Þjóðviljinn - 07.03.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Síða 7
Þriðjudagur 7. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 JÞess vegna hef ég kvatt þá hingað Launana. Þeir sitja þarna út úti i horni, — þið þekkið þá, það eru þeir Así og bési. Þeir eru í sama blóðflokki og hann Ati. Oddbergur Eiríkssqn/ skipasmiöur: Heilbrigdiskonyerteringin á Gamla spitalanum við Vesturvöll Það var uppi fótur og fit á Gamla spitalanum við Vestur- völl framarlega i 16. viku vetr- ar. Yfirlæknirinn hafði látið boð út ganga að sjúklingur væri kominn i húsið og væri hann al- varlega veikur! Tveir sjúkralið- ar komu labbandi framhjá hon- um Jóni og töluðu saman. „Veist þú hver þetta er”, sagði Pétur. „Ég hef heyrt að það væri hannAtvinnuvegur”, sagði Páll. „Og hvað gengur að honum núna”, spurði Pétur. „Ekki veit ég það, en ég hefi heyrt að það væri hans veiki, eins og þeir sögðu i öræfunum”, svarar Páll. S júkraliðarnir gengu inn um dýru dyrnar á Gamla spitalan- um og þaðan inni I. sjúkrastofu. Aðeins eitt sjúkrarúm var i stofunni og virtist sjúklingur vera i þvi,en breitt var hvitt lak yfir hann. Prófessorarnir átta, og þar með talinn yfirlæknir stofnun- arinnar Fálkanefur, stóðu við höfðalag rúmsins en sjúkralið- arnir 52 voru dreifðir um stof- una og stungu saman nefjum, það hefir þótt kurteisi i stofnun- inni undanfarin þrjú og hálft ár. Allir voru nú komnir með húf- ur á höfuðið eins og spitalafólk notar.en þær voru með ýmsum litum. Flestir voru með bláar húfur, nokkru færri voru með grænar og enn nokkru færri með rauðar. Fáir voru með bleikar húfur og aðeins örfáir með húf- ur, sem voru þannig á litinn að erfitt er að lýsa honum af þvi að hann breyttist eftir þvi hvaðan var horft. Prófessorarnir voru með bláar eða grænar húfur. Pétur og Páll voru nú báðir komnir með húfur og voru þær rauðar. Þegar hér var komið ræskti yfirlæknirinn sig, bankaði létt i sjúkrarúmið og mælti: „Góðir samstarfsmenn”, hann var dálitið rámur þegar hann hóf mál sitt en það lagaðist nokkuð þegar fram kom i ræðu hans. ,,Ég hefi kvatt ykkur hingað i þetta skipti vegna þess að hann fornvinur okkar og heimagangur i þessari stofnun, hann Atvinnuvegur, við köllum hann Ata okkar á milli eins og þið vitið, hefir verið fluttur hingað og er hann nú mikið veikur. Við prófessorarnir erum búnir að lita á hann skinnið og við komumst strax að raun um að það sem að honum gengur er hans veiki og höfum við þvi ákveðið að beita sömu meðferð og beitt hefir verið áður, og að minu viti með góðum árangri, sem sé blóðgjöf. Þess vegna hefi ég kvatt þá hingað Launana, þeir sitja þarna úti i horni, þið þekkið þá, það eru þeir Asi og Bési, þeir eru i sama blóðflokki og hann Ati. Formsins vegna ætla ég að biðja ykkur, og vænt þætti mér um ef þið gerðuð það allir, að samþykkja þetta, það hefði góð áhrif á þá greyin hann Asi og hann Bési. Annars er það ekkert höfuðatriði hvort þið samþykkið þetta allir eða ekki, það er samdóma álit okkar pró- fessoranna að á þennan hátt skuli brugðist við vandanum og meirihluti ræður hér innan stofnunarinnar eins og þið vitið og hann er á okkar bandi. Það er ekki vist að þeir Asi og Bési séu fúsir til að láta taka blóð úr sér, en ég vona fastlega að þeir sýni þjóðhollustu og þegnskap i neyðartilfelli eins og hér er um að ræða.” Með þeim orðum lauk Fálki máli sinu og leit hann þá alvar- legum augum yfir stofuna. Nú fór kliður um sjúkrastof- una og töluðu margir i senn; var augljóst að greinir voru með mönnum. Asi og Bési sátu úti i horninu sinu og héldust i hend- ur, mátti sjá að þeir voru óró- legir og ekki laust við að þeir væru hræddir. Nú kvaddi einn rauðhúfulið- inn sér hljóðs og mælti: „Herra Yfirlæknir, við rauð- húfuliðar berum ekki brigður á að hann Ati sé veikurhann hefir sjaldan alfriskur verið, en hvorttveggja er að okkur þykir sem iðjulega hafi orkað tvimæl- is um þær læknismeðferðir sem hann hefir hlotið og i öðru lagi höfum við ekki ennþá fengið að sjá hann, svo að okkur er ekki unnt að verða við þeim tilmæl- um sem til okkar hefir verið beint, sem er að samþykkja blóðgjöf”. Yfirlæknir varð fyrir svörum og mælti: „Ég er ekki viss um að þú metir þetta rétt Rauðhetta litla enda vafasamt að hægt sé að ætlast til þess, en ég get sagt ykkur það, að við prófessorarnir höfum farið til hans doktor Alvis og eins og þið vitið þá hefir hann verið allsstaðar og þessvegna veit hann allt og hann hefur bent okkur á að þetta væri rétta með- ferðin, sem við vissum raunar áður.” Rauðhúfuliðinn, sem áður hafði talað, greip nú orðið og var mikið niðri fyrir. Var ekki laust við að hann væri reiður og þvi á takmörkum að hann hefði vald á tungu sinni. „Má vera” mælti hann, „að ég sé ekki spámannalega vax- inaen eigum við að taka afstöðu til þessa máls, þá kref jumst við þess að blæjunni verði lyft af sjúklingnum svo að við fáum a.m.k. að sjá hann.” „Við getum svo sem orðið við þvi,” mælti yfirlæknirinn, „það þarf hvort sem er að gera það svo aðgerðin geti farið fram”. Að þeim töluðum orðum fyrir- skipaði hann að blæjan skyldi tekin af sjúklingnum; gengu þá fram tveir sjúkraliðar, annar með bláa húfu en hinn með græna og gerðu þeir það með nærfærni. Þegar Ati kom i ljós, gripu margir andann á lofti og heyrð- ist langdrcgið Úúúá frá Palla. „Égheld að hann hafi nú aldrei verið svona slæmur”, sagði Pét- ur og fór með höndina yfir enn- ið. Og þarna lá sjúklingurinn i rúminu sinu fyrir augum þess- ara 60 lækna og sjúkraliða. Og það var ekki sjón að sjá hann greyið. Greinilega var höfuðið á honum allt of stórt en fæturnir grannir og veiklulegir. Hand- leggirnir voru langir og mjóir og sex puttar á hvorri hendi. Þegar lakið var tekið af, opn- aði hann dauflega augun og rétti upp langan visifingur hægri handar. „Liður þér illa Ati minn”, sagði yfirlæknirinn. „Ég er með svo mikla vaxta- verki,” sagði sjúklingurinn. ,,Ég veit það góði minn,” sagði yfirlæknirinn. „Ég held að ég sé með milli- liðabólgu,” sagði sjúklingurinn. „Það getur vel verið”, sagði yfirlæknirinn, ,,en þetta lagast bráðum væni minn”. „Ég held að Fálki sé nú alveg ga-ga að ætla að lækna þetta með blóðgjöf, hann gæti alveg eins ráðlagt nudd við bein- broti,” hvislaði Pétur i eyrað á Palla. „Ég held að hann ætti að ráða sig að hundaspitalanum,” hvisl- aði Palli i eyrað á Pétri. Nú kvaddi sér hljóðs sjúkra- liði með bleika húfu og mælti: „Ég lýsi þvi yfir, fyrir mina hönd og okkar allra bleikhúfu- liða, að þó að við höfum staðið að margri læknisaðgerð með þér Fálkanefur og þinum félög- um, þá getum við ekki fallist á þá meðferð sem hér hefir verið stungið upp á”. Sjúkraliði með rauða húfu mælti og var fastmæltur: „Að svo komnu máli er ég eindregið andvigur þeirri læknismeðferð sem hér er til umræðu. 1 fyrsta lagi er það min skoðun að hún sé alröng og i öðru lagi tel ég sjálf- sagt að rannsókn fari fram áður en læknismeðferð er ákveðin.” „Ég er á sama máli og siðasti ræðumaður”, sagði sjúkraliði með einkennilega húfulitinn. „Enginn hefur spurt ykkur um álit ykkar á aðgerð þeirri sem hér mun fara fram”, mælti yfirlæknirinn. „Það er ákaflega snjall maður vestur i Cikago, sem hefur ráðlagt okkur þetta og ég treysti honum betur en ykkar ráðleggingum.” Þegar hér var komið umræð- unni gáfu launarnir merki um að þeir vildu leggja orð i belg, en prófessorarnir allir sem einn bentu þeim á að á þessum stað hefðu þeir hvorki málfrelsi né tillögurétt. Ekki létu þeir þennan úrskurð aftra sér og sögðu að þeir vildu ekki láta taka blóð úr sér og það hefði verið um það samið fyrir veturnætur að þeir fengju að vera i friði þetta árið og þetta væri bara alveg ólöglegt. Þá ræskti sig Dóma-Jói og sagðist hann vita manna best hvað væru lög og hvað ekki og sagði hann að þetta væri full- komlega löglegtog taldi hann að þetta mál ætti að hafa algjöran forgang. „Þú ferð létt með að brosa út i annað, sjálfur hefur þú verið dæmdur”, kallaði Asi og var hás. Þá steig fram úr prófessora- röðinni Matti miljarð og sagðist vilja benda laununum á, að þeirra framlag væri aðeins að gjöra rétt og þola ei órétt og mættu þeir vera stoltir af að leggja svo göfugri hugsjón lið, sagði hann. Nú varð hark mikið i stofunni og töluðu margir i senn. Sögðust rauðhúfuliðar rauðbleikhúfulið- ar og þessir með einkennilega húfulitinn aldrei samþykkja þessa vitleysu og kæmi i sama stað niður þó að hún væri fundin upp i Cikagó, hún væri ekkert betri fyrir það og þeir mundu passa launana svo að það yrði ekki hægt að taka blóð úr þeim. „Hi ú ykkur”, sagði Dóri dindill, ,,ég hefi horft af brúnni og séð að þið eruð svo fáir, við erum mikið fleiri, hi á ykkur barasta”. Þegar hér var komið sögu kvaddi Fálkanefur sér hljóös: „Góðir Islendingar, ég tala ekki við hina, það er einlægur ásetningur okkar prófessoranna að sýna nú meiri festu en gætt hefir nú að undanförnu sem meðal annars kemur fram i þvi að ákveðið hefir verið að hverfa^ frá svo smáskitlegri festu eins og felst i gengissigi, heldur að þeirri festu eins og kemur fram i fengishruni, og vér höfum gert að einkunnarorðum vorum orð skáldsins þar sem hann segir : Og strið mitt er nútimastrið, en ekkiafþvitaginu að standa til lengdar i tvisýnum vopnabrýnum. Þið vitið að jörðin er likt ogknötturilaginu. Og loks kemst maður aftan að fjandmanni sinum. Þá höfum vér ákveðið að láta ekkerthindra oss i þeirri aðgerð sem hér liggur fyrir, og höfum vér of lengi eyttdýrmætum tima vorum i að hlýða á orðaskak ábyrgðarlausra manna. Heiti ég þvi á mina menn að þeir sýni nú einurð og festu og ljúki nú sem skjótast litilræði þessu. Meðan yfirlæknirinn mælti svo, hafði tvibreitt sjúkrarúm verið fært i stofuna og stillt upp samhliða rúminu sem fyrir var, en þó með manngengu bili á milli. Þustu þeir nú þangað sem launarnirsátu allirprófessorarn- ir Dóma-Jói, Matti miljarð, Dóri dindilí, Einar utanlands, Gunnar gufa, Vilhjálmur alfa- bet og Matti bláseiði. Einnig fylgdu þeim þétt og fast allir grænhúfuliðarnir og bláhúfulið- arnir sem i stofunni voru. Gripu þeir Launana og færðu þá að tvibreiða sjúkrarúminu og bundu þá þár niður með göml- um auðvaldshlekkjum og sult- arólum svo þeir komu nú engum vörnum við og gátu ekki hreyft legg né lið. Færð höfðu verið i stofuna tæki til blóðtökunnar, glös, slöngur og nálai; og var þessum græjum komið fyrir sem vera ber. „Enginn er hraustari þó of hraustur sé,” sagði Matti blá- seiði og stakk nálunum i Laun- ana þar sem hann fann stærstu æðarnar i handleggjunum á þeim. Launarnir ráku fyrst upp vein, en bitu siðan á jaxlinn og báru sig ekki ókallmannlega. Siðan fór blóðið að renna úr þeim i glösin. Þeir ræddu um það prófessor- arnir hvað væri hæfilegt að tappa mikið af Laununum og varð að samkomulagi að það skyldu vera átta merkur. „Ekki hefðu það verið kallað- ar nytháar kýr þegar ég bjó sem best i Dölum,” sagði Dóri dind- ill. Þegar blóðtökunni var lokið var glösunum lyft i seilingarhæð og var blóðið umsvifalaust látið renna úr þeim i hann Ata. Þegar þeirri yfirfærslu var lokið og bú- ið að taka græjurnar úr sam- bandi sagði Ati: ,,Ég vil fá meira blóð”. ,,Þú færð ekki meira I þetta skipti”, sagði Fálkanefur og strauk honum um fölan vang- ann. „Ef til vill færð þú annan skammt i haust”. „Er ég hraustur núna”, spurði Ati. „Alveg örugglega, það hlýtur að vera”, sögðu prófessorarnir einum rómi. „Það er gott að vita það, en mér finnst að vaxtaverkirnir hafi aukist”, sagði Ati. „Það er batamerki”, sagði yf- irlæknirinn, „það á að vera svo- leiðis”. Nú höfðu Launarnir verið leystir og þeim var boðið upp á appelsinudjús til aö hressa sig á, en þeir vildu það ekki. Þeir voru vondir i skapinu sinu og steyttu þeir hnefana framan i Fálkanef. „Við skulum finna ykkur i fjöru þó siðar verði, þinn ljóti fugl”. Gengu þeir snúðugt út úr hús- inu og dýra hurðin féll þungt að stöfum. LAUGAR- ÁSBÍÓ: GENESIS Það er óvænt Iþvi miður) ánægja hérlendis að eiga kost á að sjá hljómleikamynd i þeim gæðaflokki sem Genesis myndin er. Ég vil þvi (ef það er ekki of seint) hvetja alla, sem hafa á- huga á tónlist, hverrar tegundar sem er til að drifa sig i Laugarás- bió til að sjá og heyra Genesis. — Þessi stutta kvikmynd er jafn- framt mjög skemmtilega og smekkiega unnin og hljómur („sándið” fræga) er góður. Þetta framtak forráðamanna Laugarásbiós er vonandi upphaf- ið á framhaldi á sömu braut. Hljómsveitin Genesis er bresk, stofnuð af skólastrákum, sem þá þegar voru afkastamiklir laga- smiðir. Þeir voru Tony Banks (hljómborð, 12 str. gitar, f. 27. mars 1950), Michael Rutherford (bassi, 12 str. gitar, rafmagnssit- ar, f. 2. okt. 1950) og Peter Gabri- el (söngur, þverflauta, óbó, á- sláttur (percussion), f. 13. mai 1950). Árið 1969 gerðu þeir sina fyrstu plötu, „From Genesis to Reve- lation”, með trommuleikaranum John Mayhew og gitarleikaran- um Anthony Philips. Arið 1970 kom svo „Trespass” og þá voru komnir I hljómsveitina trommu- leikarinn og söngvarinn Phil Coll- ins (f. 31. jan. 1951) og Steve Hac- Genesis, eins og hún var skipuð 1973, þ.e. þegar Peter Gabriei (fremst- ur á myndinni) var enn með. et (rafmagnsgitar, nælongitar, f. 12. febr. 1950), og styrktu þeir hljómsveitina mjög. Um þetta leyti var Peter Gabriel farinn að kanna leikræna tjáningu i sam- bandi við tónlist þeirra og sviðs- framkomu. Genesis jókst mjög fylgi (x-G) með plötunum „Nursery Cryme” (1971) og „Foxtrot” (1972). Arið 1973 kom svo platan „Selling England by the Pound”, en lög af henni eru uppistaðan i myndinni i Laugar- ásbiói. Arið 1975 yfirgaf Peter Gabriel Genesis og er myndin tekin eftir það. Phil Collins tók við aðalsöngvarahlutverkinu með glæsibrag (jafnframt trommu- leiknum), og á hljómleikunum, sem viö sjáum i Laugarásbíói hafa Genesis fengið trommuleik- arann mikla Bill Bruford (Yes) til liðs við sig. —AÞ.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.