Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.07.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Málgagn sósiqlisma, verkalýðshre^ýingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri Eiður Berg- mann. Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Uinsjón meö sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýs- ingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Það verður að flytja til fjármagn I forystugreinum Þjóðviljans í þessari viku hefur verið sýnt glöggt f ram á viðskilnað hægristjórnarinnar meðal annars með því að vitna til eigin orða leiðtoga stjórnarflokkanna. Þessar lýsingar staðfesta ákaflega vel það sem sagt hef ur verið áður hér í blaðinu um ef na- hagsástand þjóðarbúsins, en lýsingar atvinnurekenda á ástandinu eru að sjálfsögðu oftast allmikið ýktar. Ástæðan er sú að nú er gert ráð fyrir því að ný ríkisstjórn verði ef til vill mynduð í landinu, og atvinnurekendur vilja gjarnan þegar við upphaf nýrrar ríkisstjórnar láta vita rækilega af sér. Það er hinsvegar athyglisvert í þessum efnum hvernig þeir bregðast við réðherrar hægristjórnarinnar. Geir Hallgrímsson telur vandann til dæmis ennþá staf a af þvi að kaupið sé of hátt samkvæmt þeim samningum sem gerðir voru í fyrra,og hann vill enn halda fast við kaupránslögin. Málgögn hans telja að lausnin geti ekki f alist í neinu öðru en því að lækka kaup- ið og því að f ella gengið. Semsé gömlu íhaldsúrræðin enn og aftui—nákvæmlega sömu úrræðin og beitt var fyrir fáeinum mánuðum. Það eru nefnilega aðeins liðlega f jórir mánuðir liðnir síðan ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar felldi gengið og setti kaupránslögin. Tilgangur þessara aðgerða var að sögn Ölafs Jóhannessonar og Geirs Hallgrímssonar sá aðtryggja atvinnuöryggi og að treysta stöðu framleiðslunnar. Ella blasti við atvinnu- leysi. Nú hef ur sjálf reynslan sýnt að þetta mistókst. Og það sem verra er: Þrátt f yrir kauplækkunaraðgerðirnar hefur verðlag ætt áfram með meiri hraða en nokkru sinni fyrr undanfarna mánuði. Þannig hefur stjórnar- stefnan beðið skipbrot bæði í kosningum og líka fyrir dómstólum reynslunnar í efnahagsmálum. Samt heldur Geir Hallgrímsson áf ram að berja höfðinu við steininn. Þvermóðska hans er orðin svo átakaleg að hörðustu and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins telja jafnvel að þessi stærsti f lokkur þjóðarinnar — ennþá! — eigi ekki skilið af hafa annan eins formann. Það er hins vegar Ijóst að ráði Geir Hallgrímsson áfram stefnu Sjálfstæðisflokks- ins ieinu og öllu mun f lokkurinn halda áfram að minnka uns hann nær þeirri „stærð" sem kalla mætti eðlilega hér á landi og fer jaf nvel niður f yrir Framsóknarf lokk- inn. Staðreyndir efnahagsmálanna eru þær í fyrsta lagi að kjarasamningarnir eiga að vera í gildi, í öðru lagi að framleioslan veröur aöhalda áframog íþriðja lagi aðtil þess þarf að f lytja f jármuni til í þjóðfélaginu. Þá f jár- muni verður að flytja frá milliliðum, heildsðlum og bröskurum, sem hafa matað krókinn í verðbólgunni, yfir til launamanna og framleiðslunnar. Það er unnt að gera þetta með pólitískum aðgerðum. En þeim þarf síðan að fylgja eftir með skipuiegum ráðstöfunum í f járfesting- ar- og innflutningsmálum, þannig að fjármunir þjóðar- innar verði nýttir af skynsemi og ráðdeild í þágu heildar-' innar en ekki nokkurra braskara. Þessi tilf lutningur á f jármagnier forsenda þessaðunntséað ráða við vanda- málin innanlands til lengri tíma. Til þessa þarf að beita róttækum ef nahagsráðstöf unum,og spurningin er nú um það hver hef ur í senn þor og vit til þess að taka þannig á málunum. Fráfarandi stjornarf lokkar stýrðu efnahags- málunum i þágu verðbðlguspekinganna og braskaranna. Viiji hvorugur flokkurinn láta sér segjast nú eftir þann dóm sem þeir hafa fengið i alþingiskosningunum er Ijóst að þjóðin getur enn um sinn þurft að búa við vitlausustu og óvinsælustu ríkisstjórn sem setið hefur hér á landi, því þeir hafa ennþá meirihluta á alþingi,strandflokkarn- irtveir meðólaf, Geirog Albertviðstýrið. —s. Þessi litla stúlka fæddist með hjartagalla og hefur orðiö að lifa undir súrefnistjaldi i hálft ár. Hefoi hún betur aldrei fæosí? Hver sker úr um það hvaða börn f á að fæðast? Kemur senn til þess, að fóstrum verði eytt i mörgum þeim tilvikum sem nú kallast eðlileg þungun? Verða það kvenlæknar, foreldrar eða tölvur sem skera úr um það hvaða börn fæð- ast og fá að lifa? Nú er svo komið að læknar geta með fremur ein- földum ráðum upp- götvað marga sjúkdóma i fóstrum sem arfgengir teljast, og þar með vakna fyrrgreindar spurningar. Sænska blaöiö DN ræöir um þetta mál á dögunum og tekur dæmi af borginni Norrköpim*. Þar er tekin blóöprufa af öllum þunguöum konum sem þess óska á sextándu viku meðgöngutirn- ans. Læknar þar í borg ræða nú um þann siðferðilega mælikvarða sem styöjast má viö þegar upp- vist verður, aö barn mun fæðast með meðfædda galla. Þeir hvetja til víðtækrar umræðu um þetta mál. Það getur senn að þvi komið, að visindamenn finnimöguleika á að komast að þvi, hvort ófætt barn muni fulloröið eiga það á mikilli hættu aö fá krabbamein eöa t.d. sykursýki. En meö þvi að mörg okkar fá þessa sjúkdóma hvort sem er, er þá nokkur ástæða til að ráðleggja aö fdstri sé eytt á grundvelli slikrar og þvilikrar vitneskju? Margir fá sykursýki i vægu formi og lifa eðlilegu lif i. Eigum við þá sem kvenlæknar að ráð- leggja foreldrum eitt eða annað? Eða bara skyra frá þeim stað- reyndum sem viö höfum undir höndum? Miklar kröfur Við gerum firnalegar kröfur til foreldranna, segja læknarnir, sem eiga að taka akvöröun um lif barnsins. Og hvar eiga svo mörk- in að liggja? Eigum við að eyða fóstri ef að hætta er á að barnið fæöist holgóma? Eöa eigum viö kannski að eyöa fóstri af þvi aö foreldrarnir eru ekki sáttir viö kynferði þess? Rannsóknir okkar hafa sem slikar mannúðleg markmið, segja þeir. En hvar kemur hver einstök þunguð kona og læknir hennar inn i myndina. Ábyrgð tölvunnar? Það er enginn vafi á þvi, að alltaf bætast við fleiri og nákvæmari möguleikar til að komast að mörgum erfðaeig- indum fosturs og þar með f jölgar þeim tilvikum þegar spurt er, hvort rétt sé að binda endi. á þungun eða ekki. Sumum finnst sii stund iskyggilega nærri, þegar tölvur fari að ákveða hverjir eigi að sjá dagsins ljós og hverjir ekki. En tölvur leysa engin siðferði- leg vandamál. Okkur læknum — kvenlæknum í þessu tilviki — er stjórnað að utan, af visindamönn- um, félagsmálafrömuöum og fjölmiðlum. Viö fáum engin skýr fyrirmæli og það er sannarlega timi til þess kominn að upp komi umræða um öll þessi mál þar sem allir aöilar eru til kvaddir Foreldrapróf. Þaö hefur alllengi veriö rætt um það i fullri alvöru, hvort það ætti ekki að prófa væntanlega for- eldra áður en þeir fá að búa til barn saman. Einkum hafa slikar raddir heyrst i Bandarfkjunum og Bretlandi. Prófessor Smithells frá Leeds I Englandi segir m.a. „áframhaldandi þróun leiðir lik- lega til erfðafræöilegs eftirlits með foreldrunum áður en þungun á sér staö". Siðferðileg vandamál. Þaö er ljost að menn verða að leggja talsverða áherslu á ráðgjóf um erföafræðileg efni. Um leið er ljóst aö henni fylgja mörg og flókin vandamál. Læknarnir vilja ekki stöðva þróun rannsókna og þeir erusammála um að þær eigi sér mannúðlegt markmið. Menn telja sig hafa fullan rétt til að eyða fóstri eins fljótt og unnt er, þegar um er að ræöa börn sem fæðast munu án heila og deyja hvort sem er skömmueftir barns- burð. En hver og einn læknir lendir i vandkvæðum þegar hann t.d. mælir með þvi að eytt sé fóstri vegna þess, að likur eru á að barnið verði vangefið. Hvernig tekur móöirin þvi að hiin er i meiri eða minni mæli neydd til fóstureyöingar? Geta læknar dæmt um það, hvort verð- andi foreldrar muni hafa gleði af þessu barni þrátt fyrir allt? En það kemur reyndar oft fyrir, að foreldrar hafa mikla gleöi af „mongólum". Þeir upplifa alla framför hjá sliku barni sem undur, segir einn læknanna sem blaðið ræddi við. Sá hinn sami sagði: Sjálfur tel ég aö öll börn eigi að fæðast sem umönnun er hægt að veita. Við reynum aö einfalda málið fyrir sjálfum okkur, segir annar læknir. Ef að hætta er á að barn fæðist vangefið eða meö mænu- galla þá eyðum við fóstri ef móð- irin óskar þess. En kannski hefðu þessi börn orðið foreldrunum til gleði. 1 nokkrum tilvikum hefði skurðaðgerð getað bætt hlut þess- ara barna. En mörgum spurningum er ósvarað um framtiðina. Verður þaö einhverskonar úrval sem fær að lifa? Hver er sú siöfræði sem læknar eiga að fylgja?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.