengið úr skugga um það enn hvort kaffi- þambarar séu i meiri hættu en aðrir að þvi er varðar hjartasjúk- dóma, en rannsóknum á þvi verð- ur haldið áfram. Má vera að reglulegir kaffi- neytendur séu að þvi leyti i minni hættu en skýrslan gæti bent til, að þeir þroska með sér visst ónæmi gagnvart koffeini. En læknar telja, að 5—10 bollar af kaffi á dag geti leitt til höfuð- verkjar og taugaveiklunar. Um þriðjungur kaffiþambara hefur meltingartruflanir sem rekja má til kaffineyslu þeirra. Kynblendings- jurt í staðinn fyrir olíu Starfsmenn háskólans i San Ju- an á Puerto Rico hafa komið sér upp kynblendingi tveggja al- gengra afriskra jurta, sem lik- legar eru taldar til að geta gefið af sér verulega orku. Miklar rannsóknir fara nú fram á plöntum, sem hægt er að nota til orkuframleiðslu og spara þar með oliu og kol, sem myndast á miljónum ára. Þessi „breyting lifræns massa” i t.d. metangas, er leið til að ná sólarorku sem fyrst til brúks úr plönturikinu, án þess að þurfa að biða óratima eftir að hún fergist i kol og oliu undir þugna jarðlaga. Kynblendingurinn er fenginn úr svonefndu „Sætu Sourghum” og Súdangrasi. Þessi nýja planta getur gefið af sér mikinn „lifræn- an massa” á tveggja til fjögurra mánaða fresti. Hægt er að hvila ræktað land með þvi að sá i það til skiptis hinni nýju orkuplöntu og matjurtum. Tyrkneskur kokkur býr sig til að gera kebab úr fslensku dilkakjöti. Páll Bergþórsson: Þingmannatrómet Þið þekkið hann Lúðvík í þingræðuham. Þá þarf ekki að kvarta um neitt hik eða stam, er röddina byrsta hann brýnir, því röksemdum baunar hann andstæðing á og upp fyrir gleraugun lítur á ská og hneykslun á heimskunni sýnir. Svo söngvinn er Helgi að unun er að, og ekki má gleymast að tíunda það, að hófsemin hans er til sóma, því þegar hann drekkur þá dreypir hann vel i dauðhreinsað blávatn úr austfirskri skel, en örsjaldan islenskan rjóma. Þið kannist við Stefán og kosti þess manns, en kunnugir sjá varla gallana hans og úr þeim sem allra minnst gera, því skáldmenna blóð honum ólgar í æð og augað er glettið og tungan er skæð, og tryggast hans vinur að vera. Þið þekkið hann Magnús og málfimi hans, og mikið er þor eða blindni þess manns, sem undir hans vopn kýs að æða, en honum er sjaldgæfa listin sú lén að líta yfir skóginn og einnig á trén og horfa til lægða sem hæða. Þið vitið að Garðar er vitur og knár og vel hefur skaparinn farvað hans hár og liðað í skreytingarskyni. Og frábitinn er hann að fara með tál og fáum er léttara um hugsun og mál en þeim Eyjanna sæbarða syni. Þið þekkið hann Gils og hans þjóðfræga róm svo þungan og skýran sem dómklukku hljóm, er brýst gegnum hávaða bylja. Svo Ijós eru rökin og meitlað hans mál, að mönnum, sem rétt hafa vitund af sál er ógerlegt annað en skilja. Þið þekkið hann Rangar og ráðsnilli hans, en rafmagn úr Kröflu hann vinnur með glans. Það tekur hann enginn á taugum. Er jörðin i hamförum hnigur og rís og hraunið úr djúpinu bálandi gýs þá deplar hann ógjarnan augum. Þið þekkið hann Geir og hans einkenni öll, því eins er hann metinn í koti sem höll sá heiðvirði hreinskilni drengur. Hann þrælar og puðar sem þingmanni ber, og þegar hann klæddur og vaknaður er hann dyggur að dagsverki gengur. Þið munið hann Jónas og handaverk hans í hríðum og kyrrum til sjós og til lands og snilld hans í leikjum og Ijóðum, en sá hefur ófáa hildina háð og hamrað á þursum af lítilli náð á breskum og borgfirskum slóðum. Þið þekkið hann Eðvarð að háttprýði og hægð, um háreysti sinnir hann lltt eða frægð og seint mun hann böðlast og berja, en þungt er hvert orð hans og þaulhugsuð rök/ og þá sýnir hann engin vettlingatök, er verkamanns rétt þarf að verja. Þið kannist við Svövu, hún sannar það enn, að síst eru konurnar lakari menn en karlar — þótt séu þær svona. Og því skal nú hvenær sem þingsæti vinnst uns þau verða tíu, þess heilræðis minnst, að í hverju einu sé kona.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.