Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 9. júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 kennir hann aðeins á einu sviði, kynllfssviðinu. Sjálfur gerir hann itrekaðar tilraunir til aö öðlast viðurkenningu fyrir gáfur sinar og menntun, en á þvi hefur sam- timinn ekki áhuga. Fellini fetar ekki slóöir sagnfræðinga — lýsing hans á 18. öldinni er skáldleg, fremur en visindalega nákvæm. Það sem mest ber á i þessari lýs- ingu er úrkynjun hinnar gömlu Evrópu. Söguhetjan flækist um álfuna þvera og endilanga, frá einni hirð til annarrar. Alls staðar er hann gestur, og fylginautur hans er tómleikinn. Oröstir hans er venjulega á undan honum, og þvi er þess vænst að hann leiki hlutverk sitt. A einum stað er hann látinn keppa viö sauð- svartan almúgamann um það hvor hafi betra úthald i samför- um. Casanova ber sigur úr býtum og er borinn um salinn viö mikinn fögnuð viðstaddra. Þessi sigur- ganga er eitt átakanlegasta atriö- ið i myndinni, og minnir á þá mætu menn sem gert hafa trúð- inn, hirðfiflið, að harmsöguper - sónu. Donald Sutherland er frábær leikari, og sýnir það einna best I þessu atriði. Liklega heföi engum öðrum en Fellini dottið i hug að velja þennan háa, engilsaxneska leikara i hlutverk ttalans kven- sama. En útlitiö hjálpar einmitt til að einangra Casanova i mann- fjöldanum. „Hann er eins og kalkúnhani” er sagt um hann á einum stað, og svo virðist sem léikarinn hafi einmitt séð fyrir sér slikt fiöurfé, þegar hann skapaði persónuna. I samræmi við þá mynd er einnig vélræni fuglinn sem fer jafnan af stað með vængjablaki og tónlist þegar Casanova leggur til atlögu við konur. Þar er um að ræöa með af- brigðum skemmtilegt völsatákn, og engin tilviljun að hann er vél- rænn og syngur alltaf sama sönginn. Fimleikar Ýmsum kann að finnast að kvikmynd um Casanova hljóti að vera klámmynd, en svo er ekki. Að visu eru ótal samfaraatriði i mynd Fellinis, en þau eru miklu likari fimleikaatriðum — Casanova fer t.d. aldrei úr bux- unum eða lifstykkinu — enda kvaðdómstóllá Norður-ttaliu upp þann úrskurö að myndin væri ekki ósiðleg. Að sjálfsögðu gerir Fellini þetta ekki aöeins til að þóknast kvikmyndaeftirlitinu. Hann er að lýsa gleðisnauöu, vél- rænu kynlifi, sem byggist á sam- keppni i stað samkenndar, tækni i stað tilfinninga. Af sömu ástæðu eru konurnar i lifi Casanova allar með svipuðu sniði. Lýsingar á konum i endurminningabókum. hins raunverulega Casanova ku allar vera með eindæmum likar, sem bendir til aö maðurinn hafi ekki ráðið yfir mjög frjóu imyndunarafli. Allar höfðu þær rúbinrauöar varir og perluhvitar tennur. Fyrir Casanova er konan neysluvara, og hin fullkomna kona er vélbrúða, sem lætur vel að stjórn. Rómarmyndir Endalok elskhugans mikla eru dapurleg, eins og lif hans allt. 1 ellinni fær hann athvarf I greifa- höll einni og vinnur þar fyrir fæði sinu sem bókavörður. Hann er nöldursamt gamalmenni og skot- spónn gamansamra ungmenna. Aöaláhyggjuefni hans er að hann fær ekki umsaminn daglegan makkarónuskammt. Ef til vill ris leikur Sutherlands einna hæst i þessum siöustu atriðum, og þar er einnig svo aö sjá sem Fellini hafi loks fundið til svolitillar meö- aumkunar með sögupersónu sinni. Myndin um Casanova er eins konar framhald af þeim Fellini- myndum sem kallaðar hafa verið Rómarmyndir hans: Satyricon, Fellini-Roma. Hún er alvarlegt og persónulegt verk eins mesta kvikmyndasnillings okkar tima. Vissulega koma margir aðrir við sögu en kvikmyndastjórinn, þegar slikt listaverk er skapað, en það er aðalsmerki Fellinis, sem og annarra snillinga, að hann kemur sinni veraldarsýn og sinum boðskap á framfæri með þvi að beygja allt undir sinn vilja, hvort sem um er að ræða kvik- myndatökumenn, tónskáld eða leikara. Tímans tönn nartar... Fáum stöðum hefur hnignað með jafn skjótum hætti og Hollywood, höfuðborg kvikmyndaframleiðslunnar um langan aldur. Meira að segja er timans tönn farin að narta myndarlega i nafn borgarinnar, sém letrað var á hæð fyrir ofan bæinn árið 1921 með 15 metra háum bókstöfum. Einn stafurinn er horfinn og fyrra o—ið lætur mjög á sjá. Nú hefur skilti þetta verið gert að s-ö gulegu minnismerki og er verið að safna 150 þúsundum dollara þvi til viöhalds. Geislavirknin er langlíf: Hreinsun tek- ur árþúsundir Bandariska stjórnin hefur komist að þvi, að það er miklu erfiðara en við var búist að gera þau svæði óskaðleg og byggileg, sem spilltust af tilraunum með atóm- vopn. A sl. þrem árum hefur 80 millj- ónum dollara verið varið til hreinsunarstarfa á Eneweatak eyjaklasanum i Kyrrahafi, en þar er mikil geislavirkni siðan Bandarikjamenn sprengdu þar atómsprengjur fyrir 20 árum. En starfið hefur ekki borið meiri árangur en svo, að eyjarnar verða ekki byggilegar fyrr en eft- ir óratima. Kóralleyjar þessar eru að þvi leyti sérstætt vandamál að þær eru mjög óþéttar og regnvatn hefur þrælmengað jarðveginn all- djúptniður. Efaðsprengingarnar hefðu átt sér stað á meginlandi hefðuár smám saman skolað hin- um geislavirku efnum burt og dreift þeim um stórt svæði. Tryggið yður eintak Styðjið góða viðleitni TIMARIT llriiiRbotA^umræður um inannúóiirslcfnu: Ut^irS>a»Síwot,mön Áw-t. Sijo.c-sUoin FrítM Capra Sígartwoa Kgffl t^ihwn fciosr A<Vai«tcinM-(Mr frtdt V. VBkjilinnon Wn«' Þomrtan k>%rirs\*n (•oiltf jmir 'n*ur>>\s..n íiuAmondur *». Jó»*»son Slj;»r*Uf A. MagníisMMi Mgmar Ar«6r«.(»H Kynning: t>kh Froffltn — Rffl’knHasu-r t ulhr Guðmumtur Oikhir M«jjHÚa»on Gerist áskrifendur í sima 29434 milli kl. 5 og 7 Við erum þeirrar skoðunar, aðgóður Volvo... geti í mörgum tilvikum verið betri en nýr bíll af annarri gerð! Þess vegna leggjum við ríka áherslu á Volvo gæði og Volvo öryggi umfram annað. Það er í rauninni auðvelt þar sem Volvo á í hlut. Möguleg meðalending Volvo bíla er 16,7 ár skv. könnun Sænska bifreiða- eftirlitsins. Þegar endursöluverð Volvo er svo borið saman við endursöluverð annarra sambærilegra tegunda, kemur gæða- matið skýrast í Ijós. Látið okkur aðstoða ykkur við valið á góðum bíl, — bíl sem endist. VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.