Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júll 1978 SVAVAR GESTSSON: Hugleiðing um húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin fjögur ár fariö meö yfirstjórn félagsmálaráöuneytis- ins og þar meö húsnæöismálanna hér á landi. Þann tima hefur bók- staflega ekkert veriö gert til þess að breyta stefnunni i húsnæöis- málum þannig aöauöveldara yrði fyrir fólk aö eignast ibúöarhús- næöi né heldur aö draga úr þeim áhrifum sem stefnan i húsnæöis- málum hefur haft i þá átt aö magna veröbólguna. Þvert á móti. Enda er þaö i bestu sam- ræmi við stefnu Sjálfstæöis- flokksins aö auka gróða braskar- anna sem hafa blómstrað á valdatima núverandi, en vonandi fráfarandi rikistjórnar á öllum sviöum. Húsnæöisbraskiö hefur á undanförnum fjórum árum haft i för með sér hækkandi Ibúöaverö ' i *• ’• MANNRETTINDI EKKI MUNAÐUR og aldrei hefur fasteignasölum fjölgaö eins geysilega og á undan- förnum árum. En þaö er annars dæmigert fyrir ómerkilegan mál- flutning Sjálfstæöisflokksins nú eftir kosningar aö Morgunblaöið birtir forystugrein um húsnæöis- mál og lofar gulli og grænum skógum. Og hver er svo reynslan af loforöum Sjálfstæöisflokksins i þessum mikilvæga málaflokki á undanförnum árum? Þrísvikinn samningur 1 febrúar 1974 var geröur samningur milli verkalýös- hreyfingarinnar og þáverandi rikisstjórnar, vinstristjórnarinn- ar, um húsnæöismál. Þar var gert ráö fyrir þvi aö um þaö bil þriöjungur af áætlaöri ibúöaþörf landsmanna á árunum 1976-1980 yrði leystur meö verkamannabú- stööum, söluibúðum eins og þeim sem Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar hefur reist og með leiguibúðum á vegum sveitarfélaga eöa sérstakra sam- taka sem mynduö yrðu. í sam- komulaginu var gert ráö fyrir þvi aö hækka launaskatt i 2%, en hækkunin rynni til Bygginga- sjóös rikisins. Jafnframt var þessi yfirlýsing 1974 samþykkt I trausti þess að þátttaka lifeyris- sjóöa stéttarfélaga i þessu nýja átaki i húsnæöismálum samsvar- aöi 20% af árlegu ráöstöfunarfé þeirra. Voriö 1974 fór. vinstrstjórnin frá þannig aö henni gafst ekki timi til þess aö hefjast handa samkvæmt yfirlýsingunni. Ný rikisstjórn tók viö, rikisstjórn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæöisflokksins. Hún aöhaföist ekkert i málunum. Samt haföi verkalýöshreyfingin þá þegar lagt fram sinn hluta samkomulagsins, 20% af ráö- stöfunarfé lifeyrissjóöanna og 2% launaskattinn I byggingarsjóö. Verkalýöshreyfingin stóð viö sinn hlut, rikisstjórnin sveik samning- inn. Margoft var leitaö eftir þvi aö staöið yröi viö gefin loforö, en ekkert gekk. I kjarasamningun- um i febrúar 1976 tók verkalýös- hreyfingin máliö þvi upp á nýjan leik og auövitaö var Gunnar Thoroddsen félagsmálaráöherra fús til þess að skrifa undir nýjan pappir. Þar segir meöal annars orörétt: „Þaö veröur aö sjálf- sögöu staðið við yfirlýsingu fyrr- verandi rfkisstjórnar um hús- næðismál frá 26. febrúar 1974. ” En ekkert gerðist. ,,AÖ sjálf- sögðu” var loforðið svikið. Þess vegna tók verkalýöshreyfingin málið upp i þriðja sinn i kjara- samningunum 1977. Þá ákvaö rik- isstjórnin að skipa sex manna nefnd til þess aö undirbúa fram- kvæmd á samningunum frá 1974 og 1976. Nefndin átti að skila áliti fyrir siöustu áramót i formi frumvarps til breytinga á gild- andi lögum um húsnæðismál. Undir þetta fyrirheit ritaði Geir Hallgrimsson. Nefndin var aö visu skipuð og hún hefur starfaö dálitiö á sl. vetri, en ekki sá rikis- stjórnin ástæöu til þess aö tryggja framgang málsins á siðasta þingi. Þannig sveik rlkisstjórn Sjálfstæðisflokksins samning sinn viö verkalýöshreyfinguna i tvi- gang.enda þótt hreyfingin stæöi við sinn hluta samningsins varð- andi útvegun fjármagns. Þessi framkoma er dæmigerð fyrir af- stööu þessarar rikisstjórnar I garö verkalýössamtakanna. 2/3 fjármagnsins frá verkalýðs- hreyfingunni I nýlegri ibúöaspá Fram- kvæmdastofnunar rikisins er gert ráð fyrir þvi að árleg Ibúöaþörf landsmanna fram til 1980 sé 2300 til 2850 ibúðir. Sem fyrr segir er gert ráö fyrir þvi i áðurgreindum samningum aö þriöjungur ibúö- anna sé reistur á félagslegum grundvelli. Það þýöir 770 til 930 Ibúðir á ári. Það er þvi ljóst að hér er i rauninni um að ræöa algera lágmarkskröfu af hálfú verkalýössamtakanna. Þaö verö- ur nefnilega einnig aö hafa i huga aö verkalýðshreyfingin leggur til 2/3 hluta þess fjármagns sem notað er á vegum Byggingasjóös rikisins. Gert er ráö fyrir þvi aö sjóöurinn hafi til ráðstöfunar á þessu ári um 8 miljaröa króna. A siðasta ári lánaöi sjóöurinn 6,1 miljarð króna til nýbygginga eöa kaupa á eldra húsnæöi. Þar af fóru um 720 miljónir til sveitarfé- laga til aö byggja leigu- og sölu- ibúðir og um 390 miljónir til sveit- arfélaga til aö byggja leigu- og söluibúöir og um 390 miljónir til Verkamannabústaöa. Það er þvi ljóst aö aöeins litill hluti heildar- fjármagns Byggingasjóðsins fer til félagslegra framkvæmda. Fjármagn By ggingas jóös rikisins kemur sem fyrr segir að tveimur þriðju hlutum frá verka- lýöshreyfingunni. Þaö gerist þannig: 1) Atvinnuleysistryggingasjóð- ur hefur lagt fram verulega fjár- muni I formi lána til langs tima. 2) Launaskattur var tvöfaldaður 1974 og rennur sú hækkun til sjóðsins. 3) Lifeyrissjóöir verkalýösfélag- anna hafa keypt skuldabréf Byggingarsjóös i mjög rikum mæli. Það er þvi eölilegt og rökrétt aö krefjast þess aö verkalýöshreyf- ingin hafi alla forystu i húsnæöis- málum hér á landi. Þaö er ljóst aö einkaframtakinu er ekki að treysta á þvi sviði fremur en öðr- um. Alþýöubandalagiö hefur flutt tillögur um úrbætur i húsnæöis- málum þar sem tekiö er tillit til þess að þaö eru einfaldlega mannréttindi en enginn munaöur aö eiga eða leigja hæfilegt hús- næöi. Þessar tillögur hefur flokk- urinn oft flutt á undanförnum ár- um en hefur litinn hljómgrunn fengiö nema innan verkalýös- hreyfingarinnar. Stefna Alþýöu- bandalagsins og verkalýöshreyf- ingarinnar i húsnæðismálum falla saman i öllum megin- atriðum. Stefnumiðin hljóta aö vera þessi: © Gera þarf heildaráætlun fyrir allt landið um nýbyggingu og nýtingu ibúöarhúsnæöis. Aætl- unin nái til 10 ára og byggist á itarlegri könnun á þörfinni. Markmið áætlunarinnar veröi i fyrsta lagi aö tryggja öllum húsnæði á skaplegum kjörum og i öðru lagi að draga úr þeim háskalegu áhrifum sem hús- næðisbraskið hefur á efnahags- lif þjóðarinnar. © Þeir sem ekki eiga ibúðir eigi kost á stofnlánum til ibúða- kaupa eöa byggingar sem nemi yfirgnæfandi meirihluta eðli- legs byggingarkostnaðar. Alþýðubandalagið hefur lagt til að 60% af kostnaði við bygginu ibúöar i fjölbýlishúsi komi frá Byggingarsjóði rikisins og nemi afborganir, vextir og visi- tölutrygging aldrei meiru en 20% af launum Dagsbrúnar verkamanns. Auk þess gætu komið lán úr öðrum sjóöum. Auka þarf fjárveitingar til sveitarfélaga eöa félagasam- taka sem reisa leiguhúsnæði þannig aö ehginn verði neyddur til þess eins og nú er aö ráðast i að koma sér upp eigin húsnæði. Húsaleiga veröi frádráttarbær til skatts. © Lán til ibúðabygginga úr opin- berum sjóðum verði til mjög langs tima. ® Fólk njóti sambærilegra kjara við kaup á eldra húsnæði og við nýbyggingar Ibúðarhúsnæöis. © Setja ber á fót félagslegar stofnanir sem annist kaup og sölu ibúðarhúsnæðis og þannig unnið gegn áhrifum fasteigna- braskaranna. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra 29.-30. júlí Hveravellir Þjófadalir Keriingarfjöll Að þessu sinni liggur leiöin aö Hveravölium, I Þjófadali og Kerlingarfjölí. Fariö veröur kl. 10 á laugardagsmorgni frá Svartárbrú i Langadal og inn á Auðkúluheiði hjá Frið- mundarvötnum og suöur á Hveravelli. A leiöinni veröur sérstaklega skoöað svæði það á Auðkúluheiði, sem til- lögur hafa veriö uppi um að leggja undir umdeilt uppi- stöðulón Blönduvirkjunar. Um kvöldið verður ekið i Þjófadali og tjaldað. Verður þar eldur kveiktur og dag- skrá flutt meö söng og dansi. A sunnudagsmorgni getá menn fariö i skoöunarferðir i ýmsar áttir, meðal annars gengiö aö Fögruhlið við ræt- ur Langjökuls. Siðan verður ekið i Kerlingarfjöll og þaö- Leirhverasvæöi i Kerlingarfjölium. an noröur Kjalveg aftur i Langadal og komiö aö Svart- árbrú um kl. 9 á sunnudags- kvöld. Verö: 6.000,- kr. og hálft gjald fyrir börn yngri en 14 ára. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig og fái nánari upplýsingar hjá eftirtöldum: llvammstangi: Þóröur Skúlason, Hvammstanga- braut 19, simi 1382. Blönduós: Guðmundur Theódórsson, Húnabraut 9, simi 4196. Skagaströnd: Sævar Bjarna- son, Bogabraut 11. Simi:' 4626. Varmahiiö: Hailveig Thorla- cius, Mánaþúfu, simi 6128. Sauöárkrókur: Rúnar Bach- mann, heimasimi 5684, simi á verkstæði 5519. Hofsós: Gisli Kristjánsson, Kárastig 16, simi 6341. Siglufjöröur: Július Július- son, Túngötu 43, simi 71429. KIÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.