Þjóðviljinn - 05.03.1978, Side 11
Sunnudagur 5. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Þaö fer vel um islendingana hjá Dankersen, en Axel og Kristbjörg hyggjast þó ekki
vera þar lengur en eitt keppnistímabil til viðbótar. Þau hafa fest kaup á ibúð við
Framnesveg og þegar heim er komið á að leika handknattleikinn áfram á fullri
ferð. Á litlu myndinni til hægri er Axel í eldhúsinu og rifur niður rófur og gulrætur i
hrásalat.
ír K % v v®
i ! fap^apy ?' wSJMm W!
sen. Hafði þessi sendimaður um-
boð til þess að bjóða okkur Krist-
björgu út til þess að lita á aðstæð-
ur og þar vorum við i 2-3 daga. Ég
setti min skilyrði fyrir þvi að
koma og óneitanlega kom mér
það á óvart að þeir samþykktu
allt sem ég nefndi án nokkurr-
ar umhugsunar. Svo það var ekki
eftir neinu að biða, við fórum
heim og gengnum frá okkar mál-
um og strax að lokinni Mæjorka-,
ferð með félögum minum i Fram
héldum við Kristbjörg hingað til
Minden.
Verslunarnám á fullum
launum
— Ertu i atvinnumennsku
hérna i Þýskalandi, eöa heitir
þetta ennþá á opinberu máli
áhugamennska.
— Já, ég er ekki atvinnumaður
og atvinnumennska er ekki nema
hálfopinber hér ennþá. Ég byrj-
aði t.d. strax að vinna hjá þvi fyr-
irtæki sem stendur á bak við
Dankersen. Mér var komiðfyrir á
skrifstofu og þeim var alveg
sama þótt ég kynni ekki orð i
þýsku og gæti þvi ekkert gagn
gert. „Sittu bara þarna frá kl. 8.30
— 4.00 og þá verður þetta allt i
lagi”, sögðu félagarnir.
Það er skemmst frá þvi að
segja að eftir niu mánuði var ég
að verða vitlaust á þessu aðgerð-
arleysi. Það bætti heldur ekki úr
skák að ég átti við sifelld meiðsli
að striða svo maður var orðinn
vonsvikinn og niðurbeygður.
Þá var mér boðið að hætta á
skrifstofunni og fara i verslunar-
nám. Ég tók þvi fegins hendi og er
núna að ljúka við þann skóla.
Þetta var erfitt fyrst, en manni
var farið að þyrsta i að leggja
eitthvað á sig og ég glimdi glaður
við byrjunarörðugleikana og sé
svo sannarlega ekki eftir þvi
núna.
— Og þú hefur haldið fullum
launum þennan tima?
— Já, þeir voru afar liðlegir við
mig og það var aldrei á það
minnst að minnka við mig laun
eða taka þau af mér þótt ég hætti
að vinna og færi út I verslunar-
námið.
Forseti Dankersen er eigandi
að þessu stóra fyrirtæki sem
stendur á bak við félagið. Hjá
honum vinna yfir tiu þúsund
manns og þessi maður hefur hvað
mig snertir að minnsta kosti ekki
talið það eftir sér að greiða götu
mina á allan hátt.
— Eru öll þýsk félög kostuð af
einhverju fyrirtækjum?
— Já, að minnsta kosti þau
handknattleiksfélög sem eru i
fyrstu deild. Það er ýmist að eitt
stórt fyrirtæki eða mörg smærri
standi á bak við hvert lið og þegar
leikmenn skipta um félög er ekk-
ert farið dult með það að peningar
og alls kyns friðindi hafa þar
valdiöfélagaskiptunum. Það má i
rauninni segja að það séu töluvert
miklir peningar i þýska handbolt-
anum miöað við aö atvinnu-
mennskan er ekki viöurkennd
ennþá.
Það þótti t.d. mikið hneyksli á
sinum tima þegar þýskur milj-
ónamæringur tók upp á sina arma
miðlungs gott 5. deildarlið og fór
með það upp i Bundesliguna á
nokkrum árum. Hann keypti til
sin marga af bestu leikmönnum
Þýskalands og liðið klifraði upp á
millideilda á hverju ári. Danker-
sen missti þarna marga af sinum
bestu mönnum og ekki alls fyrir
löngu keypti þetta nágrannalið
okkar annan markvörðinn okkar.
Allir vita auðvitaö að þarna eru
miklir peningar i spilinu.
Hvert fyrirtæki leggur auðvitað
á það áherslu að halda sinu liði á
toppnum. Þess vegna er farið
viða til að finna góða menn og
laða þá til sin. Ýmis hlunnindi eru
veitt við félagaskipti, en i staðinn
eru gerðar miklar kröfur. Ef leik-
maður bregst hlutverki sinu er
enga miskunn að finna, heldur
verður hann einfaldlega að vikja
og annar er settur i hans staö. Lif-
ið er þvi ekki eintómur dans á
rósum hjá okkur íslendingunum
frekar en öðrum enda þótt við
þurfum ekki að kvarta yfir okkar
hlutskipti.
Góöur vinur í
raun
— En þeim hefur ekki gramist
við þig i byrjun þegar þú áttir við
þessi meiðsli að striða.
— Nei, ég get ekki sagt það. En
fyrir mig voru þetta erfiðir timar.
Ég var fyrst skorinn upp á oln-
boga og loksins þegar ég mátti
byrja að æfa kom i ljós að aðgerð-
in hafði misheppnast og varð að
endurtakast. Siðan var ég skorinn
i nára báðum megin og ioks gerð
mikil aðgerð á nefi. Auðvitað
vona ég að nú sé þetta liðið.
„Sjö, niu, þrettán, bank, bank”
heyrist i Kristbjörgu sem lemur
duglega i borðbrúnina og storkar
ekki örlögunum með svona
ábyrgðarlausu tali. Meira kaffi i
bollana og siðan haidiö áfram.
— Ég hef átt einn stórkostlegan
stuðningsmann hérna hjá Dank-
ersen sem i rauninni tók mig upp
á arma sina um leið og ég kom
hingað, segir Axel. — Á þessum
erfiðu timum kom hann og hug-
hreysti mig og stappaði i mig
stálinu látlaust. A stjórnarfund-
um barðist hann fyrir mig af
miklum krafti og sá til þess að
einn allra besti skurðlæknir Þjóð-
verja framkvæmdi á mér allar
aðgerðir, nema þá fyrstu á oln-
boga, sem mistókst enda illilega.
Þessi góði vinur minn, sem heitir
Herbert, þarf vonandi ekki að sjá
eftir þvi að hafa barist fyrir til-
verurétti minum hjá Dankersen.
Einstaklingsframtakiö
dugar skammt
Þriðji aðilinn i fjölskyldu þeirra
Axel og Kristbjargar hefur nú
blandað sér i málið. Hann stekkur
upp I fangið á Axel en flýtir sér
þaðan tíl húsmóðurinnar og leitar
sér þar bliðuatlota. Myndarleg-
asta læða er nefninlega þarna i
heimili og ætlar sér greinilega að
hlusta það sem eftir er þessara
samræðna.
Axel segist hafa breyst sem
leikmaður á þvi að koma hingað
til Þýskalands. — Það dugir
skammt að hugsa hér eingöngu
uin einstaklingsframtakið, segir
hann. — Dankersen nældi sér t.d.
að minu áliti i Þýskalandsmeist-
aratitilinn fyrst og fremst vegna
mikillar samvinnu og óeigingirni
leikmanna. Þú verður að hugsa
fyrst og fremst um félagana og
liðið. Enginn getur leyft sér að
leika með Dankersen fyrir eigin
frama eingöngu.
Framhald á 12 siðu