Þjóðviljinn - 05.03.1978, Page 20
PWÐvnjm
Sunnudagur 5. mars 1978
Aöalsimi Ijjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
l'tan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
C 81333
Kinnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni l’jóöviijans i sima-
skrá.
C-vitamín er mikið
I undralyf, ef marka má
allar þær rannsóknir sem
gerðar haf a verið á virkni
| þess á undanförnum ár-
um.
Þekking manna á mik-
ilvægi vítamína var lengi
vel bundin þekkingu á af-
leiðingum vítamíns-
skorts, en vítamín eru
lifsnauðsynleg efni, sem
líkaminn getur ekki
framleitt sjálfur, en
þarfnast þó í örlitlum
mæli.
I kennslubókum um
næringarf ræði má lesa að
skortur á C-vítamíni leiði
til skyrbjúgs, þ.e. tanna-
missis og bólgins tann-
holds, en C-vítamín fá
menn aðallega úr ávöxt-
um og grænmeti, sem
kunnugt er.
Vítamin og kvef
Þaö vakti mikla athygli fyrir
nokkrum árum þegar Nóbels-
verðlaunahafinn Linus Pauling
fullyrti opinberlega að C-vita-
min gæti læknað kvef, en Paul-
ing ráðlagði mönnum að taka
minnst eina teskeið daglega af
C-vitamini — þá yrðu þeir laus-
ir við flensur og kvefpestir.
Margir urðu til þess að mót-
mæla þessum fullyrðingum
Paulings, og bentu á að kvef or-
sakaðist af bakterium og virus-
um, og C-vitamin gerði akkúrat
ekkert til að granda þessum
sýklum.
C-vitamin neysla jókst þó til
muna i Bandarikjunum eftir
áróður Paulings, en hann hafði
einnig nokkur áhrif hér á landi,
þar sem menn fóru allt i einu að
krefjast þess i lyf jabUðum að fá
keypt C-vitamin i lausri vigt en
ekki i töflum til að geta mælt
inntökuna i teskeiðum!
Staðreyndin um C-vitaminið
og kvefið mun vera sú að C-vita-
min er nauðsynlegt til þess að
frumur í öndunarveginum geti
myndað slim á eðlilegan hátt,
en slimið er ein helsta bakteriu-
vörn öndunarvegsins. Sé siim-
myndunin ekki nægileg ná sýkl-
arnir að komast að frumunum
og geta valdið sýkingu.
Matarvenjur islendinga
En C-vitamin virðist geta
gegnt fleiri hlutverkum i
mannslikamanum. t nýút-
komnu Fréttabréfi Krabba-
meinsfélags tslands um heii-
brigðismál er grein um maga-
krabbamein og kemur C-vita-
min þar nokkuð við sögu.
Tiðni magakrabba er mun
meiri hér á landi en á Norður-
löndunum og næstu nágranna-
löndum. Skýringarinnar hefur
löngum verið leitað i mataræði
tslendinga sem lengi vel var
einhæft, súrt, reykt og salt, — og
C-vitaminsnautt.
Siðast liðið sumar var haldin
ráðstefna á vegum Krabba-
meinsfélagsins um orsakir
magakrabba, en gestur hennar
var bandariskur visindamaður
dr. Steve Tannenbaum, prófess-
or i matvælafræðum við MIT
háskólann i Bandarikjunum.
Dr. Tannenbaum hefur unnið
að rannsóknum á nitriti og
nitrötum (sem finnast m.a. i
saltpétri) i fæðu og magainni-
haldi ibúa i afskekktum fjalla-
héruðum i Columbiu, þar sem
tiðni magakrabba er mjög há.
Rannsóknir hans leiddu i ljós,
að i drykkjarvatni ibúanna var
mikið af nitrötum, sem geta, viö
ákveönar aðstæður umbreyst i
hættuleg krabbameinsvaldandi
efni, nitrósamin, t.d. i magan-
um.
C-vítamín,
saltkjöt og
magakrabbi
Dr. Tannenbaum skýrði frá
þeirri skoðun sinni á fundinum
að hann teldi að magabólgur
gætu verið undanfari maga-
krabba, en tiðni magabólgu er
talin há hér á landi. Magabólgur
minnka sýruframleiðslu i mag-
anum og þvi eiga gerlar auð-
veldara með að þrifast þar,
Gerlar geta breytt nitrötum i
nitrósamin, en við eðlilegar að-
stæður er svo mikil sýra I mag-
anum, að gerlar lifa þar ekki.
Þá telur dr. Tannenbaum að
C-vitamin dragi verulega úr
nitrósamin-myndun i magan-
um, og vinni þar með gegn
magakrabba.
Nitröt og nitrit hafa um all-
langt skeið verið notuð hérlend-
is við pækilsöltun á kjöti og var
saltið lengi vel eina geymsluað-
ferðin sem beitt var á kjöt, auk
reyks.
Með tilkomu frystiskápa og
aukins framboðs á nýmeti hefur
mataræði fólks breyst mikið og
kann það að vera ein af skýring-
unum á þvi að tiðni maga-
krabba hefur minnkað verulega
hér á undanförnum tveimur
áratugum.
Magakrabbamein er mun al-
gengara meðal karla en kvenna
og árið 1955-1961 var tiðnin með-
al karla 71 af 100.000 en 39 meðal
kvenna. Á árunum 1969-1975 var
tiðnin komin niöur í 43 með-
al karla og 22 meðal kvenna.
Aukið eftirlit
Rannsóknastofnun land-
búnaðarins eignaðist á siðast-
liðnu sumri nákvæmt mælinga-
tæki, sem gerir mælingar á
nitriti og nitrötum mjög auð-
veldar. Með tilkomu þessa tæk-
is, sem er hið fyrsta sinnar teg-
undar hér á landi er unnt aö
fylgjast nákvæmlega með
nitrat- og nitritinnihaldi mat-
væla og framfylgja þar með
reglugerð um hámark þessara
efna, en hún var sett 1974.
Rannsóknastofnun land-
búnaðarins vinnur nú að slikum
mælingum á kjötvörum i sam-
vinnu við Heilbrigðiseftirlit
rikisins Fyrir áramótin var
gerð rannsókn á salt-
kjötsvinnslu á Austurlandi, og
sagði dr. Jón öttar Ragnarsson,
matvælafræðingur, i samtali við
Þjóðviljann, að nitratmagniö
hefði verið hátt i mörgum tilvik-
um og langt yfir leyfileg mörk i
sumum.
Þvi miður virðist nokkuð al-
gengt að saltpéturinn sé ekki
mældur út i pækilinn, heldur sé
hann settur út i eftir hendinni,
en þess misskilnings hefur einn-
ig gætt að mikill saltpétur flýti
rauðanum i kjötinu og auki
hann.
Rannsóknastofnun land-
búnaðarins ráðleggur mönnum
að leggja algerlega niður notk-
un á saltpétri, sagði Jón Óttar,
þar sem þvi verður við komið,
en salta þess i stað með nítriti
og ascorbati, en það er C-vita-
min salt.
C-vitaminið flýtir fyrir og
eykur rauða litinn á kjötinu,
sagði Jón, og dregur auk þess úr
nitrósaminmynduninni.
Að sögn dr. Jóns hefur notkun
C-vitamins i pækil farið vaxandi
að undanförnu, og kannski er
þess ekki langt að biða að. salt-
kjöt verði ekki lengur talið með-
al hugsanlegra krabbameins-
valda, — sé það saltað i C-vita-
mini.
—A1
Ólafur Reykdal, nemi i matvælafræöum,saxar niöur saltkjöt til efnagreiningar.
Námsmenn í Osló:
Frábiöja
sér stál-
kalt
miðbæjar-
bros
Aöalfundur Félags íslenskra
námsmanna i Osló sem haldinn
var nýlega gerði sérstaka sam-
þykkt um skipulag „Hallæris-
plansins”. Hún er svohljóðandi:
„Það veröur æ algengara I stór-
borgum heimsins aö gamlar
mannlegar byggingar miöbæj-
anna eru látnar vEkja fyrir nýjum
höllum úr gleri, áli og stáli.
Þessar hallir eru siður en svo
aölaðandi. Þær gnæfa i óendan-
legri hæð og breidd yfir höfðum
borgaranna og bjóða þá vel-
komna með stálköldu brosi. Þetta
verður til þess að miðbæirnir
missa sitt upprunalega hlutverk
sem miöpunktar.mannlegra sam-
skipta, í þess stað veröa þeir dauð
og vélræn þjónustuhverfi.
I þetta sama viti ákvað borgar-
ráð að ganga er það samþykkti
nýjar steinsteyptar hugmyndir
að skipulagi „Hallærisplansins”
og nærliggjandi svæðis, sem
gömlu góðu húsin eiga að vikja
fyrir.
Námsmenn hér i Osló skora
þvi á borgarráð að endurskoða
hug sinn til þessara mála. Enn-
fremur styðjum við alla baráttu
er beinist að verndun gamalla
húsa I Reykjavik.
„Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur.”
Frönsk
litógrafía í
franska
bókasafninu
Sýning á franskri lithografiskri
nútimalist er haldin i franska
bókasafninu að Laufásvegi 12
fram til 12. mars. Sýnd eru 51
verk eftir jafnmarga höfunda, en
flestir þeirra eru mjög þekktir
eins og MIRO VASARELY og
BUFFET.
Nokkrir listamannanna eru
ekki af frönskum uppruna en hafa
unnið stóran hluta verka sinna i
Frakklandi þar sem þeir hafa
kosið að setjast aö. Þessi litho-
grafisku verk, en flest þeirra
flokkast undir abstraktlist,
endurspegla vel hina ýmsu
strauma og viðfangsefni nútima-
málaralistar.
Þessir listamenn hafa allir á
einn eða annan hátt haft áhrif á
þróun listar samtiöar sinnar.
Þetta á sérstaklega viö um
BAZAINE sem hefur gefið út ritið
„Notes sur la peinture d’auj-
ourd’hui” (athugasemdir við
málaralistina i dag) og einnig
CESAR (BALDACCINI), en hann
er mjög frægur fyrir málmskúlp-
túr sinn og „plastique” skúlptúr.
Lithografisku verkin á sýning-
unni, en fjöldi eintaka þeirra er
yfirleitt mjög takmarkaður, eru
sýnishorn listamannanna sem
þeir hafa lánað til sýningarinnar.
Nokkur verkanna hafa þegar
öðlast sögulegt gildi með tilliti til
hinna ýmsu timabila á ferli lista-
mannanna, en það gerir lika
verkin enn áhugaverðari út frá
listsögulegu sjónarmiði.